Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR Björn tekur á móti blaða- manni á kennarastofunni er hún þétt setin, aðallega kennslukonum, sem brátt hverfa til stofa sinna. Það er ekki laust við að það sé blik í aug- unum á honum þegar hann hvíslar: „Ef maður væri nú ungur og ólof- aður á ný!“ En einhvern veginn er eins og mátuleg alvara fylgi þessum orðum. Enda segist hann vera sátt- ur við sitt hlutskipti og þakklátur fyrir þá heilsu sem hann hefur. Eftir svolítinn kaffisopa er farið niður í smíðastofu og þegar hópur kríla á að giska sex, sjö ára þeysist á móti okkur upp einar tröppurnar lýsir Björn því yfir að þar fari „mik- ið lið og harðsnúið“. Þessu getur maður alveg trúað því ein daman lýsir því yfir að húsið sé að brotna um leið og hún hlamm- ar sér utan í vegg. Einhverjir skruðningar heyrast en til allrar hamingju er spá þeirrar stuttu ekki að rætast heldur reynast þar vera á ferð iðnaðarmenn sem eru í óða önn að rífa niður millivegg. Upptekinn við að gera ekki neitt Björn var um fertugt þegar hann hóf nám í handavinnudeild Kenn- araskólans en hvatinn að því var að hann vildi afla sér starfsréttinda. „Ég hafði varla þann undirbún- ing sem þurfti til að fara í skóla en Freysteinn, skólastjóri Kenn- araskólans, sagði mér að það væru nokkur laus pláss í handa- vinnudeildinni og ég skyldi sækja um. Ég spurði hann þá hvort hann vildi ekki einhver meðmæli en hann afþakkaði þau. Svo var ég þarna í tvö ár.“ Þessi réttindi segir Björn hafa komið sér vel. „Í dag hef ég þau eft- irlaun að ég get lifað af því. Og það hefði nú þótt gott í gamla daga að geta lifað af launum og þurfa ekki neitt að gera. Ég er eiginlega alla daga upptekinn við það að gera ekki neitt.“ Aðgerðarleysi Björns er þó orð- um aukið því í ljós kemur að á und- anförnum árum hefur hann sinnt því að kenna fötluðum börnum úr sérdeild skólans smíðar þó að lítið hafi verið um það í haust vegna að- stöðuleysis þar sem viðbygging skólans er í byggingu. „Þess vegna eru engar smíða- stofur núna. En ég kenni einum dreng sem ég fæ hingað niður til mín,“ segir Björn og bendir á svolít- inn kistil sem er langt kominn í smíðum. „Hann er að smíða þetta núna.“ Reyndar úir og grúir af alls kyns smíðadóti og öðrum hlutum í komp- unni og Björn segir glettinn að hann leggi sig fram um að taka ekki til. Þá gæti fólk farið að halda að það mætti nýta þetta skot til ein- hvers. Á meðan svo sé ekki fái hann að vera þarna óáreittur. Krakkarnir í dag glæsilegri en áður Það er greinilegt að Birni finnst starfið í Hlíðaskóla gefa lífinu gildi, enda segir hann nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni auk þess sem hreyfingin geri honum gott. Í ljós kemur að hann gengur til skól- ans frá heimili sínum sem er í ná- grenninu og sækir að auki leikfimi fyrir aldraða. Eins og gengur og gerist lét Björn af störfum sem smíðakennari í Hlíðaskóla um sjötugt en hefur verið viðloðandi skólann æ síðan. Hann hefur ekki einungis sinnt kennslu fatlaðra barna heldur dytt- ar hann að ýmsum hlutum sem þarf að lagfæra innan veggja skólans. Hann bendir á nokkrar snjáðar bækur frá bókasafni skólans sem liggja á smíðaborðinu og eru greini- lega mikið lesnar enda er þar á ferð Harry nokkur Potter sem vafalaust hefur farið um fjölda barnahanda. „Auðvitað sér á þeim bókum sem eru mest lesnar,“ segir Björn fullur skilnings á meðferð bókanna. En hvað finnst honum um krakk- ana í dag? „Það er ekki hægt annað en að segja en að þetta séu góðir krakk- ar,“ segir hann með áherslu. „Þeir hefðu nú heldur betur getað strítt gamla manninum og fengið hann til að æða á eftir sér með stafinn á lofti en það er nú öðru nær. Þeir eru allt- af að hjálpa mér og bjóðast til að að- stoða mig. Börnin voru miklu hlé- drægari þegar ég var krakki og ef eitthvað er eru krakkarnir í dag miklu glæsilegri en þá.