Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Laufey HuldaSæmundsdóttir fæddist 29.10. 1920. Hún lést 15. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sæmundur Ingi- mundarson útvegs- bóndi og Sigríður Guðrún Eyjólfsdótt- ir. Systkini Laufeyjar Huldu voru: Sigrún Karólína, f. 18.4. 1902. d. 10.4. 1989, Kristmundur, f. 1.11. 1903, d. 21.8. 1981, Rósa, f. 27.9. 1907, d. 25.10. 1984, Katrín, f. 15.10. 1910, d. 30.9. 1929, og Ásta Þórhildur, f. 27.1. 1918, d. 4.1. 1986. Laufey Hulda giftist Árna Hannessyni frá Hvoli, f. 10.12. 1921, d. 4.6. 1999. Börn þeirra eru: 1) Sæmundur, f. 1943, búsettur í Reykjavík, 2) Sigríður Guðrún, f. 1945, gift Frímanni Frímannssyni, búsett á Akureyri og eiga þau fimm börn, Ásdísi, búsetta í Dan- mörku, Frímann, Soffíu, Hörpu og Huldu. 3) Ársæll Helgi, f. 1949, kvæntur Ingunni Sigurbjörnsdóttur og eiga þau þrjár dætur, Ingunni, Laufeyju og Stefan- íu. 4) Kolbrún, f. 1953, gift Viðari Þorkelssyni og eiga þau tvö börn, Frí- mann og Hildi. 5) Sunna, f. 1955, gift Gunnari Sturlu, þau eru búsett á Akur- eyri og eiga þrjú börn, Árna Jökul, Guðrúnu Huld og Íunni Eiri. 6) Helena, f. 1960 sambýlismaður Stefán Ólafsson, saman eiga þau Þórhildi Ósk og Helena á frá fyrra sambandi Sigurð Árna Tryggva- son. 7) Viðar, f. 1962, býr með Svandísi Ósk Stefánsdóttur, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn, Ísak og Jafet. Útför Laufeyjar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, loksins ertu komin á þann stað sem þú þráðir mest að vera á, hjá þínu Draumbæjarfólki í fjölskyldureitnum þar sem foreldrar þínir hvíla og systkini þín Katrín, Sig- rún, Rósa, Ásta og Kristmundur. Þið systurnar voruð mjög sam- rýndar, sérstaklega þegar eitthvað skemmtilegt var í aðsigi, t.d. grímu- ball, þar sem reyndi á hugmyndaflug- ið hjá þér og þínum. Þá var tekið til við að sauma frábæra búninga, enda átti að slá í gegn í dansinum því það var þitt yndi að dansa og vera innan um skemmtilegt fólk. Þú hafðir gam- an af að spila með systrum þínum. Spilið hét „uppi í rúmi undir rúmi og í koppnum“. Þið hlóguð svo mikið, skelltuð á borðið og tókuð bakföll. Já, það var ekki svo lítið sem gekk á þeg- ar þið voruð að spila. Þú varst sívinnandi frá morgni til kvölds að ala upp sjö börn. Þú skipu- lagðir allt svo vel og allt var svo hreint og fínt. Reyttur var lundinn, kartöflugarður og rabarbari sem þú settir niður í sultu og grauta. Allur fiskur var verkaður heima, þar á meðal þinn frábæri sólþurrkaði salt- fiskur. Þér þótti súlan og fýllinn mik- ið lostæti. Farið í sölvafjöru og tínd söl, allt verkað og þurrkað heima á lóðinni og þegar því var lokið var allt sett á sinn fasta stað. Fiðrið af lund- anum settir þú í léreftspoka og hengdir upp til þurrks og svo sagðir þú okkur að allt þetta fiður færi í kodda og sængur handa okkur börn- unum. Þú varst handlagin, mamma, og saumaðir á okkur fallega kjóla og fatnað og alltaf varst þú með tískuna á hreinu og barst sérstakt skynbragð á hvað var fallegt. Alltaf hafðir þú nóg fyrir stafni og sást til að allir hjálpuðust að, alltaf eitthvað verið að atast, þú skelltir þér með Rósu á síldarævintýrið á Rauf- arhöfn og tókst Kollu, Sunnu og Siggu með í þá ævintýraferð. Ekki voru það síðri ævintýraferðir og upplifelsi þegar farið var í Klauf- ina og kíkt á þínar fornu heimaslóðir við Draumbæ. Elsku mamma, góða nótt, sofðu rótt. Börnin þín sjö. Elsku hjartans mamma mín. