Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ YFIRVÖLD í Kína skýrðu frá því í gær að Yang Bin, kínverskur auðjöf- ur sem Norður-Kóreustjórn hefur fengið til að stýra fyrsta kapítalíska fríverslunarsvæðinu í N-Kóreu, hefði verið handtekinn. Ekki er ljóst hvaða áhrif það hefur á fyrirætlanir N-Kóreumanna. Lögreglan í borginni Shenyang handtók Yang og færði til yfir- heyrslu en hann er að sögn grunaður um skattsvik, ólöglegt verðbréfa- brask og ólöglega byggingarstarf- semi. Síðar í gær var skýrt frá því að Yang væri í stofufangelsi. Kínverjar reiðir? Handtakan gæti sett úr skorðum þá ætlun N-Kóreustjórnar að koma á kapítalísku kerfi í borginni Sinuiju, skammt frá kínversku landamærun- um, en um leið átti að girða borgina af frá öðrum hlutum landsins með múr og skipta um íbúa hennar, að hluta að minnsta kosti. Yrðu þá margir fluttir burt fyrir sérvalda menn með kunnáttu á ýmsum svið- um. Haft er eftir heimildum að Kína- stjórn hafi lengi talið Yang heldur „vafasaman“ og hugsanlega hafi ver- ið búið að ákveða að handtaka hann áður en N-Kóreustjórn fékk hann til liðs við sig. Aðrir telja að handtakan nú sé engin tilviljun og segja að lík- legt sé að kínverska stjórnin hafi reiðst því að stjórnin í Pyongyang hafði ekkert samráð við hana er hún samdi við Yang. Fyrsta kapítalíska griðlandið í N-Kóreu í uppnámi Væntanlegur yfirmað- ur handtekinn í Kína Paking. AFP. STAN Jones, 63 ára gamall kaup- sýslumaður og frambjóðandi í öld- ungadeildarkosningunum í Mont- ana í haust, er alveg jafn blár og hann virðist vera. Hann er nefni- lega orðinn blár eða blágrár af því að drekka silfurupplausn, sem hann hélt vera allra meina bót. Jones segist hafa farið að taka inn silfurupplausnina 1999 af því hún átti að vera svo góð fyrir ónæmiskerfið. Lagaði hann elex- írinn sjálfur með því að setja nokkra silfurvíra ofan í glas með vatni og hleypti síðan rafstraum á. Það var síðan fyrir ári, sem hann fór að blána. „Fólk er að spyrja mig hvort ég verði svona til frambúðar eða jafn- vel hvort ég sé ekki bara dauður. Ég segist þá vera að æfa mig fyrir hrekkjavökuna,“ segir Jones. Jones er hættur að svolgra silfrið en læknar segja honum, að þetta ástand, sem kallast argyria, sé óaft- urkallanlegt en yfirleitt hættulaust. Silfurupplausn af þessu tagi fæst víða og er sögð vinna gegn sýking- um og styrkja ónæmiskerfið. Marg- ir segja þó að það sé bara bull og vitleysa. AP Helblár fram- bjóðandi Great Falls. AP. FULLTRÚAR vesturveldanna hvöttu Bosníumenn til þess á fimmtudag að greiða umbótasinnum atkvæði sitt í þingkosningum sem fara fram í Bosníu-Herz- egóvínu í dag, laugardag. Sagði Javier Solana, ut- anríkismálastjóri Evrópusam- bandsins, að Bosníumenn þyrftu að hafna flokkum þjóðern- isöfgasinna og velja fremur flokka sem vilja vinna að lýðræðisumbót- um, aukinni velmegun og friðsam- legum samskiptum þjóðarbrotanna þriggja í landinu. Síðustu skoðanakannanir benda til að hugsanlegt sé að hófsamir flokkar múslima, Króata og Serba geti myndað saman stjórn eftir kosn- ingar til sambandsþingsins. En ekki verður aðeins kosið til sambandsþingsins, heldur kjósa íbú- ar serbneska hluta Bosníu jafnframt fulltrúa á sitt þing og hið sama munu múslimir og Króatar gera í sínum hluta Bosníu. Þá verða kjörnir þrír fulltrúar í forsætisnefnd