Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 42
KIRKJUSTARF 42 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ októbermánuði hefst vetr- arstarfið í Áskirkju. Barna- og æskulýðsstarfið er þegar hafið og einnig fermingarfræðsla vetrarins. Frá 6. október verða almennar guðsþjónustur hvern sunnudag kl. 14 í Áskirkju en barnaguðsþjón- ustur kl. 11. Þar er söngur jafnan í fyrirrúmi og í ráði að mynda vísi að barnakór Áskirkju í tengslum við barnaguðsþjónusturnar. Í haust hefst einnig að nýju samvinna Ás- kirkju, Hrafnistu og leikskóla um söngva- og sögustundir ungra barna. Opið hús er í Safnaðarheimili Ás- kirkju alla þriðjudaga og fimmtu- daga. Á þriðjudögum er kyrrðar- og bænastund í hádeginu og léttur málsverður á eftir. Samverustundir foreldra ungra barna eru síðan í Safnaðarheimilinu eftir hádegi á þriðjudögum. Á fimmtudögum eru söngvastundir í Opnu húsi kl. 14 og einnig upplestur. Tólf spora hópar eru að starfi öll þriðjudagskvöld í Áskirkju eins og í fyrravetur. Æskulýðsstarfið verður í vetur í samvinnu við KFUM og K og Lang- holtssókn. Eru fundirnir í húsi KFUM við Holtaveg á miðvikudags- kvöldum kl. 19.30. Eins og undanfarin ár verður starf með tíu til tólf ára börnum í Áskirkju, TTT-starfið. Eru þær samverustundir á fimmtudögum kl. 17 og fjölbreytt dagskrá. Fræðslusamverur, biblíulestrar, verða í Áskirkju á fimmtudags- kvöldum kl. 20 frá 10. október. Í vetur fjallar sóknarpresturinn um sögu og menningu fornaldarþjóða sem höfðu mikil áhrif á Ísrael. Ás- kirkja hefur eignast mjög gott myndefni um fornminjar sem tengj- ast sögu Biblíunnar og verður sú saga kynnt í máli og myndum og frætt um þann jarðveg sem gyð- ingdómur, kristindómur og íslam eru sprottin upp af, trúarbrögðin sem svo mjög móta menningu Vest- urlanda og samtíma okkar. Allir eru velkomnir til þeirra sam- verustunda sem annarra í Áskirkju. Safnaðarfélagið heldur fé- lagsfundi mánaðarlega. Á fyrsta fundi vetrarins, miðvikudaginn 9. október, mun sóknarprestur segja frá söfnuðum í Noregi sem stofnað hafa til vináttusambands við Ás- kirkju. Kirkjukór Áskirkju verður með tónleika í haust og einnig Kári Þor- mar, organisti kirkjunnar. Nánar verður greint frá tónleikunum síð- ar og frá kirkjukvöldum og öðrum fyrirhuguðum samkomum í Ás- kirkju. 50 ára vígsluafmæli sr. Björns Jónssonar Á ÞESSU ári á sr. Björn Jónsson, fyrrv. sóknarprestur á Akranesi og prófastur Borgfirðinga, hálfrar aldar vígsluafmæli. Hann vígðist til prests 27. júlí 1952, aðeins 24 ára að aldri, þegar hann fékk veitingu fyrir Keflavík- urprestakalli (Keflavíkur- og Njarðvíkursóknum). Sr. Björn þjónaði einungis tveim prestaköllum á langri starfsævi, í Keflavík og á Akranesi, í 23 ár á hvorum stað. Í tilefni af vígsluafmæli sr. Björns verður efnt til hátíðarguðs- þjónustu í Akraneskirkju nk. sunnudag, 6. október, daginn fyrir 75 ára afmæli hans. Mun hann þá sjálfur prédika og þjóna fyrir altari ásamt núverandi sóknarpresti Ak- urnesinga. Kirkjukaffi í safn- aðarheimilinu Vinaminni á eftir. Allir velkomnir! Barnastarf í Þjórsárveri NK. SUNNUDAG kl. 13 hefst barnastarf í Þjórsárveri í umsjón Guðbjargar Sigurðardóttur. Þó Þjórsárver sé í Villingaholtssókn er barnastarfið þar engu að síður