Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Cec Fighter og Skógarfoss koma og fara í dag. Laugarnes og Zuiho Maru koma í dag. Dröfn fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Nikolay og Vysokovsk fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Árskógar Sviðaveisla verður 11. október. Sig- valdi byrjar að kenna dans 15. október. Aflagrandi 40 Fyrsta opna hús vetrarins verð- ur fimmtudaginn 10. okt. – húsið opnar kl. 19. 30. Félagsvist kl. 20. Frjáls spilamennska, kaffi. Jóganámskeið hefst þriðjud. 8. okt. kl. 9. Allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 Haustfagnaður verður fimmtud. 17. okt. Hlað- borð, salurinn opnaður kl. 16.30. Dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17. Strætókórinn syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar, Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Happ- drætti. Skráning á skrif- stofu fyrir kl. 12 miðvi- kud. 16. okt. Norðurbrún 1. Farið verður að sjá kvikmynd- ina Hafið í Sambíóunum mánudaginn 7. okt. Sýn- ingin hefst kl. 13.30, lagt af stað kl. 13. Skráning í síma 568 6960. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga kl. 10 frá Hraunseli. Leikhúsferð í Borgarleikhúsið laug- ardaginn 12. okt. að sjá „Kryddlegin hjörtu“, sækja þarf miðana í Hraunsel. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing Kórs eldri borgara í Damos. Föstud: línudagns kl. 11. Laugard: kl. 10–12 bók- band. Námskeið í postu- línsmálun byrjar 18. nóv. Uppl. og skráningar Svanhildur s. 586 8014 e.h. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtudagar kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum og hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Síðasta miðvikudag í mánuði eru fræðslu og skemmti- fundir í fundarsal Mið- garðs. Aðrir atburðir eru auglýstir í Morg- unblaðinu, á www.graf- arvogur.is og með bréfi í pósti til þeirra sem taka þátt í starfi Korpúlf- anna. Nýir félagar vel- komnir. Uppl. í s. 5454- 500. Þráinn. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Mánud. kl. 9.30 stólaleikfimi, kl.10.15 og 11.10 leikfimi kl. 12 leirvinnsla, kl. 15 snyrtinámskeið. Nám- skeið í skyndihjálp hefst 14. okt. Þriðjud. kl. 9 vinnuhópur, gler kl. 10.30 boccia, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 mál- un, kl. 13.30 tréskurður. Miðvikud. kl. 9.30 stóla- leikfimi, kl. 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 13.30 trésmíði nýtt og notað og tréskurður. Kl. 14 handavinnuhornið. Fimmtud. kl. 13 búta- saumur og málun, kl. 19.30. Félagsvist á Álfta- nesi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnud: dans- leikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: brids kl. 13. Þriðjud: skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud: Göngu- hrólfar ganga frá Ás- garði kl.10. Söngvaka kl. 20.45 umsjón Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Brids- námskeið hefst fimmtud. 10. okt. kl. 19.30. Leið- beinandi Ólafur Lár- usson þátttaka tilkynnist skrifstofu FEB, s. 588- 2111. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. í dag og á morgun mynd- listarsýning Brynju Þórðardóttur opin 13– 16. Þriðjud: m.a. perlu- saumur umsjón Kristín Hjaltadóttir og gler- skurður umsjón Helga Vilmundardóttir, boccia. Fimmtud: m.a. gler- málun. Föstud: korta- gerð, servéttumyndir, bókband. Vetrardag- skráin komin. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað á Listatúni í dag, laug- ardag, kl. 10.30. Opið hús í Gullsmára 13, í dag kl 14. Dagskrá: Hannes Jónsson, fyrrv. sendiherra flytur Minn- ingabrot frá frum- bernsku Kópavogs. Danssýning: Klassískur ballet. Helga Ingvars- dóttir flytur skemmti- efni og stýrir fjöldasöng. Kaffi og meðlæti. Vitatorg Haustfagnaður verður föstud. 11 okt. kl. 18. Matur, gleði , glens og gaman, allir velkomn- ir. Félagsmiðstöðin opin fyrir alla aldurshópa. Vesturgata 7 Sigrún Huld Hrafnsdóttir opnar myndlistarsýningu, miðvikud. 9. okt. kl. 15. Sýningin stendur til föstud. 8. nóv. og er op- inn kl. 9–16.30 virka daga, allir velkomnir. Bíóferð verður mánud. 