Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ A llt síðan morð var framið í síðustu viku, hefur mikið verið tal- að um vanda geð- sjúkra afbrotamanna og aðgerðarleysi stjórnvalda. Um- ræðan hefur mikið snúist um ein- stakling sem grunaður er um morðið, afstöðu aðstandenda hans og ábyrgð ráðherra dómsmála, fé- lagsmála og heilbrigðismála í landinu. Umræðan byrjaði eiginlega þegar Þorsteinn Jónsson fangels- ismálastjóri tjáði sig um þetta til- tekna mál og vakti það mikla athygli þeg- ar hann sagði að engin stofnun í þjóðfélaginu væri tilbúin að taka manninn upp á sína arma eða bera ábyrgð á honum. „Hver vísaði á annan…þetta er maður sem á heima á stofnunum og undir eft- irliti lækna. Hann þurfti aðhald og þjónustu sem hann var tilbúinn að þiggja en slíkt var ekki í boði.“ Allir virðast sammála um að það þarf að sérsníða úrræði fyrir þennan tuttugu manna hóp alvar- lega veikra manna sem lögreglan hefur nær daglega afskipti af og eru inn og út úr fangelsunum, sem er ekki rétti staðurinn. Sig- ursteinn Másson, formaður Geð- hjálpar, hefur sem betur fer verið óþreytandi við að benda á að það liggi ljóst fyrir hvaða úrræði þessi hópur þurfi. Lokaða meðferð- arstofnun þar sem sjúklingarnir fái þjónustu lækna. Fangelsi eða réttargeðdeild eru ekki réttu stað- irnir. Margir hafa verið sér meðvit- andi um vanda þeirra einstaklinga sem eru hvað veikastir. Geðhjálp og aðstandendur hafa ýtt á stjórn- völd og þrýst á um úrbætur og raunveruleg úrræði fyrir þennan hóp, skrifað bréf og óskað eftir fundum. Úrræði fyrir þennan hóp eru hvorki fangelsi né rétt- argeðdeild eins og Sigursteinn hefur bent á í fjölmiðlum und- anfarið. Lokuð geðdeild þar sem þessir einstaklingar fá lækn- isfræðilega meðferð við hæfi er úr- ræðið sem vantar. Einnig breyting á sjálfræðislögum til samræmis við það sem gerist á Norðurlönd- unum, þannig að aðstandendur svo alvarlega geðsjúkra þurfi ekki að ganga píslargöngu niður í dómsmálaráðuneyti til að nauð- ungarvista hinn sjúka á meðferð- arstofnun, eins og Sigursteinn benti m.a. á í Kastljósinu í vikunni. Vistun á að vera læknisfræðileg ákvörðun. Í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu á fimmtudagskvöld var sýnt brot úr mánaðargömlum þætti þar sem spurt var hvað aðgerðarleysið í þessum efnum kostaði okkur. Svarið kom nokkrum vikum síðar: Mannslíf meðal annars. Af hverju þarf alltaf stórslys til þess að við tökum við okkur? T.d. morðið á Klapparstíg til að bæta aðbúnað alvarlega geðsjúkra af- brotamanna, Skerjafjarðarslysið til að bæta vinnubrögð við rann- sóknir á flugslysum og laga reglur í þeim efnum, umferðarslys til að laga hættulega vegarkafla og svo mætti áfram telja. Það virðist þurfa að hrista okkur hastarlega til að eitthvað sé gert í málunum. Af hverju er svo erfitt fyrir ráðuneytin að starfa saman? Hóp- vinna er algeng á öllum skólastig- um og samvinna er lykilorð í nú- tímastjórnun, ég held það a.m.k. En raunin er sú að hvert ráðuneyti er eins og eyland sem afgreiðir mál eða hugsar með sér að hin ey- löndin afgreiði þau. Fyrir liggur hvað þarf að gera, sagði Sigursteinn Másson. Hann tók undir með föður mannsins sem grunaður er um morðið í síðustu viku; talklúbbur