ætl- að öllum börnum Hraungerðis- prestakalls, þ.e.a.s. í Hraungerð- issókn og Laugardælasókn. Stuðst verður við nýtt barnaefni frá Skál- holtsútgáfunni. Æskilegt er að for- eldrar tilkynni þátttöku til Guð- bjargar í síma 486 3406. Dægurlagamessa í Hafnarfjarðarkirkju – Kveikt á kösturum ÞAÐ er föst hefð í Hafnarfjarð- arkirkju að halda dægurlaga-, gospel-, popp- eða vísnamessu einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Næstkomandi sunnudag er fyrsta óhefðbundna messa vetrarins. Að þessu sinni fer fram dægurlaga- messa. Í dægurlagamessunni eru hefðbundnir sálmar sungnir við þekkt dægurlög og gleði og létt- leiki einkennir athöfnina. Hljóm- sveit undir stjórn Hjartar Howser annast undirleik og söng, en Hjört- ur hefur áður leitt hljómsveit við slíkar messur í Hafnarfjarð- arkirkju og er jafnan húsfyllir. Hefst dægurlagamessan kl. 20.30. Prestar við dægurlagamessuna eru sr. Þórhallur Heimisson og sr. Þórhildur Ólafs. Hljómsveitina skipa Andrea Gylfadóttir söng- kona, Eysteinn Eysteinsson á slag- verk, Magnús Einarsson á gítar, Jens Hansson á saxófón, Friðþjófur Sigurðsson á bassa, Hjörtur Hows- er á píanó/orgel. Kl. 20, skömmu áður en dæg- urlagamessan hefst verður í fyrsta sinn kveikt á nýjum ljóskösturum sem komið hefur verið fyrir í kring- um Hafnarfjarðarkirkju. Munu þeir lýsa upp kirkjuna á komandi vetri og komandi tíð og þannig undir- strika það hlutverk Hafnarfjarð- arkirkju að vera ljós og viti í mann- lífinu. Fermingarfræðsla í Landakoti SUNNUDAGINN 6. október hefst fermingarfræðslan í Landakoti. Allir unglingar Landakotssóknar (póstfang 101 til 108 og 170) sem vilja fermast næsta vor (4. maí) og komu ekki til fundar síðasta laug- ardag geta ennþá skráð sig. Fermingarfræðslan fer fram á sunnudögum og hefst með messu kl. 10.30. Að messu lokinni er fund- ur til kl. 12.15. Námskeið um bænina í Fella- og Hólakirkju NÆSTU fjögur þriðjudagskvöld kl. 20 til 22 verður haldið námskeið um bænina í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju við Hólaberg 88 í Efra- Breiðholti. Umsjón með námskeiðinu hefur Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Námskeiðið er öllum opið og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Á námskeiðinu spyrjum við okkur t.d. þeirra spurninga hvort við séum að biðja til Guðs af gömlum vana, hvers virði er bænin eða þurfum við á bæninni að halda í lífi okkar? Jafnframt er markmið námskeiðs- ins að ýta á löngun okkar til að lesa í Biblíunni því að með þeim lestri nálgumst við Guð. Guð vill eiga samfélag við okkur. Við ætlum að læra að biðja ekki bara til að biðja heldur að bænir okkar öðlist til- gang. Námskeiðið hefst þriðjudags- kvöldið 8. október kl. 20 og því lýk- ur þriðjudagskvöldið 29. október. Innritun er í síma 557 3280 og í síma 862 0574. Tólf sporin í Neskirkju SÍÐASTI opni fundurinn í tólf spora námskeiðinu sem haldið er í Neskirkju í vetur verður mánudag- inn 7. október kl. 20. Þau sem áhuga hafa á þátttöku þurfa að mæta á þennan fund því eftir hann verður ekki bætt í hóp- inn. Tólf sporin – andlegt ferðalag hentar öllum þeim sem í einlægni vilja vinna með sínar tilfinningar og öðlast betri líðan og meiri lífs- fyllingu og leita styrks í kristinni trú. