Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 31
nægtir orðin ónæm fyrir ástandi og að- stæðum fólks þar sem örbirgð og sjúkdóm- ar herja? Hver er samábyrgð þjóða? Er upplýsingaflæðið – í formi frétta og sjón- varpsefnis – ef til vill orðið svo mikið að við kippum okkur ekki lengur upp við það þó Sameinuðu þjóðirnar vari við að næstum fimmtán milljónir manna eigi á hættu að deyja hungurdauða? Í upphafi minntist ég á Bíafra. Hörm- ungar Bíafrastríðsins 1967 voru líklega þær fyrstu sem við fengum beint í æð, svo að segja, með fréttamyndum í dagblöðum sem við lásum við morgunverðarborðið og í sjónvarpi með kvöldmatnum í stofunni. Neyð hinna stríðshrjáðu, einkum barnanna, snart streng í hjarta fólks um alla veröld. Síðan kom Eþíópía og aftur brást heims- byggðin við. Síðan hafa sjónvarpsskjáirnir smám saman tekið við sér – og kvöld eftir kvöld sjáum við vandamál einhvers staðar í heiminum: Írak, Sómalía, Bosnía, Afganist- an, Tsjetsjenía. Það er auðvelt að láta sér fallast hendur. En það er árangursríkara að velja sér verk- efni eftir getu og hjálpa þar sem hægt er að hafa mest áhrif. Þetta er ekki bara spurning um afdrif fólks í Afríku. Þetta er líka spurning um hvers konar þjóðfélag við viljum byggja hér á Íslandi. Viljum við að börnin okkar alist upp í þjóðfélagi sem skeytir litlu um hag náungans eða þjóðfélagi þar sem fólk sýnir í verki skilning á samfélagslegri ábyrgð? Gleymum því ekki að við höfum notið að- stoðar þegar við höfum þurft á að halda. Við búum á eldfjallaeyju og vitum ekki hve- nær við þurfum slíka aðstoð aftur. Konan sem sýndi mér strákofann sinn í Malaví var nýkomin frá því að sækja maís- poka á matardreifingarstöð Rauða kross- ins. Hún taldi að hann myndi duga í tvær vikur. Fjölskylda hennar var farin að spara svo við sig að ekki var um að ræða nema eina máltíð á dag í stað tveggja eða þriggja venjulega. Okkur telst til að sjálfboðaliði sem geng- ur í hús í dag safni að meðaltali tíu þúsund krónum. Fyrir það gæti vinkona mín í Malaví gefið börnunum sínum að borða fram í apríl – þegar næsta uppskera fæst. m heimilið mitt? Ljósmynd/Sigrún Árnadóttir SÞ gætu 300 þúsund látist í sunnanverðri Afríku fyrir jól ef ekkert verður að gert. Sigrún Árnadóttir er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem í dag stendur fyrir landssöfn- uninni Göngum til góðs til aðstoðar á hung- ursvæðum í Afríku. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 31 S tjórnmálamenn njóta sín misvel í sviðsljós- inu þegar á móti blæs. Ljóst er að almenn- ingur fylgist þá einna mest með vettvangi stjórnmál- anna. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, er sá stjórnmálamaður sem er hvað færastur að snúa á þá sem sækja að honum í návígi átakanna. Þá nýtur hann sín best og vinnur fólk á sitt band. Það er umhugsunarefni, eftir að hafa hlustað á stefnuræðu for- sætisráðherra, hvort lognmolla ríki í kringum ríkisstjórnina í upphafi síðasta þings kjör- tímabilsins. Mikil uppstokkun á sér stað í heimsmálunum, ærin verkefni bíða ríkisstjórnarinnar og kosningar verða á næsta ári. Samt kvað ekki við nýjan sókn- artón í orðum forsætisráðherra. Ljóst er að árangur hefur náðst í stjórn