Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 23 HVALVEIÐAR eru mikið deilumál á Nýja-Sjálandi. Stjórnvöld eru á móti hvalveiðum í ábataskyni. Almenning- ur er almennt á móti hvalveiðum í ábataskyni, en andstaðan hefur verið að minnka. Fulltrúar sjávarútvegsins eru ekki á móti sjálfbærum hvalveið- um, en hvetja ekki til hvalveiða við Nýja-Sjáland. Mega ekki selja hvalbein „Við höfum verið að kanna skoðanir fólks og afstöðu til hvalveiða og fisk- veiðistjórnunar,“ segir Alastair Mac- farlane, framkvæmdastjóri New Zea- land Seafood Industry Council LTD, í samtali við Morgunblaðið. „Þegar hvalveiðar hefur borið á góma, kemur í ljós að fólk vill ekki að veiðar séu stundaðar við Nýja-Sjáland, en því sé sama þótt aðrar þjóðir stundi hval- veiðar með sjálfbærum hætti. Það hefur verið mikið fjallað um hvalveiðar í nýsjálenzkum fjölmiðlum eftir síðasta ársfund Alþjóða hval- veiðiráðsins. Tónninn í þessari um- fjöllun hefur verið að breytast og and- staða á heimsvísu að linast. Einn þáttur þessa er afstaða Maoranna, frumbyggjanna. Þeir vilja ekki beint stunda hvalveiðar, en þeir vilja geta nýtt sér hvalreka, þegar svo ber við. Það á sérstaklega um hvalbeinið, en það er hefð hjá þeim að vinna ýmsa muni úr beininu og selja. Eins og staðan er í dag er alþjóðleg verzlun með hvalaafurðir bönnuð og það nær yfir muni úr hvalbeini, þrátt fyrir að um hvalreka sé að ræða. Sala á hval- beini til ferðamanna flokkast sem al- þjóðleg viðskipti. Afstaða stjórnvalda gegn hvalveið- um er enn mjög mikil og ég tel ólík- legt að hún muni breytast. Afstaða sjávarútvegsins er einföld. Við styðj- um sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins. Við stefnum kannski ekki að hvalveiðum við Nýja-Sjáland en erum ekki á móti sjálfbærum hvalveiðum annarra þjóða.“ Einföld viðskiptaleg ákvörðun Nýsjálendingar hafa fengið um- hverfisvottun frá Marine Steward- ship Council á veiðar sínar á hokin- hala. Hvaða þýðingu hefur það? „Okkar umsvifamestu veiðar, hok- inhalaveiðarnar, hafa fengið umhverf- isvottun frá Marine Stewardship Council. Fyrir okkur var það ósköp einföld viðskiptaleg ákvörðun að vinna að því með MSC. Veiðunum var vel stjórnað og auðvelt að sýna fram á að svo væri. Það voru kaupendur af- urðanna í Evrópu sem áttu frum- kvæðið að því að þessar veiðar yrðu vottaðar. Með því yrði auðveldara að selja fiskinn. Við urðum við beiðni við- skiptavina okkar og vottunin er orðin að raunveruleika og allt gengur vel. Ég tel hins vegar litlar líkur á því að við munum sækjast eftir umhverf- isvottun á allan okkar sjávarútveg. Komi til frekari vottunar mun hún að- eins ná yfir tilteknar veiðar hverju sinni í samræmi við kröfur markað- anna. Á móti vottun Það er hins vegar rétt að nefna það að ýmis náttúrurverndarsamtök á Nýja-Sjálandi voru algjörlega á móti því að hokinhalaveiðarnar hlytu slíka umhverfisvottun. Sum þeirra stund- uðu eins konar tölvupóstsherferð gegn vottuninni og reyndu kerfis- bundið að koma í veg fyrir hana. Frið- unarsinnarnir töldu að viðmiðin, sem sett voru fyrir vottuninni, gengju ekki nógu langt, því þar var ekkert minnzt á dauða sela og sjófugla vegna veið- anna. Þeir vildu stöðva allar veiðar sem á einhvern hátt verða til þess að þessar skepnur drepist. Hokinhalinn er ekki veiddur á línu, heldur í troll og því fylgir veiðunum sjálfum enginn sjófugladauði. Hins vegar kemur það fyrir að fuglar drep- ast við að fljúga á fiskiskipin í vondum veðrum. Þetta töldu friðarsinnarnir óviðunandi, en auðvitað er ekki hægt að koma í veg fyrir að stöku fugl drep- ist af þessum sökum. Hvað selinn varðar kemur alltaf eitthvað af honum í trollið. Við höfum verið að vinna að alls konar lausnum til að varna því að hann drepist eins og að setja selaskiljur í trollin. Það hefur dregið úr seladauða við veiðarnar, en á hinn bóginn er sela- stofninn við Nýja-Sjáland í örum og miklum vexti. Selurinn leitar því víðar um hafsvæðið en áður og drepst í meira mæli en áður í veiðarfærum. Þetta vildu friðarsinnarnir ekki sætta sig við heldur. Þeir hafa því farið fram á viðræður við Marine Stewardship Council um það hvernig leysa megi deiluna, en þær viðræður hafa ekki skilað árangri. Ég vona að þær raski ekki því samkomulagi um vottun, sem nú er í gildi, en MSC er þarna eins og milli steins og sleggju. Hvernig sem þetta fer, þykir mér líklegt að umhverfisvottun vaxi fiskur um hrygg í Norður-Evrópu. Ég sé hins vegar ekki að hennar sé þörf á mörkuðunum í Asíu, heldur ekki í Suður-Evrópu eða Bandaríkjunum.