Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BUBBI Morthens tónlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarnesbæjar árið 2002 í gær. Þetta er í sjöunda sinn sem valinn er bæjarlistamaður Sel- tjarnarness, en menningarnefnd Seltjarnarness stendur fyrir vali bæjarlistamannsins. Tilnefningu bæjarlistamanns fylgir 500 þús- und króna starfsstyrkur. Bubba Morthens þekkja flestir en hann er einn af virtustu rokk- tónlistarmönnum landsins. Hann tók við verðlaununum úr hendi Sólveigar Pálsdóttur, formanns menningarnefndar Seltjarnar- ness, í gær og sagðist þakklátur fyrir nafnbótina þegar Morg- unblaðið átti við hann samtal. „Titlar þýða í sjálfu sér ekki neitt, en það er alltaf gaman að fá viðurkenningu. Mér þykir mjög vænt um þetta og þykir þetta um leið dálítill kjarkur hjá þeim hérna á Nesinu að velja mig. Ekki bara vegna tónlistar- innar, hún er allra góðra gjalda verð, en ég er mjög umdeildur maður og skoðanir um mig skipt- ar,“ segir Bubbi. Segist hvergi annars staðar vilja vera Bubbi Morthens hefur verið bú- settur á Seltjarnarnesinu í 12 ár og segist hvergi annars staðar vilja vera. „Nesið er ákaflega góður staður til að búa á, hér er allt til alls og hér er gert vel við barnafólk. Síðan er það nátt- úrlega Grótta, sem er algjör paradís.“ Bubbi mun eiga annríkt á næst- unni við að kynna nýju plötuna sína, Sól að morgni, sem út kem- ur 24. október næstkomandi. „Ég er síðan að gæla við þá hugmynd eftir áramótin að bjóða Seltjarn- arnesbúum til tónleika í kirkjunni hér,“ segir Bubbi Morthens, bæj- arlistamaður Seltjarnarnesbæjar. Seltjarnarnes Bubbi Morthens bæjar- listamaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var útnefndur bæjarlistamaður Sel- tjarnarness í gær. Hér tekur hann við viðurkenningunni úr hendi Sól- veigar Pálsdóttur, formanns menningarnefndar Seltjarnarness. RÁÐHERRAR dóms- og félagsmála hafa lagt til að einni milljón króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar fyrir árið 2002 verði varið til að styrkja ís- lenskt átak gegn verslun með konur. Þá hafa ráðherrarnir lagt til að til undirbúnings átakinu verði settur á fót ólaunaður undirbúningshópur skipaður opinberum aðilum sem og aðilum frá frjálsum félagasamtök- um. Ráðstefna, þar sem þessi mál verða kynnt, verður hluti af átakinu hér á landi sem og útgáfa blaðs þar sem ítarleg umfjöllun verður um málefnið. Mun kostnaður átaksins nema um 1,5 milljón króna, sam- kvæmt upplýsingum ráðuneytanna. Sameiginlegt átak Norður- landa og Eystrasaltsríkjanna Íslenska átakið er í tengslum við sameiginlegt átak Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna gegn verslun með konur sem hleypt var af stokk- unum í maí á þessu ári. Ákvörðun var tekin á fundi jafnréttisráðherra Norðurlandaanna og Eystrasalts- ríkjanna í júní á síðasta ári um að efna til upplýsingaherferðar gegn verslun með konur í þeim tilgangi að stemma stigu við þessu vandamáli sem færi stigvaxandi. Dómsmálaráð- herrar landanna ákváðu í ágúst sama ár að leggja átakinu lið. Í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur sem í áttu sæti tveir fulltrúar frá hverju landi. Í hinu sameiginlega átaki felst að halda þrjár upplýsingaráðstefnur