er ekki nauðsyn- legur. Talklúbb kallaði faðirinn þann samráðshóp ráðuneytanna sem ákveðið hefur verið að stofna. Nú þarf frekar að grípa til að- gerða. Óumdeilt er að heilbrigðis-, fé- lagsmála- og dómsmálaráðuneyti þurfa að vinna saman. Allir eru sammála um að það eigi ekki að bíða eftir stórslysum en sú virðist oft þurfa að vera raunin. Faðirinn hefur nú ritað tvö bréf. Annað fyrir nokkrum mánuðum og hitt nú í vikunni. Þá var hann reiður: „Ráðherrarnir þrír sem ég skrifaði hjálparbeiðni þann 29. maí sl. hafa þvegið rækilega hendur sínar í fjölmiðlum í gær og í dag, sem er í sjálfu sér eðlileg viðleitni, þar sem handvömmin, valdhrok- inn, mannfyrirlitningin og við- bragðaleysið við beiðni minni í maí var yfirgengilegt og óafsakan- legt.“ Ráðuneytin sögðust nefnilega öll hafa gripið til ráðstafana. Í hverju voru þær fólgnar? Jú, ráð- herrarnir ætluðu að láta skoða þetta mál, buðu að alltaf væri hægt að hafa samband við ráðu- neytið, ráðuneytin settu sig „í samband við þær stofnanir sem málinu tengdust“ en sögðu líka að svo hefði virst sem málið hefði ver- ið í farvegi hjá öðrum ráðuneytum. Ráðherrarnir sjálfir hafa lítið ver- ið sýnilegir í þessari umræðu og hafa frekar teflt aðstoðarmönnum sínum fram. En þeir bera ábyrgð. Vantar pólitískan vilja til að setja meira fé í þennan málaflokk? Þeg- ar þetta er skrifað er ekki vitað hver niðurstaða ríkisstjórn- arfundar í dag, föstudag, verður, en þar verða þessi mál rædd. Það er spurning hvort stjórnin stígur stór skref. Átak í þessum málum er vissu- lega kostnaðarsamt en aðgerða- leysið er dýrara. Nú þarf átak heilbrigðis-, dóms- og félagsmála- ráðuneyta. Stuðningur og eft- irfylgni eru lykilorð. Fulltrúar ráðuneytanna og Geðhjálpar fund- uðu óformlega í sumar og þar varð niðurstaða umræðna sú að nýtt meðferðarúrræði þyrfti, eins og Sigursteinn sagði. Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur. Sérsniðin úrræði Jú, ráðherrarnir ætluðu að láta skoða þetta mál, buðu að alltaf væri hægt að hafa samband við ráðuneytið, ráðuneytin settu sig „í samband við þær stofnanir sem málinu tengdust“ en sögðu líka að svo hefði virst sem málið hefði verið í farvegi hjá öðrum ráðuneytum. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Laugardagur Loftkastalinn. Kl. 18: Tiny Bell Trio. Dave Douglas trompet, Brad Shepik gítar og Jim Black trommur. Kaffi Reykja- vík. Kl. 20.30: Ísland-Írland. Mark O’Leary gítar, Kjartan Valdemarsson píanó og Matthías M.D. Hemstock trommur. Kaffi Reykjavík. Kl. 22: Nýr og ný- legur latíndjass innblásinn af kúb- anskri tónlist, Tómas R. Einarsson bassi, Eyþór Gunnarsson píanó, Hilmar Jensson gítar, trompet, Samúel J. Samúelsson básúnu, Pét- ur Grétarsson og Matthías M.D. Hemstock slagverk. Kaffi Reykjavík. Kl. 1: Djasshátíð- ardansleikur – Milljónamæringarnir með Ragga Bjarna og Bjarna Ara. Djasshátíð 15:15 er heiti tónleikaraðar sem fjórir tónlistarhópar standa fyrir í Borgarleikhúsinu næstu vikurnar. Allir tónleikarnir verða í nýja sal Borgarleikhússins á laugardögum kl. 15.15, og í dag verður tónleika- röðin kynnt með inngangstón- leikum þar sem öllum býðst ókeypis aðgangur og brot af því sem fyrir eyru ber næstu