Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 21 Langá á Mýrum - frístunda-, eignarlóðir 185 fm einbýlishús, útihús og 20-100 ha Opið hús hjá Ingva Hrafni í Stangarholti á morgun, sunnudag, kl. 14-19 - sími 437 1704 • 864 2879 Nú er gott tækifæri að hugsa fram í tímann og tryggja sér 3-5 ha eignar- lóðir í deiluskipulagðri frístundabyggð í Stangarholtslandi og nota veturinn til að spá og spekúlera. Lóðirnar eru seldar án kvaða með vegi að lóða- mörkum og aðgangi að vatnsveitu sem er í undirbúningi. 87 km eru til Reykjavíkur og 15 í Borgarnes. Lóðirn- ar eru dæmigerðar fyrir mýrarnar, mýr- ar. Borgir, lágvaxið kjarr. Verð á hekt- ara kr. 190 þúsund. Af 45 lóðum er um helmingur seldur eða frátekinn, sumir eru búnir að girða, hross eru þegar komin í haga, trjárækt byrjuð og mat- jurtagarðar í landnámi Þórdísar stang- ar, sem þáði landið frá Skalla Grími, líklega 27. júlí 902, eða nákvæmlega 1040 árum áður en Ingvi Hrafn fædd- ist. Hægt er að fá aðgang að malar- námu á staðnum gegn vægu gjaldi og húsdýraáburði að vild án endurgjalds. Skógræktarfólk fær frábærar trjáplönt- ur af öllum gerðum í gróðrarstöðinni Grenigerði við Borgarnes. Stangarholt- ið er glæsilegt 185 fm nýuppgert ein- býlishús. 4-5 svefnherbergi, 2 stofur, 3 baðherbergi, tveir inngangar, parket á stofum og svefnherbergjum, nýtt eld- hús og bað frá Alno. Hlaða og hesthús sem að hluta til þarfnast lagfæringar. Tilvalið fyrir félagasamtök eða 3-4 samhentar fjölskyldur. 20-100 ha ræktað land og beitarland skv. eigin vali. Það verður heitt á könnunni, verið velkomin! Lóðir mektar rauðu eru seldar Lóðirnar bláu eru fráteknar og þarf að staðfesta kaupin fyrir hádegi á sunnudag, annars verða þær seldar öðrum. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 ÁR er liðið frá því að Gunnar Ómar Gunnarsson og fjöl- skylda stóðu í ströngu við að búa til fyrsta berjavínið sem fjöldaframleitt var fyrir al- mennan markað hér á landi. Vínið, sem þau nefndu Kvöld- sól, brugguðu þau í bílskúr á heimili sínu, en þar höfðu þau þá innréttað aðstöðu sem upp- fyllti allar þær kröfur og skil- yrði sem sett voru fyrir starf- semi að þessu tagi. Fréttaritari hitti Ómar að máli á dögunum í fyrrverandi húsnæði Mjólkursamlags KÞ, þar sem hann hefur nú fengið aðstöðu fyrir fyrirtæki sitt, Sólbrekku ehf. Ómar segir alla aðstöðu og aðbúnað vera bæði fullkomnari og mun öruggari á nýja staðnum. Þar er hann t.d með stóran tank sem áður var notaður í mjólk- ursamlaginu, hann tekur 10 þúsund lítra og er með góðu kælikerfi og fullkomnu þvottakerfi. „Það er öll vinna við þetta mun léttari í þessu húsnæði, t.d. bara það að hægt sé að nota lyftara léttir þetta töluvert,“ segir hann. 4,5 tonn af berjum Ómar segir að sú lögun sem nú sé í gerjun sé um 8 þúsund lítrar, sem er tvöfalt meira en fjölskyldan fram- leiddi í fyrra. Framleiðslan nú mun gefa af sér um 12 þúsund flöskur, sem verða tilbúnar til sölu á vormán- uðum 2003, en Kvöldsól kom fyrst á markað í desember 2001. Hráefnið í þessa 8 þúsund lítra lögun er um 4½ tonn af berjum, aðallega krækiberj- um, og 1½ tonn af rabarbara auk kryddjurta. Berin koma að 