Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 28
NEYTENDUR 28 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 1 3 4 /s ia .i s Angelica Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Steingrímur Hermannsson, Garðabæ: Undanfarna mánuði hef ég daglega tekið teskeið af Angelicu. Fyrsta mánuðinn fann ég lítil áhrif, en síðan hafa mér þótt áhrifin veruleg og vaxandi bæði á heilsu og þrótt. Pestir eða kvilla hef ég enga fengið og þróttur og úthald hefur aukist, ekki síst í vetrargolfinu. LISTIR HÚÐKREM sem borið er á líkam- ann gæti aukið líkurnar á skaða af völdum butylparaben, efnis sem talið er trufla horm- ónastarfsemi. Þetta kemur fram í nýjasta hefti danska neyt- endablaðsins tænk+test, þar sem vitnað er í athugun umhverfis- og upplýsingastofnunarinnar Grøn Information á 17 gerðum af húð- kremi á boðstólum í dönskum verslunum. Ellefu tegundir af 17 eru sagðar innihalda efni sem valda skaða á umhverfinu og sjö af 11 sagðar bæði innihalda efni sem skaðleg þykja umhverfinu og efnasambönd sem talin eru trufla hormónastarfsemi líkamans. All- ar sjö innihalda umrætt butyl- paraben, samkvæmt blaðinu. Meðal þeirra kremtegunda sem bæði innihalda efni talin skaðleg fyrir umhverfið og butylparaben er Hydra Principe líkamskrem frá Lancôme, sem inniheldur cyclomethicone og triclosan. Hið fyrrnefnda er talið hættulegt um- hverfinu og hið síðara er á lista umhverfisstofnana yfir efni með umtalsverð umhverfisáhrif, sam- kvæmt niðurstöðum. Locobase Lotion inniheldur butyl hydroxy- toluen, auk butylparabens, sem meðal annars veldur eitrunar- áhrifum á vatnalífverur og við inntöku og getur framkallað of- næmi, segir ennfremur. Biotherm Anti-drying Body Milk inniheldur hexyl nicotinate, sem og butyl- paraben. Þá innihalda Natusan pH 5,5 Body Lotion, normal hud, og Nivea Lotion bæði butyl- paraben, að því er fram kemur í tænk+test. Sex kremtegundir af 17 eru hvorki taldar skaðlegar líkam- anum né umhverfinu og er um að ræða Weleda Malven Pflegemilch, mini RISK Body Lotion, Dr. Hauschka Rosen Balsam, Plaisir Liposome Body Lotion, Urtekram Chamomile Body Lotion og Cosm- ea Hudlotion, segir ennfremur. „Áhrif butylparabens á horm- ónastarfsemi líkamans minna á áhrif þalata [phthalates á ensku]. Samkvæmt nýrri japanskri rann- sókn á músum hafa smáir skammtar af [butylparaben] slæm áhrif á karlkyns æxlunarfæri og þar sem allar líkur eru á að það geymist í líkamanum er hætta á uppsöfnun í allnokkru magni með tímanum. Það gæti verið alvar- legt fyrir konur á barneign- araldri þar sem hætta er á áhrif- um á karlkyns fóstur.“ Blaðið hefur eftir Elsebeth Gerner Nielsen, „róttækum tals- manni umhverfissinna“ að „óhugnanlegt sé til þess að vita að skaðleg áhrif þessara efna geti bitnað á fjölda kynslóða“. „Það veldur miklum áhyggjum að ekki sé hægt að nota fleiri kremtegundir en raun ber vitni áhyggjulaust. Dönsk stjórnvöld, sem gegna formennsku í fram- kvæmdastjórn ESB, ættu að nýta tækifærið og banna algerlega notkun efna sem trufla horm- ónastarfsemi í Evrópu,“ er haft eftir Gerner Nielsen. Fram kemur að Grøn Inform- ation hafi ekki lagt mat á hversu mikið magn butylparabens sé að finna í kremtegundunum sjö sem fyrr er getið, en áhrif af notkun efna sem trufla hormóna- starfsemi séu ófyrirséð. Rann- sóknir hafi ekki útilokað að lítið magn af efninu sé skaðlegt lík- amanum og ýmislegt fleira komi til. „Húðkrem er ekki eina snyrti- vörutegundin sem við notum dags daglega. Áhrifin af hormónatrufl- andi efnum hellast yfir okkur af fleiri orsökum og safnast fyrir í líkamanum,“ er haft eftir Jannie Dagstrup hjá Grøn Information. „Vandinn við butylparaben liggur ekki bara í trufl- unum á hormónastarfsemi því efnið er skaðlegt um- hverfinu líka. Það hefur eit- uráhrif á vatnalífverur og safnast upp í náttúrunni. Því