í Eystrasaltsríkjunum auk þess sem bæklingur með viljayfirlýsingum ráðherra landanna verður gefinn út. Norræna ráðherranefndin ákvað að styrkja verkefnið um 1,6 milljón danskar krónur. Stærstum hluta upphæðarinnar verður varið í átak Eystrasaltslandanna en um 200 þús- und danskar krónur fara í sameig- inleg verkefni herferðarinnar, s.s. útgáfu bæklinga. Ágóði af mansali 5–7 millj- arðar dollara á hverju ári Samkvæmt upplýsingum dóms- og félagsmálaráðuneytanna hafa menn smám saman verið að átta sig á því hversu útbreitt vandamál versl- un með fólk er og þá einkum konur og börn. Sameinuðu þjóðirnar áætla að árlega sæti yfir 4 milljónir manna mansali og að ágoðinn sé yfir 5–7 milljarðar Bandaríkjadala, eða meiri en af ólöglegri fíkniefna- eða vopna- sölu heimsins. „Eingöngu með því að taka höndum saman og hjálpast í sameiningu að við að spyrna fótum við þessari alþjóðlegu, skipulögðu glæpastarfsemi getum við náð ár- angri,“ segir í sameiginlegu minnis- blaði dómsmála- og félagsmálaráð- herra vegna átaksins. Íslenskt átak gegn verslun með konur FRAMSÓKNARFÉLAG Mýrasýslu hefur ákveðið að áfrýja til Hæsta- réttar dómi Héraðsdóms Vestur- lands frá 24. september 2002 um úr- skurð félagsmálaráðuneytisins varðandi ógildingu sveitarstjórnar- kosningar í Borgarbyggð 25. maí 2002. „Framsóknarfélag Mýrasýslu tel- ur það marga ágalla hafa verið á framkvæmd kosninganna sem m.a. koma fram í niðurstöðum úrskurðar ráðuneytisins að nauðsynlegt sé að fá úrskurð Hæstaréttar í málinu. Þessir ágallar snerta grundvallaratriði mannréttinda sem erfitt er að líta fram hjá,“ segir í frétt frá félaginu. „Þrátt fyrir að félagsmálaráðu- neytið hafi í úrskurði sínum ekki tek- ið afstöðu til aðalkröfu félagsins um að dæma gilt atkvæði greitt B-listan- um telja framsóknarmenn ekki ann- an kost í stöðunni nú en áfrýja dómn- um og krefjast þar með ógildingar kosninganna. Upphafleg kæra fé- lagsins hefur nú farið í gegnum þrjú stig. Kærunefnd sem skipuð var af sýslumanninum í Borgarnesi hafnaði kröfu félagsins um endurtalningu at- kvæða og ógildingu niðurstaðna kosninganna með úrskurði sínum hinn 11. júní 2002. Félagsmálaráðuneytið úrskurðaði síðan kosningarnar ógildar hinn 30. júlí sl. og nú síðast felldi Héraðsdóm- ur Vesturlands úr gildi úrskurð ráðu- neytisins með dómi sínum hinn 24. september sl. Dómurinn tekur ekki á kæruefni framsóknarfélagsins um kosningarnar í Borgarbyggð heldur fjallar um stjórnsýslu félagsmála- ráðuneytisins. Efnisleg niðurstaða í úrskurði félagsmálaráðuneytisins hefur því ekki verið hrakin. Mörg lögfræðileg álitamál hafa komið upp í meðferð málsins sem snerta m.a. valdsvið ráðuneyta, sveitarstjórnar- stigið og eftirlitsskyldu félagsmála- ráðuneytis gagnvart sveitarfélögun- um. Ógerlegt er að segja fyrir um niðurstöður kosninga ef sú yrði nið- urstaðan að kjósa þyrfti að nýju. Málið snýst því ekki lengur um hvort Framsóknarflokkurinn fengi fleiri eða færri atkvæði eða fjölda bæjar- fulltrúa, heldur um þau sjálfsögðu mannréttindi að fólk fái að njóta at- kvæðisréttar síns. Að framansögðu telja framsóknarmenn í Borgar- byggð eðlilegt að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.