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka um hve margt þú kenndir mér á lífsleiðinni og ég hef haft að leiðarljósi. Mamma var mikil baráttukona og sagði okkur krökkunum að standa á rétti okkar. Þessi barátta kenndi mér að þegar ég fór að starfa að verkalýðsmálum mundi ég orðin hennar að hafa allt skriflegt í samningum. Einnig talaðir hún mikið um launamisréttið í land- inu. Mamma og systur hennar voru samhentar hvort sem var að fara út í Klauf eða í úteyjarnar til að ná í lunda. Spábollinn var aldrei langt undan enda voru þær sannar Draum- bæjardísir. Í bílskúrnum heima reytti mamma ávallt lunda, og kenndi mér listina að reyta og réttu hand- brögðin. Einnig fór hún oft að tína söl úti í Sölva, sem síðan voru breidd út heima, í sólina til þurrkunar og feng- um við systkinin að borða þetta lost- æti. Söngurinn í Betel heillaði mömmu og á hverju sunnudagskvöldi fóru þær systurnar til að hlusta á Einar í Betel flytja boðskap Jesú Krists en trúin var hennar styrkur. Mamma var dugnaðarforkur, sívinn- andi enda nóg að gera að ala upp sjö börn. Mamma var hagsýn húsmóðir, t.d. saltaði hún kjötið og sólþurrkaði saltfiskinn. Hún var handlagin, saumaði handa okkur systrunum kápur og kjóla með borðum, hafði auga fyrir fallegu handbragði. Í gos- inu 1973 var flúið upp á land, þá breyttist allt. En mamma og pabbi fluttu aftur til Eyja eftir gosið. Seinni árin kom mamma oft norður til Ak- ureyrar að heimsækja okkur Siggu systur, við ferðuðumst og skoðuðum meðal annars Mývatn og mikið fannst henni umhverfið og litirnir fal- legir. Við héldum alltaf góðu sam- bandi þótt fjarlægðin á milli okkar væri nokkur. Elsku mamma, ég þakka þér fyrir öll þau ár sem við áttum saman. Þín dóttir Sunna. Elsku mamma nú kveð ég þig í síð- asta sinn. Alltaf var mikið hlegið þeg- ar allt lék í lyndi. Minningarnar þjóta í gegnum hugann. Alltaf stóðum við saman þegar eitthvað bjátaði á, en þá varð að leysa málin svo öllum liði vel. Saman yfirstigum við erfiðleikana. Ég man svo vel þegar þú saumaðir kjólana á okkur systurnar, kápurnar, buxurnar fyrir fermingarveislur systkinanna og þegar ég gifti mig þá bakaðir þú terturnar. Elsta barnið skírði ég heima hjá þér og alltaf hafð- ir þú allt á boðstólum, þótt pabbi væri veikur og kæmist ekki fram úr rúmi. Alltaf vorum við systurnar látnar vaska upp eftir matinn og ganga frá, hjálpa þér með húsverkin, ryksuga og þurrka af í stóra húsinu okkar. Þú stjórnaðir alltaf öllu og skipulagðir svo vel að allt væri nú hreint og fínt. Þá var hægt að fara að leika sér, þeg- ar allt var búið. Farið var í lunda, teknar upp kartöflur og rabarbari, sem var settur í sultu og graut. Þú varst algjör snillingur í matargerð- inni með grautana, sem voru alltaf eftir matinn. Margar unaðsstundirnar áttum við saman í Reykjavík, þú vildir vinna áfram, þar til þú varst komin á aldur og búin að skila þínu dagsverki, svo hlutirnir gengju upp, og unnum við saman í Seljahlíð með eldra fólkinu, sem var litlu eldra en þú varst sjálf og hvað allir voru ánægðir með þig og hvað þú hreinsaðir vel hjá því og svo var alltaf viðkvæðið hvað þú litir vel út, að þú gætir ekki verið þetta full- orðin. Þá varstu nú ánægð með þig. Nú er komið að því að kveðja þig, elsku móðir mín, en við áttum svo gott samtal rétt áður en þú kvaddir þennan heim. Þú hafðir svo mikla ánægju af að fá fréttir af öllum, vita að allt væri nú í lagi og ef ekki þá komu nú ráðleggingarnar. Ég sagði þér að við Viðar minn værum að fara til Spánar og strax og þeirri ferð lyki kæmi ég út í Eyjar að heimsækja þig í nokkra daga. Þú varst ánægð með það. Að lokum sagði ég þér að ég væri nú búin að segja þér allar fréttir af öllum þeim sem þú þekktir og þú þakkaðir kærlega fyrir. Buðum við hvor annarri góða nótt og þá sagðir þú: Mamma mín, góða nótt og sofðu rótt, ég endurtók það sama við þig með tárin í augunum yfir að geta ekki verið hjá þér og hjálpað þér. En nú bið ég Guð almáttugan að gæta þín, og varðveita þar til við hittumst öll á ný. Guð veri með þér, góða nótt mamma mín og sofðu rótt eins og þú kenndir mér sem barn. Þín dóttir Kolbrún. Elsku hjartans amma Hulda, þú hefur lifað tímana tvenna. Það fékk ég að heyra hjá þér þegar ég átti að skrifa heimildaritgerð um þær miklu breytingar sem heimurinn hefur gengið í gegnum á tuttugustu öldinni sem nú er nýliðin. Þú sagðir mér að hún hefði einkennst af miklum um- brotatímum, m.a. tveimur heims- styrjöldum og miklum byltingum í tækni. Amma Hulda fæddist í Vest- mannaeyjum, á sveitabæ sem hét Draumbær, sem hún hélt mikið upp á. Þaðan voru aðaldraumadísirnar komnar, sagði hún. „Guðrún mín þú skalt vera stolt af því að vera Draum- bæjardís.