Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ verið ákveðið að ráðast í gerð bæklingsins um vímuefni og með- göngu. Að útgáfunni standa Áfengis- og vímuvarnarráð í samvinnu við Landlæknisembættið og Miðstöð mæðraverndar. Landlæknisembætt- ið mun annast dreifingu hans til heilsugæslustöðva og heilbrigðis- stofnana um allt land. „Einu skilaboðin sem heilbrigðis- starfsfólk getur gefið er að það sé ráðlegast að sleppa allri neyslu áfengis. Dökkt grænmeti og gróft brauð eru miklu betri járngjafar en rauðvín.“ Þorgerður segir mikilvægt að af- slappaðara viðhorf almennings til áfengisneyslu nái ekki til verðandi mæðra. „Þetta er í raun þegar betur er að gáð skelfilegur misskilningur. Það er ekki hollt að drekka á meðgöngu og afskaplega óhollt fyrir barnið,“ segir Þorgerður. Sigríður Sía Jónsdóttir bendir á að AÐ SÖGN Þorgerðar Ragnarsdótt- ur, framkvæmdastjóra Áfengis- og vímuvarnarráðs, er mjög sjaldgæft hér á landi að börn fæðist mikið fötl- uð og með útlitsgalla vegna áfeng- isneyslu móður á meðgöngu. Hins vegar hafi verið sýnt fram á í erlend- um rannsóknum að hófdrykkja barnshafandi kvenna geti valdið fósturskaða og eykst hættan í takt við aukna neyslu. Samkvæmt þeim geta börn fæðst léttari og fyrr ef verðandi móðir neytir áfengis eða vímuefna en ef hún lætur það vera. Þá er einnig aukin hætta á fósturláti. Að sögn Þorgerðar er einnig talið að rekja megi tilfinningaleg vanda- mál og hegðunarvandamál barna til neyslu móður á meðgöngu. Hefur í þessu sambandi verið rætt um að tengsl geti í einhverjum tilvikum verið á milli neyslunnar og ofvirkni, misþroska og námsörðugleika barnsins síðar meir. Hún segir að ekki sé vitað hversu mikið eða lítið magn áfengis hafi áhrif á fóstur og vísindamenn hafi ekki treyst sér til að fullyrða um ein- hver öryggismörk í því sambandi. Vitað sé hins vegar að áfengi í bjór og léttvíni sé jafn skaðlegt og sterkt áfengi í réttu hlutfalli við áfengis- magnið sem neytt er. Skilaboðin að í lagi sé að drekka rauðvín og bjór Sigríður Sía Jónsdóttir er yfirljós- móðir á Miðstöð mæðraverndar sem Heilsugæslan í Reykjavík rekur. „Við leggjum mikla áherslu á að kona sem neytir áfengis hætti því strax og hún uppgötvar að hún er þunguð og fyrr ef meðgangan er skipulögð fyrirfram,“ segir Sigríður Sía. Hún segir að menn hafi lengi vitað að mikil áfengisdrykkja væri skað- leg, en andrúmsloftið hafi verið með þeim hætti að í lagi væri fyrir ófrísk- ar konur að fá sér bjórglas eða dreypa á rauðvíni einstaka sinnum. „Skilaboðin hafa verið þau að þetta sé í lagi og jafnvel gott, það sé járn í rauðvíninu og konurnar slaki bara á ef þær fái sér eitt og eitt glas,“ segir Sigríður Sía. Þorgerður Ragnarsdóttir segir að af þessum sökum hafi meðal annars í nýja bæklingnum sé nú í fyrsta sinn höfðað til föðurins sem og fjölskyld- unnar. Hún segir að konur verði oft fyrir miklum þrýstingi frá maka, fjölskyldu og vinum að fá sér í glas, vera með í hópnum og margar konur hafi lýst vandræðum sínum þegar slíkar aðstæður koma upp. „Neitun virðist ekki duga, konur þurfa að vera með haldbæra afsökun á reiðum höndum fyrir því af hverju þær vilja ekki drekka áfengi. Þess- um viðhorfum þarf að breyta,“ segir Sigríður Sía. Hús nefnir að hér á landi sé ekki til siðs að greina frá því að erfingi sé á leiðinni fyrr enn nokk- uð er liðið á meðgönguna. Þá nefnir hún að í fyrsta sinn sé einnig fjallað um brjóstagjöf og áfengisdrykkju og að konum með börn á brjósti sé ráðlagt að sleppa áfengisneyslu. Margir hafi talið að bjórglas hefði góð áhrif á brjósta- gjöfina, en annað virðist hafa komið í ljós við rannsóknir, mjólkurfram- leiðslan eykst ekki og eins kemur annað bragð af mjólkinni. Þá er á það bent að barnshafandi mæður ráðfæri sig við lækni varð- andi öll lyf sem þær taka. 1–3 af hverjum 1.000 börnum með heilkenni fósturskaða Í lok sjöunda áratugar síðustu ald- ar og byrjun þess áttunda tóku læknar í Frakklandi og Bandaríkj- unum eftir því að börn kvenna, sem vitað var að hefðu drukkið mjög mik- ið á meðgöngu, fæddust með mjög