Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAtli Eðvaldsson landsliðsþjálf- ari spurður um landsliðið / B4 Birkir Kristinsson leikmaður Íslandsmótsins 2002 / B1, B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag L a u g a r d a g u r 5. o k t ó b e r ˜ 2 0 0 2 Handritasýning Aukaútgáfa Lesbókar í tilefni af stærstu sýningu á íslenskum miðaldahandritum sem sett hefur verið upp hérlendis og hefst í dag, laugardag, í Þjóðmenningarhúsi. Morgunblaðinu í dag fylgir 12 síðna aukaútgáfa Lesbókar í tilefni af stærstu sýningu á íslenskum miðaldahandritum sem sett hefur verið upp hérlendis og hefst í dag, laugardag, í Þjóðmenningarhúsi. HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram í Reykjavík- urkjördæmi norður fyrir næstu al- þingiskosningar en hann hefur verið alþingismaður Austurlandskjör- dæmis frá árinu 1974 að einu ári undanskildu. Halldór sagði á blaðamannafundi í gær að hann hefði fengið áskorun frá framsóknarmönnum í Reykjavík að bjóða sig fram í Reykjavík. Hann sagði að margir hefðu komið að máli við sig. Hann hefði m.a. rætt þetta við stuðningsmenn sína á Austur- landi. „Ég hef tekið þá ákvörðun að verða við þessari áskorun. Við telj- um að það séu miklir sóknarmögu- leikar fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Við teljum jafnframt að það séu mikil sóknarfæri fyrir flokk- inn á landsvísu og það er með það í huga sem við höfum sameiginlega tekið þessa ákvörðun að stíga þetta skref. Ég geri það með tilhlökkun í huga, að starfa með þessu ágæta fólki sem ég ber mikið traust til,“ sagði Halldór á blaðamannafundi í gær. Halldór sagðist telja að mikil sóknarfæri væru fyrir Framsóknar- flokkinn í borginni. Hann sagðist þekkja vel til málefna í borginni enda hefði hann verið búsettur þar frá árinu 1967. Þá vonaðist hann eftir að geta nýtt sér reynsluna sem lands- byggðarþingmaður til að stuðla að betri tengingu á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Ólafur Örn Haraldsson og Jónína Bjartmarz, sem nú sitja á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík, voru á blaðamannafundinum í dag og lýstu þau bæði yfir ánægju með ákvörðun Halldórs. Ólafur sagðist ætla að bjóða sig fram í Reykjavík- urkjördæmi norður og Jónína lýsti yfir framboði í suðurkjördæminu. Ekki hefur verið ákveðið hvernig valið verður á listana af hálfu flokks- ins. Reiknað er með að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin í lok þessa mánaðar. Halldór sagði að framsóknarmenn myndu heyja kosningabaráttuna í borginni saman en ekki milli kjör- dæma. Framsóknarflokkurinn fékk tvo menn kjörna í Reykjavík í síðustu kosningum. Halldór Ásgrímsson ætlar að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norður Telur sóknarfæri fyrir flokkinn í borginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgrímsson tilkynnti um framboð sitt í Reykjavík í gær. Honum á vinstri hönd eru Guðjón Ólafur Jónsson og Jónína Bjartmarz og til hægri Þorlákur Björnsson og Ólafur Örn Haraldsson. NÝ stjórn Sambands íslenskra sparisjóða var kjörin á aðalfundi sambandsins í gær. Tveir voru í kjöri til formanns, Jón Kr. Sólnes, stjórnarformaður Sparisjóðs Norð- lendinga, og Guðmundur Hauks- son, sparisjóðsstjóri SPRON, og var Jón kjörinn formaður. Guð- mundur var formaður sambands- ins og náði því ekki endurkjöri. Jón Kr. Sólnes segir að spari- sjóðirnir hafi verið mikið til um- fjöllunar að undanförnu, einkum vegna gildandi laga um banka og sparisjóði og vegna tilburða til einkavæðingar. Margir telji að ímynd sparisjóðanna hafi skaðast af þessari umræðu og að hún hafi skapað óvissu um framtíðina. „Ég er þeirrar skoðunar að sparisjóðirnir eigi að fá svigrúm til að halda sjálfstæði sínu eins og kostur er og leitast jafnframt við að efla samstarfið á milli þeirra. Það er mikil óvissa um hvað fram- undan er og ég vil stuðla að því að reyna að eyða henni,“ segir Jón. Hann segist að öðru leyti ekki vilja tjá sig frekar um formanns- skiptin í sambandinu. Guðmundur Hauksson segir það eðlilegan hlut í hverjum samtökum að menn geti boðið sig fram og síð- an sé kosið á milli manna. Þetta hafi verið