Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 30
B ÍAFRA 1967. Eþíópía 1984. Sómalía 1992. Sunnanverð Af- ríka 2002? Við höfum áður séð átak- anlegar myndir af sveltandi fólki í Afríku. Fólk á mínum aldri kannast flest við myndirnar af börnunum í Bíafra. Svo kom hungursneyðin í Eþíópíu og loks þegar sjónvarpsmyndir bárust til Vestur- landa var brugðist við. Í Sómalíu varð að beita hervaldi til að koma matnum til hungraðra en ekki fyrr en hundruð þús- unda manna höfðu flosnað upp af heimilum sínum og margir orðið matarskorti að bráð. Er nú komin röðin að löndunum í sunn- anverðri Afríku – löndum eins og Malaví, Zambíu og Zimbabwe? Verða nöfn þeirra jafngreypt í minni okkar og Bíafra og Eþ- íópía sem samnefnari fyrir örbirgð, skort og dauða? Ég var nýlega á ferð í Malaví þar sem ég heimsótti meðal annars fólk í litlum þorp- um í sveitum landsins. Þetta voru dæmi- gerð Afríkuþorp sem samanstóðu af nokkr- um litlum leirkofum með stráþaki. Við hvern kofa var haganlega gerður sívaln- ingur, úr stráum, sem var korngeymsla viðkomandi fjölskyldu. Við vissum að matarskortur ríkti í land- inu en vorum ekki viðbúin því sem blasti við okkur alls staðar þar sem við fórum. Geymslurnar voru allar tómar. Ég fékk að fara inn á heimili einnar konu, sem hafði fengið úthlutað mataraðstoð frá Rauða krossinum. Inni var snyrtilegt og greini- lega búið að sópa gólfin og taka til. En alls- leysið var algjört. Þegar við komum út leit húsfreyjan á mig með eftirvæntingarsvip og sagði: „Hvað finnst þér um heimilið mitt?“ Virð- ing og stolt hverfa ekki með fátæktinni. Uppistaðan í fæðu Malavímanna er maís, sem er er malaður í fínt mjöl. Við mat- argerð hita menn vatn í stórum potti og sáldra svo maísmjölinu út í þar til komið er þykkt deig. Þetta er svo borðað með kryddlegi, sem hafður er til hliðar. Maísuppskeran er í apríl á hverju ári. Ekki er óvarlegt að áætla að fjórir af hverjum fimm Malavíbúum reiði sig al- gjörlega á að maísuppskeran dugi til lífs- viðurværis fram að næstu uppskeru ári síð- ar. En á árinu 2000 brugðust nóvember- rigningarnar með þeim afleiðingum að uppskeran 2001 var ákaflega rýr. Fjöldi manns leið hungur fram að uppskerunni í apríl í ár. Þeir sem eitthvað áttu til að selja gerðu það til að lifa af. Aðalástæðan fyrir hungursneyðinni sem nú er að hefjast er að uppskeran 2002 brást líka. Eins og við sáum í þorpunum þá er maísinn uppurinn. Á einum stað sáum við þunnt lag af baunum, sem duga skammt. Sameinuðu þjóðirnar telja að ef ekkert verði að gert muni 300.000 manns láta lífið fyrir jól. Það eru ívið fleiri en Íslendingar allir. Líkt og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði þegar Rauði krossinn kynnti þá söfnun sem fram fer í dag þá er hung- ursneyðin í sunnanverðri Afríku á margan hátt prófsteinn á íbúa ríku landanna, eins og Íslands. Erum við sem búum við alls- Hvað finnst þér um Eftir Sigrúnu Árnadóttur Að mati S Hvað finnst þér um heimilið mitt? spurði þessi kona er gesti bar að garði. 30 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V IÐ SETNINGU Alþingis 1. október pre- dikaði sr. Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup í Skálholti, og sagði: „ Þjóð og þjóðerni og þjóðerniskennd eru hugtök sem jafnvel er varasamt að nota mikið ef maður ætlar ekki að valda misskilningi. Maður á mín- um aldri finnur að sitthvað það sem stendur í ættjarð- arljóðunum sem ég lærði í barnaskóla hefur eins og fengið annan hljóm vegna tíðarandans nú…Margir draga í efa framtíð þjóðríkisins svonefnda, sem vakti með manni metnað á ungum aldri. Ekki er það að undra á tímum ríkjasamruna og alþjóðahyggju. Væri ekki líka auðveldast að vera bara ekki þjóð? var ég nýlega spurður af ungum manni.