Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 27
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 27 SPURNING: Mig langar að spyrja um magabakteríu sem sumir eru víst með sem getur valdið maga- sári og krabbameini í versta falli. Bakterían smitast víst oft með munnvatni hunda og katta en margir vita ekkert að þeir eru með hana, hún veldur stundum bara smávægilegum óþægindum en auðvelt mun vera að lækna hana með lyfjum. Bakterían heitir helicobacter pylori og til er fullt af upplýsingum um hana á netinu. SVAR: Í lok 19. aldar var lýst nokkrum tegundum af gormlaga bakteríum sem fundust í melting- arfærum dýra. Nokkru síðar var því lýst að í magaslímhúð sjúklinga með magasár eða magakrabba- mein væri oft að finna sumar af þessum gormlaga bakteríum. Á þessum árum tóku menn einnig eftir því að sjúklingar með sár í skeifugörn höfðu oftast magabólg- ur og sjúklingar með sár eða krabbamein í maga höfðu mjög oft bólgur annars staðar í slímhúð magans. Þetta þótti einkennilegt en á því fannst ekki skýring fyrr en um 80 árum síðar. Árið 1975 var birt skýrsla þar sem fundist höfðu gormlaga bakteríur í maga nálægt 80% sjúklinga með magasár en þessi skýrsla vakti enga athygli. Önnur skýrsla, sem birtist árið 1983, lýsti tengslum milli maga- bólgu og gormalaga bakteríu mætti mikilli tortryggni en upp úr því fór afstaða fræðimanna samt að breytast. Bakterían sem um ræðir nefnist helicobacter pylori og segja má að 1994 hafi end- anlega verið búið að viðurkenna að hún sé einn af mikilvægustu or- sakaþáttum magabólgu og melt- ingarsára og að hún eigi einnig þátt í að orsaka magakrabbamein. Næstum allir sem hafa sár í skeifugörn eru með helicobacter í maganum og þegar bakterían er upprætt læknast sárið og kemur yfirleitt ekki aftur. Tengsl helico- bacter og sára í maga eru ekki eins sterk, bakterían finnst einungis í um 80% sjúklinganna. Undantekn- ingar frá þessu eru sjúklingar sem fá magabólgur eða meltingarsár sem aukaverkun lyfja, einkum bólgueyðandi gigtarlyfja og stera. Nokkrar hóprannsóknir hafa enn- fremur sýnt að einstaklingar með helicobacter í meltingarfærum eru í meiri hættu en aðrir að fá maga- krabbamein en ekki er enn vitað hve sterkur þessi áhættuþáttur er. Smitleiðir eru ekki þekktar að fullu en vitað er að sóðaskapur eykur hættu á smiti, m.a. skemmd- ur matur. Nýlega kom í ljós að kettir geta borið bakteríuna í sér og gætu þeir, og hugsanlega önnur gæludýr, átt þátt í að útbreiða smit en um þetta er of lítið vitað ennþá. Bakterían hefur þó iðulega fundist í munnvatni og saur katta. Í hund- um finnst iðulega helicobacter en næstum alltaf önnur afbrigði en þau sem valda sýkingum í mönn- um. Það virðist því hverfandi lítil hætta á því að hundar smiti fólk með þessari bakteríu. Sum gælu- dýr fá uppköst, niðurgang og létt- ast ef þau eru sýkt með helicobact- er en þau geta einnig verið ein- kennalaus. Ónæmisbældir ein- staklingar, eins og t.d. þeir sem eru með alnæmi eða þeir sem taka lyf eftir líffæraígræðslu eða lyf við illkynja sjúkdómum, eru í meiri hættu en aðrir að smitast af ein- hverjum sýkingum af gæludýrum. Hættuna á smiti verður þó að vega og meta með hliðsjón af þeirri ánægju og andlegri uppörvun sem gæludýr geta veitt. Bakterían helicobacter er oftast ágætlega næm fyrir sýklalyfjum en samt er erfitt að eyða henni í meltingarfærum. Ein af ástæðum þessara erfiðleika er að bakt- eríurnar búa um sig inni í slímhúð maga og skeifugarnar þar sem sýklalyfin komast illa að. Þessi baktería hefur einnig mikla hæfi- leika til að verða ónæm fyrir lyfj- unum. Þekktar eru ýmsar lyfja- blöndur sem hafa reynst uppræta bakteríuna hjá allt að 95% sjúk- linganna. Þessar lyfjablöndur inni- halda venjulega tvö sýklalyf auk lyfs sem dregur úr sýrumyndun í maganum. Hvað er helicobacter? