Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde fjármálaráðherra lagði m.a. áherslu á að meira jafn- vægi ríkti í efnahagsmálum um þessar mundir en um árabil, í fjár- lagaræðu sinni á Alþingi í gær, en þá mælti hann fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2003. „Verðbólg- an er á hraðri niðurleið, viðskipta- hallinn sömuleiðis, kaupmáttur heimilanna hefur aukist samfellt frá árinu 1994, og er nú meiri en nokkru sinni fyrr, vextir lækka hratt og verulega hefur dregið úr skuldsetningu fyrirtækja og ein- staklinga.“ Ráðherra sagði að flest benti til þess að íslenskt efnahagslíf væri að taka við sér á nýjan leik eft- ir skammvinna niðursveiflu og að framundan væri nýtt hagvaxtar- skeið. Ráðherra greindi frá helstu nið- urstöðum fjárlagafrumvarpsins og ítrekaði m.a. að það endurspeglaði trausta stöðu ríkisfjármála og að- haldssama stefnu stjórnvalda í fjár- málum ríkisins. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir tæplega 11 milljarða kr. tekjuafgangi og 10 milljarða kr. lánsfjárafgangi. Afgangurinn geng- ur sem fyrr til þess að draga úr skuldum og skuldbindingum ríkis- sjóðs og styrkja stöðu hans að öðru leyti, m.a. með auknum innistæðum í Seðlabanka Íslands.“ Haldið áfram að lækka skatta Ráðherra sagði m.a. að aðhalds- söm stefna í ríkisfjármálum að und- anförnu hefði átt drjúgan þátt í því að skapa skilyrði fyrir þeirri um- fangsmiklu skattalækkun sem lög- fest hefði verið á síðasta þingi og kæmi til framkvæmda á næsta ári. „Mikilvægt er að áfram verði haldið að lækka skatta og auka þar með samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs og bæta lífskjörin í landinu.“ Í máli ráðherra kom fram að út- gjöld ríkissjóðs hefðu lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu frá árinu 1998 og að stefnt væri að því að þau lækkuðu áfram. „Þessi árangur hef- ur náðst á sama tíma og staðið er við áform stjórnarsáttmála um margþætt umbótamál,“ sagði ráð- herra. „Þennan árangur má skýra með aðhaldi í rekstri og nýjum stjórnunarháttum sem hvetja til betri nýtingar á opinberu fé.“ Sagði ráðherra síðan að það væri gleði- efni, fyrir þá sem tryðu á einstak- lingsframtak og atvinnufrelsi, að hlutur ríkisins í efnahagsumsvifum færi minnkandi. Í andsvörum við ræðu fjármála- ráðherra sagði Einar Már Sigurð- arson, þingmaður Samfylkingarinn- ar, að sjálfumgleði fjármálaráðherra hefði ekki leynt sér. „Það var at- hyglisvert að hlusta á hæstvirtan fjármálaráðherra leggja út af hinum mikla árangri og hinni traustu efna- hagsstjórn ríkisstjórnarinnar,“ sagði Einar Már. „Það var hins veg- ar mun athyglisverðara að taka eftir því að hvergi var minnst á það hjálparlið sem kom ríkisstjórninni til aðstoðar þegar hvað verst stefndi í efnahagsmálum þjóðarinnar.“ Spurði Einar Már síðan ráðherra hvort hann hefði „ekki orðið var við“, eins og hann orðaði það, að að- ilar vinnumarkaðarins, undir for- ystu Alþýðusambands Íslands, hefðu tekið höndum saman, þegar stefndi í óðaverðbólgu og vextir voru enn á uppleið, og beitt sér fyrir „umbyltingu í efnahagslífi þjóðar- innar“. Fjármálaráðherra svaraði því til að fyllsta ástæða væri til að þakka aðilum vinnumarkaðarins fyrir sinn hlut. „Ég tel að þessir aðilar á al- mennum vinnumarkaði hafi staðið sig með mikilli prýði og komið fram af mikilli ábyrgð er þeir beittu sér fyrir verðlagsstöðugleika með því samkomulagi sem gert var í desem- bermánuði sl. Samkomulaginu var stefnt að því marki að halda vísi- tölubreytingum innan viðmiðana kjarasamningsins í maímánuði í ár. Þetta tókst og vissulega eiga þessir aðilar þakkir skildar fyrir sinn at- beina að því máli. Ekki dreg ég úr því.