vikurnar. Það eru Caput, Eþos kvartettinn, slagverks- hópurinn Benda og Ferðalög sem standa að tónleikaröðinni. Það er Caput sem er potturinn og pannan í þessu tónleikahaldi, og í vor stóð hópurinn ásamt Ferðalögum fyrir fyrstu tónleikaröðinni með þessu nafni í Borgarleikhúsinu, sem er samstarfsaðili tónlistarhópanna um tónleikana. Sigurður Halldórsson sellóleikari er einn skipuleggjenda tónleikarað- arinnar. „Það hafði lengi staðið til að slagverkshópurinn Benda yrði eins konar gestastjarna á Caput- tónleikum. Snorri Sigfús Birgisson samdi Caputkonsert nr. 2 fyrir sin- fóníettu og slagverkseinleikara, fyrir Caput og Bendu, og þar með var kominn grundvöllur að meira samstarfi. Benda lagði til aðra tón- leika að eigin frumkvæði og Eþos kvartettinn kom síðan inn í þetta þegar við þurftum að fresta öðrum tónleikum í röðinni. Caput og Ferðalög standa svo fyrir öðrum tónleikum í röðinni.“ Hver þessara hópa hefur sín sér- kenni; Caput flytur nýja músík og Ferðalög eru tónleikar þar sem ákveðin landsvæði eða tímabil tón- listarsögunnar eru heimsótt í tón- um. Tónleikar Ferðalaga eru því byggðir á ákveðnu þema hverju sinni. Sigurður segir að verði fram- hald á tónleikum hópanna sé allt eins líklegt að haldið verði í fasta liði frá önn til annar, og meðal þeirra verði heilir tónleikar með verkum eins tónskálds. Að þessu verður dregin upp nærmynd af Karólínu Eiríksdóttur og verk eftir hana leikin á Caput-tónleikum 19. október. Sigurður segir skipulag tónleika- raðarinnar hafa gengið vel og að samstarfið við Borgarleikhúsið skipti sköpum. Þetta sé þó kostn- aðarsamt. „En við tónlistarmennirnir erum alveg vanir því að fá ekkert borgað fyrir vinnuna okkar í þessum bransa og það er kannski það sem mæðir mest á okkur í þessu sam- bandi. Við erum mjög ánægð með að Borgarleikhúsið skyldi hafa haft áhuga á að hafa okkur í húsinu. Það þýðir það að við þurfum ekki að taka eins mikla fjárhagslega áhættu sjálf, fyrir utan það sem snertir okkar eigin vinnu. Við höf- um líka fengið góða aðstöðu í Borg- arleikhúsinu, sem er okkur ómet- anlegt.“ Tónleikarnir verða átta alls, og í hverri viku; níu með upphafs- tónleikunum í dag kl. 15.15. Sem fyrr segir er aðgangur ókeypis í dag fyrir alla þá sem vilja heyra hvað í boði verður í vetur. Fjórir tónlistarhópar sameinast um tónleikahald Ný músík, ferðalög, strengja- kvartettar og slagverk Caput ber hita og þunga af tónleikaröðinni 15:15 í Borgarleikhúsinu. LISTFERILL Eiríks Smith spannar yfir meira en 50 ár. Tók hann m.a. þátt í sögulegri haustsýn- ingu í Listamannaskálanum árið 1953 ásamt Herði Ágústssyni, Karli Kvaran, Sverri Haraldssyni og Svav- ari Guðnasyni, sem var fyrsta sam- sýningin á Íslandi þar sem einungis voru sýnd ab- strakt verk. Ei- ríkur er lista- maður sem virðist alltaf hafa verið reiðubúinn að fara aftur á byrjunarreit til að þroska og þróa myndmál sitt. Vakti hann fyrst athygli snemma á sjötta áratugnum fyrir geometrískar ab- straktsjónir. Síð- ar þann sama áratug sagði hann skilið við geometríuna og sneri sér að ljóð- rænni abstraktsjón, sem hann vann með stórum sköfum í anda Franz Kline og Pierre Soulage. Á sjöunda áratugnum fór svo að gæta áhrifa af breskri popplist