Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 45 KRISTJÁN Logason opnar sýningu á ljósmyndaverkum í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, í dag, laug- ardag, kl. 16. Um sýningu sýna segir Kristján m.a.: „Hér í þessu skrefi er ég ljós- myndarinn, sé um myndvinnsluna og myndritstjórnina. Þrátt fyrir að ég reyni að láta tæknina ráða, ræð ég. Ég vel hvaða útkoma mér þykir „fög- ur“ og hvaða myndir ég sýni. Undir- meðvitundin er einnig sterk og stjórnar miklu. Áður en ég veit af er ég farinn að gera myndir tengdar því sem mér liggur á hjarta, hálendinu, náttúru Íslands og áhrifum náttúr- unnar sjálfrar eða mannsins á um- hverfið. Hvort sem maðurinn eða náttúran sjálf eru að verki eru tekin stór skref, til hins betra eða verra allt eftir því með hvers augum er litið.“ Sýningin stendur til 20. okt. og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Stórt skref á ljósmynda- sýningu LISTASMIÐJA Lóu, Vesturgötu 7, verður með leiðsögn í myndlistar- meðferð fyrir þroskahefta á mánu- dögum kl. 14–16.30 og verður fyrsti tíminn nú á mánudag og sá síðasti 11. desember. Leiðsögn í mynd- list á Vesturgötu ÞORRI Hringsson opnar sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í Lista- safni Borganess í dag, laugardag, kl. 15. Á sýningunni verða myndir sem málaðar eru á síðustu fjórum árum í vinnustofu listamannsins að Haga í Aðaldal. Þorri hefur tekið þátt í ríflega 30 samsýningum, bæði hérlendis og erlendis, en sýningin í Listasafni Borgarness er 19. einkasýning hans. Sýningin er opin frá 13–18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum og stendur til 30. október. Þorri Hringsson við eitt verka sinna á sýningu í Listasafni ASÍ í fyrra. Þorri Hrings- son sýnir í Borgarnesi Í DAG verður haldinn opinn upplýs- inga- og baráttufundur gegn virkj- anaframkvæmdum á hálendi Íslands á efri hæðinni á Grand Rokk við Smiðjustíg í Reykjavík. Á fundinum koma fram ýmsir ræðumenn, meðal annars Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur, og Hilm- ar Malmquist, líffræðingur. Einnig koma fram ýmsir listamenn. Lögð verður áhersla á að veita alhliða upp- lýsingar um eðli og afleiðingar þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á Kárahnjúkasvæðinu. Fundurinn hefst kl. 14.15. Upplýsingafundur gegn virkjana- framkvæmdum ÞAÐ eru til ýmiskon- ar villur en ein þeirra grípur mig oftar en aðrar. Þetta er árs- tíðavillan. Mér finnst oft að vorið sé ekki alveg komið, eða sumarið sé ekki alveg hafið, en nú finnst mér að það sé ekki al- veg búið þótt komið sé fram í október. Mér er nú stundum dálítil vorkunn, í gær – og nú miða ég við ritunardag þessarar greinar – var sólskin, logn og 18 stiga hiti. Þótt í dag sé rok og rigning kýs ég að gleyma því og lifi í voninni um að sumarið sé ekki alveg búið. En auðvitað stoðar ekki að berja höfðinu endalaust við steininn og dagatalið segir mér a.m.k. að nú sé ekki seinna vænna að sinna hefð- bundnum hauststörfum, sem er hjá mér að setja niður haustlaukana. Á þessum árstíma er ekkert erfitt að muna að haustlaukar eru haust- laukar, það er laukar sem eru settir niður á haustin, en það versnar í því á vorin því haustlaukarnir blómstra einmitt þá. Mörgum finnst þeir eigi því að kallast vorlaukar, en það safnheiti bera þeir laukar, sem