Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 29 HLJÓMSVEIT Tónlistarskól- ans í Reykjavík og Listahá- skóla Íslands minnast þess með tónleikum í sal Menntaskól- ans við Hamrahlíð í dag kl. 17, að í ár eru 100 ár liðin frá fæð- ingu dr. Franz Mixa. Stjórn- andi hljóm- sveitanna er Kjartan Ósk- arsson. Franz Mixa kom hingað til lands 1929 til að æfa Hljóm- sveit Reykjavíkur og kór fyrir flutning verðlaunakantötu dr. Páls Ísólfssonar á alþingishá- tiðinni á Þingvöllum 1930. Þar sem Mixa átti mikinn þátt í stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík og starfaði sem aðal- kennari hans allt til ársins 1938 vill skólinn heiðra minningu hans með því að flytja eftir hann verk á þessum tónleikum. Tónleikarnir hefjast á For- spili og Intermezzo úr óper- unni Fjalla-Eyvindi eftir Mixa. Þá verður leikin svíta í fimm þáttum eftir Benjamin Britten Soirées Musicales um stef eftir Rossini. Lokaverk tónleikanna er þriðja sinfónía Roberts Schumanns, Rínarhljómkvið- an. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Franz Mixa minnst á tónleikum Franz Mixa ÍMYNDAÐU þér, lesandi góður, að þú sért að horfa á sjónvarpið eitt- hvert fríkvöldið. Það er ekkert sér- stakt sem fangar huga þinn og þú not- ar fjarstýringuna óspart til að skipta á milli stöðva. Fyrir augu þér ber sitt af hvoru tagi, sápuóperur, glæpa- myndir, ódýrar hryllingsmyndir með geimveruívafi, auglýsingar um ryk- sugur og líftryggingar, sígild leikrit frá fyrri öldum, kraftaverk gerð af glysklæddum predikurum og ótal fleira. Seint á kvöldin gefur á einstaka gervihnattastöðvum að líta klám- myndir af sértækara taginu auk ógeðslegra slettumynda. Ímyndaðu þér að einhver tíndi til búta sem heyrðu til allra þessara ólíku mynd- brota og steypti í form hins sígilda franska stofufarsa í meðallengd bandarískrar kvikmyndar. Þá ertu einhverju nær um hvað leikritið sem er til umsagnar hér gengur út á. Grunntónninn í öllum þeim hörm- ungum sem yfir persónurnar ganga er að þær sýna lágmarksviðbrögð og að þær fáu tilfinningar sem þær láta í ljósi eru allar skilyrtar af ákafri rök- hugsun, sem gerð er grein fyrir í löngu máli. Til dæmis sýnir Hólmfríð- ur engin trúverðug viðbrögð við stór- markaðshörmungunum, heldur skýr- ir hin rólegasta hinum persónunum frá því hvers vegna hún harmar missi sinn. Þetta leiðir hugann að því hve meðal-áhorfandinn á auðvelt með að gleyma sér í ótrúverðugasta sjón- varpsefni. Þar sem hver þáttur þarf að hafa eitthvað spennandi til síns ágætis gengur hver persóna á löngum tíma í gegnum svo ótrúlegar hörm- ungar að gætu nægt smábæ á lands- byggðinni áratugum saman – og ríf- lega þó. Samt samþykkir áhorfandinn þessar leikreglur og tekur þátt án þess að spyrjast fyrir um forsendurn- ar. Í raun er ótrúlega stór hluti efnis í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu svo langt frá reynsluheimi áhorfandans að ætla mætti að hann gæti ómögulega sett sig í spor persónanna. En öðru nær, því ótrúverðugara sem efnið er, því heillaðri verður hann. Nútímaleikskáld virðast fyrir löngu hafa nær einskorðað sig við að kryfja heim raunveru líðandi eða lið- ins tíma. Það er því ánægjulegt að Leikfélag Reykjavíkur skuli verða fyrst utan hins franska menningar- heims til að taka Gabor Rassov upp á sína arma. Tilraun sú, sem þetta leik- rit er, vekur samt fleiri spurningar en hann svarar í verkinu