Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 11 FLUGMÁLASTJÓRI, Þorgeir Pálsson, hefur fyrir hönd Flugmála- stjórnar sent samgönguráðherra greinargerð um skýrslu breskra sér- fræðinga um flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Leggur Flugmála- stjórn til að könnuð verði sú tilgáta Bretanna að hreyfill flugvélarinnar sem fórst hafi brætt úr sér og fest. Hér fara á eftir nokkrir kaflar grein- argerðarinnar. Millifyrirsagnir eru Flugmálastjórnar: Inngangur Í innganginum er látið að því liggja að staðlar Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar (ICAO) um flug- slysarannsóknir sem og varðandi aðra flugstarfsemi séu lágmarks- kröfur, sem taki mið af því að mörg aðildarríkjanna séu þróunarríki og hafi ekki fjárhagslega burði til að ná lengra. Hér er um að ræða mjög ranga mynd af því hvað felst í stöðl- um og tilmælum ICAO, sem eru alls ekki einhver málamiðlunarlausn þegar flugöryggismál eru annars vegar. Áhyggjur manna af flugör- yggi í heiminum beinast fyrst og fremst að því, að ríkin uppfylli ekki þær kröfur, sem felast í þessum stöðlum. Því var á vegum ICAO haf- ið umfangsmikið úttektarverkefni fyrir fjórum árum til að leiða í ljós hvernig ástand þessara mála væri í heiminum, hvað tiltekna staðla varð- aði. Nánast öll ríki ICAO hafa verið tekin út á þessum tíma. Ekkert þeirra hefur sloppið við gagnrýni, þ.m.t. virtustu flugþjóðir heims. Eins og við mátti búast komu Vest- ur-Evrópuríkin vel út úr þessari út- tekt og var Ísland í hópi þeirra bestu eins og skýrt kemur fram í gögnum frá ICAO. Af framangreindum ástæðum verður að vísa því til föðurhúsanna að hér á landi sé unnið að flugmálum samkvæmt einhverjum lágmarks- stöðlum, sem hæfi aðeins vanþróuð- um ríkjum. Aðild Íslands að Flug- öryggissamtökum Evrópu (JAA) í meira en áratug er ótvíræð staðfest- ing á því að flugöryggismál eru tekin föstum tökum hér á landi. Kafli 1 Höfundar skýrslunnar [nefndir hér eftir F&T – innsk. Mbl.] gagn- rýna RNF harkalega fyrir það sem þeir nefna grunsamlega eldsneytis- útreikninga og yfirborðskennda rannsókn á hreyfli flugvélarinnar. Jafnframt er fundið að mjög mörg- um niðurstöðum RNF eins og þær birtast í skýrslu nefndarinnar. Það sem eftir stendur er að F&T telja að RNF hafi þegar í upphafi gefið sér að eldsneytisþurrð hafi valdið afl- missi hreyfilsins og ekki gefið gaum að því að hreyfillinn hafi hugsanlega fest (engine seizure). F&T telja vís- bendingar vera fyrir hendi um að slíkt hafi gerst. Í þessum kafla tilgreina höfund- arnir 13 niðurstöður RNF skýrsl- unnar (málsgreinar 3.1, 3.4, 3.10, 3.11, 3.12, 3.13, 3.14, 3.15, 3.16, 3.18, 3.19, 3.20 og 3.21) og hafa uppi at- hugasemdir eða gagnrýni um þær allar. Athugasemdir þessar, þótt margar séu, eru flestar af sama toga og varða annaðhvort eldsneyti eða hreyfil. Athyglisvert er, að höfund- arnir gera enga athugasemd við málsgreinar 3.23 og 3.23* í skýrslu RNF, en sú síðari inniheldur aðra af tveimur meginniðurstöðum RNF um orsakir slyssins. Í þessari máls- grein segir: „Ljóst virðist að flugmaðurinn beindi ekki nefi flugvélarinnar taf- arlaust niður til þess að halda eða ná upp flughraða til nauðlendingar á haffletinum eftir að hreyfillinn missti aflið.