Morgunblaðið - 05.10.2002, Side 18
AKUREYRI
18 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í Myndasafni Morgunblaðsins á er hægt að kaupa
myndir til einka- eða birtinganota.
Það er einfalt að kaupa myndir úr safninu og panta útprentun
á KODAK ljósmyndapappír frá
Hefur birst mynd af þér
og þínum í Morgunblaðinu?
myndasafn•morgunblaðsins
myndasafn•morgunblaðsins
30% afsláttur til 20. október!
Í tilefni opnunarinnar er 30% afsláttur af verði
mynda til einkanota ef keypt er í gegnum Netið.
Mynd í tölvutæku formi á aðeins 860 kr.
og útprentuð mynd í stærðinni 15x21 sm
á aðeins 1.090 kr. með afslætti.
ræða og ef ríkisvaldið vill styrka þessar tilraunir er
mun eðlilegra að það leggi fram beina fjármuni til
þess. Þarna er verið gera grunn rannsóknir fyrir
nýjan atvinnuveg, sem er fiskeldi en með þessu fyr-
irkomulagi er verið að seilast inn í annan atvinnu-
veg eftir fjármagni.“
AÐALFUNDUR Kletts, félags smábátaeigenda á
svæðinu frá Ólafsfirði austur á Tjörnes, samþykkti
ályktun til aðalfundar Landssambands smábátaeig-
enda, þar sem mótmælt er harðlega öllum undan-
þágum á dragnótaveiðum í Eyjafirði, sem átt hafa
sér stað nú í haust. Fundurinn telur með öllu óþol-
andi að einstök fyrirtæki geti með einu símtali við
ráðuneytið fengið undanþágur til veiða fyrir sig á
þennan hátt, þótt það eigi að heita veiðar til áfram-
eldis á þorski.
Klettur barðist áralangri baráttu fyrir banni við
dragnótaveiðum í innanverðum firðinum, sem tókst
á endanum og telur félagið lágmark að það bann sé
virt. Þá mótmælir aðalfundurinn harðlega úthlutun
á þorskkvóta til áframeldis. Stór hluti þessarar út-
hlutunar fari til kvótasterkustu fyrirtækja landsins
og telur fundurinn eðlilegt að þau leggi sjálf til
veiðiheimildir til eigin tilraunastarfsemi en þær
ekki teknar af heildarúthlutun.
Samkvæmt reglugerð frá í sumar um úthlutun
þorskkvóta til veiða vegna áframeldis, var úthlutað
tæplega 400 tonnum til átta aðila og þar af fékk Út-
gerðarfélag Akureyringa 90 tonn til úthlutunar. ÚA
stundar sitt tilraunaeldi í Eyjafirði og hafa bátar á
vegum félagsins verið á dragnótaveiðum í firðinum,
auk þess sem ÚA notar gildrur við veiðarnar
Aðalfundur Kletts fór fram um síðustu helgi og
þar var Pétur Sigurðsson á Árskógssandi kjörinn
formaður. Pétur sagði að þegar verið væri að friða
svæði, t.d. fyrir dragnótaveiðum væri það gert
vegna þess að það væri talið nauðsynlegt. „Ef svo
stóri bróðir vill fá eitthvað fær hann það og það eru
menn óhressir með. Þótt einhverjir aðilar vilji
standa í tilraunastarfsemi réttlætir það ekki að öll-
um reglum sé breytt.“
Pétur sagði að smábátasjómenn sem hefðu staðið
í tilraunastarfsemi á þorskeldi til fjölda ára hefðu
sjálfir þurft að leggja til allan kvóta. Hann sagði að
leiguverð á þessum 90 tonnum sem ÚA fékk út-
hlutað væri 12,6 milljónir króna og söluverð um 90
milljónir króna. „Hér um töluverðar fjárhæðir að
Aðalfundur Kletts, félags smábátaeigenda á Norðausturlandi
Mótmælir undanþágum á
dragnótaveiðum í Eyjafirði
Morgunblaðið/Kristján
Útgerðarfélag Akureyringa hefur m.a. notað gildrur til að veiða þorsk í áframeldið.
tilboðið en það hljóðaði upp á 14,2
milljónir króna, eða 85% af kostn-
aðaráætlun.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður Skíðastaða í Hlíð-
arfjalli, sagði að um síðustu páska
hefðu verið um 1.200 bílar við
skíðahótelið í fjallinu á föstudeg-
inum langa og tæplega 1.000 bílar
hina hátíðisdagana. Hann sagði að
þessi framkvæmd við bílastæðin
kæmi til með að leysa vandamál
sem skapist flestar stærri helgar
vetrarins, fyrir utan páskana.
Þá hefur verið unnið að umfangs-
miklum endurbótum á veginum upp
í Hlíðarfjall en sú framkvæmd er á
vegum Vegagerðarinnar. Nýi veg-
urinn gerir alla aðkomu að svæðinu
miklu betri en hann hefur oft og
tíðum breyst í drullusvað í hlýind-
um og snjóbráð.
FRAMKVÆMDIR við bílastæði í
Hlíðarfjalli eru að hefjast en að
þeim loknum hefur bílastæðum þar
fjölgað um helming, eða í 450 stæði.