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu kirkjunnar www.neskirkja.is/sporin.htm. Drengjakór og nýr organisti DRENGJAKÓR Neskirkju syngur við messu í kirkjunni kl. 11 undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Nýr organisti safnaðarins, Stein- grímur Þórhallsson, verður boðinn velkominn til starfa. Þetta er fyrsta messa kórsins á þessu hausti en hann mun syngja fyrsta sunnudag í hverjum mánuði í vetur. Kvöldmessa með Þorvaldi FYRSTA kvöldmessa haustsins verður í Neskirkju á sunnudag kl. 20. Þorvaldur Halldórsson syngur og leiðir lofgjörð. Séra Örn Bárður Jónsson flytur hugvekju og þjónar fyrir altari ásamt sóknarprestinum séra Frank M. Halldórssyni og séra Toshiki Toma, presti innflytjenda. Kvöldmessur eru frjálslegar, með léttri tónlist, fyrirbænum og altarisgöngu. Framhald af Alfa-námskeiði NÚ er nýhafið Alfa-námskeið í Nes- kirkju og er það hið fjórða sem haldið er. Á annað hundrað ein- staklingar hafa nú þegar sótt slík námskeið í söfnuðinum. Á liðnum vetri var boðið uppá framhalds- námskeið eða Alfa II sem var vel sótt. Vegna áhuga á framhalds- fræðslu verður nú boðið uppá nám- skeið um Fjallræðuna. Kennt verð- ur hálfsmánaðarlega í kjölfar messu kl. 11 og hefst námskeiðið nk. sunnudag. Kennt er í eina klukkustund. Námskeiðið er öllum opið og kostar ekkert. Séra Örn Bárður Jónsson annast fræðsluna. Lofgjörð með Þorvaldi í Hjallakirkju Á SUNNUDAGINN kemur, 6. októ- ber, mun Þorvaldur Halldórsson koma í heimsókn í lofgjörðarguðs- þjónustu í Hjallakirkju kl. 11. Í guðsþjónustunni verða sungnir létt- ir og skemmtilegir söngvar og mun Þorvaldur leiða sönginn á sinn ein- staka hátt. Tónlistin verður í anda poppmessanna sem voru reglulega í Hjallakirkju til langs tíma. Allir eru hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir. Úrvinnsla sorgar í Vídalínskirkju MIÐVIKUDAGINN 9. október kl. 20 tekur til starfa í safnaðarheimili Vídalínskirkju úrvinnsluhópur sorgar, en slíkir hópar hafa starfað þar undanfarin ár undir stjórn prestanna þar, sr. Hans Markúsar Hafsteinssonar og sr. Friðriks J. Hjartar. Hópvinna þessi mun standa út nóvember á miðvikudögum kl. 20– 21.30. Farið er í helstu atriði sem viðkoma sorgarúrvinnslu, en sorg- arviðbrögð geta skapast af ýmsum orsökum fleirum en missi vegna andláts. Má þar nefna skilnað, heilsubrest, missi atvinnu og fleira. Æskilegt er að a.m.k. hálft ár sé liðið frá missi áður en gengið er út í þessa vinnu. Jafnframt hópstarfinu er boðið upp á einkaviðtöl. Þeir sem hugsa sér að taka þátt í þessu starfi eru beðnir að skrá sig á skrifstofunni í Vídalínskirkju í síma 565 6380 eða hjá prestunum fyrir miðvikudaginn 9. október. Mikilvægt er að trúnaður ríki gagnvart þessu starfi og þar af leið- andi verður þessi starfshópur lok- aður. Gert er ráð fyrir því að þeir sem skrá sig taki þátt í öllum sam- verunum. Prestarnir. Léttmessa í Dómkirkjunni EITT af því sem kemur fram í könnunum er að allmargir óska eft- ir því að guðsþjónustur Þjóðkirkj- unnar séu með léttara yfirbragði og fjörlegri söngvum. Aðrir kunna vel að meta messurnar eins og þær tíðkast helst, enda svosem enginn drungi yfir þeim yfirleitt. Sunnudaginn 6. október kl. 20 verður því messa í léttum dúr í