“ Jafnframt er engin athugasemd gerð við þá ályktun RNF, sem birtist á bls. 24 í skýrslu nefndarinnar og hljóðar svo: „Aflmissir hreyfils við þær að- stæður sem þarna voru fyrir hendi átti ekki í sjálfu sér að valda því að flugmaðurinn missti stjórn á flugvél- inni.“ Þar sem F&T gera enga athuga- semd við svo veigamikla niðurstöðu um orsakir slyssins er aðeins hægt að draga þá ályktun að þeir telji hana rétta. Kafli 2 Hér er vikið að sambandi FMS og RNF og látið í veðri vaka að FMS hafi beitt RNF þrýstingi til að taka tillit til athugasemda og ábendinga stofnunarinnar. Staðreyndin er hins vegar sú að FMS færði rök fyrir öll- um athugasemdum og ábendingum, sem hafa ekki verið hrakin af neinum málsaðila enda þótt F&T geri at- hugasemd við þá ábendingu FMS, sem varðar flugvakttímamörk flug- mannsins. Sú ábending var þó aðeins sett fram til þess að benda á að 10 klst. hámarkið væri ekki eins ósveigjanlegt undir vissum kringum- stæðum eins og virðast mætti við fyrstu sýn en breytir ekki þeirri staðreynd að brot á vakttímareglum er litið alvarlegum augum. FMS fór ekki í grafgötur með þá skoðun sína að stofnunin teldi óhjákvæmilegt að niðurstöður skýrsludraganna yrðu endurskoðaðar í ljósi ábendinga og athugasemda stofnunarinnar. Hins vegar beitti FMS Rannsóknarnefnd flugslysa aldrei neinum þrýstingi í þessu sambandi og mundi aldrei við- hafa né þola slík vinnubrögð. Sam- kvæmt 15. gr. laga um rannsókn flugslysa nr. 59/1996, ber FMS og fleirum að eiga kost á því að tjá sig um um drög RNF að skýrslum um flugslys og það var það sem FMS gerði. Kafli 3 Þessi kafli inniheldur gagnrýni um eldsneytisútreikninga RNF, sem liggja til grundvallar þeirri tilgátu að flugvélin hafi orðið eldsneytislaus eða eldsneyti gengið til þurrðar á þeim tanki, sem stillt var á. Ljóst er, að hægt er að gera þessa útreikninga á margvíslegan hátt, þar sem breyta má mörgum stikum (parametrum) og forsendum. Því er engin leið að halda því fram að einhver ein útgáfa sé hin rétta. Útreikningar RNF sýna fram á að mjög lítið eldsneyti hafi verið fyrir hendi í aðaltönkum flug- vélarinnar, þegar hún varð að hætta við lendingu. Því séu miklar líkur á eldsneytisskorti eða eldsneytisþurrð í þeim tanki sem stillt var á. Útreikningar F&T eru í raun ekki sjálfstæðir eldsneytisútreikningar heldur breyta þeir eingöngu til- greindum stikum í útreikningum RNF. Þessar breytingar eru allar á einn veg, þ.e. til að lækka eldsneyt- ismagnið, sem var í aðaltönkum flug- vélarinnar, þegar hún missti afl. Með þessu móti komast höfundarnir að þeirri niðurstöðu, að flugmaðurinn hljóti að hafa dælt eldsneyti úr auka- tönkum vélarinnar, því að öðrum kosti hefði hann ekki náð að fljúga til Reykjavíkur. Benda má á, að hér er aðeins um eina útgáfu slíkra út- reikninga að ræða. Hugsanlegt er, að aðrir þættir, sem mundu verka í gagnstæða átt, þ.e. draga úr eldsneytisnotkun miðað við forsend- ur RNF, ættu einnig fullan