Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 39 þekkti ykkur ömmu ekkert og fékk gistingu í sumarbústöðunum eða leit inn af einhverjum ástæðum kom alltaf aftur, fór ekki framhjá Vatns- dalnum án þess að hitta ykkur, það sýnir það hvað það var alltaf gaman í sveitinni og að það fá allir góðar og hlýjar móttökur á Bakka. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sig.) Við viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar í gegnum tíðina, þær munum við varðveita á góðum stað í hjarta okkar. Elsku afi, þú varst hvers manns hugljúfi og þín er sárt saknað. Takk fyrir allt. Elsku amma, Lalli, pabbi, Kobbi, Svenni, Jonni og Hanna. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kristín Ósk, Rannveig Rós, Jón og fjölskyldur. Elsku fósturpabbi, þú kvaddir þennan heim 28. september síð- astliðinn. Okkur systur langar að þakka þér alla þína góðmennsku og heiðarleika. Við komum til þín að sumarlagi í samtals 16 ár þar sem þú, Didda og synir ykkar tókuð vel á móti okkur og voru þetta mjög góð ár. Þú og Didda voruð mjög samrýnd og hjálpuðuð þeim sem áttu bágt. Eftir að við fluttum suður þá höfum við alltaf haft samband. Okkur langar að kveðja þig með þessu sálmaversi. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (Matthías Jochumsson.) Elsku Didda, Lalli, Bjarni, Kobbi, Svenni, Jonni, Hanna, tengdadætur og afa- og langafabörn, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Ykkar Alda og Bára. Stundir sem löngu eru liðnar og koma ekki aftur, nema sem ljúf minning. Nú þegar haustið er komið, göngur og réttir afstaðnar kveður Nonni á Bakka þetta jarðvistarlíf. Ég var unglingur er ég vandi komur mínar á Bakka. Í sveitinni var yndislegt að vera, og finnst mér ég hafa mikinn fjársjóð í kistu minning- anna. Ein minning verður þó dýr- mætari en önnur og þannig er nú líf- ið. Ég gekk eftir Kaupfélagsstétt- inni, sá hann standa við endann á henni. Nam staðar fyrir framan hann, tyllti mér upp á tærnar, smellti á hann einum kossi og sagði: „Takk fyrir gimbrina.“ Hann svaraði rólega: „Það var nú lítið að þakka.“ Mér fannst það ekki lítil gjöf að fá eina gimbur. Það var nefnilega þá sem eitthvað gerðist. Ég hugsa að það hafi verið einmitt þá sem ég komst inn undir skelina, að hans stóra hjarta. Árin líða svo hratt og ég orðin eldri. Ég eignaðist Fannar Inga og var hann honum sem afi allt frá fyrstu tíð. Í sumar sem leið sátum við og spjölluðum dágóða stund við eldhús- borðið og auðvitað var drukkið kaffi, borðað meðlæti, sagðar sögur og gert grín að hlutunum. Eftir kaffið og spjallið fylgdi ég honum inn í her- bergi því hann ætlaði að fá sér smá blund. Seinna um daginn kvaddi ég hann og þakkaði fyrir mig eins og venja er. Hann kvaddi mig öðruvísi þennan dag og sagði: „Þakka þér kærlega fyrir alla aðstoðina í gegn- um árin, Inga mín.“ Þegar ég keyrði heim þennan dag fannst mér eins og hann hefði verið að kveðja mig í síðasta sinn. Og reyndin var jú sú. Úr fjarska fylgdist ég með honum leggja af stað upp fjallshlíðina sem varð æ brattari, þar til hann endaði ferð sína hinn 28. september. Þegar haustlaufin eru að falla af trjánum fylgjum við honum í síðasta sinn og kveðjum hann í huganum. Við þökkum Nonna fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Minning hans er ljós í lífi okkar. Elsku Didda, Jonni, Svenni, Kobbi, Bjarni, Lalli og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur sendum við ykkur. Ingibjörg María Aadnegard og Fannar Ingi Hallsson. Fallinn er í valinn mætur og góður maður, Jón Bjarnason, bóndi á Bakka í Vatnsdal. Já, góður maður við menn og dýr svo eftir