Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 1
233. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. OKTÓBER 2002 ÞRÁTT fyrir að ítalska skútan Prada færi mikinn á Hauraki-flóa við Nýja-Sjáland í gær mátti áhöfn hennar lúta í lægra haldi fyrir bandarísku skútunni Stars and Stripes í undankeppni Ameríkubik- arsins, sem nú stendur yfir. Alls keppa níu siglingaklúbbar um Louis Vuitton-bikarinn, en sá sem sigrar hefur tryggt sér réttinn til að keppa við nýsjálenska liðið um Am- eríkubikarinn í febrúar á næsta ári. AP Forkeppni Ameríku- bikarsins VÍSINDAMAÐUR sem gerði ítarlegar rannsóknir á naflaló og endurskoðendur bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron, sem lýst hefur verið gjaldþrota, voru meðal þeirra sem hlutu hin svonefndu IgNobel-háð- ungarverðlaun í ár. Karl Kruszelniki við Sydney- háskóla fékk þverfaglegan IgNóbel fyrir umfangsmikla rannsókn sína á naflaló – hver fær hana, hvenær, hvernig á lit- inn og hve mikið. Hagfræði- háðungarverðlaunin voru veitt öllum framkvæmdastjórum, yf- irmönnum og endurskoðendum tæplega 30 fyrirtækja, þ.á m. Enron og WorldCom, fyrir að „laga stærðfræðihugtakið „ímyndaðar tölur“ að viðskipta- heiminum“. Háðungarverðlaun Rann- sóknir á naflaló Boston. AFP. BANDARÍKJAMENN héldu í gær áfram að reyna að tryggja stuðning annarra ríkja, sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, við nýja og harðorða ályktun í Íraks- deilunni. Bæði Rússar og Frakkar höfnuðu hins vegar uppkasti að slíkri ályktun og sagði Vladímír Pútín, for- seti Rússlands, að vopnaeftirlits- menn SÞ yrðu að halda til Íraks sem fyrst. Bandaríkjamenn vilja að í nýrri ályktun öryggisráðsins verði Írökum hótað hernaðaraðgerðum hlíti þeir ekki skilmálum SÞ um vopnaeftirlit og afvopnun. Frakkar hafa hins veg- ar lagt til að samþykktar verði tvær ályktanir. Sú fyrri hefði að geyma þær kröfur sem Írakar þurfa að upp- fylla varðandi vopnaeftirlitið en sú síðari, sem ekki kæmi til samþykkt- ar fyrr en ljóst væri að Írakar hefðu svikið gefin loforð, heimild til hern- aðaraðgerða. Málamiðlun hugsanleg Bandaríkjastjórn hefur tekið hug- myndum Frakka fálega en í frétt BBC sagði að ráðamenn í utanrík- isráðuneytinu bandaríska teldu sig þó geta sætt sig við lausn, sem væri á þessum nótum. Viðurkenndu emb- ættismenn í Washington að hugsan- lega myndu stjórnvöld þar í landi þurfa að sættast á málamiðlun. Eftir því var tekið að Tyrkir, sem eiga landamæri að Írak og eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO) eins og Bandaríkin, lýstu í gær and- stöðu sinni við allar hernaðaraðgerð- ir gegn Írak, sem ekki njóta stuðn- ings annarra þjóða. Talsmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins fullyrtu hins veg- ar að Írakar hefðu að undanförnu byrjað að fela merki um gereyðing- arvopnaframleiðslu sína, enda gerðu þeir ráð fyrir að vopnaeftirlitsmenn SÞ sneru senn aftur til landsins. Þá greindi Ari Fleischer, talsmað- ur George W. Bush Bandaríkjafor- seta, frá því að forsetinn myndi á mánudag ávarpa þjóð sína í sjón- varpi og ræða þar Íraksdeiluna. Tillaga Frakka er sögð líkleg til að verða ofan á Washington. AP, AFP. BANDARÍSKUR alríkisdómstóll dæmdi í gærkvöldi John Walker Lindt, hinn svonefnda bandaríska talibana, í tuttugu ára fangelsi og sex ára skilorðsbundið fangelsi til við- bótar fyrir að