“ Afi langi, hann Sæmundur, var sjálfmenntaður dýralæknir auk þess að vera útvegsbóndi, og amma Sig- ríður Guðrún sá um heimilisstörfin. Þú talaðir um þau sem stórglæsileg hjón. Þú gekkst í Barnaskólann í Vest- mannaeyjum þar sem þú lærðir að lesa og skrifa þína lykkjuskrift, dönsku og kristinfæði. Þú sagðir að það gerði þig að sterkari manneskju að trúa á Jesú Krist. En aðalleikföng- in þín voru skeljar og kindabein sem þú lékst þér með ásamt systkinum þínum. Allir hjálpuðust að með þau verk sem til féllu eins og heyskap, eggjatöku, þegar farið var á sölva- fjöru eða settar niður kartöflur. Það var veiddur lundi sem þurfti að reyta, og þar voru sko ekki viðhöfð nein vettlingatök. Það þurfti að lifa af landsins gæðum og þar var fýllinn þinn uppáhaldsmatur. Já, hann langafi minn hann Sæmundur var með kýr og hænur og stundaði vöru- skipti, eins og þá tíðkuðust. Núna skil ég betur hvað þín kynslóð þurfti að berjast hart fyrir lífi sínu. Ég skil einnig betur áhuga þinn á verkalýðs- málum. Nú er kveðjustundin runnin upp, elsku besta amma, hvíl þú í friði hjá Guði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín Guðrún Huld. Litlar rauðhærðar systur sitja í eldhúsinu á Brimhólabrautinni, amma að útbúa meðlæti með kaffinu og afi að koma frá því að verka lunda. Fjölskyldan á löngu ferðalagi, farið til Vestmannaeyja að hitta ömmu og aðra ættingja, sprangað og leikið sér. Amma að koma í frí til Akureyrar, Fjóla frænka með í för, settur á sig varalitur og stormað í bæinn í leit að sokkabuxum með glimmeri. Sumarbústaðaferðir, háværar og glaðlyndar systur leika á als oddi og amma hefur gaman af. Afmæli, amma 80 ára, í sínu fínasta pússi og vel til höfð. Svona er minn- ing mín um ömmu mína. Elsku amma, hvíl þú í friði. Megi Guðs englar vaka yfir þér. Þín dótturdóttir Soffía Frímannsdóttir. LAUFEY HULDA SÆMUNDSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY HULDA SÆMUNDSDÓTTIR frá Draumbæ, verður jarðsungin frá Landakirkju Vestmanna- eyjum, í dag, laugardaginn 5. október kl. 14. Sæmundur Árnason, Sigríður Guðrún Árnadóttir, Frímann Frímannsson, Ársæll Helgi Árnason, Ingunn Sigurbjörnsdóttir, Kolbrún Árnadóttir, Viðar Már Þorkelsson, Sunna Árnadóttir, Gunnar Sturla Gíslason, Helena Árnadóttir, Stefán Ólafsson, Viðar Árnason, Svandís Ósk Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku hjartans maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, GUNNAR H. STEINGRÍMSSON, Leiðhamrar 48, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotspítala föstudaginn 4. október. Halldóra Óladóttir, Sigríður O. Gunnarsdóttir, Oddný Gunnarsdóttir, Hörður E. Sverrisson, Halldór Steingrímsson, Guðrún Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir og systir, ADDA SIGRÍÐUR ARNÞÓRSDÓTTIR, Dísarási 16, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi fimmtudagsins 3. október. Stefán Rúnar Garðarsson, Hilmar Þór Rúnarsson, Guðfinna Rúnarsdóttir, Kjartan Már Rúnarsson, Sigríður Eiríksdóttir, Garðar Sigjónsson og systkini hinnar látnu. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES BJÖRNSSON, Hjallavegi 1, Ytri-Njarðvík, er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka öllum þeim, er auðsýndu þeim samúð og vinarhug við andlát hans og útför. Guð blessi ykkur öll. Helga Björnsdóttir, börn, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, BENADIKT ÞÓR HELGASON, lést á barnadeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 3. október. Útförin auglýst síðar. Þórarinn Helgi Bergsson, Deborah Leah Bergsson, Steven Geir Helgason og Nicholas Þór Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.