því var tek- ið. Jón hóf ungur búskap ásamt eig- inkonu sinni, Kristínu Lárusdóttur, á Bakka. Þar eignuðust þau og ólu upp fimm mæta syni. Okkar fyrstu kynni af Bakkahjónum voru í gegnum for- eldra mína, Sigríði og Hannes, er þau fóru í heimsókn með barnabarn sitt, Ingimar Braga, þá ungan, til að leyfa honum að kynnast sveitinni. Eftir þá ferð lögðum við Stefán, með börn okkar, í margar heimsóknir til þeirra en þar var alltaf hægt að fá næturgistingu þrátt fyrir að margir væru fyrir, því einstaklega voru þau Bakkahjón gestrisin og góð heim að sækja. Móður minni reyndust þau hjón einstaklega vel eftir að hún varð ekkja og átti hún margar hressing- arferðir til þeirra í sveitina á meðan hún lifði. Það þökkum við af hjartans hug. Ingimar Bragi kom oft norður til þeirra til að hjálpa til við heyskap og annað og varð þeim Jóni Baldvini syni þeirra mjög vel til vina. Jón bóndi átti erfitt með að biðja fólk um aðstoð og varð því glaðari ef einhver bauð sig fram við verkið. Er mér sér- staklega minnisstætt sumarið ’95 er fúaverja þurfti einn af sumarbústöð- unum í þeirra eigu. Hann varð afar glaður er við hjónin buðumst til verksins. Reyndust Bakkahjón og synir mér og fjölskyldu minni afar vel þegar Stefán eiginmaður minn veiktist tveimur árum síðar og eftir fráfall hans. Því viljum við að leið- arlokum þakka fyrir allt í áranna rás. Eiginkonu, börnum, tengda- og barnabörnum vottum við innilegustu samúð við fráfall einstaks manns. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hafdís Hannesdóttir, Ingimar Bragi, Inga Hrönn, Hanna og Páll. Í dag er til moldar borinn ná- granni okkar Jón Bjarnason, bóndi á Bakka í Vatnsdal, en þar bjó hann með konu sinni Kristínu Lárusdótt- ur allan sinn búskap. Nonni og Didda eins og þau voru jafnan nefnd byggðu upp myndarbú á eyðibýlinu Bakka. Þar ólu þau upp synina fimm, auk þess sem þau tóku mörg börn og unglinga í fóstur og ýmsir aðrir áttu þar skjól um lengri eða skemmri tíma. Jón var hagleiksmaður á tré og járn, hann var smiður af Guðs náð. Hann var glaðlyndur og hægur í framkomu og fátt raskaði ró hans. Hann var barngóður og hafði alltaf tíma til að leiða litla hönd, hlusta og hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Á starfsævinni voru handverk Jóns mörg og má kannski segja að ævistarf hans blasi við er litið er heim að Bakka. Á síðasta ári ákváðu þau hjón að hefja skógrækt á jörð- inni. Bústofni var fargað og nýjar framkvæmdir tóku við, enda Jóni hvorki lagið að sitja aðgerðalaus né gefast upp fyrir breyttum aðstæðum í landbúnaði. Jóni entist ekki aldur til að sjá plönturnar sínar dafna, en þær munu verða minnisvarði um mann sem unni sínu umhverfi og hlúði að því alla tíð. Lönd jarðanna Bakka og Hofs liggja saman og því eðlilegt að mikill samgangur væri milli bæjanna og við systkinin vorum á svipuðum aldri og bræðurnir á Bakka. Við nutum gestrisni og hjálpsemi þeirra hjóna, sem var einstök enda ætíð mjög gestkvæmt á Bakka, svo gestkvæmt að maður tók eftir því ef ekki var að minnsta kosti einn að- komubíll á hlaðinu ef maður átti leið framhjá. Að leiðarlokum þökkum við systk- inin frá Hofi Jóni umhyggju og hjálpsemi og vottum Diddu og allri fjölskyldunni samúð okkar. Systkinin frá Hofi. Vinur minn Jón Bjarnason á Bakka er látinn. Hann hefur fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Ég hef þekkt Nonna og fjölskyldu hans í rúm tuttugu ár og fyrir það er ég þakklátur. Nonni var hæglátur og orðvar maður, sem flíkaði ekki eigin tilfinningum. Það tók langan tíma að kynnast Nonna, og öðlast vináttu hans. En þegar vináttuböndin voru hnýtt, voru