efnahagsmála á Ís- landi. Viðskiptahalli að hverfa, verðbólga lág, skuldir ríkissjóðs greiddar niður, hagvöxtur eykst og eins kaupmáttur launa. Stjórnarandstaðan virðist eiga erfitt með að ná vopnum sínum og nota gegn ríkisstjórninni. Hún viðurkennir að árangurinn í rík- isfjármálum sé viðunandi en skammar Davíð fyrir að þakka ekki ASÍ fyrir hjálpina! Illskiljanlegt er hvers vegna ríkisstjórnin er ekki áminnt fyrir stigvaxandi ríkisútgjöld síðustu tólf ár, fjölgun opinberra starfs- manna og fjárhagsstuðning við ýmsar atvinnugreinar. Í stefnu- ræðu sinni árið 1991 sagði Davíð að heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu næmu um 30% af lands- framleiðslu. Það hlutfall hefði far- ið hækkandi á árunum á undan. „Nauðsynlegt er að sporna við og stöðva sjálfvirka útþenslu hins opinbera,“ voru orð sem féllu þá. Síðan eru liðin tólf ár og gert er ráð fyrir að heildarútgjöld rík- issjóðs á næsta ári verði tæp 32% af landsframleiðslu. Hlutfallið hefur hækkað þrátt fyrir eitt mesta hagvaxtarskeið Íslands- sögunnar. Á meðan landsfram- leiðsla hefur vaxið gífurlega hafa útgjöldin vaxið hraðar. Og ekki hefur heyrst múkk í stjórnarand- stöðunni vegna þessa. En Steingrímur J. Sigfússon er duglegur að fjalla um nýja vel- ferðarstjórn og Össur ræðst harkalega á ríkisstjórnina vegna stöðu heilbrigðiskerfisins. For- sætisráðherra hefur nú að mestu slegið þessi sóknarfæri úr hönd- unum á þeim félögum með því að benda á, að með öflugu atvinnulífi treystum við grundvöll undir góða heilbrigðisþjónustu. Árleg hækkun til heilbrigðismála hefur verið um 10% eða fjórðungur af heildarútgjöldum ríkisins. En af hverju nam Davíð staðar þar? Af hverju ekki að sækja inn á nýjar brautir? Sóknarfæri í heilbrigðiskerfinu liggja víða. Nýlega var sagt frá því í fréttum að Svíar hefðu innleitt í auknum mæli einkaframkvæmd innan heilbrigðisþjónustunnar. Ríkið sæi um að greiða fyrir þjón- ustuna en einstaklingar rækju hana. Búið væri að aðskilja kost- un og rekstur. Með þessu tókst að eyða biðlistum, lækka kostnað og bæta þjónustuna við þá sjúku. Það á ekki að vera bannað að ræða nýjar leiðir í heilbrigðis- þjónustu hér á landi. Meira að segja Svíar, hundtryggir sósíal- istar, hafa innleitt einkaframtakið í heilbrigðismálum. Hér verður sú umræða að hefjast fyrir alvöru svo hægt sé að leysa úr vanda kerfis sem bólgnar út af sjálfu sér. „Við verðum að leita skýr- inga á hvað hefur farið úrskeiðis áður en ríkissjóður er krafinn um enn meira fé,“ sagði Davíð í stefnuræðunni. Hér kemur skýr- ingin: Of viðamikill ríkisrekstur. Stundum er sagt að vegna þess að landbúnaðarframleiðsla í Evr- ópusambandslöndunum sé nið- urgreidd þá verði að styrkja bændur á Íslandi. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að 7 milljarðar króna renni til kúa- og sauðfjárbænda. Í ræðu forsætis- ráðherra kom fram að boðað hef- ur verið til viðræðna við framleið- endur mjólkur- og sauðfjár- afurða. Það væri gert til að styrkja grundvöll innlendrar landbúnaðarframleiðslu. Í upphafi forsætisráð- herratíðar Davíðs árið 1991 sótti hann hart fram gegn millifærslu- sjóðum og ríkisstyrktum atvinnu- greinum. Talaði hann um björg- unaraðgerðir fyrri