Bosníu en þar situr jafnan einn fulltrúi hvers þjóðarbrots og skiptast þeir á um að vera í forsæti nefndarinnar. Fjárhagsaðstoð snarminnkar Urður Gunnarsdóttir, talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Bosníu, tók undir það í samtali við Morgunblaðið að kosningarnar væru afar mikilvægar. „Þetta eru fyrstu kosningarnar sem Bosníumenn halda sjálfir en ÖSE hefur séð um allar kosningar sem hér hafa verið haldnar frá gerð Dayton-friðarsamkomulagsins [1995],“ sagði Urður en hún er kost- uð til starfa hjá ÖSE af utanríkis- ráðuneytinu íslenska. „Þetta verða líka fyrstu kosning- arnar frá stríðslokum þar sem kosið er til fjögurra ára en ekki tveggja. Það hafa verið hérna 6 ef ekki 7 kosningar frá stríðslokum 1995. Þetta er því mikil prófraun. Ekki að- eins á það hvort stjórnvöld hérna geta yfirhöfuð haldið kosningar heldur skiptir líka miklu máli hverjir vinna sigur núna því erlendur stuðn- ingur, og þá sérstaklega fjárstuðn- ingur, hefur minnkað verulega.“ Sagði Urður að þar sem augu um- heimsins horfðu nú æ frekar annað en til Balkanskaga, t.a.m. Afganist- ans og Mið-Austurlanda, yrðu Bosn- íumenn að fara að taka á sig aukna ábyrgð, ekki síst í fjármálum. „Menn geta ekki lengur treyst á að útlend- ingarnir borgi reikninginn.“ Kvaðst Urður þó óttast að al- menningur í Bosníu skildi ekki fylli- lega hversu mikilvægar þessar kosn- ingar væru hvað þetta varðaði. ESB veifar gulrót Urður tók fram að ekki væri um það að ræða að allt gæti farið í bál og brand að loknum kosningunum. Fremur væri þetta spurning um framþróun í efnahagsmálum og á pólitíska sviðinu. Aðild að ESB væri þó væntanlega ekki raunhæfur kost- ur enn sem komið væri, þó að er- indrekar ESB hefðu veifað þeirri gulrót í aðdraganda þessara kosn- inga. „En Bosnía varð aðili að Evr- ópuráðinu í vor, sem þóttu mikil tíð- indi hérna,“ segir Urður. Þrír Íslendingar eru við kosninga- eftirlit í Bosníu um helgina, þau Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir alþing- ismaður, Emil Breki Hreggviðsson, varafastafulltrúi Íslands hjá ÖSE í Vín, og Ástríður Sif Erlingsdóttir, forstöðumaður rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands. Bosníumenn hvattir til að velja umbótasinna Urður Gunnarsdóttir í Sarajevo segir kosningar um helgina prófraun á stöðu mála í Bosníu Sarajevo. AFP. Urður Gunnarsdóttir Reuters Bosnísk kona fær sér ís um leið og hún virðir fyrir sér veggspjöld í borg- inni Mostar vegna kosninganna sem fara fram í Bosníu í dag. hefur kvartað til bresku ríkisstjórn- arinnar vegna aðgerðanna og segir þær vera ófrægingarherferð. David Trimble, forsætisráðherra á Norður- Írlandi og leiðtogi sambandssinna, sagði aðgerðirnar hins vegar réttlæta harða afstöðu flokks síns gagnvart þátttöku Sinn Féin í heimastjórninni. Flokkur hans, UUP, samþykkti ný- verið tillögu um að hætta stjórnar- þátttöku ef IRA bindur ekki enda á FRIÐARFERLIÐ á Norður-Írlandi var í nokkru uppnámi í gær eftir að lögregla gerði húsleit á skrifstofum Sinn Féin, stjórnmálaarms Írska lýð- veldishersins (IRA). Voru sex hand- teknir í aðgerðum lögreglunnar, þ.