2/3 hluta frá Vestfjörðum en 1/3 af svæðinu kringum Kópasker, segir Ómar að lok- um. Bruggar berjavín í gömlu mjólkurstöðinni Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Gunnar Ómar Gunnarsson hugar að fram- leiðslunni. Tankurinn var áður notaður í mjólkursamlaginu og tekur 10 þúsund lítra. Húsavík LENGI hefur verið kvartað undan því að ekki sé nægilegt framboð af minjagripum frá Snæfellsbæ og ýmsar hugmyndir skotið upp kollin- um en ekki margar verið fram- kvæmdar. Jenný Guðmundsdóttir, sem rekur verslunina Hrund, hefur nú látið út- búa nákvæmar eftirlíkingar af tveim- ur húsum í Ólafsvík, það er annars vegar Gamla pakkhúsið sem byggt var árið 1844 og hinsvegar Jónshús og stendur neðst á Grundarbrautinni byggt árið 1902 samkvæmt skrán- ingu Fasteignamats ríkisins . Nú hefur komið í ljós við könnun á kirkjubókum á Þjóðskjalasafni að farið var að búa í Jónshúsi árið 1895, þá eru þar til húsa hjónin Jón Ás- geirsson og Guðrún Hansdóttir ásamt uppeldissyni sínum Þorsteini Jónssyni, en Þorsteinn var hálfbróðir Jóhanns Jónssonar skálds. Einnig hefur eldra fólk sagt frá því að viðurinn í Jónshúsið hafi komið til Ólafsvíkur um leið og viðurinn í gömlu Ólafsvíkurkirkju eða árið 1892 Húsin eru bæði búin til úr leir og eru u.þ.b. 3,5 sm á hæð og 5 sm löng. Til að hlutföll yrðu rétt fengu framleið- endur húsanna bæði teikningar og ljósmyndir til að vinna eftir og hefur bara tekist mjög vel til. Gripirnir komu ekki úr framleiðslu fyrr en í september svo að líklega verður að bíða næsta sumars til að sjá hvort þessir minjagripir falli ferðamönnum í geð en heimamenn munu hafa tekið gripunum opnum örmum. Hægt er að kaupa smáhýsin í Versluninni Hrund. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Gömul hús sem minja- gripir frá Snæfellsbæ Ólafsvík LJÓSMÆÐUR fást ekki til starfa á Egilsstöðum og því geta konur ekki lengur fætt börn sín þar eins og verið hefur. Að jafn- aði hefur á þriðja tug barna fæðst þar á ári. Nú er svo komið að leita á út fyrir landsteina að ljósmæðrum til að starfa við heilsugæslustöðina og líklegt að vísa þurfi öllum fæðingum frá í vetur. Þær konur sem virtust eiga áfallalausa fæðingu í vændum hafa mátt fæða á Heilsugæslu- stöðinni þar til í haust, en aðrar voru sendar á Fjórðungssjúkra- húsið á Neskaupstað, eða á fæð- ingardeildir nyrðra og í Reykja- vík. Ástæðan fyrir þessum vand- ræðum er að nýverið fluttu tvær af þremur ljósmæðrum, sem stundað hafa fæðingarhjálp á Fljótsdalshéraði, burt af svæð- inu. Þá er önnur tveggja ljós- mæðra við sjúkrahúsið á Nes- kaupstað einnig farin, en þar verður haldið í horfinu með fæð- ingaþjónustu, m.a. með afleys- ingafólki. Heilbrigðisstofnun Austur- lands leitar nú logandi ljósi að ljósmæðrum, bæði fyrir sjúkra- húsið á Egilsstöðum og í Nes- kaupstað. Verður í samvinnu við stéttarfélag ljósmæðra kannað hvort fá megi ljósmæður erlend- is frá til starfa fyrir HSA. Á Heilsugæslustöðinni á Eg- ilsstöðum starfar eftir sem áður ljósmóðir við ungbarnaeftirlit og mæðraskoðun. Engar fæðingar á Egilsstöðum Ljósmæðra m.a. leitað erlendis Egilsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.