Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NOTUM meira fé í menntun. Hættum að spara útgjöld til mennt- unar. Af hverju? Vegna þess að okk- ur er lífsnauðsyn að bæta íslenska skólakerfið. Gleymum því ekki að námshópar eru of stórir, námsráð- gjöf alltof lítil og stoðkerfi skóla- starfs hér á landi of veikburða og fleira mætti upp telja. Þetta verður ekki lagað nema með meiri pening- um. Stjórnmálamenn tala sýknt og heilagt um betra skólakerfi en þegar til kastanna kemur gleyma þeir því að skólakerfið verður ekki bætt nema meira fé verði varið til þess. Alþjóðadagur kennara Í dag, 5. október, er alþjóðadagur kennara. Yfirskrift dagsins er: „Teachers Create Dialogue Every Day“. Hún vísar til þess að í skóla- stofunni skapar kennarinn frjóa um- ræðu á hverjum degi. Þar er hann eins konar „gagnvirkur miðill“ sem gefur og tekur við upplýsingum og virkjar nemendur í lifandi samræðu. En verkefni kennarans beinist ekki aðeins að samtíðinni. Það snýst um framtíðina. Kennarinn þarf að hafa sýn inn í hana til að geta búið nem- endur undir líf og störf við nýjar og breyttar aðstæður í framtíðinni. Áhyggjur skólamanna víða um heim Kröfur sem gerðar eru til kenn- ara, námsráðgjafa og skólastjórn- enda eru stöðugt að aukast en á sama tíma hafa skólamenn hér á landi sem og víða í Evrópu áhyggjur af því að fjárveitingar til skólanna séu ekki í samræmi við kröfurnar sem gerðar eru til þeirra. Óskir um að skólar á öllum skólastigum veiti meiri þjónustu og sinni hverju barni og unglingi betur eru jákvæðar og til marks um eðlilegan metnað. Þegar staðan er hins vegar sú að fjárveit- ingar aukast ekki heldur standa í stað eða fylgja í besta falli verð- lagsþróun skapast togstreita sem hefur neikvæð áhrif á alla sem í skól- unum starfa, nemendur jafnt sem kennara – að ekki sé minnst á vanda skólastjórnenda. Skilning stjórnvalda vantar Á sama hátt og samfélagið gerir miklar kröfur til kennara, námsráð- gjafa og skólastjórnenda gera þeir miklar faglegar kröfur til sjálfra sín. Það sjáum við best á því hve dugleg- ir þeir eru að sækja hvers konar námskeið og framhaldsnám í því skyni að auka þekkingu sína og hæfni. En þeir gera einnig kröfur til samfélagsins um að þeim séu tryggðar betri vinnuaðstæður og skólunum aukið fé til að svara ósk- um um bætta menntun. Því miður vantar mikið á skilning íslenskra stjórnvalda, sveitarfélaga og ríkis, á því hvað til þarf. Ef stjórnvöld vilja raunverulega tryggja að kennara- starfið sé eftirsótt og skólar aðlað- andi starfsvettvangur þurfa þau að sýna það miklu betur í verki en hing- að til. Hvernig verða gæði kennslunnar tryggð? Á 2. þingi Kennarasambands Ís- lands í mars sl. var samþykkt sem forgangsverkefni í starfi sambands- ins að vinna að því að íslenskir leik- skólar, grunnskólar, framhaldsskól- ar og tónlistarskólar hafi ætíð á að skipa hæfustu kennurum, námsráð- gjöfum og skólastjórnendum. Aðeins með því móti verði gæði kennslu og samfella í skólastarfi tryggð. Í ljósi þessa fer nú fram umræða innan Kennarasambandsins og að- ildarfélaga þess um líðan kennara í starfi og leiðir til að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Einelti á vinnustöð- um félagsmanna er eitt þeirra atriða sem athyglin beinist að. Á áður- nefndu þingi Kennarasambandsins var samþykkt sérstök ályktun um einelti og því beint til stjórnar sam- bandsins að semja