ríkisstjórna, sem virkuðu eins og deyfilyf. Á meðan lyfin virkuðu sýndist allt í lagi og stjórn- málamenn trúðu á lækning- armátt opinberrar íhlut- unar. Hvað með opinbera íhlut- un í landbúnaði í dag? Af hverju hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ekki not- að almennt viðurkennd hagstjórnartæki, eins og hann kemst sjálfur að orði, og skorið á þetta sívaxandi mein íslensks atvinnulífs? Bændur eiga það skilið. Neytendur eiga það skilið. Ef hægt er að kaupa ódýrari og jafnvel niðurgreitt svínakjöt frá Evrópusambandslandi kemur það Íslendingum til góða. Það kemur okkur hins vegar ekki við hvernig aðrar ríkisstjórnir eyða skattpeningum borgara ESB- landa. Það verður að snúa þeirri þró- un við að svo virðist sem hörðustu vinstri menn á Íslandi séu einu friðelskandi einstaklingarnir sem gangi á íslenskri jörð. Þeir hafa barist gegn hersetunni, veru Ís- lands í NATO og nú síðast stríði í Írak. Vera okkar í NATO var nauðsynleg til að tryggja öryggi okkar á tímum kalda stríðsins. Jafnvel Steingrímur J. Sigfússon tekur undir það, að eitt meg- inhlutverk ríkisvaldsins sé að verja okkur fyrir ofbeldi sam- landa okkar. Það er því rökrétt framhald að ríkisstjórnin varð að verja okkur fyrir ofbeldi annarra þjóða. Því var það ábyrgðarhluti að ganga í NATO. Hins vegar er hervald ekki haf- ið yfir gagnrýni frekar en annað vald ríkisstjórna. Því eiga þeir, sem vilja minnka umsvif ríkisins, að tortryggja þetta vald eins og annað. Tvískinnungur vinstri manna felst í því að þeir hafa stuðlað að útþenslu ríkisins í stað- inn fyrir að berjast gegn því. Eftir umræðurnar um stefnu- ræðu Davíðs Oddssonar er ég ekkert bjartsýnn á að hann fái að njóta sín í mótvindi á Alþingi. Stjórnarandstaðan er of veik og á meðan er almenningur áhuga- laus. En vonandi finnur forsætis- ráðherra það hjá sjálfum sér, stígur fram og sækir á í mál- efnabaráttunni. Þannig nýtur hann sín best og vinnur fólk á sitt band. Rjúfum lognmolluna Eftir Björgvin Guðmundsson ’ Illskiljanlegt erhvers vegna ríkis- stjórnin er ekki áminnt fyrir stigvaxandi rík- isútgjöld síðustu tólf ár, fjölgun opinberra starfsmanna og fjár- hagsstuðning við ýms- ar atvinnugreinar. ‘ Höfundur er blaðamaður og fyrrverandi formaður Heimdallur. ngurinn er ný við- gsbundna fjölgar getur orðið i EFTA iríkja- ama gildi halda þýð- að dyrum ið enn frá 1949, kin skuld- ra sem árás TO tekur ímum huga að ATO var rmálaráð- ur þess að lagsins. TO, sagði það yrði töfuðu pnum. að NATO er hins lagsins gið verði yggismál er skipu- meigin- á á leið- kvörðun um að stækka NATO. Viðbrögðin við tillögu Rums- felds um hraðliðið gefa einnig vísbendingu um hvert stefnir við skipulag varna í nafni NATO. Í stefnu- ræðuumræðunum á Alþingi fjargviðraðist Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri/grænna, sérstaklega yf- ir því, að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefði tekið undir tillögu Rumsfelds. x x x Á Alþingi er enn að finna talsmenn þess, að Ísland rjúfi varnarsamstarfið við Bandaríkin og segi sig úr NATO. Röksemdir þeirra eru ekki alltaf skýrar. Erf- itt er að færa þjóðernisleg rök fyrir þessari stefnu, einkum fyrir þá, sem ekki þora að horfast