Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 47 Fallegt 125,4 fm parhús ásamt 23,4 fm bílskúr til sölu í Fannafold 137. Verð 20.9 millj. Nánari uppl. og myndir á slóð: www.mmedia.is/steinar/fannafold laugardaginn 5.okt. og sunnudaginn 6.okt. frá kl. 14 – 17 OPIÐ HÚS VEIÐITÍMINN var framlengdur í Stóru-Laxá í Hreppum, en dugði þó ekki til að ná veiðitölu síðasta sumars. Heldur slök veiði var í ánni í sumar, helst að líflegt væri á efsta svæðinu snemma sumars og svo þokkalegur reytingur á neðstu svæðunum um haustið. Lokatölur urðu 227 laxar að sögn Lofts Atla Eiríkssonar, sem veiddi lokadagana á svæðum 3 og 4. Loftur sagði 105 laxa hafa veiðst á svæðum 1 og 2, 37 laxa á svæði 3 og 85 laxa á svæði 4, sem gerði 227 laxa, en í fyrra var eitthvað um 270 laxa heild- arafli. Síðasta einn og hálfan daginn veiddu Loftur Atli og félagar 3 laxa á tveimur efstu svæðunum og hópurinn á tveimur neðstu var með 7 laxa. Stærsti laxinn í sumar var 18 punda, veiddur í framlengingunni á svæðum 1–2. Sá stærsti á svæði 3 var 16 pund, en á efsta svæðinu var enginn svo stór og nær allur afli sumarsins var raunar um og innan við 10 punda fiskur. Er ár og dagur síðan að 20 punda múrinn var ekki rofinn í Stóru-Laxá. Metveiði í Laxá í Nesjum Alls veiddust 136 laxar í Laxá í Nesjum, sem er mesta veiði sem þar hefur náðst. Góður slatti var þar af tveggja ára laxi og 18, 19 og 22 punda hængar veiddust þar í ádrátt er klak- lax var tekinn. Laxá byggir nokkuð á seiðasleppingum og hafa þær aukist og orðið markvissari. Ræktunarstjóri árinnar, Þröstur Elliðason, sagði í samtali að engin ástæða væri til að ætla að ána myndi eitthvað setja nið- ur í framtíðinni, hún væri komin á kortið til frambúðar. Skot í Tungufljóti Á heildina litið hefur oft og tíðum verið erfitt að veiða á sjóbirtingsslóð- um í Skaftafellssýslum vegna rign- inga og vatnavaxta. Þannig var t.d. með holl sem var í Tungufljóti í vik- unni, en fyrri hálfi dagurinn og allur sá heili fóru fyrir lítið er fljótið rann fram rúmlega bakkafullt og grugg- ugt. En seinni morgunvaktina hafði lækkað í vatninu og það hreinsast að einhverju leyti. Stóð þá ekki á við- brögðum í undirdjúpunum og náðust 10 fiskar víða um á og sumir þræl- stórir eins og fljótið er þekkt fyrir. SVFR áfram með Stóru Bergur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, staðfesti í samtali í gær að SVFR hefði endurnýjað leigu á Stóru–Laxá í Hreppum til næstu fimm ára. Þá hefur félagið nýverið framlengt leigusamning um Alviðru- svæði í Soginu um sama árafjölda. Stóra-Laxá lakari en 2001 Morgunblaðið/Einar Falur Glímt við vænan sjóbirting á Flögubakka, neðsta veiðistað í Tungufljóti. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? AÐALFUNDUR Náttúruverndar- samtaka Austurlands var nýlega haldinn að Stafafelli í Lóni. Þar voru samþykktar nokkrar ályktanir, m.a. um Kárahnjúkavirkjun, Vatnajökuls- þjóðgarð, rjúpu, laxeldi og sjávarút- vegsmál. Fyrsta ályktunin er nefnd Hernað- urinn gegn landinu og segir þar m.a.: „Þrátt fyrir almenna vitundarvakn- ingu er staða náttúruverndar á Ís- landi nú veikari en hún var á áttunda áratugnum, bæði í hinum opinbera og almenna geira. Síðasta áratug hafa stjórnvöld unnið að því leynt og ljóst að koma öllum þráðum þessara mála í hendur umhverfisráðherra, sem oftar en ekki tekur ákvarðanir út frá flokkspólitískum hagsmunum. Því hefur baráttan fyrir verndun náttúr- unnar í auknum mæli færst yfir á vettvang stjórnmálanna og hin al- mennu félög orðið lítils megnug. Lög um umhverfismat frá 1994 hafa ekki reynst sú trygging sem margir von- uðu, og undanfarið hefur ríkisstjórnin gefið mörg „veiðileyfi“ á náttúru landsins. Fundurinn varar við þessari öf- ugþróun og skorar á alla landsmenn að rísa gegn henni. Þörf er á þjóð- arvakningu til að hamla á móti hern- aðinum gegn landinu.