Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jón Bjarnasonfæddist í Skóla-
húsi Sveinsstaða-
hrepps, A-Hún. 18.
nóvember 1925.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni
á Blönduósi hinn
28. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jenný
Rebekka Jónsdótt-
ir, f. 26. júlí 1898,
d. 1. janúar 1991,
og Bjarni Guðmann
Jónasson, f. 8. mars
1896, d. 22. desem-
ber 1981, húsbændur á Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal. Þau hjón
eignuðust þrjú börn er upp
komust, elst þeirra var Ingi-
björg, f. 8. júní 1923, d. 19. nóv-
ember 2001, þá Jón og yngst er
Jóhanna, f. 12. febrúar 1929,
búsett á Blönduósi.
Jón kvæntist 24. maí 1952 eft-
irlifandi eiginkonu sinni Krist-
ínu Ingibjörgu Lárusdóttur, f.
5. des. 1931. Foreldrar hennar
voru Péturína Björg Jóhanns-
dóttir, f. 22. ágúst 1896, d. 23.
júlí 1985, og Lárus Björnsson, f.
10. desember 1889, d. 27. maí
1987 húsbændur í Grímstungu í
Vatnsdal. Synir Jóns og Krist-
ínar eru fimm. 1) Lárus Björg-
vin, f. 12. mars 1953, kvæntur
Sigrúnu Zophoníasdóttur. Börn
þeirra eru Zoph-
onías Ari, Eysteinn
Pétur, Kristín
Ingibjörg, Greta
Björg og Grímur
Rúnar. 2) Bjarni
Jónas, f. 19. nóv-
ember 1954,
kvæntur Olgu
Jónsdóttur. Börn
þeirra eru Kristín
Ósk, Rannveig Rós
og Jón. 3) Jakob
Jóhann, f. 9. júní
1956, kvæntur
Katrínu Líndal
Börn þeirra eru
Jón Guðmann, Péturína Laufey
og Jóhann Sigurjón. 4) Sveinn
Eggert, f. 18. mars 1960, barn
Bjarkey Sif, barnsmóðir Aðal-
björg Guðrún Hauksdóttir. 5)
Jón Baldvin, f. 9. apríl 1974,
sambýliskona Lilja Björg Gísla-
dóttir, barn þeirra Jenný Re-
bekka. Langafabörnin eru orðin
sex.
Jón ólst upp hjá foreldrum
sínum í Vatnsdalnum. Hann
stundaði nám við Laugaskóla í
Þingeyjarsýslu veturinn 1946–
47. Árið 1954 hófu Jón og Krist-
ín búskap á Bakka í Vatnsdal
og var hann bóndi þar til ævi-
loka.
Útför Jóns fer fram frá
Blönduóskirkju í dag og hefst
afhöfnin klukkan 11.
Pabbi minn. Tíminn sem við fjöl-
skyldan þín áttum með þér var allt of
stuttur, en við eigum góðar minn-
ingar sem við geymum í hjarta okk-
ar.
Hlýja, traust og góðmennska eru
orð sem einkenndu þig. Aldrei tal-
aðir þú illa um nokkurn mann og
hnyttin voru svör þín og hittu alltaf í
mark. Falleg tenórröddin þín er eitt-
hvað sem aldrei gleymist og góð er
minningin um ykkur mömmu, þegar
þið sunguð saman í eldhúsinu á
Bakka.
Sterk er líka minningin þegar ég
bjó með ykkur mömmu á Bakka og
farnar voru ferðirnar á haustin og
teknar upp kartöflur í Stekkjarvík,
drukkið malt og borðað kex. Eða
þegar við lágum saman á tófugreni,
þá var margt spjallað.
Þú varst fyrirmyndar fjölskyldu-
faðir sem við öll litum upp til. Þið átt-
uð einstaklega vel saman þið
mamma, og er missir hennar mikill.
Síðstliðinn vetur greindist þú með
þann sjúkdóm, sem að lokum bar þig
ofurliði. Sjúkrahúslega þín var stutt
og ljósi punkturinn er að þú leiðst
ekki þjáningar. Aðdáunarvert fannst
mér hvað starfsfólk sjúkrahússins á
Blönduósi annaðist þig vel og flyt ég
því kærar þakkir. Það var líkt þér,
þegar þú sofnaðir hinsta svefninum,
með okkur hluta af ástvinunum
kringum þig, hvað þú sofnaðir sætt
og blítt og sáttur.
Elsku pabbi. Ég þakka þér fyrir
þann tíma sem hún Bjarkey mín
fékk að vera með þér, afanum sínum
á Bakka.
Þín er sárt saknað af okkur öllum
ástvinum þínum og biðjum við góðan
Guð að geyma þig og vaka yfir þér,
elsku mamma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þinn sonur
Sveinn.