rétt á sér. Niðurstöður F&T eru því ein af mjög mörgum útgáfum af þessum útreikningum, sem til greina koma. Ef tilgáta höfunda er rétt um að flug- maðurinn hafi verið að dæla elds- neyti úr aukatanki í aðaltank, þegar slysið varð, er slíkt ótvíræð vísbend- ing um að lítið eldsneyti hafi verið í aðaltönkum vélarinnar. Að öðrum kosti hefði engin ástæða verið til þess að dæla þessu eldsneyti í loka- aðflugi, sem er ekki í samræmi við verklagsreglur, sem gera ráð fyrir að slík dæling fari aðeins fram í far- flugi. Því má ljóst vera að nota má eldsneytissviðssetningu F&T til að styðja þá tilgátu að eldsneytisþurrð sé líkleg orsök þess að hreyfill flug- vélarinnar varð aflvana. F&T komast að þeirri niðurstöðu að þrír möguleikar séu fyrir hendi varðandi eldsneytismálið: 1. Nothæft eldsneyti hafi gengið til þurrðar, eins og skýrsla RNF tel- ur líklegast. 2. Eldsneyti úr vængendatönkum hafi verið notað. 3. Eldsneyti hafi verið bætt á flug- vélina án þess að áfyllingin hafi verið skráð, né nokkur orðið hennar var. Síðasti kosturinn virðist afar hæp- inn, þar sem áfylling eldsneytis var í höndum svo fárra aðila að nánast óhugsandi er að vitneskja um slíka áfyllingu hefði ekki komið í ljós í rannsókn málsins. Því verður ekki séð að skýrsluhöfundar hafi hrakið þá niðurstöðu RNF að miklar líkur séu á því að eldsneytisþurrð hafi valdið því að hreyfillinn varð aflvana. Kafli 4 Hér færa skýrsluhöfundar ýmis rök fyrir því að hreyfillinn hafi hugs- anlega stöðvast (engine seizure) vegna þess að hann hafi brætt úr sér t.d. vegna olíuskorts. Sérstaklega er bent á að hreyfillinn og sú olía sem í honum var hafi ekki verið rannsökuð af þeirri kostgæfni, sem þeir telja að hefði verið við hæfi. Þó kom fram í rannsókn RNF að hreyfillinn snérist eðlilega eftir slysið svo og öll drif hans. Þá var þjöppun mæld í strokk- um hreyfilsins, einn strokkur fjar- lægður og innra ástand hans kannað. Olíusían var einnig tekin í sundur en ekkert svarf fannst í henni. Sérfræð- ingar FMS hafa farið yfir þau rök sem fram koma í skýrslu F&T til stuðnings þessari tilgátu. Þeir telja afar ólíklegt og nánast útilokað, að hreyfillinn hefði getað brætt úr sér undir fullu klifurafli án þess að slíkt hefði valdið meiri háttar skemmdum á hreyflinum, sem hefðu verið aug- ljósar við þá skoðun, sem gerð var á honum á vegum RNF. Þrátt fyrir þetta álit er hér um að ræða aðra til- gátu um frumorsök slyssins, sem miklu máli skiptir að sé rannsökuð eins ítarlega og kostur er. Kafli 6 Hér er fjallað um sögu hreyfilsins, en í rannsókn RNF kom í ljós, að gagnaplata (Data Plate) hreyfilsins hafi ekki verið rétt plata, þar sem hún gaf til kynna að hreyfli af E- gerð hafi verið breytt í H-gerð. Gagnaplatan hafi því hugsanlega verið af öðrum hreyfli en þeim, sem var á flugvélinni, þegar hún kom frá Bandaríkjunum eins og rakið er í skýrslu RNF. F&T telja sig hafa komist að því, að hreyfill með þessari gagnaplötu, sem framleiddur var ár- ið 1968, hafi verið settur í nýja Cessna 402 flugvél, sem síðan hafi verið skráð ný á Íslandi. Samkvæmt athugun FMS