Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 19
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 19
ÞAÐ var mikið um dýrðir á 130 ára
afmælishátíð Gerðaskóla í gær. Há-
tíðargestir komu saman í nýjum
fjölnotasal skólans og hlýddu á
ávörp, ágrip af sögu skólans og tón-
list. Sr. Björn Sveinn Björnsson
blessaði skólann og honum bárust
kveðjur víða að.
Nemendur og kennarar skólans
hafa í þessari viku undirbúið af-
mælishátíðina af mikilli kostgæfni.
Meðal þess sem nemendum gafst
kostur á var að taka þátt í ritgerða-
og ljóðasamkeppni þar sem efnivið-
urinn átti að vera skólinn. Það var
Sparisjóðurinn í Keflavík, Garðs-
útibú, sem gaf verðlaunin.
Í verðlaunaljóði Helga Sigurjóns
Ólafssonar úr 6. bekk kemur fram
svolítið annað viðhorf en rakið var í
sögu skólans. Ljóðið fer hér á eftir:
Gerðaskóli er skólinn minn,
krakkar þar leika saman,
lærdómur er toppurinn,
þar er fjör og gaman,
lestur, skrift og reikningur
eru aðal fögin,
líka þar er samsöngur
og önnur hippalögin.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Verðlaunahafar í ritgerða- og ljóðasamkeppninni. F.v.: Rakel Sólrós Jó-
hannsdóttir, Guðný Þorsteinsdóttir, Sigtryggur Kjartansson, Helgi Sig-
urjón Ólafsson, Hanna Sóley Björnsdóttir og Bergrún Ásbjörnsdóttir.
„Lærdóm-
urinn er
toppurinn“
Garður
ÆTTFRÆÐIGRÚSKARAR á Suð-
urnesjum eru að hefja vetrarstarf
sitt, en þeir hittast einu sinni í mán-
uði yfir vetrartímann í Bókasafni
Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57.
Fyrsti fundur vetrarins verður
mánudaginn 7. október nk. kl. 20.
Einar Ingimundarson er forsprakki
hópsins og getur áhugafólk haft
samband við hann, segir í frétt frá
Bókasafni Reykjanesbæjar.
Ættfræðigrúskið
að hefjast
Reykjanesbær
STJÓRN Heilbrigðisstofnunar Suð-
urnesja, HSS, kom saman til fundar
á fimmtudag þar sem m.a. var fjallað
um niðurstöðu sérstakrar mats-
nefndar um umsækjendur er sóttu
um starf framkvæmdastjóra HSS.
Að sögn Hallgríms Bogasonar
stjórnarformanns, sem einnig átti
sæti í matsnefndinni, telur nefndin
alla átta umsækjendurna hæfa en
hann vildi ekki greina frá því hvort
nefndin hefði talið einhvern hæfast-
an eða þá hvern. Einn umsækjandi
hefur dregið umsókn sína til baka.
Stjórn HSS kemur saman að nýju
eftir helgi til að fjalla um málið og að
því loknu þarf hún að gera tillögu til
heilbrigðisráðherra um hvern hún
mælir með í starfið. Það er svo í
verkahring ráðherrans að skipa í
stöðuna.
Jónína Sanders
til KPMG
Eins og fram hefur komið voru
átta umsækjendur um stöðuna, þau
Aðalsteinn J. Magnússon, Jónína
Sanders, Óskar Sandholt, Sigurður
H. Engilbertsson, Sigríður Snæ-
björnsdóttir, Skúli Thorarensen,
Stella Olsen og Valbjörn Steingríms-
son.
Jónína Sanders dró umsókn sína
til baka í síðustu viku þar sem henni
bauðst nýtt starf hjá KPMG-ráðgjöf
í Hafnarfirði. Mun hún í næsta mán-
uði flytja búferlum frá Keflavík til
Garðabæjar vegna nýja starfsins.
Framkvæmdastjórastaða HSS
Umsækjendur
hæfir en einn
hættur við
Suðurnes
HEILBRIGÐISNEFND Suður-
nesja fjallaði á fundi sínum í vik-
unni um erindi frá Samtökum fé-
lagsmiðstöðva á Suðurnesjum,
SamSuð, þar sem lýst er áhuga á
áframhaldandi samstarfi við Heil-
brigðiseftirlit Suðurnesja, HES,
um átak gegn tóbakssölu til ung-
linga yngri en 18 ára. Nefndin
samþykkti að fela framkvæmda-
stjóra HES að ganga til viðræðna
við SamSuð um samstarfsverk-
efnið.
Þessir aðilar tóku höndum sam-
an árið 2000 í átaki gegn tóbaks-
sölu til unglinga. Í erindinu til
heilbrigðisnefndar vísa forráða-
menn félagsmiðstöðvanna til góðs
árangurs af því samstarfi. Gerð
var könnun á sölustöðum í mars
árið 2000 í öllum sveitarfélögum á
Suðurnesjum og þá urðu 65%
þeirra uppvísir að því að selja tób-
ak til unglinga undir 18 árum. Í
desember sama ár var gerð önnur
könnun og þá lækkaði sama hlut-
fall niður í 24%. Frá þessum tíma
hafa ný tóbaksvarnarlög tekið
gildi sem veita heilbrigðisnefnd
skýra heimild til að stöðva tóbaks-
sölu hjá þeim sem gerast sekir um
að selja ungmennum tóbak. Hægt
er að svipta sölustaði tóbakssölu-
leyfi, sem má svo sækja um að
nýju að þremur mánuðum liðnum
ef lagðar eru fram fullnægjandi
áætlanir um úrbætur.