7. okt. kl. 13.30, að sjá kvik- myndina Hafið. Lagt af stað kl. 13. Skráning haf- in. Glerlistanámskeið byrjar fimmtud. 10. okt. kl. 9.15–12, leiðbeinandi Áslaug Benediktsdóttir. Upplýsingar og skrán- ing í s. 562 7077. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konnakoti Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Mun- ið gönguna mánu- og fimmtudaga. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Söngvinir Kópavogi. Fyrsta söngæfing verð- ur kl. 17 í Gjábakka mánudaginn 7. okt. Lífeyrisdeild Lands- sambands lögreglu- manna. Fyrsti sunnu- dagsfundurinn verður á morgun, kl. 10 í Félags- heimili LR, Brautarholti 30. Dýrfirðingar. Árshátíð haldin 26. október í Fóstbræðraheimilinu. Nánar í fréttabréfi. Digraneskirkja Kirkju- starf aldraðra Opið hús á þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, léttur máls- verður, helgistund, fræðsluþáttur, kaffi. All- ir velkomnir. Breiðfirðingafélagið, Faxafeni 14. Félagsvist á morgun kl. 14. Kaffi- veitingar. Minningarkort Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp Í dag er laugardagur 5. október, 274. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 fanga, 8 fuglar, 9 vond- ur, 10 starfsgrein, 11 tal- an, 13 starfsvilji, 15 álft- ar, 18 nurla saman, 21 blaut, 22 nagdýr, 23 ímu- gustur, 24 hindrunar- laust. LÓÐRÉTT: 2 mótvilji, 3 skepnurnar, 4 nákominn, 5 hátíðin, 6 spjót, 7 þrjóska, 12 elska, 14 háma í sig, 15 harmur, 16 endurtekið, 17 kaldi, 18 húsgagn, 19 pela, 20 sigaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 belja, 4 bókin, 7 ríkan, 8 lotin, 9 afl, 11 aðal, 13 ærna, 14 ílepp, 15 mont, 17 alda, 20 eta, 22 rætur, 23 gæðin, 24 rúmba, 25 arrar. Lóðrétt: 1 byrja, 2 lokka, 3 anna, 4 ball, 5 kýtir, 6 nunna, 10 frekt, 12 lít, 13 æpa, 15 múrar, 16 notum, 18 líður, 19 arnar, 20 erta, 21 agða. Víkverji skrifar... SJÓNVARPIÐ okkar í Efstaleit-inu, hefur sýnt ágætis spretti undanfarnar vikur hvað viðkemur erlendu dagskránni. Enn draga menn reyndar lappirnar í bíómynda- valinu. Eltast við nýlegar en lúnar Hollywood-myndir í stað þess að bjóða frekar uppá gamlar og sígildar – nokkuð sem Víkverji hefur aldrei skilið. En það eru framhaldsþættirn- ir og heimildarmyndirnar sem gefa stöðinni orðið gildi og stuðla að því hún verði hreinlega ekki endanlega afmáð úr sjónvarpsstöðvaminninu. Á mánudagskvöldum hefur hver klassaheimildarþátturinn rekið ann- an. Nýlokið er framúrskarandi þremur þáttum um leyndardóma himingeimsins, sérdeilis lærdóms- ríkum fyrir unga sem aldna og nú síðasta mánudag var fréttaskýring- arþáttur um hlutabréfabóluna sem sprakk, engu síður áhugaverður. Vonandi verður framhald á og leyfir Víkverji sér í því samhengi að benda á hina langlífu bresku rannsóknar- fréttaþætti Panorama sem vel- komna viðbót við dagskrána. Heimildarmyndir eru reyndar alltof sjaldan á dagskrá í íslensku sjónvarpi, þrátt fyrir að í dag séu framleidd ógrynni frábærra heimild- armynda, myndir eins og Septem- berdagurinn – um hryðjuverkin á Ólympíuleikunum í München 1972 – og Kátir voru karlar – um norskan karlakór – sem Stöð 2 og Sjónvarpið sýndu á dögunum. Stöðvarnar kepp- ast við að sýna þær leiknu myndir sem sanka að sér verðlaunum en verðlaunaðar heimildarmyndir, sem eru með bestu kvikmyndagerð sem fyrirfinnst, eru sjaldséðar. Undar- legt það því aðspurðir svara gestir og gangandi því jafnan að fréttir og góðar náttúrulífs- og heimildar- myndir séu eftirlætissjónvarpsefnið. Varla geta heimildarmyndirnar ver- ið dýrari en leiknu Hollywood- myndirnar. x x x STÖÐ 2 á náttúrlega enn vinning-inn þegar að leiknum bíómynd- um kemur. Er nær undantekning- arlaust með nýjustu og frægustu myndirnar frá Hollywood og til að bæta um betur tók stöðin upp á því fyrir allnokkru að bjóða einnig upp á vandaðar evrópskar myndir, oftast á þriðjudögum. Kærkomin viðbót í bíómyndaflóru stöðvarinnar, sem knésetur keppinautana endanlega í þessum efnum. Íslenskar leiknar sjónvarpsmynd- ir eru síðan grátlega fáar. Engir leiknir framhaldsþættir, engar myndir í fullri lengd og einn grín- þáttur í vetur (Spaugstofan). Það er einna helst að sýnd séu