Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241 Fax 5 444 211 Netf.: netsalan@itn.is Opið mán. - fös. kl. 10:00 - 18:00, lau. 10:00 - 12:00 Sýningarbílar á staðnum OVERLAND og LIMITED 2003 ÁRG. ER KOMIN JEEP GRAND CHEROKEE NETSALAN ÖSKUR og óhljóð bárust frá Hljóm- skálagarðinum í gærdag. Þó var þar ekkert misjafnt á ferð, annað en samkoma framhaldsskólanema. Tilefnið var árlegur MR/VÍ-dagur þar sem nemendur Menntaskólans í Reykjavík og Verslunarskóla Ís- lands etja kappi í ýmsum greinum. Öskurkeppni var ein þeirra og skýrir óhljóðin úr garðinum. En nemarnir létu sér ekki nægja að öskra af öllum lífs og sálar kröft- um heldur kepptu í reiptogi, sjó- manni, boðhlaupi, kappáti, poka- hlaupi og skák. Þá var keppt í fótbolta í bæði karla- og kvenna- flokki. En það var Mexíkóahlaupið sem ljósmyndari Morgunblaðsins festi á filmu. Hlaupið gengur út á að synda yfir tjörnina, spretta úr spori og þamba öl. Um kvöldið var svo efnt til ræðukeppni milli skólanna í Verslunarskólanum. Morgunblaðið/Jim Smart Eftir sundsprett í Tjörninni spruttu keppendur úr spori í átt að ölinu. Fjölbreytt keppni á MR/VÍ-degi JÓN Ólafur Skarphéðinsson, pró- fessor og faðir eins pilts sem fórst í flugslysinu í Skerjafirði fyrir rúmum tveimur árum, segist í samtali við Morgunblaðið ekki vita hvort hann eigi að gleðjast eða lýsa yfir von- brigðum með ákvörðun samgöngu- ráðherra að skipa sérstaka rann- sóknarnefnd í kjölfar skýrslu breskra sérfræðinga. Ekki komi ná- kvæmlega fram í tilkynningu ráð- herra hvað nefndin eigi að gera og ráðherra hafi gefið misvísandi skila- boð í fjölmiðlum. Jón Ólafur segir tvær beiðnir hafa legið fyrir á borði ráðherra, annars vegar frá aðstandendum fórnar- lamba slyssins, þar sem óskað hafi verið eftir því að rannsaka málið frá a til ö, og hins vegar frá Rannsókn- arnefnd flugslysa (RNF) um að skip- uð yrði ný nefnd til að fara ofan í saumana á rannsókn RNF og skýrslum hennar. Jón Ólafur segir að það hafi verið hið sama og Bret- arnir hafi gert og ekki sé þörf á að endurtaka það. „Í tilkynningu ráðuneytisins er talað um að verða við beiðni RNF en í ummælum sínum í fjölmiðlum hefur ráðherra sagt að hann ætlaði að verða við beiðni okkar. Ráðuneytið hefur ekkert haft samband við okkur þannig að við vitum ekkert hvað ráð- herra hyggst gera. Nú þarf bara að láta hendur standa fram úr ermum, opna rannsóknina og taka allt upp frá grunni. Við getum ekki annað gert en að bíða spennt eftir því hvernig þessi nefnd verði skipuð og hvernig erindisbréf hennar hljómar. Hvorutveggja verður að vera trú- verðugt,“ segir Jón Ólafur. Beiðni aðstandenda til stjórnvalda Á vefsíðu aðstandenda flugslyss- ins, flugslys.is, eru birtar þær óskir sem farið var fram á við stjórnvöld sl. mánudag í kjölfar skýrslu Bret- anna. Eru þær eftirfarandi: „Með tilliti til þeirra efasemda sem skýrsla bresku sérfræðinganna gefur tilefni til varðandi líklegustu orsök slyssins, kringumstæðnanna við veitingu lofthæfiskírteinis til handa TF-GTI og gallanna varðandi rannsókn á leitar- og björgunarað- gerðum er þess krafist að ríkisstjórn Íslands taki rannsókn Skerjafjarðar- flugslyssins upp á ný að því leyti sem aðstæður leyfa en eins og kunnugt er hefur RNF fargað mikilvægum sönnunargögnum. Þetta er nauðsyn- legt til að tryggja að fram komi allar tillögur í öryggisátt sem vönduð og ítarleg rannsókn á slysinu kann að gefa tilefni til. Einnig er farið fram á að ríkis- stjórnin tryggi að ef talið er viðeig- andi að gefa út drög rannsóknar- skýrslu um slys svo gera megi athugasemdir, þá ætti að senda skýrsluna til allra hagsmunaaðila en ekki einungis eins og að tryggt verði að tillögur RNF í öryggisátt verði framkvæmdar. Farið yfir málið í heild sinni Jakob Falur Garðarsson, aðstoð- armaður samgönguráðherra, sagði við Morgunblaðið að með skipun nýrrar rannsóknarnefndar væri henni ætlað að „fara yfir málið í heild sinni“, eins og hann orðaði það, og þar á meðal þá þætti sem fjallað væri um í skýrslum RNF og Bretanna. Jakob sagði að með þessari ákvörð- un liti ráðherra svo á að farið væri eftir óskum aðstandenda og RNF. Viðbrögð aðstandanda eins fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði við ákvörðun samgönguráðherra Viljum að málið verði rannsakað frá a til ö JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að unnið sé að því í heil- brigðisráðuneytinu að gera Landspít- ala – háskólasjúkrahús (LSH) að samstarfsvettvangi Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar (WHO) á sviði mænuskaða og koma þar á fót gagna- banka. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að embættismönnum í ráðuneytinu hefði verið falið að kalla yfirmenn á LSH til fundar svo hægt yrði að koma málinu af stað, en hóp- urinn hefur aldrei komið saman. Gagnabankinn væri ekki á fjárlögum fyrir árið 2003, eins og Auði Guðjóns- dóttur hefði skilist að ætlunin væri, en hún hefur barist fyrir því að slíkur banki verði stofnaður. „Ég hef lagt á þetta mikla áherslu á þeim fundum sem ég hef setið hjá WHO, síðast á fundi í Kaupmanna- höfn í september,“ segir Jón. Hann segir að ákveðið hafi verið, m.a. í sam- ráði við lækningaforstjóra LSH, að bíða þar til nýr íslenskur sérfræðing- ur á sviði mænuskaða komi til starfa á sjúkrahúsinu. Tillögur verði mótaðar eftir komu hans. „Við viljum tryggja að spítalinn geti orðið samstarfsvett- vangur á þessu sviði og viljum í öðru lagi leggja drög að uppbyggingu gagnagrunns og upplýsingabanka. Þetta er markmiðið og ég mun taka þetta verkefni upp þegar þessar til- lögur liggja fyrir,“ segir ráðherra. Eindreginn vilji í þessu efni Hann bendir á að Davíð Á. Gunn- arsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, sitji nú í stjórn WHO. „Ég hef rætt það við hann að taka þetta mál sérstaklega upp og fylgjast með framvindu þess þar. Hann hefur einsett sér að vinna að þessu. Auður hefur unnið að þessu af þvílíkum dugnaði að ég skil alveg að henni finnist þetta ekki ganga nógu hratt, en vilji okkar er alveg eindreginn í þessu efni.“ Í Morgunblaðinu í gær sagðist Auður óttast að ef stofnun bankans drægist á langinn myndi Evrópuráð- ið missa áhuga á verkefninu, en síð- asta vor samþykktu 44 þingmenn á Evrópuráðsþinginu tillögur um víð- tækan stuðning við verkefnið, sem taka þarf afstöðu til síðar á þessu ári. Jón segist vonast til að málið taki ekki það langan tíma að það spilli fyr- ir því að Evrópuráðið styðji verkefn- ið. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um gagnabanka um mænuskaða Tekið upp þeg- ar tillögur liggja fyrir FYRIRTÆKI á sviði tölvuþjónustu hefur í Hæstarétti verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sín- um 1,4 milljónir fyrir laun á upp- sagnarfresti auk 600 þúsund króna málskostnaðar hans. Málsatvik eru þau að manninum var sagt upp störfum haustið 2000. Ekki var deilt um lögmæti uppsagn- ar, né að manninum hafi borið þriggja mánaða uppsagnarfrestur, en vinnu var ekki krafist af hálfu hans á uppsagnarfrestinum. Maður- inn kvaðst hafa flutt gögn milli net- þjóna í eigu fyrirtækisins en af hálfu þess var því haldið fram að gögn- unum hefði verið eytt og þau ekki fundist þar sem hann kvaðst hafa vistað þau. Unnt hafði verið hins vegar að nálgast þau á öryggisafriti. Sönnun ekki nægileg Hæstarétti þótti að fyrirtækið hafi ekki tryggt sér nægilega sönnun um þetta mikilvæga atriði og varð fyr- irtækið að bera hallann af því. Óum- deilt var að maðurinn flutti umrædd gögn af heimasvæði sínu, eftir að reglulegum starfsskyldum hans í þágu fyrirtækisins var lokið, án þess að vera um það beðinn og án þess að láta forsvarsmenn þess af því vita. Enda þótt réttinum þætti það ámæl- isverð framganga var ekki talið að hann hafi með henni brotið svo gegn starfsskyldum sínum eða trúnaði við fyrirtækið að heimilað gæti fyrir- varalausa brottvikningu úr starfi. Var því fallist á með manninum að hann ætti rétt til greiðslu launa til loka uppsagnarfrestsins. Með dómi sínum staðfesti Hæsti- réttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu frá í desember sl. Málið dæmdu Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir og Arnljótur Björnsson fyrrv. hæsta- réttardómari. Tölvuþjónusta dæmd í Hæstarétti Greiði 1,4 milljónir fyrir laun á uppsagn- arfresti VIÐRÆÐUR fóru fram í gær í Þórshöfn í Færeyjum á milli Ís- lands og Færeyja samkvæmt fríverslunarsamningi þjóð- anna. Á fundinum var farið yfir viðskipti landanna og mögu- leika á því að auka þau. Einnig var reynt að leysa þau vandamál sem aftur hafa komið upp vegna landamæra- stöðva, þar sem Ísland er með- höndlað sem þriðja ríki hvað varðar innflutning á landbún- aðarafurðum. Færeyingar lýstu því yfir, í kjölfar samráðs við framkvæmdastjórnina, að túlkun ákvæða í viðkomandi Evróputilskipun ylli vand- kvæðum en stjórnvöld í Fær- eyjum væru staðráðin í að leysa þetta mál án tafar, svo að ís- lenskar landbúnaðarafurðir mundu eiga greiðari aðgang að færeyskum mörkuðum. Viðræður um aukin við- skipti við Færeyjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.