og hinn knappi sýningartími gefur ekki færi á að kafa dýpra í heim þann sem hann opnar áhorfendum. Í staðinn er aðaláhersl- an lögð á spaugilega möguleika – og þeir eru fjöldamargir. Sýningin er frumraun Halldóru Geirharðsdóttur sem leikstjóra. Hún hefur í nokkur ár starfað sem einn af okkar frumlegustu leikurum. Leikrit- ið hentar vel stíl hennar – víðtæk reynsla hennar í meðferð leikhús- blóðs kemur hér án efa að góðum not- um. Hún hefur sjálf samið og flutt leikverk þar sem att er saman mjög ólíkum stílheimum – t.d. slettukvik- myndum og jólaguðspjallinu. Það er því greinilegt að hér er hún í essinu sínu og bætir frá eigin brjósti blandi í pokann. Áhrifshljóð ættuð úr teikni- myndum, pönkmúsík í ljúfum takti, hefðbundin leikhúslýsing í bland við ljósavélar sem breytast í geimskip í lendingu – allt leggur þetta sitt af mörkum til að gera sýninguna að heil- steyptu safni stíltegunda sem ægir saman. Gott dæmi eru hinir stílfærðu búningar, þar sem hver persóna er dregin fáum, skýrum dráttum, og hin- ar þrjár ofurvenjulegu birtingar- myndir leiktjaldanna. Skemmtileg staðfærsla á köflum átti sinn þátt í að færa sýninguna nær áhorfendum. Leikararnir í hópnum ná æ betur saman eftir því sem þeir vinna saman að fleiri verkefnum. Samt er Harpa Arnardóttir sú eina þeirra sem virðist fædd gamanleikari. Það er ótrúlegt hvað svipbrigði hennar eru meitluð, tímasetningin fullkomin og hún alltaf skrefi framar en mótleikarar hennar. Það sem helst skorti hjá þeim var innilegri stílfærsla – að þeir lifðu sig fullkomlega inn í hinar ólíklegu að- stæður sem persónurnar þurftu að glíma við. Þar vantaði oft herslumun- inn þannig að áhorfendur gætu ger- samlega gleymt sér í verkinu sem heild en þyrftu ekki að láta sér nægja að hlæja að ótrúlega vel útfærðum bröndurum. Allir sýndu þeir samt mikil tilþrif, t.d. Gunnar í fjármála- upptalningunni, Sóley sem fórnar- lamb kynferðislegrar áreitni, Þór í hlutverki hinnar (skin)heilögu hold- gervingar Eggerts og Halldór sem hinn kynlífsfíkni tugthúslimur. En í öðrum atriðum, t.d. ryksuguauglýs- ingu, skorti snerpu – þar bar Harpa af hvað einbeitingu snertir. Reyndari leikstjóri hefði ef til vill náð fram beittari leik, en minna má á að leik- stjórn hefðbundins farsa – hvað þá óhefðbundins – hlýtur að vera með erfiðari leikstjórnarverkefnum. Það verður því ekki annað sagt en að Hall- dóra hafi stungið sér viljandi á bóla- kaf í djúpu laugina og náð nokkuð fag- mannlega landi. Það sem stendur eftir er hve vel hún vann úr efniviðn- um þannig að úr varð mjög nýstárleg sýning á afar sérstæðu gamanleikriti. Þjösnast á fjarstýringunni Morgunblaðið/Þorkell „Leikararnir í hópnum ná æ betur saman“: Harpa Arnardóttir og Halldór Gylfason; Gunnar Hansson og Sóley Elíasdóttir í innilegum faðmlögum. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur: Gabor Rassov. Þýðandi: Guð- rún Vilmundardóttir. Leikstjóri: Halldóra Geirharðsdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson og Úlfur Grönvold. Búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Kári Gíslason. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Tónlistarflutningur: Hljómsveitin Hr.Ing- i.R. Leikarar: Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Harpa Arnardóttir, Sóley Elías- dóttir og Þór Tulinius. Föstudagur 4. október. JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.