Dómkirkjunni. Um tónlist sjá Karl Olgeirsson og félagar ásamt Berg- lindi Björk Jónasdóttur söngkonu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og Hans G. Alfreðsson hugleiða trú og samtíð og leiða fólkið í bæn og bjóða fólki að ganga til altaris. Undanfarin ár hafa verið í Dóm- kirkjunni svokallaðar æðruleys- ismessur sem hafa verið ákaflega vel sóttar. Þær eru næstseinasta sunnudag hvers mánaðar og safna að sér um 200 manns hverju sinni. Tónlistin þar er með léttu yfir- bragði og framsetning efnis á ein- lægu nótunum. Af þeim höfum við lært sitthvað og viljum því gefa fleiri tækifæri í þeim dúr. Við miðum með þessu á yngra og miðaldra fólk sem vildi rækta trúna og lyfta sér upp í almennum söng. Allir eru hins vegar velkomnir sem leita vilja í ljósið frá hæðum. Grafarvogskirkja – Leikfélag í heimsókn SUNNUDAGINN 6. október nk. kl. 11 verður haldin guðsþjónusta í Grafarvogskirkju með þátttöku Leikfélags sérdeildar Borgarholts- skóla undir stjórn Guðlaugar Maríu Bjarnadóttur. Nemendurnir munu syngja tvö lög. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Fræðslumorgnar og kvöldmessur í Hallgrímskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 6. okt., verður fyrsti fræðslumorgunn haustsins í Hallgrímskirkju. Dr. Hjalti Hugason prófessor mun þar flytja erindi sem hann nefnir Þjóð- kirkja og trúfrelsi – fer það saman? Þær raddir heyrast reglulega að sérstaða evangelísk-lútherskrar kirkju hér á landi stangist á við trú- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar. En er það svo? Dr. Hjalti mun leitast við að svara þeirri spurningu. Að fræðslu- erindinu loknu verður svigrúm fyr- ir fyrirspurnir áður en gengið verð- ur til guðsþjónustu sem hefst kl. 11 og er í umsjá séra Sigurðar Páls- sonar. Fyrsta kvöldmessa haustsins verður síðan kl. 20 í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Þar gefst m.a. tækifæri til að leggja fram fyrirbænarefni auk þess sem Scola Cantorum mun syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar. Hjónastarf Digraneskirkju FYRSTA samvera vetrarins hjá hjónastarfi Digraneskirkju er á sunnudagskvöldið 6. okt. kl. 20. Þar mun Kolbrún Baldursdóttir sál- fræðingur fjalla um efnið Samskipti foreldra og unglinga. Um tvö hundruð hjón og fjöldi einstaklinga eru nú á skrá hjá hjónastarfinu. Al- menn ánægja er með framkvæmd kvöldanna, sem eru sérstaklega sniðin eftir óskum þátttakenda. Ræðumenn hafa um klukkustundar framsögu, þá er kaffihlé. Eftir hlé eru spurningar og umræður og síð- an endað með helgistund í kirkj- unni, sem lýkur kl. 22. Frekar upplýsingar má fá á vef- síðunni www.digraneskirkja.is. Vetrarstarf í Áskirkju Áskirkja Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Óvissuferð. Veitingar í safnaðar- heimili að lokinni ferð. Sr. Frank M. Halldórsson. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laug- ardögum kl. 12.30. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópavogi. Samkoma í dag kl. 11– 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveð- ið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og ung- lingadeildir. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir hjartanlega velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.