Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 20
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MENNIRNIR í áhaldahúsum sveitarfélaganna í landinu mæta kvabbi og kvörtunum íbúa. Þeir bregðast yfirleitt við af þjón- ustulipurð og gera gott úr öllu. Þegar þetta er nefnt við þá Magn- ús Gunnarsson og Pál Kristinsson á Selfossi kinka þeir kolli. Þeir kannast við að síminn sé glóandi þegar göturnar fyllast af snjó yfir nóttina og fyrirstaða er að morgni. Einnig þegar frá- rennslið stendur á sér með þeim óþægindum og óþef sem því fylgir, að ekki sé talað um þegar heilar götur verða vatnslausar. Og svo þegar allt stendur sem hæst, allar vélar eru úti og mikið að snúast, koma hringingar þar sem gerðar eru athugasemdir við verklagið og vinnubrögðin. Svo er það líka á hinn veginn, segja þeir, að inn á borð í áhalda- húsinu berst kannski konfektkassi í þakkarskyni fyrir góða þjón- ustu. Magnús hefur verið starfs- maður áhaldahússins í ellefu ár þar sem hann svarar í símann og flytur erindi bæjarbúa áfram inn í vinnslukerfi hússins. Áður en Magnús kom til starfa var hann starfsmaður Siglingamálastofn- unar, skipaeftirlitsmaður og á undan því skipstjóri og stýrimað- ur á fraktskipum. „Já, það er rétt, ég er skákmað- ur og mikill áhugamaður um það, er í Skákfélagi Selfoss og ná- grennis. Það er líflegt í skákinni hérna og mikið að snúast,“ segir Magnús þegar hann er inntur eft- ir því hvað hann gerir í frítím- anum. „Ég er ákaflega hrifinn af áherslunum í skákinni núna, þeg- ar verið er að gefa krökkum skákbók til að efla áhuga þeirra og ég hlakka mikið til 8. október en þá fer fram stórmót hér á Sel- fossi. Ég tefli heilmikið og er í bréf- skákum þar sem menn leika 10 leiki á 30 dögum og geta vel að merkja fallið á tíma og gera það. Nei, ég tefli ekki við konuna, skákin er eini þátturinn á andlega sviðinu þar sem ég hef yfirhönd- ina og er ekkert að hvetja hana til að tefla,“ segir Magnús og hlær við. Páll Kristinsson hefur starfað hjá Áhaldahúsinu og Vatnsveit- unni í 27 ár. „Ég er hálend- ismaður og við hjónin höfum ásamt fernum öðrum hjónum að- stöðu í Landmannahelli en þangað förum við á vetrum og yfir sum- artímann líka. Manni finnst mað- ur vera afskaplega frjáls þarna inn á milli fjallanna í kyrrðinni. Þarna þarf fólk að tala saman því ekki er neitt sjónvarp sem tekur augað og athyglina og það er hreint ekki lítils virði,“ segir Páll. Hann er og mikill áhugamaður um verndun Ingólfsfjalls sem hann lítur á sem gullmola byggð- arinnar enda er fjallið helsta vatnsöflunarsvæði fyrir þéttbýlið í Árborg. „Ég lít á Ingólfsfjall sem snaran þátt í afkomu íbú- anna. Verði fjallið eyðilagt með námuvinnslu í Ölfusinu eða í Grafningi, er illt í efni. Okkur var bent á það 1981, þegar við vorum að virkja eitt vatnsbólið, að ekki mætti fara austar í skriðuna með stóru gryfjuna sem blasir við af Suðurlandsveginum án þess að skapa hættu fyrir vatnsbólið sem er þar rétt hjá en síðan þá hefur gryfjan teygt sig verulega austar og dýpra niður. Ég er sannfærður um að menn eru, í austurkanti gryfjunnar, komnir að hallamörkum í skrið- unni í átt að vatnsbólinu. Mér finnst nauðsynlegt að vernda Ingólfsfjall, það ætti að vera mál númer eitt, tvö og þrjú í hagsmunavörslu fyrir þéttbýlið. Fjallið er gullnáma frá vatnsöflun séð en er það líka sjálfsagt út frá malartekjunni fyrir þau fyrirtæki og eigendur jarðarinnar. Vatns- hagsmunirnir eru mun stærri og eiga að hafa forgang því ef vatnið spillist erum við í vondum málum. Svo eru hér stór matvælafyrir- tæki sem nota mikið vatn,“ segir Páll Kristinsson og leggur áherslu á orðin, enda starfsmaður Vatnsveitunnar og einn af frum- kvöðlum við að afla vatns við ræt- ur Ingólfsfjalls. Í Áhaldahúsinu mæta menn kvabbi og kvörtunum íbúa eins og starfsbræður þeirra víða um land Stunda skák og fjalla- mennsku í frítímum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vinnufélagarnir Páll Kristinsson og Magnús Gunnarsson fyrir utan bækistöðvar Áhaldahúss Árborgar á Selfossi. Selfoss TVEIR nýir slökkvibílar voru bornir saman á dögunum, annars vegar hefðbundinn vatnsbíll frá