Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 41 Kæra amma, það er sárt að vita það að maður sé búin að missa þig. Eða réttara sagt maður trúir því alls ekki. Það var mikið táraflóð sem kom þegar þetta skall á. En missirinn er hrikalega mikill. Ég mun alltaf minnast þín, hvað húðin þín var mjúk, hvað þú varst alltaf með fínar neglur, hvað þú varst alltaf í einu orði sagt fín, hvað þú ilmaðir alltaf vel, hvað þú varst með fínt krullað hár, hvað þú varst alltaf svo yndisleg, hvað þú varst svo hreinskilin, hvað þú varst alltaf umhyggjusöm, ég gæti svo haldið áfram þangað til ég væri búin að fylla síðuna. Ég man það þegar ég var lítil og ANNA G. JÓNSDÓTTIR ✝ Anna GuðbjörgJónsdóttir fædd- ist á Blönduósi hinn 19. mars 1926. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi 23. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Blönduós- kirkju 30. septem- ber. bjó á Skagaströnd, að alltaf þegar þú komst í heimsókn þá gafstu mér alltaf trúðaís (nammi). Svo var líka gaman þegar þú komst til okkar til Eyja rétt fyrir ferminguna mína. Þá sátum við saman inni í eldhúsi dag eftir dag og töl- uðum heillengi saman um allt. Svo daginn sem ég fermdist var ég að klæða mig í fötin, ég var víst eitthvað óánægð með þau. Þá sagði amma: „Hættu nú þessu væli, þú ert ung og myndarleg stúlka og mundu það!!!“ Vá, Stella amma, þú trúir ekki hvað ég sakna þín og lyktarinnar þinnar. Mig langaði bara að láta þig vita að mér þykir alveg ofsalega vænt um þig og ég mun aldrei gleyma þér. Ég mun muna allar okkar stundir saman og hve gaman það var að hafa þig. Þú munt alltaf verða í fyrsta sæti á ömmulistan- um! Ástarkveðja. Þín ömmustelpa, Eydís Ósk. Og hér eru margir horfnir frá þeirri trú, að heimurinn megi framar skaplegur gerast, og sé honum stjórnað þaðan, sem þú ert nú, mér þætti rétt, að þú létir þau tíðindi ber- ast. (Tómas Guðm.) Okkur systur langar í örfáum orð- um að minnast föðurafa okkar, Eiðs Jóhannessonar, sem lést hinn 20. september sl. Eiður afi var afskap- lega ljúfur maður sem bar ekki til- finningar sínar á torg, það sýndu hins vegar faðmlögin hans þegar við heilsuðumst og kvöddumst, hve vænt honum þótti um okkur – svo ekki sé talað um kvæðin sem hann orti til okkar en afi var hagyrðingur góður, þó ekki hafi hann hreykt sér af þeim hæfileikum sínum. Eiður afi EIÐUR JÓHANNESSON ✝ Eiður Jóhannes-son skipstjóri fæddist í Hafnarfirði 14. mars 1932. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 20. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey, að ósk hans, frá Foss- vogskapellu 2. októ- ber. var skipstjóri í mörg ár og aflakló með ein- dæmum og munum við systurnar báðar eftir að hafa komið um borð í togarann „hans afa“ enda ekki vafamál að hann átti dallinn með öllu! Afi gekk oftast með hatt og minnist sú eldri okkar þess að eitt sinn, þegar hún var lítil stelpa að erindast með ömmu og afa í bænum, að afi þurfti að fara út úr bílnum í hávaðaroki. Eftir að hann kom til baka varð þeirri stuttu á að spyrja hvernig í ósköpunum afi sinn færi að því að missa ekki hattinn af höfðinu, slíkt var rokið. Afinn lá ekki á svarinu: „Ég held honum með hárinu, Ágústa mín.