Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. BANDARÍKIN eru nú að undirbúa árásarstríð á hendur Írak. Líklega er mikilvægasta markmið stríðsins að fá aðgang að ódýrri olíu, en Írak er annað olíuríkasta land í heimi. Aðrir nefna að Bandaríkjunum þyki líka mikilvægt að koma höggi á arabaríki núna, til að styðja Ísrael gegn Palestínumönnum. Hverjir mundu láta lífið í slíku stríði? Jú tugir þúsunda Íraka, kvenna, karla og barna, sem eiga jafn mikinn rétt á að lifa eins og hvert okkar hinna. Þetta kemur í kjölfar viðskiptabanns sem valdið hefur hörmungum í landinu, m.a. dauða 500 þúsunda íraskra barna. Aðilar stríðsins eru annars vegar langmesta herveldi heims og hins vegar fólkið sem á að ráðast á. Sem sagt annars vegar ríki sem er að undirbúa fjöldamorð og hins vegar þeir sem á að myrða. Og hvað segir almenningur heims- ins um þetta? Flest venjulegt fólk er andvígt stríði Bandaríkjanna gegn Írak. Leiðtogar margra ríkja eru hins vegar tilbúnir til að styðja slíkt stríð. Líklega telja þeir sig munu fá eitthvað í staðinn. Sumir, með Blair forsætisráðherra Breta í broddi fylkingar, berja stríðsbumburnar jafn ákaft og Bandaríkin. Aðrir segj- ast vilja fara sér hægar, en finnst að samt þurfi að fara í stríð, eins og Halldór, utanríkisráðherra okkar. Einstaka hafa þó látið undan al- menningsálitinu heima fyrir og segj- ast alfarið andvígir stríði, eins og ný- kjörnir valdhafar í Þýskalandi. Og hvað segja fjölmiðlarnir sem eiga að upplýsa okkur um eðli heims- málanna? Ég fylgist nú mest með þeim íslensku. Varla er hægt að segja að þeir séu yfirkomnir af harmi út af væntanlegri innrás. Nei, aldeil- is ekki, þvert á móti. Ekki hefur maður séð viðtöl við almenning í Írak, væntanleg fórnarlömb stríðs- ins, þar sem sagt er frá aðstæðum þeirra. Það eru stöðugt viðtöl við þá sem hóta að drepa þetta fólk. Það er notað fegrandi orðalag eins og „væntanlegar aðgerðir Bandaríkj- anna í Írak“, þegar allt venjulegt fólk talar um árásarstríð eða jafnvel fjöldamorð. Allt of oft er afstaða eða ummæli árásaraðilans sett fram sem frétt eða sannleikur, þegar eðlilegra væri að segja t.d.: Bush heldur því fram. Við lifum í heimi þar sem vaxandi líkur eru á stríðum af hendi Banda- ríkjanna gegn þjóðum heims, í hagnaðarskyni eða fyrir völd. Stríðshugur bandaríska herveldisins eflist við hvert stríðið sem heimurinn leyfir því að heyja. Ástandið er farið að minna óhugnanlega á upphaf síð- ari heimsstyrjaldarinnar, undirbún- ingsstríð Þýskalands nasismans. Gegn þessari þróun þurfa allir góðir menn um allan heim að rísa, ekki síst fréttamenn með réttum upplýsing- um um það sem er að gerast. Allra síst ættu þeir að láta nota sig sem hjálpartæki stríðsherranna eða til að breiða yfir hryllinginn sem í vændum er. RAGNAR STEFÁNSSON, Laugasteini, Svarfaðardal. Hlutverk íslenskra fjöl- miðla gagnvart stríðs- áróðri Bandaríkjanna Frá Ragnari Stefánssyni: MIG langar að þakka Illuga Jökuls- syni fyrir sitt innlegg í þættinum Ís- land í bítið þriðjudaginn 1. október. Það eru ekki allir sem „þora“ eða láta verða af því að segja skoðanir sínar á málefnum geðfatlaðra, og það er með eindæmum að ráðherrar og aðrir ráðamenn þjóðarinnar skuli ekki láta Íslendinga hafa forgang í þessum málum eins og öðrum. Svo er verið að byggja sendiherrabústaði fyrir milljarða þótt mönnum nægðu venjulegar íbúðir eins og öðrum sendiherrum. Hér er ekki hægt að halda uppi sjúkrahúsum á viðunandi hátt. Það þarf að loka sjúkrastofum og senda dauðveikt fólk heim þótt enginn sé til að sinna því. Ég þekki ótal dæmi um slíkt. Fatlaðir, og ég tala nú ekki um geðfatlaðir, hafa enga möguleika á að sjá um sig sjálfir. Það vita allir. Foreldrar slíkra einstaklinga eru oft og tíðum alls ekki færir um að sjá um þá. Nú er verið að safna fé fyrir Rauða krossinn til að hjálpa fátækum. Það er góðra gjalda vert „en bróðir, líttu þér nær“. Okkar fólk þarf á okkur að halda fyrst og fremst. Ég veit ekki til þess að útlendingar hugsi fyrst um okkur og síðan um sig. Enda margir sem vita ekki einu sinni að við erum til, hvað þá annað. Flestir hugsa um sín- ar fjölskyldur fyrst og fremst. Síðan snúa þeir sér að öðrum. Við erum að flytja inn fólk í stórum stíl. Páll Pétursson kemur hér glaðhlakkalegur í sjónvarpi og sýnir íbúðir sem þetta fólk fær á meðan það er að koma sér fyrir. Það fær vinnu, sem sagt það sem ís- lensku ungmennin vilja ekki. Hver hefur alið upp þetta fólk sem nennir ekki að vinna þá vinnu sem býðst? Ég bara spyr. Ef fólk nennir ekki að vinna getur það sjálfu sér um kennt. Ég vorkenni ekki fólki (sérstaklega ungu fólki) sem vill ekki fara í fiskvinnu út á land eða aðra vinnu. Áður fyrr hefði fólk mátt éta það sem úti frýs ef það nennti ekki að vinna þá vinnu sem var í boði. Núna fær þetta fólk bara atvinnuleysisbætur eins og ekkert sé. Ég held að það þurfi að athuga þetta eitthvað nánar. Annaðhvort vinnur fólk fyrir sér eða það er í námi. Þeir sem eru frískir geta séð um sig sjálfir. Engar atvinnubætur fyrir frískt fólk. VALBORG SOFFÍA BÖÐVARSDÓTTIR, Breiðási 9, Garðabæ. Lítum okkur nær Frá Valborgu Soffíu Böðvarsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.