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Tengist sári í maga og skeifugörn  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. FÆÐING barns hefur mikil áhrif á líf foreldra og annarra aðstandenda. Flestir verðandi foreldrar nota meðgöngu- tímann til að laga líf sitt og umhverfi að nýjum aðstæðum, sérstaklega með tilliti til öryggis barnsins sem þeir bera ábyrgð á. Eitt af því sem ástæða er til að huga að er neysla foreldranna á tóbaki, áfengi og vímuefnum. Meðan konan er barnshafandi er barnið hluti af henni. Allt sem hún borðar eða drekkur fær barnið, einnig áfengi. Vínandi, sem hún drekkur, fer sem leið liggur um fylgju og inn í blóðrás fóstursins. Líffæri þess eru ekki nægilega þroskuð til að brjóta áfengið niður og fóstrið verður því fyrir meiri áhrifum en móðirin. Fóstrið er í hættu alla meðgönguna en skaðinn er mis- munandi eftir því á hvaða þroskastigi heilinn er hverju sinni. Hvorki er vitað hve mikið áfengi er skaðlegt né á hvaða skeiði meðgöngunnar fóstrið er í mestri hættu. Vit- að er að svokölluð hófdrykkja getur valdið skaða og að hættan eykst í takt við aukna neyslu. Einnig hafa rann- sóknir sýnt fram á að drekki kona 5 drykki eða meira við sama tækifæri getur það verið fóstrinu skaðlegt. Börn mæðra sem neyta mikils áfengis á meðgöngu geta fæðst með áfengisfóstur-heilkenni sem kemur fram í vaxt- arskerðingu, þroskaskerðingu og vansköpun í andliti. Þessar alvarlegu afleiðingar eru sjaldgæfar. Hins vegar fá mun fleiri börn vægari einkenni sem koma fram í námserf- iðleikum og hegðunarvandamálum síðar á ævinni, jafnvel þó að móðirin neyti ekki mikils áfengis á meðgöngunni. Enginn munur er á bjór, borðvíni og sterku áfengi, vín- andinn í öllum þessum drykkjum hefur sömu áhrif á fóstr- ið. Ef barnshafandi kona neytir ólöglegra vímuefna t.d. hass, e-töflu, amfetamíns eða kókaíns getur það m.a. valdið fósturláti, fylgjulosi eða fyrirburafæðingu. Auk þess er hætta á greindarskerðingu og hegðunarvandamálum síðar á ævinni. Ef móðir sem er með barn á brjósti drekkur áfengi fær barnið hluta áfengisins með móðurmjólkinni og verður fyrir meiri áhrifum en hún. Taugakerfi barnsins er enn í mótun og getur orðið fyrir skaða af áfenginu. Því er æski- legt að takmarka áfengisneyslu verulega á meðan barnið er á brjósti. Landlæknir hvetur barnshafandi konur til að neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna. Jóna Dóra Kristinsdóttir, ljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar. Sigríður Sía Jónsdóttir, yfirljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar. Frá Landlæknisembættinu. Heilsan í brennidepli Vímuefni og meðganga BRESKIR vísindamenn tilkynntu fyrr í vikunni að sér hefði tekist að afmarka sameind sem hefur áhrif á útbreiðslu lungnakrabbameins. Sameindin, sem er í svonefndri PI3K-fjölskyldu, er í lykilhlutverki að því er varðar dreifingu lungna- krabbameins því hún stýrir ýms- um vaxtarþáttum sem hafa áhrif á skiptingu og dreifingu krabba- meinsfrumna. Í fréttinni, sem birt var á AFP, er haft eftir vísindamönnunum, sem starfa við við Hammersmith- sjúkrahúsið og Imperial-háskólann í London, að hér sé á ferðinni tímamótauppgötvun. Um sé að ræða fyrsta skrefið í þróun á með- ferð gegn smáfrumukrabbameini. Fáir læknist með þeirri meðferð sem völ er á í dag, um 97% sjúk- linga sem þjást af þessari tegund lungnakrabbameins látist af völd- um þess innan fimm ára frá grein- ingu. Uppgötvunin sé því afar jákvætt og mikilvægt skref í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Rann- sóknin var birt fyrst í tímaritinu European Molecular Biology Org- anization’s Journal. Lækning ólíkleg á grundvelli rannsókna Sigurður Björnsson, yfirlæknir á lyflækningadeild krabbameina á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, tekur undir að uppgötvun þessi sé af hinu góða og mikilvægt skref í baráttunni gegn lungnakrabba- meini en langt sé þó enn í land. „Ólíklegt er að unnt verði að lækna lungnakrabbamein á næstu mánuðum og árum á grundvelli þessara rannsókna. Til þess þarf mun fleiri rannsóknir en einnig þarf að bíða og sjá hvort unnt verður að þróa lyf sem virka og standast rannóknir á mönnum,“ segir Sigurður. Þessi rannsókn er ein margra sem miðast að því að finna lækn- ingaaðferðir sem eru sérhæfðari en eldri aðferðir, að mati Sigurðar. „Þá leita menn að sérkennum í krabbameinsfrumum sem unnt er að nýta til að þróa beinskeyttari meðferðarleiðir, sem jafnframt því að virka betur hafa einnig mun minni aukaverkanir en hinar eldri aðferðir. Nokkur slík lyf eru þegar komin í notkun og lofa mjög góðu. Við fögnum öllum góðum fréttum eins og þessari, sem hér var greint frá.“ Reuters Tekist hefur að afmarka sam- eind sem hefur áhrif á út- breiðslu lungnakrabbameins. Tímamótauppgötvun í rannsóknum á lungnakrabbameini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.