“ Ekki má gleyma jólunum hans afa! Strax í byrjun nóvember var far- ið að leita að blikkjólaseríum og þær settar í alla glugga. Einnig er jóla- húsið hans afa minnisstætt. Fyrir einhverjum árum síðan dúllaði afi sér við það að föndra jólahús með ljósum. Allt klætt með bómull fyrir snjó og alls kyns jólafígúrur í kring. Skemmtilegust voru þó jólaboðin, þar sem við gæddum okkur á dýr- indis mat og jólasælgæti og sofnuð- um svo yfirleitt í hvort í sínu horninu á sófanum í stofunni. Það eru slík minningabrot sem við gleðjumst yfir nú þegar Eiður afi er allur; við sem eftir stöndum höfum misst mikið en þó hefur ekkert okkar misst jafn mikið og amma. Hjá henni dvelur hugur okkar allra og við vit- um að þar sem afi er staddur núna – þaðan hugsar hann til ömmu og okk- ar hinna. Guð blessi minningu Eiðs afa. Ágústa og Sóley Lúðvíksdætur. Frænka mín Ossa, svo kölluðum við hana, er látin og koma upp í huga minn bjartar og fallegar minningar frá því ég var barn í fjögur sumur, á Fremra-Núpi hjá Ossu. ODDNÝ AÐALBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Oddný A. Krist-jánsdóttir fædd- ist á Fremra-Núpi í Vopnafirði 6. októ- ber 1910. Hún lést hinn 15. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kristján Eggert Metúsalemsson, f. 1877, d. 1950, og kona hans Jóhanna Sesselja Jónsdóttir, f. 1870, d. 1914. Börn þeirra voru þrjú, Jón, Metúsalem og Oddný Aðalbjörg. Seinni kona Kristjáns var Sigur- veig Jóhanna Árnadóttir, sonur hennar og Kristjáns var Árni Kristjánsson. Kona Árna var Lára Árnadóttir. Þau áttu einn son, Jó- hann Eggert, sem býr í Noregi. Útför Oddnýjar fór fram frá Vopnafjarðarkirkju 21. septem- ber. Ossa var alltaf svo kát og hress og gat gert að gamni sínu. Hún hafði sterkar og ákveðnar skoðanir. Ég vil þakka henni góðan vinskap sem við höfum átt öll árin síð- an. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Innilegar þakkir sendi ég þeim sem hafa annast hana í veikindum hennar og þeim sem hafa aðstoðað hana á einn eða annan hátt. Ruth Kristjánsdóttir. Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumarblíða. (Kr. Jónsson.) Þessar ljóðlínur koma mér í hug á þessum síðustu dögum. Haustið er gengið í garð og laufin byrjuð að falla af trjánum. Þannig er það einn- ig með mennina, það haustar að í líf- inu og að lokum hverfum við. Systurnar Gróa og Kristjana hafa nú kvatt með aðeins fárra daga millibili, dóu úr illkynja sjúkdómi sem ekkert varð við ráðið. Oft talaði maður um þær í sömu setningu, þrátt fyrir að þær væru aðskildar í æsku. En móðir þeirra lést á besta aldri frá eiginmanni og fjórum börn- um en áður höfðu þau hjón misst tvö ung börn. Alexander faðir þeirra þurfti því að láta tvö af börnunum í fóstur. Gróa fór til föðursystur sinn- ar að Horni í Hornvík en yngsta barnið, Magnús, fór til skyldfólks móður sinnar að Engidal í Skutuls- firði. Lífsbaráttan í Aðalvík var hörð á þessum tíma eins og víða annars staðar og þurfti því Kristjana sem aðeins var tíu ára gömul að gera allt sem hún gat til að hjálpa föður sín- um og yngri bróður Halldóri. Varla er hægt að gera sér í hugarlund hvernig þetta hefur verið þar sem þægindi voru lítil og húsakynni án alls sem okkur finnst sjálfsagt í dag. Við vorum systradætur og þar sem ég ólst upp hjá móðurömmu okkar heyrði ég hana oft tala um hve sárt það væri að hugsa til þessara móð- urlausu barna og erfitt að geta ekki GRÓA OG KRISTJANA ALEXANDERSDÆTUR ✝ Gróa Alexand-ersdóttir fæddist í Neðri-Miðvík í Að- alvík, Sléttuhreppi, 25. júlí 1924. Hún lést á líknardeild Landspítala í Kópa- vogi 19. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 27. september. Kristjana Alex- andersdóttir fæddist í Neðri-Miðvík 31. maí 1923. Hún lést á Landakotsspítala 28. september síðastliðinn og var út- för hennar gerð frá Dómkirkjunni 4. október. létt undir en samgöngur og fleira gerðu allt slíkt ómögulegt. Ég man fyrst eftir Jönu en svo var hún að jafnaði kölluð þegar hún kom til fyrst Ísafjarðar og gisti þá hjá okkur. Hún var þá að fara í vist í svokölluðu Björnshúsi í skjóli föð- ursystur sinnar sem hafði þjónað þar um langan tíma. Ekki fór milli mála að þar fór stúlka sem vissi