þau traust og vöruðu til hinsta dags. Nonni var bóndi af lífi og sál. Hann unni heimili sínu og fjölskyldu. En hann unni einnig skepnunum, jörðinni sinni, Vatnsdalnum og hún- vetnsku heiðunum, sem hann þekkti eins og lófana á sér. Nonni var veiði- maður, sem stundaði veiðar með til- finningu náttúrubarnsins. Mér er það minnisstætt og þótti sérstakt fyrst, að þegar Bjarni, sonur Nonna, og ég fórum fyrst saman til rjúpna á Vatnsdalsfjalli fyrir mörgum árum, þá leitaði Bjarni ráða hjá pabba sín- um, hvar helst væri að leita að fugli, þó Bjarni væri sjálfur þaulvanur rjúpnaveiðum. Ráð Nonna voru óbrigðul. Þau byggðust á mikilli kunnáttu á veðrinu, landinu, og hátt- um rjúpna, en einnig á tilfinningu. Ég fór aldrei á rjúpnaveiði í Vatns- dalnum eða á Grímstunguheiðinni án þess að fá fyrirlestur og spá frá vini mínum, Nonna á Bakka. Nú þegar leiðir skilja er mér og fjölskyldu minni efst í huga þakklæti fyrir góðar samverustundir á liðnum árum, en einnig söknuður eftir góð- um vini. Við vottum Diddu, strákunum fimm og fjölskyldum þeirra og öllum ástvinum fjölskyldunnar á Bakka okkar dýpstu samúð. Böðvar Örn. Frændi minn, Jón Bjarnason á Bakka, er látinn á 77. aldursári. Nonni, eins og hann var oftast kall- aður, var glæsilegur og einstaklega hugljúfur maður sem gott er að minnast. Mér er það í fersku minni sem barni þegar Didda flutti á æsku- heimili mitt Eyjólfsstaði til Nonna og hafist var handa við að byggja upp á Bakka, sem var næsti bær við Eyjólfsstaði. Nonni var smiður góð- ur og var gaman að fylgjast með dugnaði hans við byggingu íbúðar- hússins. Allt var gert af einstakri natni og smekkvísi. Nonni byggði upp öll hús á Bakka og hafði alla tíð mikla ánægju af smíðavinnu. Oft smíðaði hann ýmislegt smálegt handa litla frændfólkinu í afmælis- og jólagafir, sem allt var gert af miklum hagleik. Nonni var skytta góð. Ófáar ferðir gekk hann til rjúpna í fjallinu fyrir ofan Bakka, kom hann oft heim með þungar byrðar, einnig var hann við grenjavinnslu á ref. Einstakt samband var alla tíð milli Nonna og foreldra hans, sem lengst af bjuggu á Eyjólfsstöðum í sam- vinnu við foreldra mína og Hönnu systur hans. Samgangur var mikill á milli bæjanna og margt unnið sam- eiginlega. Nonni og Didda eignuðust fimm stráka og var oft glatt á hjalla hjá okkur frændsystkinunum. Hjónin á Bakka voru vinmörg enda sérlega gestrisin og samhent í að láta öllum líða vel í návist sinni. Til þeirra var gott að leita ef ein- hvers þurfti með. Við systkinin frá Eyjólfsstöðum og fjölskyldur, faðir okkar Ingvar og Hanna systir Nonna, þökkum sam- fylgdina með góðum dreng og vott- um Diddu og fjölskyldunni allri inni- lega samúð. Aðalheiður Ingvarsdóttir. þegar ég var átta ára, en samt man ég allt svo vel. Að fara með þér í hest- húsin og fá hákarl sem þú geymdir þar. Og koma í fjósið og sjá allar kis- urnar sem þar voru, fyrir utan kýrnar og kálfana. Þá leyfði amma mér að velja mér kettling til að sofna með. Svo þegar ég var sofnuð trítlaði amma með hann niður í fjós. Svo átt- um við systur ófáar stundir í litla kof- anum suður á túni. Þar gátum við sko dundað okkur. Þetta voru yndislegir tímar og sakna ég Hofdala alltaf, en þú og amma þurftuð að flytja þaðan sökum heilsuleysis 1986. Og þá keypt- uð þið íbúð á Hólaveginum, en þangað var ekki síður gaman að koma. Þegar við komum þangað teymdi amma mig og Rósu í Tindastól og keypti pulsur og fanta handa mér og Rósu í matinn, og þú laumaðir að okkur aurum til að kaupa sælgæti. Svo árið 1989 lagðist amma inn á dvalarheimilið og dó þar árið 1996, og hef ég alltaf saknað hennar mikið síðan eins