“ Í ályktun um Kárahnjúkavirkjun segir m.a. að þrátt fyrir eindregna andstöðu innlendra og erlendra nátt- úruverndarsamtaka hafi ríkisstjórn- inni tekist að knýja fram leyfi fyrir Kárahnjúkavirkjun. Síðan segir: „Til- gangurinn er að festa þessa virkjun- artilhögun í sessi og binda hendur næstu stjórnar, svo ekki verði aftur snúið þótt ný viðhorf kunni að verða ofan á við alþingiskosningar næsta vor. Fundurinn mótmælir eindregið þessari aðferð, og harmar trúgirni og andvaraleysi Austfirðinga í sambandi við þessi mál.“ Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi við tillögur um Vatnajökulsþjóðgarð svo fremi sem hann feli í sér allt fjalllend- ið sem jökullinn hvíli á og dali sem inn í það ganga, svo og aðliggjandi fjalla- svæði, t.d. Snæfellsöræfi og Lónsör- æfi. Einnig bendir fundurinn á mik- ilvægi fjalla í daglegu lífi í tilefni af ári fjallanna. Varað við einhæfum áherslum í mati umhverfisáhrifa Í ályktun fundarins um umhverf- ismat segir: „Fundurinn varar við þeim einhæfu áherslum sem fram koma í skýrslum um mat á umhverfis- áhrifum undanfarinna ára, þar sem tínd eru til ótal smáatriði en stórum þáttum, svo sem landslagi, náttúru- fegurð og sögulegu gildi, er að mestu leyti sleppt. Svo virðist sem menn sjái oft ekki skóginn fyrir trjánum og hið gríðarlega upplýsingaflóð gerir þeim sem eiga að úrskurða mjög erfitt fyr- ir.“ Fundurinn telur vænlegra að stefna að minni laxeldisstöðvum en leyfðar hafa verið þar sem laxeldi fylgi ýmis áhætta, svo sem í formi erfðablönd- unar, sjúkdóma og mengunar af völd- um úrgangs. Lýst er yfir stuðningi við baráttu smábátasjómanna fyrir rétt- indum þeirra og skorað er á umhverf- isráðuneytið að leita án tafar lausnar á ólöglegum akstri utan vega við veiðar. Einnig er skorað á umhverfisráðu- neytið að veiðar á grágæs verði ekki heimilaðar fyrr en 1. september þar sem í ágústlok sé hluti unga oft ófleyg- ur. Í síðustu ályktun fundarins er skorað á Skotveiðifélag Austurlands að vinna gegn ólöglegu drápi á skúmi og bent á að hann sé friðaður frá 1. apríl til 31. ágúst. Margar ályktanir samþykktar á aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Austurlands Staða náttúruverndar veik- ari en á áttunda áratugnum HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með opið hús í Húnabúð, Skeifunni 11, sunnudaginn 6. október kl. 13.30. Fjölbreytt dag- skrá verður í tali og tónum um Ar- inbjörn Árnason frá Neðri-Fitjum í Miðfirði sem sonur hans Árni Arin- bjarnar hefur tekið saman. Má þar m.a. nefna ávarp, Karls Á. Sigurgeirssonar frá Hvammstanga, Aðalsteinn Helgason flytur minn- ingabrot, Grettir Björnsson leikur á harmónikku, einnig verður flautu- og píanóleikur Joanne og Arinbjörns Árnasonar, ljóðalestur Auðbjörg Jó- hannesdóttir, Erna Margrét Geirs- dóttir og Árni Arinbjarnar, fjölda- söngur og fleira. Kaffinefnd félagsins selur veitingar sem er liður í fjáröfl- un félagsins. Allir eru velkomnir. Arinbjörn fæddist á Neðri-Fitjum í Miðfirði og bjó í heimabyggð til þrí- tugs, flutti þá til Reykjavíkur og bjó þar og starfaði til æviloka, var lengst af umsjónamaður Melaskólans. Ar- inbjörn var einn af aðalhvatamönn- um að stofnun Húnvetningafélagsins í Reykjavík. Hann ritaði fjölda greina í blöð og tímarit og skáldsögu sendi hann frá sér níræður. Einnig orti hann mikið af vísum og ljóðum, m.a. Húnaþing, sem er nokkurs kon- ar þjóðsöngur Vestur-Húnvetninga. Opið hús í Húnabúð HAUSTSÝNING Hundaræktar- félags Íslands verður haldin í reið- höll Gusts í Kópavogi helgina 5. og 6. október. „Þetta verður umfangs- mesta sýning félagsins til þessa og eiga bestu hundarnir kost á að öðlast alþjóðlegt meistarastig. Til keppni að þessu sinni eru skráðir rúmlega 300 hundar af 45 tegundum. Þar af eru hundar af fjór- um tegundum sem ekki hafa áður verið sýndar hér á landi, Shar pei, Afganhundur, japanskur spitz og Jack Russel terrier. 