í málverkum Eiríks og á þeim áttunda tók við tímabil raunsæisins. Á níunda áratugnum voru efnistök hans orðin expressjón- ísk á ný þar sem lausir pensildrættir formuðu smáar fígúrur í yfirþyrm- andi landslagi líkt og málarinn væri að sameina expressjónisma við róm- antísk málverk 19. aldarinnar. Síðan á tíunda áratugnum hefur svo ljóð- ræna abstraktsjónin átt hug hans að mestu. Í Hafnarborg stendur nú yfir sýn- ing á verkum eftir Eirík Smith. Flest eru þau unnin á síðastliðnum 3 árum og má því segja að sýningin sé í beinu framhaldi af síðustu einkasýningu listmálarans í sömu salarkynnum ár- ið 1999. Á jarðhæðinni, í Sverrissal, sýnir hann vatnslitamyndir, jafnt af landslagi og ljóðrænar abstraktsjón- ir. Á efri hæðinni, í aðalsýningarsaln- um, eru svo óhlutbundin olíumálverk sem byggjast á upplifunum listmál- arans á landslagi og náttúru. Má þar greina ýmis tilbrigði við fyrri tilraun- ir hans sem virðast mætast í nýjum verkunum. Í bland við lausa pensil- drætti skefur hann málningu yfir myndflötinn líkt og hann gerði í ab- straktverkum sjötta áratugar- ins. Hefur hann bætt tenntum sköfum við áhöld sín, líkt og dúk- lagningarmenn brúka við iðn sína. Notar Ei- ríkur tenntar sköfurnar til að teikna bylgjur í þykka olíuna. Þá virðist hann hafa fundið samleið með abstrakt ex- pressjóninni og þeim stílbrigðum sem hann tileink- aði sér undir áhrifum af popplistinni. Sést það hvað best í verkum sem hann nefnir „Himinn og jörð 1–5“. Því er ekki að neita að Eiríkur býr yfir tæknilegri reynslu sem gæðir verk hans mjög. Efnistökin eru yf- irveguð og málverkin litauðug, allt frá sætum bleikum yfir í þungan svartan. Margt í verkunum má kalla jarðbundið, en þrátt fyrir það liggur yfir þeim „ára“ sem hafin er yfir skil- greindan veruleika og tilheyrir þeim skynræna. Vel unnin sýningarskrá hefur ver- ið gefin út í tilefni sýningarinnar með texta eftir Aðalstein Ingólfsson og viðtali við listamanninn. Aftur til upphafs- ins og áfram MYNDLIST Hafnarborg Sýningin er opin alla daga nema þriðju- daga kl. 11–17 og henni lýkur 7. október. MÁLVERK EIRÍKUR SMITH Olíumálverkið „Himinn og jörð nr. 1“ eftir Eirík Smith. Jón B.K. Ransu AÐRIR fjölskyldutónleikarnir í tón- leikaröðinni Töfratónum sem Nor- ræna húsið stendur fyrir verða í dag, laugardag, kl. 14 og eru að þessu sinni „Afrisah-tónleikar“. Þar mæta til leiks tveir tónlistarmenn sem upp- runnir eru á Fílabeinsströndinni í Vestur-Afríku, þeir Raymond Ser- eba, dans/söngur/slagverk, og Kossa Diomande, djembe/slagverk/söngur. Þeir munu dansa, syngja og leika tón- list frá heimabæjum sínum. Þeir koma með hefðbundin afrísk hljóðfæri og fá gestina til að taka þátt í söng og trumbuleik. Með þátttöku sinni kynn- ast áheyrendur hrynjandi, lögum og sögum sem Raymond og Kossa lærðu af foreldrum sínum, öfum og ömmum. Tónlistarmennirnir hafa margra ára reynslu af barnatónleikum með Ríkistónleikunum í Noregi. Þeir hafa kynnst þúsundum barna allt frá Finn- mörku í norðri til Kristjánssands í suðri og heillað þau með tónlist og dansi. Hugmyndavinna og stjórnun er í höndum Hallgeirs Frydenlund. Afrískir tón- ar í Nor- ræna húsinu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.