Verkið var boðið út og voru tilboðin
opnuð í vikunni en verklok eru
áætluð í byrjun nóvember nk. Alls
bárust fimm tilboð í verkið og voru
þrjú þeirra yfir kostnaðaráætlun,
sem hljóðaði upp á tæpar 16,7 millj-
ónir króna. G. Hjálmarsson hf. átti
lægsta tilboðið en það hljóðaði upp
á tæpar 11,8 milljónir króna, eða
um 70% af kostnaðaráætlun. Hafn-
arverktakar ehf. áttu næstlægsta
Morgunblaðið/Kristján
Mikill fjöldi fólks er á skíðum í Hlíðarfjalli á góðviðrisdögum og þá er
oft þröng á þingi á bílastæðunum við skíðahótelið.
Bílastæðum
fjölgar um
helming í
Hlíðarfjalli
EFNT verður til tónleika á Dalvík
og í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit
á miðvikudags- og fimmtudags-
kvöld.
Tónleikarnir eru til stuðnings
Sigrúnu Maríu Óskarsdóttur og
fjölskyldu, Dalsgerði 1k á Ak-
ureyri, og lýkur þar með formlegri
söfnun sem nokkrir vinir fjölskyld-
unnar hrundu af stað í lok ágúst-
mánaðar í samvinnu við Sparisjóð
Svarfdæla. Fjölskyldan lenti í bíl-
slysi í Danmörku í sumar og hafði
slysið og afleiðingar þess mikil
áhrif á afkomu fjölskyldunnar, þar
sem saman fara tekjusamdráttur
vegna vinnutaps og útgjöld vegna
slyssins sem ekki fást bætt eftir
tryggingaleiðum.
Fyrri tónleikarnir verða í Dalvík-
urkirkju á miðvikudagskvöld, 9.
október, og þeir síðari í Laug-
arborg fimmtudagskvöldið 10.
október en þeir hefjast báðir kl. 20.
Fram koma Björg Þórhallsdóttir,
sópran, Daníel Þorsteinsson, píanó-
leikari, Helga Bryndís Magn-
úsdóttir, píanóleikari, Kór Ak-
ureyrarkirkju, Ólafur Kjartan
Sigurðsson, barítón, Óskar Pét-
ursson, tenór og Sigurður Rúnar
Jónsson fjöllistamaður. Kynnir
verður Atli Rúnar Halldórsson.
Aðgangur er 2000 krónur og
verða miðar seldir í forsölu í versl-
unum Úrvals á Akureyri og Dalvík
og síðan við innganginn eftir kl. 19
kvöldið sem tónleikarnir eru. Ágóð-
inn rennur óskiptur í söfnunarsjóð-
inn.
Tónleikar
til stuðnings
Sigrúnu Maríu
SJÖ einstaklingar höfðu um miðj-
an dag í gær skilað inn framboði
sínu í annað af tveimur efstu sæt-
unum á lista Samfylkingarinnar í
Norðausturkjördæmi vegna al-
þingiskosninganna 2003. Fram-
boðsfrestur rann þó ekki út fyrr en
um miðnætti í nótt. Í þessum hópi
eru tveir núverandi alþingismenn
flokksins og einn varaþingmaður.
Þau sem gefa kost eru: Cecil
Haraldsson, sóknarprestur á Seyð-
isfirði, Einar Már Sigurðsson, al-
þingismaður Neskaupstað. Krist-
ján L. Möller, alþingismaður
Siglufirði, Lára Stefánsdóttir,
kennari Akureyri, Þorgerður Þor-
gilsdóttir, sjúkraliði Akureyri, Þor-
lákur Axel Jónsson, kennari Akur-
eyri og Örlygur Hnefill Jónsson,
lögmaður og varaþingmaður Laug-
um í Reykjadal. Svanfríður Jónas-
dóttir, alþingismaður frá Dalvík,
hafði áður tilkynnt að hún tæki
ekki slaginn í alþingiskosningum á
vori komanda.
Á aðalfundi kjördæmisráðs
Samfylkingarinnar í Norðaustur-
kjördæmi á dögunum var ákveðið
að fara flokksvalsleið við val í tvö
efstu sæti listans í kjördæminu í
komandi alþingiskosningum. Fé-
lagsmönnum gefst kostur á að
greiða frambjóðendum atkvæði í
tvö efstu sætin með póstkosningu
og er niðurstaðan bindandi. Kjör-
nefnd mun svo raða öðrum fram-
bjóðendum á listann.
Sjö vilja í tvö efstu sætin
Samfylkingin í Norðausturkjördæmi
TÓNLISTARSKÓLINN á Akureyri
fær heimsókn frá Berlín, en á ferðinni
er Lankwitzer Kammerorchester frá
Berlín, skipuð nemendum á aldrinu
12–20 ára. Stjórnandi sveitarinnar er
Paula Schinz. Þessi heimsókn er liður
í samvinnu Tónlistarskólans á Akur-
eyri og tónlistarskóla í Berlín, en
nemendur frá Akureyri fóru í æfinga-
og tónleikaferð til Berlínar í mars á
þessu ári. Þar var mynduð ein stór
strengjasveit íslenskra og þýskra
nemenda sem æfðu í eina viku og
héldu síðan tónleika.
Ráðgert er að vinna á svipaðan hátt
hér. Afraksturinn verður fluttur á
tónleikum í Glerárkirkju 12. október
kl. 17. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir, segir í frétt. Þýsku nem-
endurnir munu síðan halda skólatón-
leika í grunnskólum Akureyrar dag-
ana 7. og 8. október.
Tónlistarskólinn
á Akureyri
Þýsk hljómsveit
í heimsókn
Fyrir litla krílið
Yndisleg jurtablanda í baðið frá
WELEDA. Engin aukaefni.
Þumalína, Skólavörðustíg 41