var engin flugvél af Cessna 402 gerð skráð á Íslandi fyrr en árið 1979, þ.e. 11 árum síðar. Eitt- hvað fer því á milli mála í þeirri frá- sögn sem skýrsluhöfundar hafa fengið frá framleiðanda hreyfilsins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort hreyfill með þessari gagna- plötu var fluttur hingað til lands ein- hvern tímann síðar. Hvað sem öðru líður er enginn ágreiningur um að viðkomandi hreyfill var af H-gerð, þ.e. af þeirri gerð sem hæfir flugvél af Cessna T210 gerð og handbækur hennar áttu við. Þessi hreyfill hafði sannan- lega verið grannskoðaður (over- hauled) af viðurkenndum aðila í Bandaríkjunum þannig að ástand hans stóðst grannskoðunarstaðla (manufacturer’s overhaul limits). Því er ekkert sem bendir til þess að hann hafi ekki verið flughæfur, þegar flugvélin var skráð hér á landi. Hins vegar kom í ljós við ítarlega rann- sókn RNF og eftir samráð við sér- fræðinga hjá framleiðanda hreyfils- ins, að gagnaplatan sem var á hreyflinum og hafði verið á honum við grannskoðunina, var ekki upp- runaleg. Ef þetta atriði hefði komið í ljós við skráningu hefði það komið tímabundið í veg fyrir að flugvélin fengi lofthæfiskírteini, sem krefst þess að öllum formsatriðum sé full- nægt. Ekki er óalgengt að fá þurfi nýja gagnaplötu frá framleiðendum hreyfla eða flugvéla, þegar slíkar plötur hafa glatast. Framleiðandi umrædds hreyfils hefur t.d. gefið út sérstakar verklagsreglur um hvern- ig fá megi nýja gagnaplötu fyrir slíka hreyfla Með nýrri gagnaplötu hefði þessari hindrun fyrir útgáfu loft- hæfiskírteinis verið rutt úr vegi. FMS hefur haft reynslu af slíku, þar sem gagnaplata flugvélar hefur ekki verið til staðar við nýskráningu. Mikil umræða varð um hreyfilinn þegar skýrsla RNF var lögð fram í mars 2001. Í framhaldi af því breytti FMS verklagi sínu við skráningu slíkra flugvéla. Því er lítil hætta á því að flugvél eða hreyfill með röngum eða fölsuðum gögnum verði skráð hér á landi nú. Aftur á móti getur þetta kallað á mikla rannsóknar- vinnu af hálfu Flugmálastjórnar og samvinnu við erlenda aðila. Í skýrslu F&T draga skýrsluhöfundar rétti- lega í efa (bls. 15) að lofthæfiskírteini hefði verið gefið út ef framangreind- ar upplýsingar um uppruna hreyfils- ins hefðu legið fyrir þegar komið var með flugvélina til skráningar. Hins vegar viðurkenna þeir að auðvelt sé að segja slíkt eftir á, eða með þeirra eigin orðum: „This may be easy to say with hindsight … “. Kafli 7 Hér fjalla skýrsluhöfundar um að- flugið og velta því fyrir sér hvers vegna Dornier flugvél, sem lent hafði á brautinni rétt á undan Cessna flug- vélinni, hafi ekki verið komin út af flugbrautinni fyrr, og hvers vegna flugumferðarstjóri í flugturni hafi gefið Cessna flugvélinni fyrirmæli um að hætta við lendingu eins seint í aðfluginu og raun bar vitni. Í þessu sambandi setja þeir fram tímasetta atburðarás, sem er með nokkuð öðr- um hætti en fram kemur í skýrslu RNF. Þessi nýja tímasetning bygg- ist að verulegu leyti á óstaðfestu við- tali skjólstæðinga F&T við flugmann Dornier flugvélarinnar, sem er ekki í