framkvæmda- áætlun sem miði að því að koma í veg fyrir eineltismál á vinnustöðum félagsmanna og aðstoða skóla við að leysa slík mál. Menntun kennara í stöðugu endurmati Kennaraskortur hefur verið við- varandi vandamál hér á landi um árabil. Kennarasambandið vill að ráðist verði að rótum þessa vanda með skipulögðum hætti og leggur til að gerð verði áætlun um hvernig tryggja megi nægilegt framboð á vel menntuðu fólki með tilskilin réttindi til að sinna kennslu, ráðgjöf og stjórnun á öllum skólastigum. Jafnframt vill Kennarasambandið að gert verði átak í menntunarmál- um kennara og þær menntunarkröf- ur sem nú gerðar til leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólakenn- ara, námsráðgjafa og skólastjórn- enda verði auknar. Grunnnám verði að lágmarki fjögur ár á háskólastigi. Kennarasambandið leggur auk þess áherslu á að kennarar eigi greiðan aðgang að framhaldsmennt- un og framlög til endur- og símennt- unar kennara, námsráðgjafa og skólastjórnenda verði stóraukin. Fáum stéttum er jafn brýnt að við- halda þekkingu sinni, tileinka sér nýja og bæta starfshæfni sína en einmitt þessum hópum. Allt hnígur þetta að því að styrkja skólastarf í landinu og bæta mennt- un og það er alls ekkert einkamál kennarastéttarinnar. Þetta er hags- munamál þjóðarinnar. Notum meira fé í menntun Eftir Helga E. Helgason „… skóla- kerfið verður ekki bætt nema meira fé verði var- ið til þess“. Höfundur er kynningarfulltrúi Kennarasambands Íslands. FORMAÐUR Samfylkingarinnar sagði við eldhúsdagsumræður sl. miðvikudag að augljós munur væri á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, eins og svart og hvítt. Þar hitti for- maður Samfylkingarinnar, aldrei þessu vant, naglann á höfuðið. Það hefur ekki gengið vel hjá honum hingað til að hitta naglann góða. Hann hefur talað um tifandi tíma- sprengjur og sent sendibréf um bæ- inn, vafalaust einn seinheppnasti þátttakandi í stjórnmálum samtím- ans. En nú hitti formaðurinn beint í mark, þegar hann dró upp skýr skil milli Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar. Öðrum megin stendur flokkur sem hefur með forsætisráðherra í fararbroddi ríkisstjórnar staðið fyrir mestu kjarabótum almennings sem um getur í manna minnum. Hinum megin er flokksmynd sem lítið mál- efnalegt hefur lagt fram frá stofnun og ætlar nú að slá sig til riddara á því að vilja ræða hvort Ísland eigi erindi inn í ESB eða ekki. Er þetta hið mikla stefnumál sem á að bjarga Samfylkingunni frá eigin stefnu- leysi? Eins og venjulega komst for- maðurinn að því að fyrsta skoðun hans á málinu var röng að eigin sögn. Það er ekkert nýmæli, við hin erum vön því að hann hafi rangt fyrir sér. Auðlindin var honum áhyggjuefni, eins og margra annarra. Hann trúði því að við mundum tapa yfirráðum yfir auðlindunum í hafinu. En honum leið illa með þessa skoðun, líklega því hún nálgast það að vera skynsöm. Hann skipti um skoðun og vill nú sækja um aðild, því við gætum kannski lækkað matarverð. Hvort hann er að hugsa einungis um eigin hag þar, veit ég ekki, en ekkert segir að við getum ekki lækkað matarverð án þess að ganga í ESB. Það getur ekki verið að það skipti maga Öss- urar máli hvaðan gott kemur. Málið er að við höfum hreinlega ekki efni á því að leggja fjöregg þjóðarinnar undir hvort formaður Samfylkingar- innar hafi rétt eða rangt fyrir sér. Formaður Samfylkingarinnar