sett- ir eru í jörð á vorin og blómstra síð- sumars. Þeir laukar eru oft við- kvæmir og þola ekki frost. Ýmsir eru óþolinmóðir og finnst langt að bíða til vorsins til að sjá uppskeru erfiðis síns en það eru líka til haustlaukar sem blómstra á haustin og jafnvel í svartasta skammdeginu ef rétt er að farið. Ég hef aðgang að mold á fleiri en einum stað, sem kemur sér stundum vel, garðurinn minn hér í Reykjavík er orðinn nokkuð þétt- setinn plöntum og þá er gott að grisja. Í sumar grisjaði ég haustlauk- ana mína þegar þeir voru búnir að safna forða til næsta sumars, tók upp lauka sem stóðu alltof þétt. Þeir fóru í mold í haust og viti menn, þremur dög- um seinna voru sumir farnir að blómstra. Það voru vitni að þessum gjörningi, bæði lagningu laukanna í mold og skjótri blómgun, og þegar eitt vitnið sagði frá þessu heima var svarið sem hann fékk: „Segirðu ekkert fleira, alltaf í boltanum Hemmi minn.“ Honum var alls ekki trúað, enda varla von. Þarna voru á ferðinni einu haustlaukarnir mínir, sem raunverulega blómstra á haust- in, blessuð haustliljan sem er úr Colchicum-fjölskyldunni, en af haustliljunni á ég nokkur afbrigði, sem setja mikinn lit þegar sterk- purpurableik blómin koma upp úr blómabreiðu sem er að byrja að sölna. Ég á líka hvíta haustlilju, sem er mjög fínleg, og einhvern tímann vonast ég eftir að ná í fylltu afbrigð- in líka. Og svo eru það skammdegisblóm- in, hýasintur, jólaliljur og jólatúlip- anar. Þessir laukar blómstra reynd- ar ekki úti í garði á jólunum en inni gefa þau bæði skemmtilegan lit og ilm og einhvern veginn finnst mér ómissandi þáttur í jólaundirbún- ingnum að fylgjast með þeim vakna til lífsins. Alla þessa lauka er dálítið búið að fikta við svo þeir blómstri í skammdeginu og bæði jólahýasint- ur og jólatúlipana þarf að geyma í nokkrar vikur á svölum og dimmum stað eftir að þeir eru lagðir í mold. Moldin, sem er gjarnan töluvert sandblönduð, er látin ná upp á lauk- inn að tveimur þriðju og svo er pott- urinn geymdur við minna en 10 gráður í 8–10 vikur. Þá ætti að hafa myndast allt að 2 cm blaðspíra með blómvísi innan í. Þá eru pottarnir fluttir í góða birtu við stofuhita og sjá, eftir u.þ.b. þrjár vikur standa laukarnir í fullum blómskrúða og fylla herbergið af angan. Þetta er æði langur undirbúningstími og því ekki seinna vænna en leggja lauk- ana strax í dag, en áramótablómstr- un er svo sem síst verri en jóla- blómstrun. Jólaliljurnar þarf ekki að for- rækta í kulda. Þær taka strax við sér um leið og laukurinn er lagður í mold eða vatn. Jólaliljur eru af- brigði af páskaliljum en eru fjöl- blóma, þ.e. mörg blóm á sama blóm- stöngli. Algengast er að rækta „Paperwhite“ sem jólablóm. Blómin á henni eru rjómahvít með dekkri miðju og ilma mikið. Jólaliljan blómstrar á 4–5 vikum. Algengasti jólatúlipaninn er fagurrauður og lágvaxinn og kallast „Brilliant star“. Hins vegar eru meiri tilbrigði í lit- um jólahýasinta, þótt bleikar, hvítar eða ljósbláar séu algengastar. Í görðum úti eru oft notaðar gular, dökkbláar eða purpuralitaðar hýas- intur en það er önnur saga. S.Hj. Hýasintur eru til í mörgum litum. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 482. þáttur HAUST- LAUKAR – JÓLALAUKAR alltaf á þriðjudögum ÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.