40 börn og unglingar taka þátt í keppni ungra sýnenda, þar sem áhersla er lögð á samband hunds og sýnanda jafnframt því sem lagt er mat á tækni og framkomu gagnvart dómara. Unglingastarf Hundarækt- arfélagsins hefur eflst mikið á síð- ustu árum og er sú þróun mjög ánægjuleg,“ segir m.a. í fréttatil- kynningu. Alþjóðleg hunda- sýning um helgina HINN 11. september var dregið út nafn eins heppins viðskiptavinar í Nettó í Mjódd í hinum svokallaða Nettó-Friggjarleik. Hinn heppni viðskiptavinur var Þórir Dan Jóns- son sem hlaut þvottavél. Á með- fylgjandi mynd sést Þórir taka við vélinni af Heiðu Elísdóttur frá Nettó í Mjódd. Hreppti þvottavél FYRIR nokkru komu saman til fund- ar í París fulltrúar frá 25 evrópskum frímúrarareglum til að ræða sameig- inlegar hugsjónir og stefnumið. Í for- sæti á þessum fundi voru Alain Bauer, stórmeistari Grand Orient de France, Michel Barat, stórmeistari Grande Loge de France, Njörður P. Njarðvík, stórmeistari Alþjóða Sam- Frímúrarareglunnar Le Droit Hum- ain, og Marie France Picard, stór- meistari Grande Loge Feminine de France, – en þessar fjórar reglur hafa gert með sér formlegan samning um samstöðu og samstarf og telja um 120.000 meðlimi. „Á fundinum var ákveðið að stofna „Espace Maconnique Européen“ (European Masonic Forum), um- ræðuvettvang fyrir frekara samstarf. Lögð var áhersla á að hér væri ekki um neina „yfirreglu“ að ræða, heldur mættust allar þessar reglur á jafn- réttisgrundvelli. Í Evrópu eru starf- andi margs konar frímúrarareglur, karlareglur, kvennareglur og bland- aðar reglur, sumar þjóðlegar, aðrar með stúkur í mörgum löndum, og er starfað eftir ýmsum mismunandi siðakerfum. Voru fulltrúar sammála um að kominn væri tími til að viður- kenna þá staðreynd að frímúrara- starfið í Evrópu væri margbreytilegt, og full ástæða til þess að þessar regl- ur kæmu saman í anda þess sem sam- einaði þær til að skiptast á skoðunum og huga að frekara samstarfi,“ segir í fréttatilkynningu. Nýr umræðu- vettvangur frímúrara Í TILEFNI af Gaflaradegi Lions- klúbbs Hafnarfjarðar verður opið hús hjá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins í Skútahrauni 6 í Hafnar- firði í dag, laugardaginn 5. október, kl. 13–16. Slökkviliðið verður með kynningu á starfseminni. Fólki býðst að fara upp með körfubílnum, kíkja inn í sjúkrabíl og setjast undir stýri í slökkvibíl. Smá hressing og nammi fyrir börnin, segir í fréttatilkynn- ingu. Gaflaradagur Lionsklúbbs Hafnarfjarðar GÖNGUFERÐ verður á vegum þjóð- garðsins á Þingvöllum í dag, laugar- dag, og verður gengið á Arnarfell. Arnarfell er rúmlega 200 metra hár móbergshryggur við norðaustanvert Þingvallavatn. Arnarfell er með betri veiðijörðum við vatnið. Á 20. öldinni var reynt að rækta hreindýr á fjallinu og um tíma lifðu þar nokkur dýr. Síð- an 1998 hefur jörðin verið í eigu og umsjón þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þar stendur íbúðarhús sem komið er í eyði, fjós og hlaða, byggt um 1940. Út- sýni af Arnarfelli er gott. Ef veður leyfir sést þaðan allt norður til Esju, austur í Þórisjökul og niður á Suður- landsundirlendið. Safnast verður saman við þjónustu- miðstöðina þjóðgarðsins klukkan 13. Frá þjónustumiðstöðinni verður keyrt upp að Arnarfelli þar sem gang- an hefst. Gangan tekur þrjár stundir og nauðsynlegt er að vera vel skóað- ur. Gengið á Arnarfell ÞJÓNUSTUDEILD Heimilisiðnað- arfélag Íslands, Laufásvegi 2, 101 Reykjavík, verður opin langa laug- ardaga í vetur frá kl. 13–17. Þar get- ur að líta þjóðbúninga og íslensk út- saumsmynstur og þar fæst allt er þarf í vefnað. Opið hús hjá heim- ilisiðnaðarfélaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.