mælir Grøn Information með því að fólk sniðgangi krem sem inniheldur butylparaben,“ segir enn- fremur. Í greininni segir jafn- framt að triclosan, sem mun vera í kreminu frá Lan- côme, brotni hægt niður í náttúrunni, safnist þar fyrir og grandi vatnalífverum. Þar að auki leiki grunur á að triclosan auki ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum. „En það eru ljósir punktar, Grøn Information mælir með sex tegundum húðkrems sem ekki innihalda efni skaðleg náttúrunni og þrjár þeirra eru aukinheldur án ilmefna. Þess vegna er manni áfram kleift að „auka mýkt og raka húðarinnar“, líkt og lof- söngur auglýsinganna hljómar aftur og aftur, án þess að skaða umhverfi og heilsu,“ segir loks í tænk+test. Rotvarnarefni sem mikið eru notuð í snyrtivörur Níels Breiðfjörð Jónsson, sér- fræðingur á eiturefnasviði Holl- ustuverndar ríkisins, segir að stofnunin reyni að hafi eftirlit með efnum í snyrtivörum eftir fremsta megni og taki reglur Evrópusambandsins upp jafn- óðum, þar að lútandi. „Til eru slæm dæmi úr fortíðinni um efni sem ekki voru upphaflega talin skaðleg heilsu manna, en reynd- ust síðan hafa kynhormónaáhrif. Eitt dæmi er sápuefnið non- ylfenoletoxylat sem hefur tekið langan tíma að takmarka notkun á, því það var orðið það útbreitt.“ Níels segir paraben-sambönd, sem eru rotvarnarefni, og butyl- paraben tilheyrir mikið notuð í snyrtivörur. „Butylparaben hefur sjálfsagt reynst vel í upphafi og ekki verið talið hættulegt og notkun þess því orðið útbreidd. Upplýsingar á borð við þessar koma sífellt fram og má segja að þeim sé safnað í sarpinn þótt ekki komi strax til aðgerða, enda þarf að sannreyna rannsóknir sem sýna fram á hugs- anleg skaðleg áhrif. Nýlegt dæmi um umræðu af þessu tagi tengist sólvarnarefnum sem einnig safn- ast upp í umhverfinu og hafa mælst í brjóstamjólk og holdi fiskjar í vötnum þar sem fólk bað- ar sig. Mín persónulega skoðun er sú að menn eigi að hafa miklar gætur á efnum sem brotna hægt niður og eru þar af leiðandi lengi í umhverfinu,“ segir Níels Breið- fjörð Jónsson, sérfræðingur á eit- urefnasviði, Hollustuverndar rík- isins að endingu. Efni sem talið er hafa áhrif á kynhormóna í húðkremi Engar athugasemdir voru gerðar við sex krem af 17 í athugun Grøn Informationen á efnainnihaldi húðkrema í dönskum verslunum. Myndir úr tænk+test Krem sem sögð eru bæði innihalda efni sem valda spjöllum á umhverfi og efni sem hafa áhrif á kynhormóna. Að minnsta kosti fimm af sjö kremum sem Grøn Information gerði mestar athugasemdir við eru á íslenskum markaði. Fjögur þeirra fundust við skyndikönnun í einni verslun. Morgunblaðið/Júlíus Í LISTASAFNI Sig- urjóns Ólafssonar verður opnuð í dag, laugardag, vetrarsýn- ing sem ber heitið Andlitsmyndir og af- straksjónir Á sýning- unni eru mörg helstu lykilverk Sigurjóns allt frá 1934 fram til síðustu æviára lista- mannsins, en hann lést fyrir réttum 20 árum, í desember 1982. Allt frá fyrstu til- raunum Sigurjóns í höggmyndalistinni lagði hann rækt við mannamyndir eða portrett, og hélt hann því áfram við Listaháskólann í Höfn. Eftir fárra ára nám þar ytra fóru menn að panta andlitsmyndir hjá Sigurjóni, og ber þar hæst portrett hans af Jóni Krabbe sendi- ráðsfulltrúa frá 1934 sem hann vann fyrir ríkisstjórn Dana. Mynd Sig- urjóns af móður sinni, sem hann gerði á einum degi árið 1938, er þegar orðin klassískt verk og með því var Sigurjóni skipaður sess meðal helstu portrett- listamanna samtímans. Þegar á árunum 1934–35, áður en Sig- urjón útskrifaðist frá Listaháskólanum í Höfn, hóf hann óhlut- bundnar formtilraunir í stórum verkum úr leir, tré og steini og í þeim gætti helstu list- strauma og nýjabrums samtímans. Á þessa sýningu eru annars vegar valdar myndir sem lýsa ólík- um persónuleikum og hins vegar afstrakt verk sem sprottin