hvað hún vildi, forkur dugleg og glaðlynd. Seinna lá leiðin suður til Reykjavíkur þar sem Jana vann við ýmis störf og leysti þau öll vel úr hendi. Þegar byggð lagðist af í Að- alvík og allir fluttu burtu þá var fað- ir þeirra orðinn aldraður maður, mikil húsnæðisekla var í Reykjavík en þau dóu ekki ráðalaus systkinin Jana og Halldór heldur festu kaup á bragga við Skólavörðuholt til bráða- birgða og bjuggu sér hið ágætasta heimili. Jana var mjög frændrækin og fylgdist vel með vinum sínum og vandamönnum. Það lýsir henni vel að þegar ég bjó á Ísafirði sendi hún mér tvær grenigreinar með vasa- ljósi fyrir hver jól til að leggja á leiði foreldra sinna og ömmu okkar á að- fangadagskvöld. Þetta var fastur liður í mörg ár og með þessu fylgdu sælgætispokar til allra barna minna og minnast þau enn þann dag í dag tilhlökkunarinnar að fá sendinguna úr Reykjavík frá Jönu frænku og ekki síður hve hátíðlegt, alveg sér- stök stund það var að fara í kirkju- garðinn til að koma fyrir greinunum og ljósinu á leiði horfinna ástvina. Einnig minnast eldri börnin þess að í sinni fyrstu ferð til Reykjavíkur er þau voru innan við tíu ára gömul en þá var gist hjá Jönu á Fjölnisvegi 5 en þar leigði hún íbúð. Hún tók vel á móti frændfólki sínu að vestan og hreif unga fólkið með framkomu sinni, hispursleysi og barngæsku. Á horninu á Fjölnisvegi rak frændi okkar verslunina Víði og fóru börnin m.a. þangað að heilsa upp á frænd- ann og versla fyrir Jönu frænku smávegis. Þannig var Reykjavík í augum krakkanna að vestan bara ósköp venjuleg og heimilisleg. En hún Jana sigraði svo sannarlega hjörtu barna minna sem og annarra barna í fjölskyldunni. Jana var víðförul kona, langt á undan sinni samtíð á flestan hátt. Hún var forkur dugleg, ósérhlífin og í henni bjó listamaður. Hún ferðað- ist til útlanda á framandi slóðir löngu áður en Íslendingar fóru al- mennt að fara til útlanda. Oft frétti maður af Jönu á ferðalagi á ótrúleg- ustu stöðum um heiminn, hún fór alls ekki troðnar slóðir. Einnig var hún dugleg að ferðast um landið sitt en uppáhaldsstaður hennar voru æskuslóðirnar í Aðalvík sem hún var dugleg að mála. Jana giftist ekki og eignaðist ekki börn en hún elskaði systkinabörn sín eins og hún ætti þau sjálf og mágkonu sína hana Eygló elskaði hún eins og systur. Jana og Gróa voru ólíkar að sumu leyti en áttu það sameiginlegt að ganga með dugnaði og kjarki móti því sem að höndum bar. Gróa missti manninn sinn hann Gísla frá tveim ungum sonum en lét ekki hugfallast heldur gerði allt sem hún gat til að þeir hefðu það sem best. Bara að drífa sig eins og sagt er og svo sannarlega gerðu þær systur það. Fjölskyldur þeirra beggja hafa staðið saman við sjúkra- beð þeirra dag og nótt í erfiðum veikindum þeirra undanfarið. Ég veit að þær mundu hvorugar hafa viljað lofræðu um sig en þessar línur eru skrifaðar til að votta þeim virð- ingu mína og þakklæti fyrir við- kynninguna en ég er ríkari mann- eskja að hafa kynnst þeim. Ég og fjölskylda mín vottum þér, Magnús minn, Eygló, Alexander, Gunnar og aðrir ættingjar dýpstu samúð okkar og biðjum ykkur guðs- blessunar. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs að lambsins dýrðarstól og setjast loks á silfurgráa tjörn að syngja fyrir lítil englabörn. Blessuð sé minning systranna Jönu og Gróu. Sigríður Aðalsteinsdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför RAGNARS JÓNSSONAR, Húnabraut 23, Blönduósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunarinnar á Blönduósi. Guðs blessun fylgi ykkur. Skarphéðinn Ragnarsson, Halldóra Björnsdóttir, Ársæll Guðjónsson, Stefanía Ármannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.