hef- ur einnig rangt fyrir sér með það að Sjálfstæðismenn vilji ekki ræða inn- göngu Íslands í ESB. Sjálfstæðis- menn hafa rætt þetta mál á mörgum landsfundum og komust nú síðast að skynsamlegri niðurstöðu sem skýrð er best með tveimur setningum úr ályktun utanríkisnefndar: „Það er því hvorki nauðsynlegt né ráðlegt fyrir Ísland að binda sig Evrópusam- bandinu frekar en orðið er“ og „Að óbreyttu boðar frekari umræða ekki neitt nýtt nema í henni komi skýrt fram ótvíræðir kostir við aðild. Þeir sem mæla með aðild verða því að segja með afdráttarlausum hætti hverju þeir telja að verði fórnað og hvað gæti áunnist við aðild að ESB“. Síðan þá hefur ekkert nýtt komið fram sem breytt gæti afstöðu sjálf- stæðismanna. Þvert í mót hafa fylgj- endur ESB klifað á sömu slagorð- unum aftur og aftur og segja sjálfstæðismenn ekki vilja ræða mál- in. Það er rangt. Við höfum rætt mál- in og munum halda áfram að ræða um ESB innan okkar raða og víðar. Formaður Samfylkingarinnar er hinsvegar haldinn þeirri grillu að ef málin eru ekki rædd á hans forsend- um þá vilji menn ekki ræða þau. Það er rétt við höfnum aðildarviðræðum, við sjáum ekki tilgang með þeim. Forsendurnar eru skýrar, auðlindir Íslands verða ekki gefnar til Brussel. Það er augljós munur á Sjálfstæð- isflokki og Samfylkingu, hann er eins og svart eða hvítt, rétt eða rangt. Þetta er munurinn á staðfestu og vingulshætti, forystusýn og vin- sældahyggju. Augljós munur Eftir Friðjón R. Friðjónsson Höfundur situr í stjórn S.u.s. fyrir Reykjavík. „Auðlindir Íslands verða ekki gefnar til Brussel.“ EFTIR árangursríka endurlífgun á sjúklingi sem farið hefur í hjarta- stopp, þegar hjartsláttur og blóðrás eru aftur orðin eðlileg, hefst nýtt skeið í meðferð hans. Alvarlegasta afleiðing hjartastopps er sá skaði sem heilinn getur orðið fyrir vegna súrefnisskorts. Það má að skipta sjúklingunum í tvo hópa að þessu leyti, annars vegar þá sem vakna fljótlega eftir endurlífgunina, fá meðvitund og geta andað án aðstoð- ar, og hins vegar þá sem eru áfram meðvitundarlausir eftir endurlífgun- artilraunir. Nýjungar í meðferð Horfur sjúklinga, sem vakna mjög fljótlega eftir hjartastopp eru að sjálfsögðu miklu betri en hinna. Þessir sjúklingar leggjast yfirleitt á almenna hjartadeild og gangast þar undir ýmsar rannsóknir sem miða að því að finna orsakir hjartastoppsins. Á grundvelli þessara rannsókna fá sjúklingar svo mismunandi meðferð, allt frá lyfjameðferð til hjartaaðgerðar. Aðrir möguleikar eru t.d. útvíkkun á kransæðum í hjartaþræðingu (s.k. blásning). Nýjung í meðferð, sem um 50 Íslendingar hafa þegar notið góðs af, er sérhæfður gangráður sem getur gefið rafstuð til hjartans ef lífshættulegar gangtruflanir gera vart við sig. Þessi gangráður hefur verulega dregið úr hættunni á skyndidauða hjá þessum sjúkling- um. Hinn hópurinn eru þeir sjúklingar sem ekki komast til meðvitundar fljótlega eftir endurlífgun. Þeir þurfa oftast á gjörgæslu og öndunar- vél að halda. Meðferð á gjörgæslu- deild er aðallega fólgin í stuðnings- meðferð og mjög ýtarlegri vöktun á ástandi sjúklingsins þar sem fylgst er með blóðrás og öndun. Nýjung í meðferð sjúklinga sem eru meðvitundarlausir eftir hjarta- stopp er að kæla sjúklingana og er líkamshitinn lækkaður úr eðlilegum 37° C, niður í 32°C. Sjúklingarnir fá svæfingalyf meðan á þessari með- ferð stendur þannig að þeir finna ekki