“ Þá sagði sr. Sigurður, að Alþingi væri sjálft eitt af hinum skýru táknum þjóðernis okkar og sannarlega varðaði miklu um þær einkunnir sem okkur yrðu gefnar hvernig tækist til í störfum Alþingis og hvern- ig það varðveitti virðingu sína meðal þjóðarinnar til að geta enn verið eitt af sameiningartáknum hennar. Það væru því ekki litlar vonir bundnar við störf þess. x x x Í stefnuræðu sinni á miðvikudagskvöld ræddi Davíð Oddsson forsætisráðherra hinar miklu breytingar á samstarfi ríkja í næsta nágrenni okkar með stækkun Evrópusambandsins (ESB) og þar með Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Auk þess mundu hann og aðrir leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) á fundi í Prag í nóvember væntanlega ákveða stækkun bandalagsins. Eystrasaltsríkjunum þremur og fleiri smáríkjum yrði þá væntanlega boðin aðild. Sagði Davíð síðan: „Aðild Eystrasaltsríkjanna að Atl- antshafsbandalaginu hefur því mikla táknræna þýð- ingu, því hún mun staðfesta að lok kalda stríðsins leiddu ekki til nýrrar skiptingar álfunnar eins og úti- lokun Eystrasaltsþjóðanna hefði gert. Aðild þeirra að Atlantshafsbandalaginu mun þannig boða upphaf nýrra tíma í Evrópu.“ Með stækkun ESB og EES tengist Ísland nýjum ríkjum nánari böndum en áður. EES-samnin þess eðlis, að innan vébanda hans verða til n fangsefni í samræmi við þróun hins samning samstarfs. Aðildarríkjum EES-samningsins einnig, stækki ESB. Aðeins eitt ríki, Sviss, g aðili að EES úr hinni áttinni sem aðildarríki eins og Ísland, Liechtenstein og Noregur. EES-samningurinn hverfur ekki sem mill samningur, þótt ESB stækki. Hann hefur sa og áður. Ber EFTA-ríkjum samningsins að ingu hans á loft, því að hann er lykill þeirra ESB. Yfirbragð NATO breytist að sjálfsögðu vi meiri stækkun þess. Atlantshafssáttmálinn f stofnskrá NATO, stendur þó óhaggaður. Rík binda sig áfram til að líta á árás á eitt þeirr á þau öll. Skipulag herstjórna og varna NAT nú mið af allt öðrum aðstæðum en ríktu á tí kalda stríðsins. Einstök ríki verða einnig að öryggi sínu með nýjum hætti. Á nýlegum fundi varnarmálaráðherra NA samþykkt tillaga Donalds Rumsfelds, varnar herra Bandaríkjanna, um að kanna forsendu stofna 25.000 manna hraðlið á vegum banda Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NAT unnið að því að breyta bandalaginu, svo að þ öflugt til varna gegn nýjum hættum, sem st einkum af hryðjuverkum og gjöreyðingarvop x x x Enginn heldur því fram, að aðild Íslands veikist við stækkun bandalagsins. Spurning vegar, hvort viðfangsefni á vettvangi bandal breytist með nýjum ríkjum. Hvort bandalag frekar umræðuvettvangur fyrir alþjóðleg ör en rammi utan um öflugt varnarkerfi, sem e lagt til að glíma við skilgreinda hættu á sam legum forsendum. Svör við slíkum spurningum vilja menn fá togafundinum í Prag, um leið og tekin er ák VETTVANGUR Þing, þjóðríki og líf Eftir Björn Bjarnason HANDRITIN Það var stór dagur í sögu íslenskuþjóðarinnar er danska varðskipiðVædderen lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í apríl árið 1971 með helstu þjóðargersemar Íslendinga inn- anborðs, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók. Bækurnar sem „geyma sál og sögu Íslands“, líkt og Sigurður Bjarnason, fyrrverandi sendiherra í Kaupmannahöfn, sagði í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma. Handrit þessi, Konungsbók eddu- kvæða, sem geymir þorra eddukvæða, 29 talsins, og Flateyjarbók, stærsta og veglegasta skinnhandritið, voru færð Danakonungi að gjöf á sautjándu öld og voru því í útlegð frá Íslandi um þriggja alda skeið. Á næstu árum, allt fram til ársins 1997, komu fleiri handrit til Ís- lands frá Danmörku. Samkvæmt sam- komulagi danska og íslenska ríkisins fengu Íslendingar afhent alls 1.666 handrit og handritahluta, 1.350 fornbréf og 6.000 fornbréfauppskriftir úr Árna- safni í Kaupmannahöfn og að auki 141 handrit úr Konungsbókhlöðu. Þarna eru margir dýrgripir, nær öll handrit Íslendingasagna, Sturlunga sögu og Íslendingabókar Ara fróða, svo eitthvað sé nefnt. Frá því að handritin komu heim hafa þau verið geymd í Stofnun Árna Magn- ússonar við Suðurgötu og hafa reglu- lega verið haldnar sýningar á þeim, eins og aðstaða leyfir. Konungsbók hefur einungis einu sinni farið úr húsi frá því að hún kom heim og var það á síðasta ári er hún var flutt með lögregluvernd yfir í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þar var hún til sýnis fyrir framan hátíðarsal há- skólans í tilefni af því að nýtt ljósprent Konungsbókar var gefið út þegar þrjá- tíu ár voru liðin frá heimkomu handrit- anna. Sýningaraðstaða í Árnastofnun er hins vegar af mjög skornum skammti og hefur því verið erfitt að hafa þessi hand- rit og önnur aðgengileg fyrir almenning í jafnríkum mæli og æskilegt er. Það er því mikill