Elsku afi, nú þegar þú hefur yf-
irgefið þennan heim er gott að vita
að þú ert kominn á góðan stað og líð-
ur vel.
Það er skrýtið að hugsa til þess að
þú verðir aldrei aftur á Bakka þegar
við komum þangað en amma verður
þar og við munum hjálpast að að vera
sterk og varðveita minningu þína. Við
vitum að það hefur enginn neitt nema
jákvætt um þig að segja, þú varst
alltaf svo blíður og góður við alla.
Við viljum þakka þér fyrir allar
samverustundirnar sem við höfum
átt í gegnum tíðina, þær ætlum við
að varðveita á besta stað í hjarta
okkar.
Okkur langar að senda þér þessa
bæn af því að við vitum að þú munt
alltaf fylgja okkur:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku afi, við söknum þín sárt og
munum aldrei gleyma þér.
Takk fyrir allt.
Jón Guðmann, Jóhann
Sigurjón, Péturína Laufey
og litli pjakkur.
Okkur langar í nokkrum orðum að
minnast elsku afa okkar.
Það var erfitt að sætta sig við þær
fréttir að afi á Bakka væri dáinn, en
minningarnar um yndislegan afa eru
dýrmætar og þær góðu stundir sem
við áttum saman í sveitinni hjá afa og
ömmu við hin ýmsu störf.
Þessar minningar munum við
geyma í hjarta okkar um ókomna tíð.
Það verður skrítið að koma í sveit-
ina og hugsa til þess að þú komir
ekki þangað aftur en við vitum að þú
munt fylgjast með okkur og við mun-
um aldrei gleyma þér.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku afi, vonandi líður þér vel á
þeim stað þar sem þú ert núna, við
munum gæta ömmu fyrir þig.
Þín barnabörn
Zophonías Ari, Eysteinn
Pétur, Kristín Ingibjörg,
Greta Björg og Grímur Rúnar.
Elsku afi. Ég man þegar ég og
amma fórum oft með þér í bílinn til
Blönduóss. Ég fékk oft engjaþykkni,
stundum nammi eða sokka í kaup-
félaginu á Blönduósi.
Ég kom í sveitina til þín og ömmu,
ég náði í gleraugun fyrir þig og inni-
skóna þegar ég var pínulítil. Það var
gaman að hjálpa til og vera hjá þér
og ömmu.
Það var gaman að vera með þér að
gefa kindunum hey og vatn. Ég fékk
að eiga kind sem ég skírði Írenu og
nú er hún orðin amma. Ég söng fyrir
þig þegar ég kvaddi þig og þú reynd-
ir að klappa fyrir mér.
Þegar ég kvaddi þig söng ég fyrir
þig um sólargeislann, ég söng það oft
fyrir þig.
Þú sólargeisli sem gægist inn,
og glaður skýst inn um gluggann minn,
mig langar svo til að líkjast þér
og ljósi varpa á hvern sem er.
Nú líður þér vel uppi hjá Guði. Ég
ætla að teikna mynd af þér með
Guði, Jesú og englunum í kring.
Mér þykir mjög vænt um þig, ég
elskaði þig mikið.
Þú varst duglegur. Kveðja.
Þín
Bjarkey Sif Sveinsdóttir.
Elsku afi.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Það er mjög erfitt að ætla að setja
fá orð á blað þegar það er til hafsjór
af minningum um þig hjá okkur, en
þær sem við komum ekki á blað
geymum við í hjarta okkar.
Þær minningar sem koma fyrst
upp í huga okkar eru flestallar
tengdar sveitinni. Það voru nú ófá
skiptin þegar við komum í sveitina
að við fórum með þér út í fjós, út í
sumarbústað eða að hjálpa ykkur í
heyskap. Þegar þú talaðir við öll
dýrin stór og smá, þau voru öll svo
miklir vinir þínir og báru mikla virð-
ingu fyrir þér. Sérstaklega er það
minnistætt þegar þú kallaðir á
álftirnar sem voru á túninu og alltaf
komu þær til þín og þáðu af þér
matarbita. Það er alltaf mikill
gestagangur á Bakka, fólk sem
JÓN
BJARNASON
✝ Hólmsteinn Sig-urðsson fæddist
að Selá á Skaga 27.
janúar 1924. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Sauðárkróks
24. september síðast-
liðinn. Foreldrar hans
voru Sigurður G. Jós-
afatsson, f. 15. apríl
1893, d. 5. ágúst 1969,
og Guðrún Þóranna
Magnúsdóttir, f. 19.
