Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Valkostur vandlátra HANDRITASÝNING Stofnunar Árna Magnússonar og Þjóðmenn- ingarhúss verður opnuð í Þjóð- menningarhúsinu í dag. Þetta er viðamesta sýning á íslenskum fornhandritum til þessa. Und- irbúningur hefur staðið í rúmt ár og til hans hefur verið vandað, ekki síst hvað öryggi og vernd handritanna varðar. Á sýningunni getur að líta dýr- gripi eins og Konungsbók eddu- kvæða og Flateyjarbók. Skipulagi sýningarinnar háttar þannig, að fyrst er komið inn í stærsta rým- ið, þar sem gestir fræðast um flest það sem að sagnahefð okkar lýtur, og byrjað allt aftur í goð- sögnum á steinöld. Þá verður einnig hægt að fræðast um þann arf sem varðveist hefur í munn- legri geymd. Ýmsir þættir eru dregnir fram sérstaklega, eins og pólitískt hlut- verk ritunar og þær viðtökur sem íslenskar fornbókmenntir hlutu erlendis á síðari öldum. Handrita- herbergin eru tvö, þar sem hand- ritin eru til sýnis í stórum gler- skápum. Milli herbergjanna er rými þar sem bókagerðinni sjálfri eru gerð skil, verkun skinnanna jafnt sem rituninni með bleki og fjaðurstaf. Handritasýningunni eru gerð skil í aukaútgáfu Lesbókar í dag. Morgunblaðið/Júlíus Handrit voru í gær flutt frá Árnasafni að Þjóðmenningarhúsinu í lögreglufylgd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úr einum sýningarsalnum í Þjóðmenningarhúsinu. Vegleg hand- ritasýning opnuð í Þjóðmenn- ingarhúsinu ÁÆTLAÐ er að útgjöld Ábyrgða- sjóðs launa á þessu ári verði 615 millj- ónir og gangi það eftir hafa þau næst- um fjórfaldast frá árinu 2000 þegar útgjöldin námu 170 milljónum króna. Í fyrra námu útgjöld sjóðsins 356 milljónum. Björgvin Steingrímsson, deildarstjóri hjá Ábyrgðasjóði launa, sagði að stærstur hluti þeirra krafna sem bærust til sjóðsins kæmi af höf- uðborgarsvæðinu og talsvert af kröf- um kæmi frá fólki sem hefði haft góð laun, m.a. fólki úr tölvu- og tækni- geiranum. Ábyrgðasjóður launa greiðir ein- staklingum laun sem þeir eiga inni hjá gjaldþrota fyrirtækjum. Sjóður- inn greiðir ógreidd laun þrjá mánuði aftur í tímann, þriggja mánaða upp- sagnarfrest, orlof og lífeyrisiðgjöld í 18 mánuði. Hann greiðir þó ekki ið- gjöld vegna séreignasparnaðar. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs námu útgjöld Ábyrgðasjóðs launa 420 milljónum, en þau námu 186 milljónum á sama tíma í fyrra. Aukn- ingin er því 120%. Björgvin sagði að það sem af er þessu ári hefðu verið greiddar álíka margar kröfur og bár- ust sjóðnum allt árið í fyrra, en þá fengu um 1.070 manns greidd laun úr sjóðnum. Kröfur aðallega af höfuðborgarsvæðinu Í ársskýrslu Vinnumálastofnunar, sem er nýkomin út, kemur fram að kröfum hafi fjölgað frá tekjuhærri einstaklingum eins og í tölvu- og tæknigeiranum. „Það hafa nokkur tölvufyrirtæki orðið gjaldþrota á höfuðborgarsvæð- inu og það er nokkuð um hálaunafólk sem starfar hjá þessum fyrirtækjum. Þetta eru töluvert hærri kröfur en voru fyrir tveimur árum þegar t.d. fiskvinnslufyrirtæki á Vestfjörðum voru að fara á höfuðið. Þetta hefur því breyst mikið. Kröfurnar koma fyrst og fremst frá höfuðborgarsvæð- inu. Þær koma m.a. frá tölvugeiran- um, auglýsingafyrirtækjum og úr verslunargeiranum,“ sagði Björgvin. Björgvin sagði að nokkur stór gjaldþrot hefðu orðið á síðustu miss- erum. Hann sagði dæmi um að sjóð- urinn hefði þurft að greiða allt að 30 milljónir vegna eins fyrirtækis. Á móti kæmi að sjóðurinn fengi í ein- hverjum tilvikum greiðslur frá þrotabúunum þegar búið væri að gera þau upp. Hann sagðist gera sér vonir um að sjóðurinn fengi greiðslur á næsta ári vegna fyrirtækja sem greitt var vegna í ár. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að útgjöld sjóðsins verði 421 milljón á næsta ári. Í fyrra var hafist handa við endur- skoðun á lögum um Ábyrgðasjóð launa. Björgvin sagði að stjórn Ábyrgðasjóðs launa væri nú að fara yfir frumvarpið, en félagsmálaráð- herra áformaði að leggja það fram á Alþingi í vetur. Björgvin sagðist ekki getað sagt til um hvaða áhrif breytt lög hefðu á útgjöld sjóðsins. Fjár- málaráðuneytið væri að reikna það út. Útgjöld Ábyrgðasjóðs launa hafa fjórfaldast á þremur árum Stefnir í 615 milljóna króna útgjöld á þessu ári        " 1 ;  $))) -%%% -%%$ -%%-        A    4  UM 80% kvenna endurskoða áfeng- isneyslu eftir að þær verða barnshaf- andi og um 90% fá fræðslu um áhrif áfengis á fóstrið. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum nýrrar rann- sóknar á mataræði barnshafandi kvenna sem Manneldisráð, Miðstöð mæðraverndar og Lífeðlisfræði- stofnun Háskóla Íslands standa að. Að sögn Önnu Sigríðar Ólafsdótt- ur, matvæla- og næringarfræðings hjá Manneldisráði, nær rannsóknin til 549 kvenna sem komu í mæðraeft- irlit í byrjun meðgöngu á Miðstöð mæðraverndar frá október 1999 fram í mars 2001. Ráðgert er að birta hluta af niðurstöðum könnunarinnar síðar á þessu ári. „Við könnuðum ýmsar breytur varðandi mataræði og lífsstíl. Það sem er áberandi er að áfengis- drykkja á meðgöngu er sem betur fer mjög lítil,“ segir Anna Sigríður. Hún segir mikilvægt engu að síður að ná til þeirra tíu prósenta kvenna sem ekki hafa hlotið fræðslu um áhrif áfengis á fóstur. Í rannsókninni var áfengisneysla könnuð við upphaf og lok meðgöngu en samkvæmt niðurstöðum hennar minnkar áfengisneysla frá fyrri til seinni komu. Áfengisneyslan er mæld í millilítr- um áfengis á dag og er neysla á milli- sterku og sterku víni nánast engin, hvorki við upphaf né lok meðgöngu. Neysla kvennanna á bjór á dag mældist við upphaf meðgöngu 5,1 ml og 3,8 ml af léttvíni. Við lok með- göngu fer meðaltal bjórs í 3,0 ml og 2,0 ml af léttvíni. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á mataræði barnshafandi kvenna Um 80% end- urskoða áfengisneyslu  Skelfilegur/12 LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir 16 ára stúlku, Rann- veigu Lilju R. Pétursdóttur. Hún fór af heimili sínu 6. sept- ember. Rannveig Lilja er um 165 sentimetrar á hæð og grannvaxin með dökkt hár, venjulega tekið í tagl. Hún er álitin vera í dökkbláum buxum og hvítum anórakk. Hún gengur oft með bláan bakpoka. Rannveig hefur látið vita af sér öðru hvoru en ekkert hefur spurst til hennar í eina viku, að sögn lögreglu. Þeir sem hafa einhverjar upplýsing- ar um Rannveigu vinsamlegast hafi samband við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9013. Lýst eftir 16 ára stúlku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.