“ Ráðherra bætti því við að hitt væri annað mál að umræddir aðilar hefðu ekki tekið að sér efnahags- stjórnina í landinu. Og að þeir bæru ekki ábyrgð á fjárlögum ríkisins. Dekurverkefni ríkis- stjórnarinnar Einar Már Sigurðarson sagði í ræðu sinni að það sem væri athygl- isverðast við fjárlagafrumvarpið væri það sem ekki væri í frumvarp- inu. Nefndi hann í því sambandi m.a. heilbrigðismálin, menntamálin og velferðarmálin. Þá sagði hann að svo virtist, því miður, sem einstök „dekurverkefni“, eins og hann kall- aði þau, fengju umfjöllun í frum- varpinu. „Manni dettur ósjálfrátt í hug þegar kemur að embætti rík- islögreglustjóra að þar sé um eitt- hvert sérstakt dekurembættti að ræða. Það blasir t.d. við að rekstr- arkostnaður þessa embættis hefur aukist frá árinu 1998 til frumvarps- ins núna árið 2003 um 260%. Tel ég vafa á því að nokkurt embætti hafi þanist svo mikið á þessu árabili.“ Einar Már fjallaði einnig um þær forsendur sem fjárlagafrumvarpið byggist á, þ.e. niðurstöður þjóð- hagsspár. Einar Már sagði að því væri ekki að neita að töluverðar breytingar hefðu orðið í áætlana- gerðinni frá fyrri árum, þar sem Þjóðhagsstofnun hefði verið lögð niður. „Við þekkjum það nokkuð vel hvernig spár Þjóðhagsstofnunar, sem þó var nokkuð reynd stofnun í áætlanagerðinni, reyndust. Því mið- ur stóðust þær sjaldan. Auðvitað verðum við að vona að hin nýja deild í fjármálaráðuneytinu standi undir því trausti sem henni er falið.“ Vísar Einar Már þarna til þeirrar deildar sem sér um þjóðhagsspána. Síðan sagði hann: „Hins vegar er fortíðin þannig að áður fyrr kom oft frá þessari deild efni sem minnti frekar á áróður en faglega umfjöllun. Við vonumst hins vegar til að þetta standi til bóta og að þessi deild taki hið nýja hlutverk mjög alvarlega.“ Geir H. Haarde vísaði því m.a. á bug í andsvari við ræðu Einars Más, að embætti ríkislögreglustjóra hefði fengið meiri fjárveitingu en eðlilegt væri. „Ég vil benda á að þetta emb- ætti, sem er tiltölulega nýtt, hefur tekið að sér fjölmörg verkefni sem áður voru unnin annars staðar.“ Ráðherra vísaði gagnrýni Einars á þá deild ráðuneytisins sem sæi um þjóðhagsspána einnig á bug. Stingið ekki höfðinu í sandinn Ólafur Örn Haraldsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins og formað- ur fjárlaganefndar Alþingis, sagði í upphafi máls síns að þróun efna- hagsmála hér á landi hefði um margt verið hagstæðari en reiknað var með um þetta leyti í fyrra; náðst hefði nokkuð gott jafnvægi í efna- hagslífinu eftir langvinnt þenslu- skeið undanfarin ár. Síðar í ræðu sinni nefndi Ólafur Örn að því væri ekki að leyna að margvíslegir erfiðleikar sæktu að í velferðar-, heilbrigðis- og mennta- málum sem menn yrðu að skoða gaumgæfilega og meta hvort frum- varpið leysti með viðunandi hætti. „Það þjónar engum tilgangi að stinga höfðinu í sandinn að því er þessa málaflokka varðar og sitja svo uppi með vandamál á miðju næsta ári sem ekki verður leyst öðruvísi en með aukafjárveitingum. Jafnframt þarf að gæta þess að aðhaldið sé nægjanlegt með útgjöldum og tryggja með öllum ráðum hag- kvæma nýtingu fjármuna til þessara mála.