“ Framsóknarfélag Mýrasýslu Áfrýjar dómi um ógildingu kosninga LANDSMÓT samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi (Samfés) fer fram í Kópavogi um þessa helgi en á mótinu koma saman öll nemendaráð félagsmiðstöðva í landinu. Félagsmiðstöðvunum hefur farið fjölgandi og nú eru alls 75 í samtökunum og búist er við að um 400 unglingar sæki landsmótið nú. Í gær var m.a. grillað og síðan var haldið óvissu- partí í Smáraskóla þar sem þessi mynd var tekin og greinilegt að ekki skorti fjörið. Í dag verða krakk- arnir í alls konar smiðjuvinnu í félagsmiðstöðvunum í Kópavogi og í kvöld verður ball þar sem hljómsveit- irnar Búdrýgindi og Soap Factory sjá um tónlistina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjör á landsmóti Samfés Ferðum Herj- ólfs fjölgað um 73 á ári VEGAGERÐIN og Samskip und- irrituðu í gær samning um áfram- haldandi rekstur Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs. Samningurinn felur í sér fjölgun ferða um 73 á ári frá því sem nú er. Samtals hefur þá ferðum Herjólfs fjölgað um allt að 130 á ári frá því að Samskip tóku við rekstri ferjunnar í ársbyrjun 2001. Nýja áætlunin tekur gildi á morgun, sunnudag, og fer Herjólfur þá frá Eyjum klukkan 8.15 og 16 og frá Þorlákshöfn kl. 12 og 19.30. Við undirritunina var samningur Sam- skipa og Vegagerðarinnar fram- lengdur um tvö ár, til ársloka 2005. UMTALSVERT vatnstjón varð í Mjólkárvirkjun í fyrrinótt. Um stundarfjórðungi fyrir eitt sprakk tæmiloki á þrýstivatnspípu fyrir annan vatnshverfilinn með þeim af- leiðingum að vatn flæddi inn í kjall- ara stöðvarhússins. Brunndælur höfðu ekki undan lekanum og flæddi vatn um allan kjallarann, sem er um 350 fermetrar að flat- armáli. Um 450 rúmmetrar vatns voru í pípunni og var vatnshæðin í kjallaranum 1,35 metrar þegar mest var. Mikið tjón varð á raf- eindabúnaði ýmiss konar og vara- hlutalager, en nokkra daga mun taka að meta tjónið til fulls, að sögn Sölva R. Sólbergssonar tæknifræðings. Tveir menn frá slökkviliði Þing- eyrar komu á Mjólká með öfluga dælu og unnu að því að koma vatni úr kjallaranum. Alls voru ellefu menn að störfum í fyrrinótt vegna óhappsins. Virkjunin var mannlaus þegar óhappið varð, en viðvörunar- kerfi fór í gang og starfsmenn voru komnir á vettvang mjög fljótlega. Annar vatnshverfill var í gangi þegar tæmilokinn sprakk og stöðv- aðist vegna vatnsins. Rafmótorar í kjallaranum fóru í kaf og duttu hjálparkerfi út og hverfillinn stöðvaðist. Í gær var unnið að því að færa búnað stöðvarinnar, sem talinn er hafa skemmst vegna vatnsins, til viðgerðar. Hverfillinn sem óhapp- ið varð við hefur ekki verið í gangi frá 17. sept- ember sl. vegna endur- nýjunar á hluta af búnaði hans. Sölvi segir að ekki sé búið að meta tjónið en segir það umtalsvert. Mest muni um fram- leiðslutap, en engin raf- orkuframleiðsla er nú í virkjuninni vegna tjóns- ins. Ráðast mun á allra næstu dög- um hvenær hægt verður að setja vatnshverflana í gang að nýju. Vatnstjón í Mjólkárvirkjun Vatnshæðin 1,35 metrar þegar mest var Rafeindabúnaður ýmiss konar blotnaði þegar tæmiloki á þrýstivatnspípu sprakk í Mjólkárvirkjun í fyrrinótt. Ljósmynd/Mjólkárvirkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.