hafa unnið með harð- línustjórn talibanahreyfingarinnar í Afganistan. Hann var handtekinn í Afganistan í nóvember sl. Samkvæmt samningi sem Lindt gerði við saksóknara í júlí sl. var honum hlíft við lífstíðarfangelsi gegn því að hann játaði sig sekan, afsalaði sér réttinum til áfrýjunar og gengist inn á að vinna með bandarískum rannsóknarfulltrúum. Fyrir dómsuppkvaðninguna í gær tjáði Lindt, sem er 21 árs, dómaran- um tárvotum augum að hann væri fullkomlega ábyrgur fyrir því að hafa þjónað sem hermaður í her tal- ibanahreyfingarinnar, og að hann teldi að það væri ekki undir nokkrum kringumstæðum réttlætanlegt að menn beittu hryðjuverkum til að jafna hlut sinn. Lindt lét í ljósi iðrun vegna gjörða sinna og kvaðst skilja hvers vegna margir Bandaríkjamenn hefðu brugðist reiðir við þegar hann var handtekinn í Afganistan. „Ég geri mér grein fyrir að margir eru enn [reiðir], en ég vona að með tímanum breytist það.“ Lindt sagði ennfremur að hann hefði gengið í lið með talibanahreyf- ingunni til að berjast gegn óhæfu- verkum sem Norðurbandalagið í Afganistan hefði unnið, en það hefði aldrei hvarflað að sér að hann myndi lenda í átökum við Bandaríkjamenn. „Ég gerði mistök með því að ganga til liðs við talibana. Hefði ég þá vitað það sem ég veit núna hefði ég aldrei orðið liðsmaður þeirra.“ Skósprengjumaðurinn játar Richard Reid, hinn svokallaði skó- sprengjumaður, játaði fyrir dómi í Boston í gær að hafa reynt að sprengja í loft upp farþegaþotu á leið yfir Atlantshafið í desember sl. Reid er 29 ára breskur ríkisborgari. Refsidómur verður kveðinn upp yfir honum í janúar. Reid hafði neitað því að vera sek- ur, en í fyrradag breytti hann fram- burði sínum og kvaðst sekur. Hann sagðist ekki viðurkenna það réttar- kerfi sem hann væri dæmdur sam- kvæmt og gaf út afdráttarlausar yf- irlýsingar um hollustu sína. „Ég hef heitið hollustu við Osama bin Laden og ég er óvinur lands ykkar,“ sagði hann. Bandarísk yfirvöld hafa ákært sex manns fyrir aðild að samsæri við al- Qaeda, hryðjuverkasamtök bin Lad- ens, um að heyja stríð gegn Banda- ríkjunum, að því er John Ashcroft dómsmálaráðherra greindi frá í gær. Fjórir hinna ákærðu eru í varðhaldi en hinir tveir ganga lausir utan Bandaríkjanna. Bandaríski talibaninn dæmdur í 20 ára fangelsi Alexandríu, Boston. AFP, AP. STJÓRNVÖLD í Pakistan sökuðu Indverja um það í gær að hefja víg- búnaðarkapphlaup eftir að hinir síð- arnefndu gerðu tilraunir með loft- varnarskeyti. Fyrr um daginn höfðu Pakistanar skotið á loft meðaldrægri eldflaug, einnig í tilraunaskyni að því er fullyrt var, en hún gæti flutt kjarnasprengju langt inn fyrir ind- versk landamæri. „Við teljum að Indland hafi gert þetta til að hefja vígbúnaðarkapp- hlaup, nokkuð sem Pakistan hefur alls ekki sýnt neinn áhuga,“ sagði Nisar Memon, upplýsingamálaráð- herra Pakistans. Harmaði hann við- brögð Indverja. Indverjar sögðu hins vegar um „venjubundnar“ æfingar að ræða og P.K. Bandopadhyay, talsmaður ind- verska varnarmálaráðuneytisins, sagði Pakistana bregðast allt of hart við tilraunum Indverja. „Þetta er að- eins gert til að styrkja loftvarnir okkar,“ sagði hann, „hvernig er hægt að bera það saman við eldflaugatil- raunir Pakistana?“ Skeytasend- ingar milli Indverja og Pakistana Islamabad, Nýju-Delhí. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.