“ Þá sagði Ólafur Örn undir lok ræðu sinnar að umræðan um heilbrigðismál drægi m.a. athyglina að því að fjárlaganefnd og reyndar Alþingi hefðu mjög takmarkaðan aðgang að óháðum sérfræðingum um efnahagsmál eftir að Þjóðhags- stofnun hefði verið lögð niður. „Þetta veikir óneitanlega Alþingi gagnvart framkvæmdavaldinu. Það þarfnast því frekari umræðu hvort núverandi skipan efnahagsstofnana ríkisins sé viðunandi frambúðar- lausn fyrir Alþingi.“ Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. að hagvöxtur næsta árs, upp á 1 til 2%, væri fyrst og fremst borinn uppi af aukinni skuldasöfnun heimilanna í landinu. „Skuldir heimilanna eru orðnar geigvænlegar og halda áfram að vaxa,“ sagði hann. „Í stað þess að hagvöxtur byggist á aukinni fram- leiðni, framleiðslu og aukinni verð- mætamyndun þá er það aukin skuldsetning heimilanna sem á að bera uppi þann litla hagvöxt sem reiknað er með á næsta ári.“ Jón sagði að skuldir atvinnulífsins og fyrirtækjanna væru einnig gífurleg- ar sem og skuldir sveitarfélaga landsins. Þá sagði Jón að lífeyris- þegar og almennt launafólk væri látið bera skattaálögur til að afla ríkinu tekna en fjármagnseigendum væru veittar ívilnanir. Undir lok ræðu sinnar sagði Jón: „Vinstri- hreyfingin – grænt framboð vill aðra forgangsröðun í útjgöldum rík- isins en ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar. Fjárlögum ríkisins á að beita til að auka jöfnuð í samfélaginu þannig að enginn þurfi að líða vegna aldurs, fötlunar eða búsetu. Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð leggur enn- fremur áherslu á að tekjum ríkisins verði í auknum mæli varið til menntunar-, rannsókna- og menn- ingarmála. Jafnframt að stefna í at- vinnumálum taki fullt mið af sjálf- bærri nýtingu náttúruauðlinda og að tekið verði upp grænt bókhald þegar meta skal arðsemi í atvinnu- rekstri og ákvörðun framkvæmda. Þingmenn VG munu því flytja breytingartillögur við þetta frum- varp sem taka mið af þessum áherslum flokksins.“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, benti m.a. á að Frjálslyndi flokkurinn ætti ekki neina aðild að fjárlaganefnd Alþing- is. „Þeir sem fyrir hans hönd tala hér hafa afskaplega takmarkaðar upplýsingar um gerð frumvarpsins,“ útskýrði hann. Sverrir sagði m.a. að því hefði verið haldið fram að hér á landi lifðu um 20.000 einstaklingar undir fátæktarmörkum. „Ekki er það sæmandi í þessu ríka þjóðfélagi. Það eru engin önnur ráð en að taka til hendinni í þessu efni. Það er upp- lýst að nú á að rjúka til og stofna nefnd, með forystumönnum eldri borgara, til að fara yfir þær sakir. Slík nefnd var að vísu stofnuð rétt fyrir kosningar 1999, en formaður félags aldraðra, fyrrverandi land- læknir, Ólafur Ólafsson, upplýsti að það hefði ekki reynst nema orðin tóm.