sérstakt útlit sem nefnt hefur verið heilkenni fósturskaða af völdum áfengis (fetal alcohol syndrome). Að sögn Sólveigar Jónsdóttur, sérfræð- ings í klínískri taugasálfræði barna, hafa upp frá þeim tíma verið gerðar ýmsar rannsóknir erlendis sem hafa meðal annars leitt í ljós að ýmis væg- ari einkenni koma einnig fram hjá börnum kvenna sem drekka lítið. Þar er aðallega um að ræða hegð- unarvandamál og vitsmunaskerð- ingu sem geta m.a. orsakað náms- örðugleika hjá börnum, að sögn Sólveigar. Áfengið hefur áhrif á vöxt taugafrumna og skaðinn verður meiri eftir því sem meira er neytt. Í alvarlegustu tilfellunum hefur neysl- an þroskahamlandi áhrif og barnið nær ekki meðalgreind auk þess sem vöxtur barnsins skerðist og andlit þess er vanskapað. Í yfirlitsgrein um fósturskaða af völdum áfengis eftir Sólveigu sem birt var í Læknablaðinu árið 1999 kemur fram að meirihluti barna sem verða fyrir áhrifum áfengis í móð- urkviði eru ekki með útlistseinkenni og vaxtarskerðingu sem þarf að vera fyrir hendi til að þau teljist vera með heilkenni fósturskaða af völdum áfengis. Yfirleitt er talið að 1–3 af 1.000 lifandi fæddum börnum á Vest- urlöndum séu með þessi heilkenni. Engu að síður geta þau verið með al- varlegar vitsmuna- og hegðunar- truflanir. Að sögn Sólveigar hefur engin rannsókn verið gerð hér á landi á tíðni fósturskaða. Þó hafa einstaka börn verið greind með heilkenni um áfengisskaða. Að sögn Sólveigar við- urkenna mæður oftast í þeim tilfell- um að þær hafi neytt áfengis á með- göngu. Bæklingur um skaðsemi áfengis og vímuefna á meðgöngu handa foreldrum Skelfilegur misskilningur að neysla áfengis sé holl Út er kominn bæklingurinn Vímuefni og meðganga og er tilgangur hans að vekja verðandi foreldra til umhugsunar um skað- semi áfengis- og vímuefnaneyslu á fóstur og nýbura. Stefnt er að því að af- henda verðandi foreldrum bæklinginn við fyrstu skoðun á meðgöngu. Þorgerður Ragnarsdóttir Sigríður Sía Jónsdóttir Sólveig Jónsdóttir FYRIR 105 árum kom fyrsta ís- lenska barnablaðið með myndum út. Það var barnablaðið Æskan sem hefur komið út óslitið allar götur síðan. Æskan hefur tekið breytingum í áranna rás og til að koma til móts við eldri lesendur blaðsins var fyrir fimm árum farið að gefa út unglingablaðið Smell. Í tilefni af 105 ára afmæli Æsk- unnar og fimm ára afmæli Smells verðu haldin afmælishátíð í Kringl- unni í dag. Á hátíðinni, sem stend- ur frá kl. 13–16, koma t.d. fram Bjarni Ara, Jón Jósep úr Svörtum fötum, Kiðlingarnir, Latibær og Land og synir, en þetta listafólk hefur allt skrýtt síður Æskunnar og Smells. Einnig er gestum boðið að taka þátt í ratleik en 30 verðlaun verða veitt, t.d. áskrift að Æskunni og Smelli, bíómiðar, bækur og geisla- diskar. Gestir geta líka lesið gaml- ar skrýtlur sem birst hafa í Æsk- unni í gegnum tíðina. Til gamans fylgir hér fyrsta skrýtlan sem birt- ist í Æskunni, í fyrsta tölublaðinu sem kom út 5. október 1897: Jón: Enginn strákur er eins fljót- ur að hlaupa og ég; einu sinni hljóp ég t.d. svo hratt að mér fannst vera grenjandi rok og þó var blæjalogn! Árni: Það þykir mér nú ekkert mikið; ég hef oft hlaupið svo hratt að skugginn minn hefur ekkert við mér! Afmælishátíð Æskunnar og Smells í Kringlunni í dag Listafólk af síðum blaðsins skemmtir Morgunblaðið/Sverrir Fulltrúar Latabæjar ætla að mæta í afmæli Æskunnar og Smells í Kringlunni í dag. Æskan fagnar 105 ára afmæli um þessar mundir. LÝSTAR kröfur í þrotabú Japis, sem tekið var til gjald- þrotaskipta í júní í sumar, nema um 130 milljónum króna. Þar af eru launakröfur um 18 milljónir. Að sögn Steingríms Þormóðssonar, hrl. og skiptastjóra búsins, hefur ekki verið tekin afstaða til allra krafna en skiptafund- ur verður haldinn 23. október næstkomandi. Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum Japis í febrúar á þessu ári en frestur til að lýsa kröfum rann út 17. september síðastliðinn. Að sögn Steingríms á Toll- stjórinn í Reykjavík stærstu kröfuna, um 30 milljónir króna, og erlendir aðilar koma þar næst á eftir. Stein- grímur vildi ekki gefa nánari upplýsingar um kröfuhafa á meðan eftir væri að taka af- stöðu til lýstra krafna. Lýstar kröf- ur 130 millj- ónir króna í gjaldþroti Japis inn fór ekki fram úr heimiluðum flugtíma heldur fram úr flugvakt- tímamörkum. Þessi flugvakttíma- mörk voru í þessu tilviki 10 klst. eins og fram kemur í skýrslu RNF, en engin takmörk eru á fjölda flug- stunda innan þessara flugvakttíma- marka. Flugtími flugmannsins þenn- an dag var 7 klst. og 2 mín., sem er vel innan þessara marka og tíðni lendinga var aldrei nærri leyfðu há- marki. Fullyrðingar F&T um að flugmaðurinn hafi farið gróflega fram úr heimiluðum flugtíma („gross excedence of his permitted flying hours“) fá því ekki staðist. Hins veg- ar fór hann 3 klst. fram úr heimiluð- um flugvakttíma, sem var orðinn um 13 klst. þegar slysið varð. Því var um ótvírætt brot á flugvakttímareglum að ræða þótt ólíklegt sé að þessi flug- vakttími sem slíkur teljist líklegur orsakavaldur. Til fróðleiks má geta þess að íslensku reglurnar eru óvenju strangar að þessu leyti. Bandarískar reglur heimila t.a.m. að vakttími í slíku flugi sé 14 klst. og flugtími 8 klst. Niðurstöður skýrslu F&T Kjarninn í skýrslu F&T er að hugsanlega hafi aflmissir hreyfilsins stafað af öðrum orsökum en elds- neytisþurrð og þá sérstaklega að hann hafi brætt úr sér og fest (eng- ine seizure), sem er í mótsögn við niðurstöðu sérfræðinganna, sem rannsökuðu hreyfilinn á vegum RNF. Telja skýrsluhöfundar að þessum möguleika hafi ekki verið gefinn sá gaumur sem skyldi. Þótt tilgáta F&T sé mjög ólíkleg að mati FMS er ástæða til að hún sé könnuð til hlítar. Jafnvel þó að hreyfillinn sé ekki lengur í vörslu RNF er mikið af gögnum fyrirliggjandi um hann og skoðun hans. Auk þess má ræða við þá sérfræðinga sem komu að því að skoða hreyfilinn þegar rannsókn RNF fór fram. Önnur atriði í nið- urstöðum skýrsluhöfunda skipta minna máli og virðast einkum sett fram til að styðja framangreinda meginniðurstöðu eða draga úr trú- verðugleika rannsóknar RNF. Ábending um að ekki hefði átt að gefa út lofthæfiskírteini var af hálfu FMS tekin föstum tökum í ljósi þeirra staðreynda, sem fram komu í ítarlegri rannsókn RNF í kjölfar slyssins. Hins vegar liggur fyrir að öll nauðsynleg gögn voru til staðar, þegar lofthæfiskírteini flugvélarinn- ar var gefið út. FMS var ekki stætt á því að synja slíkri útgáfu nema með því að véfengja þessi gögn með rök- um, þegar þau voru lögð fram. Þessi rök lágu ekki fyrir á þeim tíma enda viðurkenna skýrsluhöfundar í kafla 6 í skýrslu sinni, að auðvelt sé að segja eftir á að ekki hefði átt að gefa út skírteinið. Jafnframt liggur fyrir, að hefði útgáfu lofthæfiskírteinis verið hafnað, hefði útgáfa þess frestast þar til ný gagnaplata hefði fengist frá framleiðanda hreyfilsins. Athyglisvert er að í skýrslu F&T er í engu vikið að því hvers vegna flugvélin missti flugið og lenti í spuna með þeim afleiðingum að hún skall af miklu afli í sjónum í stað þess að lenda á haffletinum í stjórnuðu flugi. Þessari orsök þess að slysið hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun ber vitni eru gerð mjög skýr skil í skýrslu RNF. Því verður ekki dregin önnur ályktun af skýrslu F&T en sú, að þeir séu sammála þeirri niðurstöðu, sem RNF hefur komist að um þennan þátt slyssins. Þá er í engu getið þeirrar staðreynd- ar að flugmaðurinn braut flugreglur þegar hann hóf blindflug í farþega- flugi á eins hreyfils flugvél yfir Hellisheiði. Að öðrum kosti hefði hann orðið að lenda á Selfossflug- velli. Tillögur Flugmálastjórnar Í ljósi þess sem að framan greinir leggur Flugmálastjórn Íslands til að tilgáta skýrsluhöfunda, Bernie For- ward og Frank Taylor, um að hreyf- ill flugvélarinnar hafi brætt úr sér og fest, verði könnuð af sérfræðingum í flugslysarannsóknum, sem ekki hafa komið að rannsókn flugslyssins fram til þessa. Sérstök áhersla verði lögð á að í þeim hópi verði sérfræðingar með þekkingu og reynslu af hreyfl- um í þeim flokki, sem umræddur hreyfill tilheyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.