niðurstaðan og meira sé ekki um það að segja. Aðrir stjórnarmenn í Sambandi íslenskra sparisjóða eru: Hallgrím- ur Jónsson, SPV, Þór Gunnarsson, SPH, Geirmundur Kristinsson, SPKef, Gísli Kjartansson, SPM, Carl H. Erlingsson, SPK, Páll Sig- urðsson, Sparisjóði Húnaþings og Stranda. Sameiginlegur hagnaður 716 milljónir Í fréttatilkynningu frá Sam- bandi íslenskra sparisjóða í gær kemur fram að hagnaður spari- sjóðanna í landinu árið 2001 hafi numið 716 milljónum króna eftir skatta. Eiginfjárhlutfall sparisjóð- anna (CAD) var 12,7%, en með- altal banka á Íslandi var 12,3%, og markaðshlutdeild miðað við innlán er 26,4%, sem er næstmesta mark- aðshlutdeild bankastofnunar á Ís- landi. Innlánsaukning sparisjóðanna fyrstu átta mánuði ársins er 20,6% sem er langt fyrir ofan innláns- aukningu annarra bankastofnana, að því er segir í tilkynningunni. Sparisjóðir á Íslandi eru nú 24 með rúmlega 60 afgreiðslur víðs- vegar um landið. Aðalfundur Tryggingasjóðs sparisjóða var einnig haldinn í gær og var stjórn sjóðsins endurkjörin. Formaður stjórnar er Þór Gunn- arsson, sparisjóðsstjóri SPH. Formannsskipti hjá Sambandi ís- lenskra sparisjóða ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð- herra telur að langur tími líði áður en breytingar, sem viðunandi yrðu af hálfu Íslendinga, verði gerðar á hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins (ESB). Hann sagði þetta í ræðu sem hann flutti á fundi Vinnuveitendasambands Fær- eyja í Þórshöfn í gær. Árni sagði að þótt fyrirliggjandi tillögur að breytingum á fiskveiði- stefnu ESB (CFP) væru jákvæðar endurspegluðu þær að sínu mati ekki raunverulegan vilja til að taka á vanda sem við væri að etja í sjávar- útvegi ESB-ríkjanna. Væru þær langt í frá nægar til að gera ESB- aðild eftirsóknarverða fyrir Íslend- inga. Engar forsendur væru til að láta reyna á aðildarumsókn. Undan- þágur sem ríki hefðu hingað til feng- ið frá sameiginlegri stefnu ESB á ýmsum sviðum gæfu heldur ekki ástæðu til að álykta að Íslendingar gætu fengið miklar undanþágur frá fiskveiðistefnunni. Árni sagðist í ráðherratíð sinni ekki hafa orðið var við tillitssemi af hálfu ESB gagnvart kröfum Íslend- inga á sviði sjávarútvegsmála. Sagð- ist hann sjálfur hafa reynt að taka tillit til krafna ESB þegar honum hefði sýnst sanngirni í þeim. Að sama skapi hefði hann gert sér vonir um að ESB sýndi hófsömum óskum eða kröfum af sinni hálfu sambæri- lega tillitssemi. Sú hefði aldrei verið raunin og væri því lítil hvöt fyrir hendi til að eiga nánari samskipti við ESB. Ósveigjanlegt efnahagslíf Árni gerði líka atvinnulíf Evrópu- sambandsins að umfjöllunarefni í ræðu sinni og benti á að atvinnuleysi væri miklu meira en á Íslandi. Það væri núna u.þ.b. 8% í Evrópusam- bandinu en 2% á Íslandi. Hann sagði að ástæðuna mætti m.a. rekja til þess að efnahagslíf Evrópusam- bandslandanna væri ekki eins sveigjanlegt og efnahagslífið á Ís- landi. Hann sagðist telja að það hefði verið erfiðara fyrir Ísland að ná sér upp úr þeirri lægð sem varð í efna- hagslífi Íslands fyrr á þessu ári ef landið hefði átt aðild að Evrópusam- bandinu. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra á fundi hjá Vinnuveitendasambandi Færeyja Ekki nægar breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra flutti ræðu á fundi Vinnuveit- endasambands Færeyja í Þórshöfn í gær. ÍSLANDSMÓT taflfélaga eða deildakeppnin í skák hófst í húsi B&L í Reykjavík í gær og er þetta fjölmennasta keppnin frá upphafi en á mótinu keppir 41 sveit í fjórum deildum og sitja því 262 skákmenn að tafli í einu. Mikil stemmning var þegar mótið hófst enda ekki alltaf ljóst hvernig sveitirnar eru skip- aðar fyrr en sest er að tafli en færst hefur í vöxt að erlendir taflmenn taki þátt. Í sveit Hróksins, núver- andi Íslandsmeistara, eru t.d nokkrir erlendir stórmeistarar. Bú- ist er við að baráttan standi á milli þeirra, TR og Hellis. Aðgangur að mótinu ókeypis en teflt verður í dag frá kl. 10 til 15 og 17 til 22 en mótinu lýkur síðan á morgun. Morgunblaðið/Jim Smart Metþátttaka í deildakeppn- inni í skák
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.