og ég á eftir að sakna þín, afi. Ég er svo ánægð að hafa getað komið nokkrum sinnum til þín í sumar á spítalann. Áttum við góða stund saman stuttu eftir brúð- kaup mitt og Hödda og skoðuðum myndir úr brúðkaupinu og gerðum svolítið grín að því hvernig pabbi var á myndunum. Ég kveð þig nú, elsku afi, og þakka þér kærlega fyrir allt. Þú varst svo góður maður. Ég veit að amma og Bebbi taka vel á móti þér, þótt ég hefði viljað hafa þig lengur hérna megin. Kannski luma þau jafnvel á maríukexi. Að lokum vil ég þakka starfsfólki sjúkradeildarinnar á Sauðárkróki fyrir einstaka umönnun á honum afa mínum og sérstöku þækklæti vil ég koma til Björns og Guðrúnar á efri hæðinni fyrir allt sem þau gerðu fyrir hann og alla hjálpina. Elsku pabbi, Sigga, Inga og við öll. Megi góður guð veita okkur styrk nú á erfiðri stundu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín sonardóttir Helga. Elsku afi minn, minningin um þig og ömmu verður ávallt í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt, þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guðrún Ósk Sigurðardóttir og fjölskylda. Elsku afi, nú ert þú horfinn frá okk- ur og kominn til ömmu, sem kvaddi fyrir tæpum sjö árum, og allra hinna sem á undan þér fóru. Það var erfitt að sætta sig við að þú værir farinn og það svona snöggt. Ég vissi alltaf að að þessu kæmi en var hætt að hugsa um það því þú varst orðinn svo hress eftir veikindi sem ég var hrædd um að þú myndir ekki geta unnið úr. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig og ömmu. Þau voru ófá skiptin sem ég var búin að gæta hest- anna þinna þegar þú komst við heima í sveitinni á leið með stóð í afréttina. Þær voru líka margar ferðirnar sem ég var búin að fara með ömmu í berja- mó. Þar sem ég átti heima í sveit kom það aldrei til að ég dveldist sumar- langt í sveitinni hjá ykkur, eins og svo mörg borgarbörn fengu að gera hjá afa sínum og ömmu, en oft kom ég og dvaldist um skemmri tíma og því gleymi ég seint. Þegar þið svo fluttust á Sauðárkrók kom að því að ég dveld- ist sumarlangt hjá ykkur þegar ég var að vinna í Fiskiðjunni áður en ég fór í framhaldsskóla. Það var ógleyman- legur tími. Elsku afi og amma, ég sakna ykkar og vil þakka ykkur fyrir samfylgdina og allt sem þið hafið gert fyrir mig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hólmfríður Sigurðardóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Rögnvaldur Ingvason, Þórdís Rögnvaldsdóttir og Sigurður Ingvi Rögnvaldsson. HINSTA KVEÐJA Elsku Anna amma. Það er erfitt að kveðja þig. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Það var svo gott að tala við þig og hlusta á sögurnar sem þú hafðir að segja. Eins og þegar Árni Björn var lítill og þú varst að verka svið þá sagði hann: „Er setta hund- ur?“ og við hlógum svo mikið. Við átt- um góðar stundir þegar þú bjóst hjá okkur, og ekki sjaldan sem við feng- ANNA ÞORKELÍNA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Anna ÞorkelínaSigurðardóttir fæddist á Sauðár- króki 5. maí 1929. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 19. september síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði 28. sept- ember. um okkur öll harðfisk. Manstu að þegar harð- fiskkarlinn kom keypt- um við alltaf stóran poka. Svo fékkst þú íbúðina þína sem þú varst svo ánægð með og alltaf áttir þú til kaffi og kökur. Ég varðveiti minningarnar í hjarta mínu. Ég sakna þín. Þín Guðný Ósk. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Elsku amma Anna, ég á eftir að sakna þín mikið. Þinn litli prins, Anton Björn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.