Magnús Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri HES, sagði við
Morgunblaðið að ef um semdist
við SamSuð væri ekkert því til
fyrirstöðu að ráðast í nýtt átak.
Árangurinn síðast hefði verið
mjög góður.
SamSuð vill nýtt
átak gegn tóbaks-
sölu til unglinga
Suðurnes
BJARTSÝNISHÓPURINN er
hópur foreldra ofvirkra/misþroska
barna sem hittist í húsakynnum
Þroskahjálpar á Suðurnesjum einu
sinni á mánuði yfir vetrartímann.
„Þessi hópur stendur sko undir
nafni, því margir þessara foreldra
leggja sig fram við að sjá jákvæðu
hliðar þess að vera foreldrar slíkra
barna og draga fram þeirra sterku
hliðar,“ segir Þórdís Þormóðsdótt-
ir, foreldraráðgjafi ÞS, sem hefur
starfað með hópnum í 7 ár. Fyrsti
fundur Bjartsýnis-
hópsins á þessum vetri
verður nk. mánudag,
7. október.
Þórdís, sem er fé-
lagsráðgjafi að mennt,
hefur starfað sem for-
eldraráðgjafi hjá
Þroskahjálp á Suður-
nesjum í tæp átta ár.
Fljótlega eftir að hún
hóf störf leituðu til
hennar foreldrar of-
virkra/misþroska
barna, sem vissu ekki
hvert annað þeir gætu
snúið sér. „Ofvirkni
var ekki mikið í um-
ræðunni þá og sjálf
vissi ég ekki mikið um
ofvirkni, en fékk strax mikinn
áhuga á málefninu. Í framhaldi fór
ég á fund allra foreldrafélaga
grunnskólanna fyrir sunnan
straum til þess að kanna áhuga
þeirra á að bjóða foreldrum upp á
fræðslufund um ofvirkni. Félögin
lýstu yfir áhuga og kostuðu
fræðslufundinn. Á þennan fræðslu-
fund mættu um 300 manns, for-
eldrar, aðstandendur, kennarar og
fleiri, sem sýndi glögglega hversu
þörfin fyrir fræðsluna var mikil. Í
framhaldi var haldið 5 kvölda nám-
skeið með þátttöku sérfræðinga
sem hafa mikla þekkingu á sjúk-
dómnum. Á síðasta kvöldinu stóð
eitt foreldrið upp og sagði að nú
skyldu þau halda áfram að hittast,
sem þau og gerðu,“ sagði Þórdís í
samtali við Morgunblaðið um að-
dragandann að stofnun Bjartsýnis-
hópsins. „Þessi hópur er því stofn-
aður algerlega að frumkvæði
foreldra og er fyrst og fremst
sjálfshjálpar- og styrktarhópur
fyrir þá. Ég er þarna eingöngu
sem áhugamanneskja um málefnið,
enda var það ekki beinlínis mein-
ingin með ráðningu minni hingað,
en stjórn ÞS hefur sýnt þessu mál-
efni áhuga og skilning.“
Algjör trúnaður
ríkir á fundum
Þórdís segir að foreldrar of-
virkra/misþroska barna mæti oft
mikilli andstöðu og
fordómum, þó vax-
andi umræða hafi
vissulega aukið vitn-
eskju fólks og skiln-
ing. Þörf fyrir starf-
semi eins og þá sem
er í Bjartsýnishópn-
um sé hins vegar allt-
af til staðar og þátt-
taka í hópnum hafi
aukist í samræmi við
aukna umræðu. „Mér
finnst þessir foreldr-
ar vera að vinna al-
veg meiriháttar gott
starf. Á þessum fund-
um miðla foreldrarnir
hver til annars, sem
er mjög mikilvægt í
reynslu sem þessari. Við höfum
reynt að hafa ákveðið þema hverju
sinni og opnar umræður en oft eru
umræðurnar svo heitar að ekki
gefst tími til annars. Það er líka
mikið af mikilvægum upplýsingum
sem hefur komið fram á þessum
kvöldum og gagnast foreldrunum
mjög vel. Þarna ríkir algjör trún-
aður og ekkert sem þarna er sagt
fer út fyrir hópinn og hefur aldrei
gert,“ sagði Þórdís.
Starfsemi Bjartsýnishópsins er
foreldrum að kostnaðarlausu,
nema hvað foreldrar leggja til
klink í kaffisjóð. Endrum og sinn-
um fær hópurinn til sín fyrirlesara
og er þá kostnaðurinn við það
fenginn úr sjóðnum. Foreldrar
hafa hins vegar alltaf nægan að-
gang að fræðsluefni, sem Þórdís
tínir til fyrir hvern fund.
Öll umræða
orðin opnari
Suðurnes
Þórdís
Þormóðsdóttir
♦ ♦ ♦