samræmi við framburð hans og ann- arra við RNF. Því verður að telja þá atburðalýsingu, sem sett er fram í skýrslu F&T hæpna. Sérstaklega er þessi framsetning á atburðum sér- kennileg í ljósi þess, að tímasett rat- sjárgögn um ferla þessara flugvéla eru ótvíræð og skýr og hafa birst op- inberlega. Hér er í raun verið að fjalla um at- riði, sem ekki varða orsök slyssins, þótt vissulega hafi atburðarásin valdið því að Cessna flugvélinni voru gefin fyrirmæli um að hætta við lendingu. Eins og margoft hefur komið fram í umræðum um framan- greint slys er algengt að flugvélar verði að hætta við lendingu. Það hvort hugsanlega hefði verið hægt að rýma flugbrautina eða gefa fyr- irmæli um fráhvarfsflug fyrr er því aukaatriði í þessari umfjöllun. Athyglisvert er, að í skýrslu F&T er ítrekað talað um hljóðupptökur úr flugturninum af talviðskiptum við framangreindar flugvélar sem og því sem fram fór á vinnustaðnum, m.a. blístri flugumferðarstjórans. Ljóst er af lýsingunni að skýrsluhöfundar hafa sjálfir hlustað á þessar upptök- ur. Fyrir liggur að þeir hvorki báðu um né fengu aðgang að þessum upp- tökum hjá FMS. Þeir munu ekki heldur hafa fengið aðgang að þess- um upptökum hjá RNF. Því liggur beint við að álykta að þeir hafi fengið til afnota upptökur, sem ekki voru fengnar með lögmætum hætti, þ.e. með vitund hvað þá heldur samþykki þeirra aðila sem hagsmuna eiga að gæta. Flugmálastjórn hefur verið ljóst um nokkurn tíma, að slík upp- taka væri til og hefur rökstuddan grun um hvernig hún hefur verið fengin. Kafli 8 Hér er fjallað um eftirlit FMS í Vestmanneyjum helgina, sem slysið varð. Sérstaklega er þess getið að þrátt fyrir þann mannafla, sem þar var af hálfu stofnunarinnar, hafi starfsmennirnir ekki tekið eftir því að flugmaður flugvélarinnar, sem lenti í umræddu slysi, hafi farið veru- lega fram úr leyfðum flugtíma eða ekkert aðhafst hafi þeir veitt þessu athygli. Jafnframt gagnrýna þeir að enginn starfsmaður flugöryggissviðs hafi verið í Vestmanneyjum um- ræddan dag, þegar slysið varð. Telja þeir að með því móti hefði líklega komið í ljós, að flugmaðurinn hafi verið kominn fram út hámarks flug- tíma. Eins og fram hefur komið í um- ræðu um skýrslu RNF var starfs- mönnum FMS á flugvellinum í Vest- mannaeyjum ekki ætlað að fylgjast með flugtíma flugmanna enda getur verið afar erfitt að fylgjast með flug- tímum meðan flug er í gangi. Hlut- verk starfsmannanna var að tryggja öryggi á flugvellinum, flughlaði og flugstöð og sjá til þess að umferð flugvéla og farþega gengi greiðlega og örugglega fyrir sig. Það er alfarið á ábyrgð flugrekenda og flugmanna sjálfra að sjá til þess að ekki sé farið fram úr flugtímamörkum eða vakt- tímamörkum. Þá fara eftirlitsmenn m.a. yfir flugvakttíma í úttektum, sem gerðar eru eftir á þegar fyrir liggja öll skjöl um liðnar flugvaktir. Staðreyndin er sú að flugmaður- Greinargerð Flugmálastjórnar um skýrslu Bretanna vegna flugslyssins í Skerjafirði Tilgátan um hreyfilinn verði könnuð nánar Morgunblaðið/Kristinn SJÁ SÍÐU 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.