á m. starfsmaður þingflokks Sinn Féin. Að sögn lögreglunnar voru aðgerð- irnar liður í rannsókn á starfsemi IRA. Lagði lögreglan hald á mikið magn gagna. Bæði var gerð húsleit í skrifstofum Sinn Féin við Stormont- kastala, þar sem norður-írska þingið kemur saman, og á heimilum nokk- urra flokksmanna. Talið er að tildrög rannsóknarinn- ar séu grunsemdir um að IRA hafi komist yfir viðkvæm gögn heima- stjórnarinnar, sem Sinn Féin á aðild að. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, ógnarherferð, sem talið er að herinn beri ábyrgð á, fyrir 18. janúar nk. „Ég held að aðgerðirnar í dag marki upphafið að endalokum þátt- töku Sinn Féin-IRA að heimastjórn- inni,“ sagði Jeffrey Donaldson, framámaður úr UUP, sem hefur beitt sér gegn stjórnarsamstarfi við Sinn Féin. „Sú hugmynd að þeir geti áfram setið í stjórn eftir þessar að- gerðir er út í hött.“ Lögreglan leitaði m.a. á skrifstofum Sinn Féin í Stormont-kastala. Húsleit gerð hjá Sinn Féin Belfast. AFP. AP KJÓSENDUR í Lettlandi ganga í dag, laugardag, að kjör- borðinu til að kjósa nýja stjórn sem mun stýra landinu á loka- sprettinum inn í Evrópusam- bandið (ESB) og Atlantshafs- bandalagið (NATO). Benda skoðanakannanir til að það mikill tilflutningur verði á fylgi flokka að til stjórnarskipta muni koma, án þess að það muni þó breyta stefnu landsins um inngöngu í þessi tvö helztu samstarfsbandalög Evrópu- þjóða. Bentu niðurstöður síðustu skoðanakönnunar Latvijas Fakti-stofnunarinnar í vikunni til þess að Vegur Lettlands, flokkur forsætisráðherrans Andirs Berzins, muni hrapa í fylgi og ekki fá nema um 4,5% atkvæða, sem dugar ekki einu sinni til að fá úthlutað þingsæt- um vegna 5% þröskuldarreglu kosningalaganna. Útvarpsrásir boðnar upp DANSKA ríkisstjórnin og Danski þjóðarflokkurinn hafa náð samkomulagi um að bjóða upp útvarpsrásir og afnema um leið einkarétt danska ríkisút- varpsins á þeim rásum sem ná til alls landsins eða þar um bil. Kom það fram í Berlingske Tidende í gær. Ákveðið hefur verið að bjóða upp tvær rásir í apríl næstkom- andi og eru dönsku fjölmiðla- samsteypurnar tilbúnar til að slást um þær, einkum fimmtu útvarpsrásina, sem nær til 78% íbúanna. Eitt af skilyrðunum er að kaupandi hverrar rásar ábyrgist að vera með fréttir og fréttatengt efni í sjö mínútur fyrir hvern klukkutíma í sólar- hringnum eða í 1.000 klukku- tíma á ári. Auk þess skal eig- andi rásar 5 greiða ríkinu árlega allt að 15% af auglýs- ingatekjum sínum en þær eru áætlaðar rúmlega 1.100 millj- ónir ísl. kr. á ári. Varað við skæðum tölvuvírus SÉRFRÆÐINGAR vöruðu í gær við því að skæður tölvu- vírus, sem kom fram fyrr í vik- unni og hefur þegar leikið millj- ónir tölvunotenda grátt víðs vegar í heiminum, væri enn að færa sig upp á skaftið. Vírusinn, sem kallast Bug- bear, kom fyrst fram í Sydney í Ástralíu á sunnudag, að sögn Lindy Yarnold, sérfræðingi í vírusvörnum hjá tölvufyrirtæk- inu Symantec. Síðan þá hefur vírusinn hins vegar smitast um allan heim. Mest áhrif virðist hann hafa haft í Bretlandi, enn sem komið er. Að sögn Yarnold ræðst Bugbear á póstforrit notenda og færist þannig milli tölva. Vírusinn er hins vegar býsna fjölhæfur, leggur t.a.m. á minn- ið leyniorð notandans, er hann slær þau inn á lyklaborðinu, og kreditkortanúmer einnig, ef því er að skipta. Þá er vírusinn fær um að gera vírusvarnarforrit tölvunnar óvirk. Ennfremur ku hann rugla prentara í ríminu, með tilheyrandi skaða. STUTT Búizt við stjórnar- skiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.