ágúst 1895, d. 30. júlí
1968. Systkini Hólm-
steins voru: Magnús
Hofdal, f. 6. október 1916, d. 11.
apríl 1999, Jósafat, f. 23. nóvember
1917, Guðrún Ólöf, f. 6. febrúar
1919, d. 13. febrúar 1948, Guðrún
Bergs, f. 22. júní 1921, d. 8. október
1987, Lilja Ólöf, f. 27. júní 1926, d.
3. mars 1982, Sigurberg Magnús, f.
9. ágúst 1931, d. 21. september
2002, og Ósk, f. 28. febrúar 1933, d.
31. ágúst 2002.
Hólmsteinn giftist 12. júní 1945
Guðrúnu Bergsdóttur, f. 19. febr-
úar 1922, d. 26. febrúar 1996. For-
eldrar hennar voru Bergur Magn-
ússon, f. 13. október 1896, d. 13.
apríl 1987, og Ingibjörg Sigfús-
dóttir, f. 14. desember 1892, d. 19.
október 1960. Börn þeirra eru: 1)
Sigrún Inga, f. 9. maí 1945, maki
Sigurður Hólmkelsson, f. 14. októ-
ber 1932, og eiga þau
fimm börn og sjö
barnabörn. 2) Bergur
Ragnar, f. 9. janúar
1947, d. 24. maí 2001,
og átti hann eitt
barn. 3) Anna Sigríð-
ur, f. 16. október
1952, sambýlismaður
Davíð S. Helgason, f.
2. júní 1962, og á hún
fimm börn og sex
barnabörn með fyrri
manni Hilmari Sigur-
steinssyni, f. 7. ágúst
1951. 4) Marteinn
Hólm, f. 26. júlí 1956, maki Stella
Bára Guðbjörnsdóttir og eiga þau
þrjú börn. Hólmsteinn ólst upp á
Ytri-Hofdölum hjá móðurömmu
sinni Guðrúnu Bergsdóttur og
seinni manni hennar Sigtryggi J.
Guðjónssyni. Hann stundaði nám í
Bændaskólanum á Hólum. Hann
hóf búskap á Ytri-Hofdölum 1944
og bjó þar til 1986, en þá fluttu þau
á Hólaveg 32 Sauðárkróki. Hólm-
steinn vann hjá Fiskiðju Skagfirð-
inga í nokkur ár. Hann var heima á
Hólaveginum þar til um miðjan júlí
síðastliðinn, en þá var hann lagður
inn á Sjúkrahúsið vegna veikinda
og var þar til dánardags.
Útför Hólmsteins fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Mig langar að kveðja þig, pabbi
minn, með örfáum minningarbrotum.
Það fyrsta sem í hugann kemur er
traustið sem þú barst til allra. Ég
man eins og það hafi gerst í gær þeg-
ar ég var átta ára pjakkur og þú lést
mig rifja hey á traktornum, fórst
fyrstu hringina með mér og lést mig
svo taka við. Ég stóðst prófið, fékk að
vinna smám saman meir og meir á
vélunum. Hestar, útreiðar og tamn-
ingar var það sem gaf þér mest gildi í
lífinu, svo langt sem ég man varstu
alltaf með hesta á húsi og þegar þú
fluttir á Krókinn keyptir þú hesthús
og varst með hesta á meðan heilsan
leyfði. Að temja fjörmikla fola var líf
þitt og yndi.
Ég verð nú að minnast á þinn
mesta gæðing, hann Kóp. Ég man
enn glampann í augum þér þegar þú
varst að segja mér þvílíkur alhliða
gæðingur hann væri, en hann var fall-
inn fyrir mitt minni. Iðjusamari mað-
ur er vandfundinn, þér féll aldrei verk
úr hendi. Þegar heyannir stóðu yfir
fórst þú á fætur fyrir allar aldir og
varst búinn að slá í tvo til þrjá tíma
fyrir morgunmjaltir. Skemmtilegast
var þegar farið var að heyja á engj-
unum og eyjunum í Héraðsvötnunum.
Þá var farið að morgni og komið aftur
að kvöldi og haft með sér nesti. Og vel
beit ljárinn í orfinu hjá þér, þú varst
mjög laginn við að brýna eggjárn svo
vel biti.
Yndislegt var þegar þú varst að
segja mér hvað blómin hétu, þú þekk-
ir nöfnin á öllum villtum jurtum. Alla
fugla þekktir þú einnig með nöfnum.
Smíðar léku í höndum þér, sama
hvort var tré eða járn. Skeifur smíð-
aðir þú sjálfur fyrstu árin í búskap-
artíð þinni.
