Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.ReykjavikJazz.com/ Í KVÖLD Tiny Bell Tríó í Loftkastalanum Dave Douglas trompet Brad Shepik gítar Jim Black trommur kl. 18:00 - kr. 2.900 Ísland - Írland á Kaffi Reykjavík Mark O'Leary gítar, Kjartan Valdemarsson píanó, Matthías Hemstock trommur kl. 20:30 - kr. 1.500 Kúbanska á Kaffi Reykjavík Útgáfutónleikar - 7 manna sveit Tómasar í dúndrandi latínsveiflu kl. 22:00 - kr. 1.900 Milljónamæringarnir Sveiflan verður á jazzhátíðardansleiknum í kvöld Kaffi Reykjavík kl. 01-04 kr. 1.500 FORSALA Í JAPIS LAUGAVEGI 13 OG Á KAFFI REYKJAVÍK FRÁ 18:30  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 4 og 8. Sýnd kl. 2. Ísl tal. Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslenskt meistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið. HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Byggð á metsölubók Roberts Ludlum. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 . B.i. 14. 28.000 áhorfendur GH Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  SG. DV MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. FRUMSÝNING Þrír Óskarsverðlaunahafar í magnaðri mynd frá leikstjóra Memento. Framleidd af leikstjóranum Steven Soderbergh (Traffic og Oceans Eleven.) Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.is  HL. MBL Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. Sýnd kl. 5.50 og 10. B.i. 12 ára.  SV Mbl  SG. DV ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.is AL PACINO ROBIN WILLIAMS HILARY SWANK Sýnd kl. 2. Ísl tal. Sýnd kl. 1.50 og 3.40.. Ísl tal. Sýnd kl. 5.45 8 og 10.15 . Vit 433 Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslenskt meistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 Frábær fjölskyldumynd frá Disney um grallarann Max Keeblesem gerir allt vitlaust í skólanum sínum! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 441. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P 28.000 áhorfendur Sýnd í sal 1. SÝNINGIN „Með sykri og rjóma“ verður frumsýnd á Broadway í kvöld. Þar taka söngkonurnar Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir fjölbreytta söngleikjadagskrá af nýrri plötu þeirra, sem kallast Sögur af svið- inu, auk annarra laga. Leitast er við að endurskapa klúbbastemn- ingu 5. áratugar síðustu aldar á sýningunni, sem verður sýnd næstu laugardagskvöld í Ásbyrgi á Broad- way en salurinn tekur um 150 manns. „Þetta byrjar um 23:30 og er rúmur klukkutími,“ segir Selma. „Við fáum góðan gest, Örn Árna- son leikara. Hann ætlar að koma og sprella og taka lög með okkur,“ segir Selma og bendir á að „glæsi- leg hljómsveit“, Kjartan Valdimars- son, Gunnar Hrafnsson, Eric Quick og Sigurður Flosason, spili undir á hverri sýningu. „Við tökum létt og skemmtileg lög og verðum með grín og glens á milli. Örn er frábær og stígur ekki á svið öðruvísi en að hrífa fólk með sér og fá það til að hlæja. Ég og hann tökum dúett sem Sophia Lauren og Peter Sellers gerðu þekktan á sínum tíma,“ segir hún en lagið er „Goodness Gracious Me“. „Ég hef alltaf verið mikill söng- leikjaaðdáandi og Jóhanna Vigdís líka. Ég hef leikið í fjölda söng- leikja,“ segir Selma og reynast söngleikirnir alls vera 11 talsins. „Og Jóhanna í fimm til sex söng- leikjum,“ bætir Selma við og upp- lýsir að þær hafi einmitt kynnst í uppfærslunni á Grease árið 1998. „Þetta er gamall draumur. Okk- ur hefur alltaf langað að gefa út disk og setja saman dagskrá,“ segir Selma og á endanum ákváðu þær að láta drauminn rætast. „Við völdum lög og byrjuðum á tvennum tónleikum í Borgarleik- húsinu í ársbyrjun,“ segir Selma, en í kjölfar þeirra tónleika fóru þær að vinna að plötunni, sem kom út hjá Skífunni sl. mánudag. Selma er treg til að nefna einn ákveðinn uppáhaldssöngleik en við- urkennir þó að hafa fylgst með Fame-þáttunum á sínum tíma. Tvö lög úr Fame er einmitt að finna á disknum, sem annars kemur víða við í söngleikjasögu síðustu aldar. Á disknum má finna lög frá þriðja áratugi aldarinnar allt til hins síð- asta. „Þetta eru okkar uppáhaldslög, sem við erum að flytja, bæði í formi dúetta og sólólaga,“ segir Selma og bætir við að sum lögin hafi lifað með þeim lengi. „Við bárum saman bækur okkar og komumst að því að við höfðum svipaðan smekk á söng- leikjatónlist. Við höfum ofsalega gaman af því að flytja þessi lög og vonumst til að það skili sér,“ segir hún. Þó að Selma geti ekki nefnt eft- irlætissöngleik á hún ekki í neinum vandræðum með að útskýra af hverju söngleikir höfði til hennar. „Ég lærði dans í mörg ár og hef alltaf verið hrifin af söng og dansi og söngleikir gera hvoru tveggja góð skil. Mér finnst líka svo dásam- legur þessi fáránleiki í söngleikjum þar sem brostið er í söng skyndi- lega út frá einhverri atburðarás. Þeir enda allir vel og það er svona ævintýrabragur á söngleikjum. Ég hef alltaf verið mikið fyrir ævin- týri,“ segir hún. Ekki minna æv- intýri hjá Selmu er að hún á von á barni. „Ég er komin tæpa sjö mánuði á leið. Það gengur mjög vel og ég get ekki kvartað yfir heilsuleysi,“ segir hún. „Það er búið að vera mjög mikið að gera en alltaf hægt að hvíla sig inn á milli,“ segir Selma og viðbúið að hennar eigið ævintýri endi jafn vel og söngleikirnir. Söngleikjaskemmtun frumsýnd á Broadway Mikið fyrir ævintýri Söngleikirnir eru Selmu og Hönnsu hugleiknir. TENGLAR .................................................... www.broadway.is ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.