Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 49 Haustdagar 15-30% afsláttur af úrum og skartgripum dagana 2.-5. október Laugavegi 5 og Spönginni símar: 551 3383 - 577 1660 ÁHUGI almennings á viðureign- um skákmanna og skákforrita virðist fara sífellt vaxandi. Það líður varla sú vika að einhver stórmeistarinn etji ekki kappi við skákforrit og aldrei vantar áhuga- sama áhorfendur til að fylgjast með viðureign- unum. Sterkustu skák- meisturum heims eru oft boðnar háar upphæðir fyrir að keppa við skák- forritin. Föstudaginn 4. október hófst ein slík keppni, en þar er sjálfur Vladimir Kramnik að glíma við skákforritið Deep Fritz í átta skáka einvígi. Keppnin fer fram í miðstöð hugar- íþrótta í Barein. Verð- launasjóðurinn er ekki af verri endanum, en Kramnik fær eina milljón banda- ríkjadala ef hann sigrar í einvíginu. Margir hafa orðið til að líkja þess- ari viðureign við einvígi Kasparov við Deep Blue 1997. Skipuleggjendur í Barein hafa að sjálfsögðu ekki neitt á móti því og kynna einvígið sem tæki- færi mannsins til að ná fram hefndum eftir hina slöku frammistöðu Kasp- arov gegn Deep Blue. Kramnik heldur því fram að Deep Fritz sé mun öflugri en Deep Blue. Þetta byggir hann á athugunum sín- um á einvígisskákunum frá 1997. Feng-Hsiung Hsu, maðurinn sem átti mestan heiðurinn af Deep Blue, er ekki sömu skoðunar. Í athyglis- verðri bók hans, sem kom út fyrir nokkrum dögum, segir hann að Deep Blue hafi verið mun sterkari en Deep Fritz og önnur þau skákforrit sem nú eru sterkust. Það fæst líklega aldrei úr þessu skorið, því IBM tók Deep Blue snarlega í sundur eftir einvígið og hefur aldrei fengist til að setja búnaðinn upp á nýjan leik. Aðspurður um úrslitin segist Kramnik gera sig ánægðan með 4½–3½ sigur í einvíginu. Hann segist hafa undirbúið sig vandlega fyrir ein- vígið. Það verður því mjög athyglis- vert að fylgjast með því hvernig hann teflir gegn forritinu. Það er enginn vafi á því, að til þess að ná bestum ár- angri gegn skákforritum þarf að tefla á allt annan hátt heldur en gegn skákmönnum af holdi og blóði. Skyldi Kramnik hafa einhverjar nýjar bar- áttuaðferðir fram að færa gegn for- ritinu? Kramnik sýndi meiri skynsemi en Kasparov, sem féllst á að tefla einvíg- ið við Deep Blue án þess að hafa nokkurn tíma fengið tækifæri til að kynna sér hvernig tölvan tefldi. Kramnik hefur haft Deep Fritz í ein- vígisútgáfunni undir höndum um nokkurn tíma og hefur þannig getað kynnt sér forritið nokkuð vel. Skákin á sér margar hliðar og þeim virðist fara fjölgandi frekar en fækk- andi með árunum. Þannig hefur á síð- asta áratug verið að byggjast upp ótrúlega stór hópur fólks sem hefur brennandi áhuga á skákforritum, en teflir aldrei í venjulegum skákmót- um. Þar keppast menn um að etja saman ólíkum skákforritum og láta þau tefla þúsundir skáka sín á milli undir mismunandi tímamörkum, á mismunandi öflugum vélbúnaði o.s.frv. Eitt deiluefnið í þessum hópi er það hversu sterk forritin séu orðin mið- að við sterkustu stór- meistara. Sumir efast um að þau hafi náð stórmeistarastyrk- leika, meðan aðrir telja að þau séu orðin jafn- öflug og sterkustu skákmenn heims. Það verður fróðlegt að sjá hvor hópurinn nær að fagna að þessu einvígi loknu. Nýtt skákforrit veldur uppnámi Nýtt skákforrit hef- ur heldur betur vakið athygli að undanförnu. Forritinu er dreift ókeypis, en er mun sterkara en önnur slík forrit. Forritið kallast Ruffian, en það eru einungis örfá for- rit í heiminum sem eru sambærileg að styrkleika. Þetta hefur