En þó að oft væri mikið að gera í
sveitinni gáfuð þið mamma ykkur allt-
af góðan tíma til að sinna gestum sem
bar að garði, því þið voruð gestrisin
með afbrigðum. Veittuð vel í mat og
drykk, fóruð með þeim í heimsóknir
og sýnduð þeim Skagafjörðinn. Eftir
að ég settist að á Hvammstanga
komst þú ríðandi vestur í heimsókn til
mín ásamt Didda frænda þínum.
Svona ferðum hafðir þú rosalega
gaman af, en sökum anna í búskapum
urðu þær ekki margar, því var nú
miður.
Að lokum sendi ég mínar bestu
þakkir til allra sem heimsóttu og
hjálpuðu pabba eftir að hann var orð-
inn einn heima á Hólaveginum og eins
bestu þakkir til starfsfólks Sjúkra-
hússins fyrir umönnun hans síðustu
vikur.
Þinn sonur
Marteinn.
Tengdafaðir minn er dáinn. Marg-
ar minningar koma upp í hugann þeg-
ar maður hugsar um mann eins og
hann var. Þegar ég kom fyrst að Hof-
dölum stóð heyskapur sem hæst, svo
nóg var að gera í sveitinni. En tengda-
foreldrar mínir létu sig ekki muna um
það að leggja niður vinnu til að taka á
móti mér. Ég stoppaði í nokkra daga
og þá var tíminn notaður til að sýna
mér sem mest af Skagafirði.
Eftir að Gunna dó var Bebbi sonur
þeirra mikið til á heimilinu hjá pabba
sínum þar til hann dó fyrir rétt rúmu
ári. Alltaf tók Steini vel á móti okkur
með kaffi á könnunni og bakkelsi
með. Inga dóttir hans var dugleg að
steikja kleinur og senda honum, þær
voru lostæti. Svo var setið og spjallað.
Steini var ekki að bera á borð tilfinn-
ingar sínar. Honum fannst það ekki
við hæfi að vera að kvarta. En alltaf
gátum við rætt heilsufar hans, hann
sagði mér alltaf hvernig honum liði.
Er ég honum þakklát fyrir að treysta
mér fyrir heilsufari sínu.
Steini átti góða vini sem heimsóttu
og eða hringdu í hann, sem of langt
væri að nefna hér. En þó ætla ég að
nefna ein hjón, þau Björn og Guðrúnu
á efri hæðinni. Þau voru alltaf boðin
og búin að hjálpa, sama hvað það var.
Ég veit ekki hvernig við hefðum farið
að án þeirra hjálpar. Og kann ég þeim
bestu þakkir fyrir. Einnig vil ég
þakka heimilishjálpinni henni Auð-
björgu fyrir allt sem hún gerði fyrir
Steina. Að hafa svona konu sér til að-
stoðar er stórkostlegt. Ef þannig var
hjá Steina var hún tilbúin að endur-
skoða fríin sín til að geta hjálpað hon-
um.
Að endingu vil ég þakka starfsfólki
á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
fyrir frábæra umönnun. Steini sagði:
„Þær eru svo góðar hér, vilja allt fyrir
mig gera.“
Elsku Steini, þín verður sárt sakn-
að. Engin afi á Hólaveginum lengur.
Og nú finnst manni einhvern veginn
að maður hafi ekkert að gera í Skaga-
fjörðinn. Með minningar að vega-
nesti, söknuði og trega kveð ég Steina
tengdaföður minn með þessu ljóði:
Hinn þungi tímans straumur sem að allt hér
færir fjær
með feiknarafli sem að enginn hemur.
Og víst er það að liðnar stundir enginn
aftur fær
því öðruvísi er næsta sem að kemur.
En veruleikans gustur mig vakti af svefni
þeim
og við mér blasti heimur staðreyndanna.
Ekki finnast svör við mörgu í okkar stóra
heim
og enginn skilur gerðir sumra manna.
En mikið er hún dýrmæt hver minning sem
er góð
og maður ætti hana vel að geyma.
Því hollt getur það verið að sækja í þann sjóð
og síst af öllu þeim ég vildi gleyma.
(Á.G.)
Þín tengdadóttir
Stella.
Elsku Steini afi. Enn einu sinni er
komið að kveðjustund og nú í hinsta
sinn. Ég sit hér andvaka næstum sól-
arhring eftir andlát þitt og hugsa um
þig. Þú áttir erfitt sumar og lást á
spítala mjög veikur um tíma. En svo
náðir þú þér nokkuð vel upp úr veik-
indunum og varst sæmilega hress
þegar þú kvaddir þennan heim að
morgni þriðjudagsins 24. september.
Ég er að hugsa um allar góðu stund-
irnar með þér og ömmu og þá sér-
staklega þær heima á Hofdölum. Þú
og amma fluttuð þaðan á Krókinn
HÓLMSTEINN
SIGURÐSSON