kvikmynduð leikrit eða stuttmyndir, ýmist gerðar upphaflega fyrir hvíta tjaldið eða þá gagngert fyrir sjónvarp, eins og tvennan sem Sjónvarpið bauð upp á tvö síðustu sunnudagskvöld. Lofs- vert framtak það. En fyrir vikið varð það ennþá sárara að horfa uppá hversu leiðinlegar þær reyndust báðar tvær. Ekki hefur Víkverji heldur rekist á nokkurn mann sem sá þær og líkaði. Þvert á móti höfðu þeir allir sömu sögu að segja, botn- uðu bara ekki neitt í neinu, kveiktu engan veginn á því um hvað þessar myndir áttu að fjalla. Tilviljun þegar það gerist einu sinni. En tvisvar? Það hlýtur að teljast næstum jafn- undarlegt og myndirnar sjálfar og beinlínis áhyggjuefni. Spurningin er hver þarf að hafa áhyggjur, kvik- myndagerðarmennirnir sem ábyrgðina báru eða þá Víkverji sem vitsmunavera? Fjölskylduvæn stefna? Í DV í síðustu viku var fjallað um vandræði Mos- fellsbæjar. Þá sagði Ragn- heiður bæjarstjóri að þar væru lægstu leikskóla- gjöldin. Það getur verið en bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur ekki séð sóma sinn í að lækka leikskólagjöld fyrir öryrkja sem eiga börn á leikskólaaldri eða fasteignagjöld fyrir ör- yrkja og ellilífeyrisþega í samræmi við reglur í Reykjavíkurborg og Garðabæ nú nýverið. Ekki hafa þeir skaffað viðeig- andi þjónustu við fötluð börn og kalla þeir þetta fjölskylduvæna stefnu. Vilja þeir helst ekki fatl- aða eða gamalmenni í bæ- inn, eða hvað? Kristín. Landsbyggðar- útvarp og Rás 2 MIG langar að lýsa yfir óánægju minni á breytingu þess eðlis að blanda saman landsbyggðarútvarpi og Rás 2, morgun- og síðdeg- isútvarpi. Ég vil samt taka það fram að landsbyggðar- útvarpið á fullan rétt á sér en bara á öðrum tíma. 080854-2939. Sammála Sigríði ÉG er sammála Sigríði sem skrifaði í Velvakanda um eltingarleikinn við hrútinn. Finnst mér það lítilmannlegt hvernig hann var eltur. Finnst mér þetta blettur á bændum og skil ekki í þeim að láta það fréttast hvernig farið var með skepnuna. Guðbjörg. Börnum mismunað HVERNIG stendur á því að það er kristilegt starf í Lágafellsskóla í Mos- fellsbæ en ekki í Varmár- skóla eins og síðasta vetur? Þarna er verið að mismuna börnum í Mosfellsbæ. G.K.Í. Skrítin tíska SKRÍTIN tíska þessi tjásu- og lufsugreiðsla þar sem konurnar eru alltaf með lúkurnar að ýta lufs- unum frá andlitinu og hrista svo strax hausinn til að fá þær aftur framan í sig. Skyldu þær ekki vera lúsugar líka? Það er ekki horfandi á sjónvarpið lengur, eintóm- ir spjallþættir með ótext- uðu efni, en ég er samt feg- in að Túlli er farinn. Þessar myndir sem sjón- varpið sýnir er mest lág- kúra sem kemur frá Bandaríkjunum, þættir eins og Beðmál í borginni og Sopranos þar sem fjallað er um morð eins og farið sé í búð. Ég óska eftir að fá að sjá fleiri íslenskar myndir og frá Norðurlöndunum og Evrópu. SJ. Toppþjónusta Í VERSLUNINNI Hörpu-Sjöfn í Skeifunni 4 er toppþjónusta í einu og öllu. Vil ég sérstaklega þakka Halldóri sem þar vinnur en hann veitir bæði faglega og góða þjónustu og gefur sér einnig góðan tíma að leiðbeina fólki. Ég ek langar leiðir einungis til að versla þarna. Hafliði Helgason. Fidde Payne ER einhver sem flytur inn kryddið frá enska fyrir- tækinu Fidde Payne? Karrí- og chilli-kryddið frá þeim er hreinn unaður með góðum mat. Ingi Stein. Tapað/fundið Kvenúr týndist SILFURÚR, kvenmanns, með silfuról og ljósblárri skífu með hvítum steinum týndist í Efra-Breiðholti sl. þriðjudag. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 587 7232. Fundarlaun. Armbandskeðja týndist GULL armbandskeðja týndist á leiðinni frá Laug- arnesvegi upp í Bólstaðar- hlíð. Skilvís finnandi hafi samband í síma 588 8919. Fundarlaun. Anórakkur týndist GRÁGRÆNN Regatta- anórakkur týndist í Kópa- vogi, á leiðinni frá Kópa- vogsskóla að Bókasafni. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 691 7498. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Hver er málarinn? ER einhver sem veit hver málaði þessa mynd? Ef einhver get- ur gefið upplýsingar um málarann þá vin- samlega hafið sam- band í síma 698-1422. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.