“ Gjaldið 5 til 6% af fiskverði Hvernig er greiðslu fyrir aflaheim- ildir háttað á Nýja-Sjálandi? „Greiðslan fyrir aflaheimildir er í raun ekki auðlindagjald sem slíkt lengur. Því var breytt fyrir nokkrum árum og nú miðast gjaldið, sem greitt er, við þann kostnað sem af veiðunum hlýzt, rannsóknir, veiðistjórnun og aðra þætti. Kostnaðurinn er misjafn eftir fiskistofnum, þar sem kostnaður vegna þeirra er mismunandi. Þessi kostnaður er um það bil 5 til 6% af fiskverði upp úr sjó að meðaltali. Fyr- ir umsvifamestu veiðarnar eins og á hokinhala er meðalgreiðslan 1,5 til 2% af verði upp úr sjó. Greiðsla fyrir sumar tegundir á grunnsævi getur verið mjög há og fyrir tegundir, sem hafa áhrif á stofn- stærð annarra fiska eða sjófugla og seli, er greiðslan enn hærri og getur farið í 10% af fiskverðinu. Fiskveiðistjórnunin nýtur stuðnings forystu- manna í sjávarútvegin- um, þrátt fyrir að hún sé annars umdeild. Það á sérstaklega við þegar sjávarspendýr og sjó- fuglar koma til sögunn- ar. Skrá viðskipti með kvóta Töluverð endurskipu- lagning hefur verið inn- an fiskiðnaðarins á und- anförnum misserum. Samtökin, sem ég vinn fyrir, The Seafood Industry Council, voru einkavædd fyrir fimm árum. Þau eru nú í eigu ýmissa sam- taka útgerðarmanna, sem eru í raun fulltrúar þeirra, sem eiga kvótann. Við erum því í nokkurri fjarlægð frá veiðunum sjálfum, en það kemur sér á ýmsan hátt vel. Innan vébanda okkar er rekið annað sjálfstætt fyrirtæki sem heitir Commercial Fish Services. Það fyrirtæki á nú skráningarkerfi fyrir viðskipti með kvóta og greiðslu fyrir hann og vinnur það samkvæmt samningi við sjávarútvegsráðuneytið, sem á upplýsingarnar. Skýringin á þessu fyrirkomulagi er sú, að til þess að tölvuvæða skrán- inguna og halda utan um allar upplýsingarn- ar þurfti mikinn og dýr- an búnað, sem stjórn- völd voru ekki tilbúin til að leggja út í og reka. Stjórnvöld gerðu þá ráð fyrir mjög miklum kostnaði, en okkur hef- ur tekizt að sjá um verkefnið með helmingi þess kostnaðar sem hið opinbera hafði reiknað með að það þyrfti að standa undir. Staða fiskistofna er yfirleitt góð, enda byggjast ákvarðanir um leyfilegan heildarafla á vísindalegum rannsókn- um og á því að veiðarnar séu sjálf- bærar. Veiðistjórnun á búra er gott dæmi um hvernig staðið hefur verið að verki. Stofnar þessa fisks eru margir og áður fyrr hafði veiðiálag á marga þeirra verið of mikið. Þess vegna hafa veiðar verið takmarkaðar eða bannaðar. Þar má nefna stofninn á Chatham Rise við austurströnd Suðureyjar, en þar hafa veiðar verið bannaðar í 7 ár. Stofninn hefur náð sér á strik mun betur og mun hraðar en nokkur gerði ráð fyrir og veiðar hafa verið leyfðar á ný og þær ganga mjög vel,“ segir Alastair Macfarlane. Andstaða við hvalveiðar minnkar á Nýja-Sjálandi Alastair Macfarlane Útvegsmenn á Nýja-Sjálandi eru ekki á móti sjálfbærum hvalveiðum en hvetja ekki til hvalveiða við landið HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar, HRESK, hefur eignast 47,48% í Tanga hf. á Vopnafirði og hyggst ásamt heimamönnum og öðrum hlut- höfum vinna að eflingu fyrirtækisins, að því er segir í fréttatilkynningu frá Vopnafjarðarhreppi. Á hlutahafafundi Tanga á fimmtu- dag var kjörin ný stjórn fyrirtækisins. Formaður stjórnar var kosinn Ólafur Kr. Ármannsson, varaformaður Elfar Aðalsteinsson og meðstjórnendur þeir Hafþór Róbertsson, Óskar Garð- arsson og Adolf Guðmundsson. „Með nýrri stjórn er stefnan tekin í þá átt að tryggja að stærstu hluthafa- hópar Tanga hf. vinni í sameiningu að stjórnun fyrirtækisins og nái þannig sem best fram þeim markmiðum að efla fyrirtækið til framtíðar,“ að því er segir í fréttatilkynningu. HRESK með 47,48% í Tanga Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík ÍSLENSKA hugbúnaðarhúsið VYRE, sem rekur skrifstofur í London, hefur afhjúpað útgáfu 3.6 af vefhönnunarkerfi sínu. Meðal þeirra nýjunga sem er að finna í útgáfunni er miðlægt skráa- kerfi sem heldur utan um allar skrár sem notaðar eru innan kerfisins. Þá er notendum gert kleift að flytja Microsoft Excel-vinnuskjöl inn í kerfið og birta þau á vefsíðum. Ný útgáfa af VYRE-kerfinu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.