“ Uppeldið á börnunum þýðingarmest Hann hefur þó áhyggjur af eit- urlyfjunum, sem komin eru til sög- unnar hin síðari ár. „Þótt þau séu ekkert hér í skól- anum þá eru þau hörmung fyrir þá krakka sem ánetjast þeim.“ Hann segir að þetta megi líklega rekja til þess að börn hafi ekki sömu heimili að sækja og áður og vandar rauð- sokkunum ekki kveðjurnar í þessu sambandi. „Þær eru alltaf að hvetja konur til að vinna úti sem er alveg fáránlegt hjá þeim því þær vinna ekki þýðingarmeira starf en að hugsa um uppeldið á börnunum. Það er það allra þýðingarmesta.“ Það er greinilegt að Björn hefur sterkar skoðanir á þessum hlutum og fussar og sveiar þegar þessi mál eru rædd nánar. „Það allra vitlausasta er að nú eiga feðurnir að taka eitthvað af fæðingarorlofinu! Mæðurnar eru miklu færari um að sjá um ungbörn en þeir.“ Hann segir að þetta hafi ekki tíðkast í sínu ungdæmi en lík- lega væri æskilegt að konur gætu unnið úti hálfan daginn. Smíðaði úr járni og rekaviði sem barn „Það er alveg hreint furðulegt hvað miklar breytingar hafa orðið á minni ævi,“ heldur Björn áfram. „Ég hef líklega upplifað meiri breytingar en allar kynslóðir fyrri alda samanlagt.“ Hann nefnir að í dag séu komnar rafmagns-, síma- og vatnsleiðslur upp að hverjum bæ í gömlu sveit- inni hans og að heyskapurinn sé öllu léttari nú en áður. „Í þá daga notuðu menn orf og ljá en núna þurfa menn ekki einu sinni að bíða eftir heyþurrki heldur rúllubinda alltsaman á örskotsstund. Það er ekki spurning hvað fólk hefur það miklu betra núna en þá.“ Aðspurður segir Björn að líklega muni handverkið halda velli þrátt fyrir umbyltingu síðustu áratuga. Hann minnist þess þó að þegar hann var að alast upp í Landeyjum í Rangárvallasýslu hafi verið smiðja á hverjum bæ sem varla sé að finna í dag, meðal annars heima hjá hon- um þar sem bæði var smíðað úr járni og rekaviði. Það má því kannski segja að smíðarnar hafi fylgt þessum hressa öldungi alla ævi, frá barnæsku til hárrar elli. „Hef upplifað meiri breytingar en kynslóðir fyrri alda samanlagt“ Björn Loftsson er svo sem ekkert ung- lamb lengur. Hann er 87 ára en lætur ekki Elli kerlingu hindra sig í því að kenna börnum í Hlíðaskóla handtökin við smíðar, þar sem hann áður var við fulla kennslu. Bergþóra Njála Guðmunds- dóttir leit inn í smíðakompuna til Björns. Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Loftsson hefur afdrep í kjallara Hlíðaskóla og segist leggja sig fram um að taka ekki til í kompunni sinni svo að enginn uppgötvi að hægt sé að nýta skotið til einhvers. Hlíðar Lúsin enn á ferð LÚSIN er komin á kreik og hefur hennar orðið vart á nokkrum stöðum í borginni. Að sögn Lúðvíks Ólafs- sonar, yfirlæknis Heilsugæslunnar í Reykjavík, er ekki meira um hana nú en oft áður. Hann segir að lúsarinnar verði alltaf vart á haustin en inn á milli nái þó að draga mikið úr henni. Hann segir lúsina berast manna á milli og þar sé enginn undanskilinn. „Það gleymist nú kannski stundum að það eru ekki bara börnin sem fá þetta heldur fáum við fullorðna fólkið þetta líka.“ Því þurfi að skoða hár alls heim- ilisfólks rækilega uppgötvist lús í einhverjum heimilismanna. „Maður á ekki að meðhöndla aðra en þá sem hafa verið greindir með lús því ef maður fer að ofnota lyf við henni eykur maður á ónæmismyndunina. Það er áríðandi að kynna sér vel hvernig á að kemba því kembing með góðum kambi er geysilega mikilvæg. Fólk er alltaf að flýta sér svo mikið í dag og þess vegna vill það bara sulla lyfjum í hausinn en skilur svo ekkert í því að það hafi ekki tilætluð áhrif.“ Reykjavík ÞEIR tóku hraustlega til hendinni, þessir herramenn sem staddir voru í Breiðagerði í Reykjavík í gær. Þar hefur að undanförnu verið unnið að því að skipta um lagnir fyrir vatn, rafmagn og síma, auk þess sem gangstéttir hafa verið endurnýjaðar. Er búist við því að framkvæmdunum ljúki á næstu dögum. Morgunblaðið/Þorkell Lokið við lagnir Smáíbúðahverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.