fyrir neinum óþægindum. Tvær nýlegar rannsóknir, önnur frá Evr- ópu og hin frá Ástralíu, hafa ein- dregið sýnt fram á að kæling á lík- amshita niður í 32° leiðir til betri árangurs og hefur slík kælingarmeð- ferð nú verið tekin upp á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi. Aðstandendur þurfa stuðning Aðstandendur sjúklinga sem fara í hjartastopp upplifa geysilegar til- finningasveiflur. Þetta er mikill óvissutími og engar rannsóknir eru til sem gefa afgerandi svör. Einungis tíminn leiðir í ljós hvernig sjúklingn- um reiðir af. Aðstandendur þurfa því geysilega mikinn stuðning frá hjúkr- unarfræðingum og læknum sem annast sjúklinginn. Þá skiptir öllu að þeir hlusti á spurningar og áhyggjur aðstandenda og gefi þeim svör eftir bestu getu um horfur og meðferðina sem sjúklingurinn fær hverju sinni. Meðferð sjúklinga eftir hjarta- stopp er langt og flókið ferli. Fyrsta skrefið, og það sem skiptir kannski mestu máli, eru rétt viðbrögð hjá þeim sem verður vitni að hjarta- stoppinu (HRINGJA og HNOÐA). Í öðru lagi þarf að koma til sérhæfð endurlífgun veitt af bráðateymi á sjúkrabíl eða á bráðamóttöku. Í þriðja lagi er svo meðferðin á sjúkra- húsinu sem getur verið mismunandi og oft mjög flókin. Það er því mik- ilvægt að sjúklingar og aðstandend- ur þeirra fái nákvæmar og greinar- góðar upplýsingar frá læknum og hjúkrunarfræðingum frá byrjun og í gegnum alla sjúkralegu sjúkling- anna. Hvað tekur við á sjúkrahúsinu? Eftir Felix Valsson „Alvarleg- asta afleið- ing hjarta- stopps er sá skaði sem heilinn getur orðið fyrir vegna súrefnis- skorts.“ Höfundur er svæfinga- og gjör- gæslulæknir á Landspítala –háskóla- sjúkrahúsi. FJÖLSKYLDAN er einn af horn- steinum samfélagsins. Góð heilsa er dýrmæt hverjum einstaklingi og ein mikilvægasta eign fjölskyldunnar. Regluleg hreyfing og útivist er grunnur að hreysti sálar og líkama. Hver fjölskylda og hver vinahópur ætti því að hafa útivist sem eitt af að- aláhugamálum sínum og vinna markvisst að henni. Hvað er betra en góð gönguferð um íslenska náttúru í góðra vina hópi? Á göngudegi fjölskyldunnar er kjörið tækifæri til að fara í göngu- ferð um heillandi íslenskt landslag, efla þrek og þrótt og njóta þess að vera með þeim sem eru manni kær- astir. Í góðri gönguferð gefst manni tækifæri á að finna ilminn af gróðri náttúrunnar, brakið í brotnum greinum, fuglasöng í leikandi þröst- um, sjá sólina setjast eða rísa, finna vindinn í fangið eða sjá lognið leika við vatnið eða bara brosa til náung- ans á förnum vegi og bjóða góðan dag! Í góðri gönguferð má bregða á leik, taka á sprett, hoppa út í móa eða þá bara ganga rólega og njóta þess að vera saman, spjalla um heima og geima eða spá í skýja- myndirnar. Ungmennafélag Íslands stendur fyrir göngudegi fjölskyldunnar nú um helgina. Víða um land standa ungmennafélög fyrir skipulögðum gönguferðum. Á þeim svæðum þar sem ekki eru skipulagðar gönguferð- ir eru fjölskyldur og vinahópar hvött til þess að fara í gönguferð og skrá þátttöku sína á heimasíðu Ung- mennafélags Íslands, www.umfi.is. Ræktum fjöl- skylduna Eftir Pál Guðmundsson og Ásdísi Helgu Bjarnadóttur Páll Guðmundsson er kynning- arfulltrúi UMFÍ. Ásdís Helga Bjarnadóttir er stjórnarmaður í UMFÍ. „Regluleg hreyfing og útivist er grunnur að hreysti sálar og lík- ama.“ Páll Ásdís Helga Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.