“ Sagðist hann vona að úr rætt- ist fyrir eldri borgara og reynt yrði að koma til móts við þá. Að lokum sagðist Sverrir sjá ástæðu til að þakka fjármálaráðherra fyrir frum- varpið, sem að mörgu leyti væri ágætt. Fjárframlög skorin til Byggðastofnunar Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunum í gær. Þeirra á meðal Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Hann gerði Byggðastofnun sérstaklega að umtalsefni og fjárframlög til henn- ar. „Það kemur fram í þessum fjár- lögum, reyndar kemur það fram í fjáraukalögum, sem nú er búið að dreifa og við eigum eftir að fjalla um, að það er ætlunin að minnka fjárframlög um helming til Byggða- stofnunar og skera algjörlega af eignarhaldsfélögin sem hafa verið landsbyggðinni svo gríðarlega þýð- ingarmikil á umliðnum árum.“ Ein- ar Oddur kveðst þarna vera að vísa til þess að í fjáraukalögum þessa árs séu 200 milljónir kr. teknar af Byggðastofnun og færðar til iðnað- arráðuneytisins. Þá minnki framlag til Byggðastofnunar um 192 millj- ónir kr. í fjárlagafrumvarpi 2003 miðað við fjárlög þessa árs. „Ég vil taka það fram að ég kannast ekki við það að þetta hafi verið kynnt í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Og ég þykist vita að það hafi heldur ekki verið kynnt í þingflokki Fram- sóknarflokksins. Ég vil nota þetta tækifæri til að taka það fram hér og nú að það skal eitthvað ganga á áður en þetta nær fram að ganga. Svona getur ríkisstjórnin ekki lagt fyrir sína þingmenn.“ Margir þingmenn gerðu heil- brigðismálin að umfjöllunarefni í ræðu sinni og sá Jón Kristjánsson heilbrigðiráðherra ástæðu til að taka fram að ekki væru öll kurl komin til grafar varðandi afgreiðslu heilbrigðismála í fjárlagafrumvarp- inu. Vísaði hann til þess að þau mál ættu eftir að breytast í meðförum þingsins. Heilbrigðisráðherra var spurður um stöðu spítalanna í land- inu og svaraði hann því til að átak hefði verið gert í málefnum sjúkra- húsa á landinu árunum 1998 til 1999. „Og það átak hefur heppnast að langmestu leyti. Það eru aðeins stóru spítalarnir sem eiga í veruleg- um fjárhagserfiðleikum en aðrar stofnanir eru tiltölulega vel settar.“ Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram á Alþingi í gær Stjórnarandstæðingar sakna velferðarmálanna Við fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið sögðu stjórnarandstæð- ingar að gefa hefði mátt velferðarmálum meiri gaum í frumvarpinu en stjórnarliðar vísuðu því á bug. Umræðan stóð fram að kvöldmat. Stefnt er að því að gera frumvarpið að lögum í desember. Morgunblaðið/Þorkell Margir þingmenn tóku til máls við fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið í gær. ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 15 á mánudaginn, 7. október. Eft- irfarandi mál verða á dagskrá: 1. Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa. 2. Fjárlög 2003 1. mál, laga- frumvarp fjmrh. Frh. 1. umræðu (atkvæðagreiðsla). 3. Matvælaverð á Íslandi 3. mál, þingsályktunartillaga RG. Frh. fyrri umræðu. 4. Einkavæðingarnefnd 4. mál, þingsályktunartillaga ÖJ. Fyrri umræða. 5. Stéttarfélög og vinnudeilur 5. mál, lagafrumvarp GAK. 1. um- ræða. 6. Útsendingar sjónvarps og út- varps um gervitungl 6. mál, þings- ályktunartillaga Guðj. G. Fyrri um- ræða. 7. Matvælaverð hérlendis, á Norðurlöndum og í Evrópusam- bandinu 7. mál, þingsályktun- artillaga RG. Fyrri umræða. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.