Slökkviliði Hveragerðis og hins vegar bíll frá IB ehf. sem búinn er „One seven- tækni“og notar froðu sem sjöfaldar hvern vatnsdropa. Samanburður þessi var gerður að frumkvæði IB ehf. sem farið hefur um allt land og kynnt nýja bílinn sem góðan fyrsta bíl á brunastað og leggur áherslu á hina nýju tækni þar sem 1.000 lítra vatnstankur bílsins virkar sem 7.000 lítra tankur með hinni nýju aðferð. Slökkviliðsmenn í fullum skrúða tóku þátt í verkefninu og var sem um einvígi væri að ræða. Kveiktir voru annars vegar tveir timbureldar og hins vegar eldur í tveimur dekkja- hrúgum. Viðstaddir voru menn frá Brunamálastofnun sem skráðu nið- urstöður, slökkvitíma og vatns- og froðunotkun. Niðurstaðan var sú að bíllinn frá IB ehf. notaði mun minna efni, bæði vatn og froðu, auk þess sem það gekk hraðar að slökkva með þeim búnaði. Munaði þar 20 sekúndum. Heildarvatnsnotkun hefðbundna slökkvibílsins á báða eldana var 800 lítrar en IB-bíllinn notaði 200 lítra af vatni. Froðunotkun IB-bílsins á dekkjaeldinn var sömuleiðis minni, 7 desilítrar á móti 22 lítrum hjá vatns- bílnum. „Það er klárt að nýi bíllinn frá IB er bæði efnis- og vatnsspar- andi en slökkvimátturinn virðist svipaður. Ég er hrifinn af þessu framtaki hjá IB ehf. sem hefur heim- sótt flestöll slökkvilið og við fögnum slíkum vinnubrögðum. Það er ekki spurning að ég held menn skoði þennan bíl sem góða viðbót við tækjabúnaðinn,“ sagði Guðmundur Bergsson, deildarstjóri hjá Bruna- málastofnun. Hann sagðist gera ráð fyrir að stofnunin fengi tæki leigð hjá IB á næsta ári til að kynna One seven- tæknina. Hann og aðrir brunamála- stofnunarmenn voru sammála um að bíll IB væri góður snerpubúnaður og fyrsti búnaður á brunastað. Þá væri bíllinn einnig góður og lipur í bæj- arumferð. „Við erum búnir að kynna tækin um allt land og höfum fengið mjög góðar viðtökur. Menn eru í vandræð- um víða um land vegna skorts á vatni og þurfa að fara langar leiðir á brunastað. Þeir sjá því að þetta tæki er mjög hentugt, eins og við bendum á,“ sagði Ingimar Baldvinsson hjá IB ehf. Hann sagði einnig að keppnin hefði verið tekin upp á myndband sem yrði notað sem kennsluefni. Sviðsett „einvígi“ milli tveggja slökkvibíla Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá „einvíginu“ sem fór fram í malargryfju í landi Hrauns í Ölfusi. Selfoss „MÉR líkar vel að fara úr blómunum í matinn, við hjónin höfum bæði mik- inn áhuga á matargerð og lítum á þetta sem tækifæri því hér í húsinu er allt til alls til að gera góðan mat og svo erum við með úrvals matreiðslu- mann,“ sagði Snorri Sigurfinnsson fyrrverandi garðyrkjustjóri Selfoss og verslunarstjóri í Blómavali á Sel- fossi en hann opnaði ásamt konu sinni Sigrúnu Ólafsdóttur, nýjan veitingastað, Steikhús Selfoss, 19. september. Nýi veitingastaðurinn er til húsa að Tryggvagötu 8 þar sem veitinga- staðurinn Laufás var til húsa. „Við ætlum svona fyrst í stað að hafa allt opið varðandi umgjörð stað- arins og finna farveginn að því hvað fólk vill. Ætlum að leita að stílnum og finna fjölina okkar í veitinga- rekstrinum hérna og vonumst til að koma með góða blaðsíðu í veitinga- húsamenninguna hér á svæðinu. Hver veit nema þetta verði kúreka- staður suðursins, það er aldrei að vita. Það er skemmtilegt að gera eitthvað mannlífs- og menningar- aukandi og vissulega er menning fólgin í því að fara út að borða,“ sagði Snorri Sigurfinnson veitingamaður í Steikhúsi Selfoss. Ljósmynd/Sigurður Jónsson Snorri Sigurfinnsson veitingamaður, Tómas Þóroddsson matreiðslu- maður og Sigrún Ólafsdóttir í Steikhúsi Selfoss. Hver veit nema þetta verði kúreka- staður suðursins? Selfoss EINS og kunnugt er verður Barna- skólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 150 ára á næstunni. Ýmislegt er gert til að gera þessi tímamót minnisstæð. Einn atburður í þessa veru var að Hrafn Jökulson kom í heimsókn í skólann fyrir nokkru og í för með honum voru tveir þekktir skákmenn, Róbert Harðarson og Stefán Kristjánsson, og tefldu hinir síðarnefndu fjöltefli við nemendur.Ljósmynd/Óskar Magnússon Fjöltefli í skólanum Eyrarbakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.