Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 35
ÚR VESTURHEIMI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 35
ROKKASMIÐURINN Doug Rogn-
valdson frá Edmonton kemur til Ís-
lands í næstu viku í þeim tilgangi að
kynna gerð rokksins, sem hann
lærði af föður sínum vestra.
Doug Rognvaldson er 82 ára og
kemur hingað á vegum verkefn-
isnefndar Þjóðræknisfélags Íslend-
inga í Vesturheimi, The Inter-
national Visits Program, sem
vinnur með Þjóðræknisfélagi Ís-
lendinga að heimsóknum lista-
manna og fyrirlesara frá Norður-
Ameríku til Íslands og öfugt. Kan-
ada-Ísland-sjóðurinn og Flugleiðir
eru helstu styrktaraðilar ferð-
arinnar ásamt Laufáshópnum svo-
nefnda á Akureyri og nágrenni,
sem vinnur að því að viðhalda og
endurvekja gamalt verklag.
Jón, faðir Dougs, flutti fimm ára
með foreldrum sínum og systur frá
Skagafirði til Kanada 1876 og byrj-
aði að smíða rokka um 1930, en T.
Eaton Co. bauð þá fyrst til sölu
1933. Fyrsta áratuginn smíðuðu
Jón og synir hans um 300 rokka en
á um 70 árum hafa feðgarnir smíð-
að alls um 2.000 rokka.
Smíðin byggist fyrst og fremst á
íslensku hugviti með kanadísku
ívafi en þótt nokkrar breytingar
hafi átt sér stað í tímanna rás notar
Doug upprunalegu tækin og
tæknina við smíðina til að viðhalda
hefðinni.
Tveggja vikna sýnikennsla
Dougs hefst á Punktinum á Ak-
ureyri 12. október, en hann verður
fyrir norðan á vegum Laufáss-
hópsins og m.a. er gert ráð fyrir að
hann sýni verklagið á starfsdegi í
Laufási 19. október. Doug verður
einnig með sýnikennslu í Vestur-
farasetrinu á Hofsósi og á vegum
Byggðasafns Skagfirðinga í
Glaumbæ.
Doug Rognvaldson, rokkasmiður frá Edmonton í Kanada.
Smíðar
íslenska
rokka
vestra
Rokkasmiður frá Edmonton með sýnikennslu á Íslandi
ÍSLENSKU höfundarnir Andri
Snær Magnason, Hallgrímur Helga-
son og Hávar Sigurjónsson voru á
ferðinni í Kanada á dögunum og
kynntu þar verk sín við góðar und-
irtektir.
Höfundarnir sátu fyrir svörum
um verk sín á alþjóðahátíð höfunda í
Ottawa. Þetta var í fyrsta sinn, sem
Íslendingum var boðið á þessa miklu
hátíð, en hún var nú haldin sjötta ár-
ið í röð.
Eftir hátíðina í Ottawa fóru Andri
Snær Magnason og Hallgrímur
Helgason til Winnipeg, þar sem þeir
sátu alþjóðlegt rithöfundaþing. Þeir
lásu upp úr verkum sínum í leikhúsi
í miðbænum og árituðu bækur sínar
í Tergesen-versluninni í Gimli auk
þess sem þeir hlustuðu á David
Arnason, rithöfund og yfirmann ís-
lenskudeildarinnar við Manitobahá-
skóla, lesa úr nýju smásagnasafni
sínu í bókaverslun í Winnipeg. Á
myndinni að neðan eru höfundarnir
í höfuðborginni. Frá vinstri: Hávar
Sigurjónsson, Andri Snær Magna-
son, Hjálmar W. Hannesson, sendi-
herra Íslands í Kanada, og Hall-
grímur Helgason.
Íslenskir
höfundar
í Kanada
BARNAKÓR Nýja Íslands í Kan-
ada syngur fyrir Bretadrottningu í
Winnipeg á þriðjudag, en krakkarn-
ir í kórnum eru af íslenskum upp-
runa og syngja íslensk lög, yfirleitt á
íslensku en stundum í enskri þýð-
ingu.
Elísabet önnur Bretlandsdrottn-
ing er í opinberri heimsókn í Kanada
um þessar mundir í tilefni þess að 50
ár eru síðan hún tók við völdum.
Vegna komu hennar til Winnipeg
verður heiðursdagskrá við þinghúsið
og á svæði skammt frá sem nefnist
The Forks, en barnakór Nýja Ís-
lands syngur á síðarnefnda staðn-
um.
Rosalind Vigfusson, stjórnandi
kórsins, segir að þetta sé mjög
ánægjulegt verkefni, en það hafi
komið sér skemmtilega á óvart þeg-
ar hringt hafi verið í sig og hún
spurð hvort mögulegt væri að kór-
inn syngi fyrir drottninguna.
„Skipuleggjandinn sem hringdi
sagðist hafa heyrt í börnunum og
sér hefði þótt ósköp gaman að heyra
í þeim. Hann væri búinn að kaupa
diskinn með þeim og vildi fá þau til
að syngja fyrir drottninguna.“
Kórinn byrjaði að æfa 1999 með
söng á þorrablóti árið eftir í huga, en
síðan hefur hann komið víða fram og
meðlimum fjölgað. Til að byrja með
var Rosalind með nokkra krakka frá
Árborg, Hnausa og Riverton í kórn-
um, en nú er 31 unglingur í kórnum
frá þessum stöðum og Gimli að auki.
Kórinn syngur fyrst og fremst ís-
lensk lög á íslensku eða í enskri þýð-
ingu og segir Rosalind að drottn-
ingin fái væntanlega að heyra „Senn
kemur vor“ á íslensku eða „Nú sefur
jörðin sumargræn“ á ensku í þýð-
ingu Davids Gislasonar.
Morgunblaðið/Kristinn
Barnakór Nýja Íslands hefur komið víða fram og syngur næst fyrir Bretlandsdrottningu.
Syngur fyrir drottninguna
UNDANFARNA daga hefur
staðið yfir veggspjaldasýning í
íslenska bókasafninu í Manitoba-
háskóla í Winnipeg í Kanada, þar
sem kynnt eru ritstörf og ævifer-
ill rithöfundarins Halldórs Lax-
ness, en sýningin verður opnuð í
Gimli í dag og verður þar til 15.
nóvember næstkomandi. Sýning-
in í íslenska bókasafninu hófst 2.
október og af því tilefni sóttu
tæplega fjörutíu manns sam-
komu í íslenska bókasafninu við
Manitobaháskóla og þáðu veit-
ingar í boði aðalræðisskrifstof-
unnar í Winnipeg. Eiður Guðna-
son sendiherra, aðalræðismaður í
Winnipeg, minntist skáldsins í
stuttu ávarpi, en 23. apríl sl. var
öld liðin frá fæðingu Halldórs
Laxness.
Fjöldi manns hefur sótt sýn-
inguna, en hún verður formlega
opnuð í Safni íslenskrar menn-
ingararfleifðar í Nýja Íslandi í
Menningarmiðstöðinni The Wat-
erfront Centre í Gimli í dag. Frá
Gimli fer hún til Skotlands þar
sem hún verður opnuð í lok nóv-
ember.
Kynning á skáld-
inu í Manitoba
Fjölmargir gestir voru við opnun sýningarinnar í íslenska bóka-
safninu við Manitobaháskóla miðvikudaginn 2. október síðastlið-
inn. Þar á meðal voru, frá vinstri: Dorothy Christofferson,
Christine Stuart-Smith, Erla Wankling og Gunnvör Ásmundsson.
Sýning um verk og ævi
Halldórs Laxness