eru úr þeim jarðvegi þar sem trúnaður við hlutföll mannslík- amans er ríkjandi. Á sýningunni eru 13 andlitsmyndir og 13 afstrakt verk. Sýningin stendur til 30. mars og verður opin um helgar milli kl. 14 og 17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Lykilverk á vetrarsýningu Kroppinbakur, eftir Sigurjón Ólafsson, frá árinu 1934. Gallerí List, Skipholti 50d Þór- unn Guðmundsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum og hefur hún yf- irskriftina Litbrigði. Þórunn hefur stundað nám í Baðstofunni í Kefla- vík undir leiðsögn Eiríks Smith í allmörg ár og einnig stundaði hún nám við Myndlistarskóla Reykja- víkur. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mög- um samsýningum. Þetta er önnur sýning Þórunnar í Reykjavík. Sýningin stendur til 19. október. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Lista- konurnar Jacqueline og Sophia Rizvi veita leiðsögn um sýningu sína í dag kl. 14–16. Enn fremur sýnir Jacqueline vinnubrögð sín við vatnslitamálun. Ráðhús Reykjavíkur Félag tré- rennismiða opnar sýninguna Skáld- að í tré – skógarspuni kl. 14. Þetta er í fjórða sinn sem félagið heldur sýningu undir þessu nafni. Sýndir verða renndir listmunir úr inn- lendum og innfluttum viði og eiga 16 félagsmenn verk á sýningunni. Ennfremur eiga þar verk fjórir er- lendir gestasýnendur, sem allir eru kunnir í heimi trérennismíða og hvarvetna eftirsóttir kennarar og sýnendur. Þeir hafa komið hingað áður og haldið námskeið og sýni- kennslu á vegum félagsins. Þetta eru þau Chris Stott, Michael og Liz ÓDonnell, Niels Peter Miltersen og Stuart Mortimer. Næsta galleríi, Næsta bar, Ing- ólfsstræti 1a Dagur Sigurðsson opnar sýningu kl. 17. Sýnd verður grafíkmappa, sem Dagur vann að á árunum 1961-3 og samanstendur af 28 verkum, að- allega dúkristum. Sýningin stendur út októbermánuð. Laugavegur 32, þar sem áður var verslunin Kelló Opna galleríið býður myndlistarmönnum að mæta í húsnæðið kl. 13–14 og setja upp verk sín eða mæta á opnunartíma ef um gjörning er að ræða. Húsið verður síðan opnað almenningi kl. 14–18 þar sem gestum gefst kostur á að skoða verkin og ræða við lista- mennina. Í DAG SÝNING á ljósmyndum eftir Ragnar Axelsson ljósmyndara verður opnuð í Slunkaríki á Ísafirði í dag kl. 16. Ragnar er landsþekktur ljósmynd- ari og hefur starfað við Morg- unblaðið um árabil þar sem myndir hans hafa vakið mikla athygli. Myndir eftir hann unnu til Oskar Barnack-viðurkenningarinnar á sýningum á ljósmyndahátíðunum í Perpignan og Arles í Suður- Frakklandi árið 2001 og í kjölfar þess var honum boðið að halda stóra sýningu í Mílanó á Ítalíu. Þar sýndi hann myndir af hverf- andi lífsháttum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Myndirnar sem sýndar verða á Ísafirði eru úr þeirri seríu. „Þetta er lífið í kringum okkur,“ segir Ragnar aðspurður um mynd- efni sitt. „Við erum hætt að sjá svo margt í kringum okkur – og það er partur af því að skrásetja söguna að ná þessum deyjandi lífsháttum, þeg- ar heimurinn er að breytast svona mikið. Lífið er meira en vídeó og popp! “ Ragnar segist ekki gera mik- ið upp á milli þeirra viðfangsefna sem hann fæst við í ljósmynduninni. „Maður verður að hafa þetta bland- að. Hver mynd er sjálfstæð, eins og þegar málari málar myndir. Ég get ekki einu sinni teiknað Óla prik en fyrir mér er hver mynd mitt mál- verk. Svo er þetta líka spurning um að skrásetja. Maður spyr sig til dæmis hvort trillukarlar verði til eft- ir tíu, tuttugu ár – lífið breytist svo hratt. Ef þeir verða til verða þeir all- ir komnir á plastbáta. Gömlu góðu bátarnir fara allir á brennurnar. Annars er það fólkið í landslaginu sem er mitt uppáhaldsviðfangsefni.“ Morgunblaðið/RAX Ragnar Axelsson: Heyskapur á Sandey. Fólkið í landslaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.