Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 17 meistar inn. is HÖNNUN LIST ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 80 9 1 0/ 20 02 COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002. Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is. „Þeir hafa aldrei bilað.“ Ég hef átt Corolla frá 1991 og var mjög ánægð með eldri gerðina, en fann mikla breytingu til batnaðar á nýja bílnum. Hann er stöðugur, þéttur í akstri og mjög þægilegur innan bæjar. Corolla bílarnir mínir hafa heldur aldrei bilað né þurft að fara á verkstæði, sem er óneitanlega mikill kostur. Vegna starfsins er ég oft með mikinn farangur sem kemst auðveldlega fyrir í bílnum og svo fer liturinn líka einstaklega vel við „uniformið“ mitt! Sólveig Níelsdóttir Flugfreyja …og þú finnur af hverju! Bíll ársins 2002 REYNSLU AKSTUR Stórsýning á Akureyri laugardag og sunnudag frá kl. 13 – 17 og í Vestmannaeyjum laugardag frá kl. 13 – 17. NÝJAR forsendur hönnunar á tvö- földun Reykjanesbrautar eru ekki í samræmi við þá forgangsröðun sem sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu samþykktu í upphafi árs- ins. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar Garðabæjar, sem samþykkt var á fundi hennar á fimmtudag. Í ályktuninni segir að nýjar for- sendur geri ráð fyrir að brautin verði tvöfölduð án þess að jafn- hliða verði gerð mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Arnarnes- hæðar annars vegar og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar hins vegar. „Í viðræðum Vegagerðar og bæjaryfirvalda á undanförnum ár- um um lagningu og breikkun stofnbrauta í Garðabæ hefur áhersla verið lögð á gerð mislægra gatnamóta samhliða þeim fram- kvæmdum,“ segir í greinargerð með ályktuninni. „Rökin eru m.a. þau að mikilvægt er að kljúfa ekki í sundur bæjarfélög með hrað- brautum án þess að jafnframt sé hugað að tengingu bæjarhluta. Í gegnum Garðabæ liggja nú tveir af stofnvegum höfuðborgarsvæðisins, þ.e. Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut, og það er mik- ilvægt hagsmunamál fyrir íbúana að hverfi bæjarins verði betur tengd saman með mislægum gatnamótum.“ Tvöföldun Reykjanesbrautar Ekki í sam- ræmi við óskir sveitarfélaga Garðabær ÞEIR sem hafa átt leið hjá Lækjar- skóla í Hafnarfirði í gærmorgun hafa sjálfsagt rekið upp stór augu þegar þeir sáu að óvenjuleg tenging var komin milli gamla skólahússins og nýju skólabyggingarinnar sem að hluta til var tekin í notkun í haust. Voru þar á ferðinni nemendur skól- ans, sem mynduðu samfellda röð milli skólabygginganna í tilefni af 125 ára afmæli skólans. Skólinn á sér óslitna sögu allt frá árinu 1877 þegar prófastshjónin á Görðum, Þórarinn Böðvarsson og Þórunn Jónsdóttir, gáfu fé til minn- ingar um son sinn Böðvar í þeim til- gangi að koma á fót alþýðuskóla. „Þetta var heimajörðin Hvaleyri með öllum húsum og jarðarnytjum og skólahúsið Flensborg með ofnum, borðum og bekkjum og öllu nagl- föstu; útihús úr timbri og tún girt,“ að því er segir í frétt frá skólanum. Í tilefni af afmælinu gerðu nem- endur og kennarar sér dagamun í gær. Meðal annars fóru kennarar yf- ir sögu skólans með nemendum og var skólabjalla, sem hefur verið í eigu skólans áratugum saman og var notuð þar til rafmagnsbjalla tók við, látin ganga milli nemenda frá gamla skólanum upp í þann nýja. Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar fylgdi bjöllunni og þannig var „á táknrænan hátt verið að tengja húsin saman sem eina stofn- un,“ eins og segir í fréttinni. Mannleg tenging milli skólabygginga Morgunblaðið/Þorkell Hafnarfjörður Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.