atburður er stærsta sýning á íslenskum miðaldahandritum, sem sett hefur verið upp hérlendis, verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Sýningin ber yfirskriftina „Handritin“ og verða alls fimmtán handrit til sýnis við opn- unina. Til stendur að sýningin verði opin í fimm ár og verður handritum skipt út meðan á sýningunni stendur til að sem flest komi fyrir augu almennings. Þá hefur verið gefið út sérstakt ritgerða- safn í tilefni af opnun sýningarinnar sem á að auðvelda sýningargestum að kynna sér betur og skilja þá sögu sem sýningin segir. Danir töldu það mikla fórn að láta handritin af hendi og það sýndi mikinn drengskap af þeirra hálfu að þeir gerðu það engu að síður. Okkur Íslendingum ber skylda til að tryggja að þeim þjóð- ararfi, sem í handritunum felst, og við endurheimtum, sé haldið lifandi og að vel sé að honum búið. Til stendur að byggja nýtt hús undir Árnastofnun við hlið Þjóðarbókhlöðunn- ar. Með slíkri byggingu verður handrit- unum sýnd sú virðing sem þeim ber og jafnframt tryggt að þau og sú saga er þeim tengist verði aðgengileg íslensku þjóðinni. SKÁLDSKAPUR OG SJÁLFSMYNDIR ÞJÓÐA Það er ekki oft sem hingað til landskoma fjórir frægir framverðir úr breskri skáldsagnagerð, en fyrir skömmu stóð breska sendiráðið á Ís- landi fyrir heimsókn rithöfundanna Ians McEwans, Michèle Roberts, Gra- hams Swifts og Bernadine Evaristo. Með í för var kunnur fræðimaður og há- skólakennari, Jon Cook, sem um langt skeið hefur átt drjúgan þátt í að móta nýstárleg viðhorf um skörun rannsókna bókmenntafræðinga og frumsköpunar skálda á sviði bókmenntakennslu við East Anglia-háskólann í Norwich. Á þriggja daga bókmenntaþingi, und- ir yfirskriftinni „Þjóðin, sjálfsmyndin og skáldsagan“, ræddu höfundarnir um verk sín auk þess sem efnt var til pall- borðsumræðna með íslenskum höfund- um á lokadegi þingsins. Í grein sem birtist í Lesbók sl. sunnudag er haft eft- ir Jon Cook, sem stýrði umræðum á þinginu, að „skáldsagan [hafi] á síðustu öldum gegnt veigamiklu hlutverki við staðfestingu þjóðarvitundar í ólíkum samfélögum. Í íslensku samhengi mætti nefna Halldór Laxness og sagnaarf Ís- lendingasagnanna. Verkefni þessarar samkomu var að spyrja að hvaða marki þessir mælikvarðar eiga enn við þegar kemur að því að meta þá strauma sem móta bókmenntirnar og viðhorf þeirra.“ Þessari spurningu var að sjálfsögðu ekki svarað til hlítar á þinginu en þó kom vel í ljós að hvaða marki megin- straumar hefðarinnar hafa vikið fyrir fjölmenningarlegum þáttum í bresku samfélagi á undanförnum áratugum, um leið og gengist hefur verið við þeim margbreytileika sem nýlendustefnan skilaði. Í viðtali sem birtist hér í blaðinu í vor vísaði Graham Swift einmitt til þeirrar menningarlegu vitundarvakn- ingar sem hann taldi hafa „haft mjög auðgandi áhrif á breska menningu, það leikur enginn vafi á því að við erum ekki eins sjálfhverf eða einangruð og við vor- um áður“, sagði hann. Eins og bent var á í umfjöllun „Af listum“, er helguð var þinginu í Morg- unblaðinu sl. sunnudag, er Íslendingum nauðsynlegt að kalla eftir „gagnrýni og endurmati á eigin þjóðarvitund“. Að öðrum kosti öðlast nýjar raddir engan hljómgrunn í menningarumræðunni auk þess sem þeim er ekki veitt hlut- deild í sjálfsmynd þjóðarinnar. Á hátíð- inni kom því glögglega í ljós hversu mikilvægu hlutverki menningarleg samskipti við umheiminn gegna við að blása nýju lífi í okkar eigin bókmennta- umræðu, sem óhjákvæmilega markast af því litla málsvæði og þeim einsleita menningarheimi sem hún tilheyrir. Í því sambandi er vert að hafa í huga að sjálfsmynd þjóðar mótast ekki síst fyrir tilstilli lista og því varðar það litla þjóð á borð við Íslendinga miklu að láta til sín taka í alþjóðlegri orðræðu á þessu sviði. Það er því full ástæða til að fagna því frumkvæði sem breski sendiherr- ann, John Culver, sýndi með þessari bókmenntahátíð, er þjónaði ekki ein- ungis sem kynning á breskum samtíma- bókmenntum, heldur efldi um leið gagn- kvæm tengsl Bretlands og Íslands í tilraun til að staðsetja veruleika ís- lenskra samtímabókmennta andspænis breskum, í hugmyndafræðilegu sam- hengi sem bæði er fjölmenningarlegra og alþjóðavæddara en við eigum að venjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.