í augu við, að Íslendingar eigi að leggja meira af mörkum sjálfir til að tryggja öryggi sitt. Meira að segja er leitast við að gera tortryggilegt, þegar Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra vill, að sett sé sérstök löggjöf um þann þátt lögreglustarfa, sem flokka má undir leyniþjónustustörf. Telur ráð- herrann réttilega, að með slíkum lögum yrði rétt- arstaða borgaranna betur treyst og þar með mann- réttindi. Afstaðan með úrsögn úr NATO og brotthvarfi varn- arliðsins er pólitískur kækur. Hún á ekkert skylt við ígrundað mat á stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Rökin fyrir aðild Íslands að ESB eru óskýr og byggjast á einu í dag og öðru á morgun. Þeir, sem tala tvíræðum orðum um nauðsyn aðildar, fjargviðrast einkum yfir því, að aðrir séu ekki sammála þeim. Þótt Evrópusambandið stækki, þarf Ísland ekki að óttast tilvist EES-samningsins. Sá hræðsluáróður stenst ekki. Verð á áfengi og matvælum ræðst ekki af aðild eða aðildarleysi af ESB. Á hinn bóginn er ekki unnt að vænta varanlegrar undanþágu varðandi stjórn Íslendinga á eigin fiskveiðilögsögu, fari þeir í ESB. x x x Á breytingatímum eins og nú er mikilvægt fyrir smáríki að hafa komið ár sinni vel fyrir borð með skýrum hætti gagnvart stórþjóð eða ríkjaheildum. Það hafa Íslendingar gert í öryggismálum með varn- arsamningnum við Bandaríkin og að því er varðar við- skipti og innri samrunaþróun í Evrópu með samn- ingnum um evrópska efnahagssvæðið. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup svaraði spurningu unga mannsins um það, hvort ekki væri líka auðveldast að vera bara ekki þjóð neitandi. Í pre- dikun sinni sagði hann, að eins og við mundum hvert og eitt halda áfram að líta til annarra þjóða lengi enn, yrði litið til okkar sem landið byggjum sem þjóðar. Allar fréttir um dauða þjóðríkisins eru orðum aukn- ar. Á vettvangi NATO sitja fulltrúar með neit- unarvald, hvort sem þeir eru frá smáum eða stórum ríkjum. Innan ESB sætta ríki sig á hinn bóginn við yfirþjóðlegt vald, án þess að þjóðríkið sé horfið. Lög- gjafarvald hefur verið flutt frá þjóðþingum aðild- arríkjanna til sameiginlegra ESB-stofnana. Yrði ís- lensku stjórnarskránni breytt á þann veg hér, yrði Alþingi ekki jafnskýrt tákn þjóðernis okkar og að óbreyttu. Sérkennileg er sú skoðun Össurar Skarphéð- inssonar, formanns Samfylkingarinnar, að tengsl okk- ar Íslendinga við Evrópusambandið snúist um lífskjör og þau mundu batna, færum við inn í ESB. Ef staða íslensks efnahags- og atvinnulífs er borin saman við ástandið í ESB-ríkjunum, höfum við ekkert þangað að sækja í því efni. Íslandssagan kennir okkur, að því meira sjálfsforræði sem íslenska þjóðin hefur í eigin málum þeim mun betur vegnar henni. Lífskjör Íslendinga ráðast af frelsi í alþjóða- viðskiptum, yfirráðum yfir auðlindum, styrk atvinnu- lífsins, menntun, framsýni og dugnaði þjóðarinnar. Þau mótast einnig af vinsamlegum samskiptum við nágrannaríki austan hafs og vestan. Að fullyrða, að þau batni við afsal á fullveldi til yfirþjóðlegra stofnana Evrópusambandsins, er ekki sannfærandi, svo að vægt sé að orði kveðið. fskjör bjorn@centrum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.