valdið miklu uppnámi meðal höfunda ann- arra skákforrita. Höfundur eins sterkasta skákforritsins, sem hefur haft sitt lifibrauð af því að selja for- ritið, sagðist ætla að snúa sér að öðru ef Ruffian væri jafnöflugt og fyrstu prófanir gæfu til kynna. Einnig kom upp hver kenningin á fætur annarri um það að forritskóðinn væri stolinn og jafnvel að höfundurinn hefði kom- ist í frumforrit Fritz. Ekkert af þessu virðist vera rétt og hinn sænski höf- undur forritsins hefur væntanlega skemmt sér prýðilega yfir hasarnum í kringum útgáfu forritsins. Þess má geta að hann hefur í undirbúningi út- gáfu fyrir Linux og Mac. Þeir sem hafa áhuga á forritinu geta nálgast það á vefnum: ruffian.hkust.se. Til þess að keyra það þarf notendavið- mót eins og Winboard, Chessbase eða Chess Assistant. Góð frammistaða Ingvars Ingvar Ásmundsson teflir um þessar mundir á Heimsmeistaramóti öldunga á Ítalíu. Eftir fimm umferðir var hann taplaus og í hópi efstu manna á mótinu. Þá mætti hann hins vegar stigahæsta keppendanum, ísr- aelska stórmeistaranum Jacob Mur- ey (2.496). Murey hafði sigur í við- ureign þeirra og Ingvar hefur nú 4 vinninga. Hann er í 18.–36. sæti. Efstur með 5½ vinning er lettneski stórmeistarinn Janis Klovans (2.425). SKÁK Barein KRAMNIK - FRITZ 4.–19. október 2002 Daði Örn Jónsson Vladimir Kramnik Kramnik glímir við Fritz í Barein Bridsdeild Barðstrendinga er eitt fárra átthagafélaga sem staðist hafa breytingarnar í bridsheiminum hér á höfuðborgarsvæðinu. Deildin spil- ar í samstarfi við Bridsfélag kvenna og er þátttaka hjá þeim ágæt. Áætl- að er að hefja 3–5 kvölda barometertvímenning nk. mánudag og stend- ur skráning sem hæst. Einnig er hægt að skrá sig á spilastað ef mætt er snemma en spilamennskan á að hefjast kl. 19.30. Myndin er frá verð- launaafhendingu hjá félögunum sl. vor. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á ellefu borðum fimmtudaginn 3. október sl. Miðl- ungur 220. Beztum árangri náðu: N/S Auðunn Bergsv. – Sigurður Björnss. 262 Díana Kristjándsdóttir – Ari Þórðars. 255 Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 241 A/V Kristjana Halldórsd. – Eggert Kristinss. 274 Þórdís Sólmundsd. – Heiður Gestsdóttir 250 Sigurður Gunnlaugss. – Sigurpáll Árnas. 248 Spilað er mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 30. sept. 2002. 23 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Gísli Hafliðason – Magnús Oddsson 269 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 267 Júlíus Guðmundsson – Rafn Kristjánss. 245 Árangur A-V: Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 252 Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 250 Ásta Erlingsdóttir – Sigurður Pálsson 235 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 3. október. 22 pör. Meðal- skor 216 stig. Árangur N-S: Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 251 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 237 Ásta Erlingsdóttir – Sigurður Pálsson 231 Árangur A-V: Björn E. Pétursson – Hilmar Ólafsson 243 Sigurleifur Guðjónss. – Hannes Ingib. 243 Eysteinn Einarsson – Kristján Ólafsson 234 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Það er sagt að það sé gott að búa í Kópavogi og það er ekki síður gott að spila í Kópavogi. Það sýndi sig þegar þriggja kvölda hraðsveita- keppni hófst sl. fimmtudag með þátt- töku 13 sveita. Staða efstu sveita: Orkuveitan 527 Óskar Sigurðsson 510 Ragnar Jónsson 499 Sigríður Möller 447 Meðalskor 432
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.