Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.10.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 37 Byggingaraðili: Hrauntún ehf. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060 3ja og 4ra herb. íbúðir á góðum stað við Hamravík. Vel skipulagð- ar með fallegu útsýni. Þessi íbúð er dæmi um 4ra herb. íbúð sem hentar vel fyrir fólk sem er að minnka við sig þar sem hægt er að hafa stofu allt að 45 fm. SÝNIST það jafnan, að éger fégjarn, enda mun svoenn.“ Þannig svaraðiMörður Valgarðsson þeg- ar Þorgeir Starkaðarson bað hann að finna eitthvert ráð til að klekkja á Gunnari Hámundarsyni á Hlíðarenda og bauðst til að auka sæmd hans mikið ef vel tækist til. Þorgeir var með öðrum orðum að múta Merði, bera á hann fé. „Bera fé á Keikó“ var forsíðu- fyrirsögn í einu dagblaðanna fyrir nokkrum dögum og vakti athygli. Það er að vísu hægt að múta skepnum með mat, kettirnir mínir virðast til dæmis tilbúnir til hvers sem er fyrir einn ýsubita, en þess finnast engin dæmi, að þær láti glepjast af krónum og aurum. Í fréttinni sagði raunar ekkert um, að reynt hefði verið að troða pen- ingum upp á Keikó, heldur, að sumir Norðmenn væru tilbúnir til að láta eitthvað af hendi rakna til að tryggja hans stundlegu vel- ferð. Hugsast getur, að skrifaranum hafi þótt fyndið að taka svona til orða en heldur er það ólíklegt. Ætli hitt sé ekki sennilegra, því miður, að hann viti ekki almenni- lega við hvað er átt þegar borið er fé á einhvern. – – – Réttur skilningur á merkingu algengra máltækja, orðatiltækja og einstakra orða virðist vera mjög á reiki nú um stundir og oft er engu líkara en hrein ágiskun ráði ferðinni. Um það má nefna mörg dæmi. Þegar útséð er um eitthvað, er eitthvað vonlaust eða vonlítið og nokkuð ljóst hvað verða vill. Í þeirri merkingu hefur orðið verið notað hingað til og vissulega enn þótt það verði æ algengara, að sá skilningur sé lagður í það, að það merki, að eitthvað sé fyrir- sjáanlegt. Orðin eiga sín örlög eins og annað en röng notkun eða skyndileg merkingarbreyting eru að sjálfsögðu til þess fallin að valda misskilningi. – – – Annað orð, sem tekið hefur miklum stakkaskiptum er sögnin að mismuna. Umsjónarmaður vandist því, að væri einhverjum mismunað, þá væri verið að gera hlut hans meiri en annarra, en nú hefur þetta almennt snúist við. Raunar er sögnin sjálf lítið notuð, heldur nafnorðið mismunun og þá jafnan tekið þannig til orða, að einhver verði fyrir mismunun. Þá er átt við, að gert sé á hluta einhvers. Orðabók Há- skólans til- greinir marg- vísleg dæmi um notkun sagn- arinnar, til dæmis, að eitt- hvað mismuni frá einhverju og einnig í þeirri merkingu að smokra sér út um þrönga gátt: „Síðan axlaði hann mópokann að nýju og mismunaði sér með hann út um krosshliðið.“ Notkun sagnarinnar er nú miklu fátæklegri en áður og ætli skýringin sé ekki sú, að hún hefur verið njörvuð niður sem þýðing á enska orðinu „discrimination“. – – – Það er raunar ekkert nýtt, að merking orða breytist og umsjón- armanni hefur lengi fundist skemmtilegasta dæmið um það vera orðið landráðamaður. Það merkir nú svikari af verstu teg- und en var upphaflega haft um landstjórnanda, þann, sem ræður landi. Kannski að breytingin segi allt, sem segja þarf, um álit al- þýðu manna á yfirvöldunum í gegnum tíðina. – – – Í síðasta þætti umsjónarmanns var á það minnst, að oft væri hægt að forðast klúðurslegt orða- lag og beinar málvillur með því að nota meira tilvísunarfornöfnin, sem væru „í mæltu máli sem og er“. Það varð tilefni þessa bréfs frá lesanda, sem kýs að kalla sig Karl í Kópavogi: „Ætli ég hafi ekki lesið þætti Morgunblaðsins um íslenskt mál frá því Gísli Jónsson hóf að skrifa þá eins og þúsundir annarra Ís- lendinga. Á öllum þessum árum hafði ég fátt við þáttinn að athuga utan einu sinni en hafði mig ekki í að skrifa umsjónarmanni. Það sýnir, að ég hef tekið fræðslunni fagnandi. Mér finnst besta mál að þið skiptist á að skrifa pistlana, eruð þið ekki þrír? Það eykur fjöl- breytnina að fjölga sjónarhólum. Ég hafði mikla ánægju af þætti þínum í blaðinu í gær og þakka fyrir að hafa verið fræddur um muninn á ofankomu og ofanfalli. Enn las ég grein þína og kinkaði hvað eftir annað kolli til sam- þykkis í huganum þar til kom að næstsíðustu málsgreininni: Í mæltu máli notum við tilvís- unarfornöfnin sem og er … Ég er kominn vel á miðjan ald- ur en minnist þess ekki að hafa heyrt tilvísunarfornafnið er í mæltu máli. Í skóla var okkur kennt að varast að nota það. Þetta er ekki skrifað til að hefja eitthvert karp um sem og er. En gott þætti mér að heyra skoðun þína á þessu.“ Karli í Kópavogi skal þakkað fyrir góð orð og ábendinguna og umsjónarmaður þurfti ekki að skoða hug sinn lengi um það, að sjálfur notar hann aldrei tilvís- unarfornafnið er nema í rituðu máli. Hitt er svo annað, að hann skilur ekki hvers vegna varað var við notkun þess í mæltu máli. Að síðustu skal nefnt, að umsjónar- menn þáttarins eru fjórir. Réttur skiln- ingur á merk- ingu algengra máltækja, orðatiltækja og einstakra orða virðist vera mjög á reiki svs@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Svein Sigurðsson ÁRUM saman hefur Samband íslenskra berkla- og brjósthols- sjúklinga „átt“ fyrsta sunnudag í október og nýtt daginn til kynn- ingar á starfsemi sinni og mark- miðum, stundum einnig til fjáröfl- unar, einkum áður fyrr. SÍBS var stofnað árið 1938 og hefur þannig náð allvirðulegum fé- lagaaldri, 64 árum, og á þeim tíma hefur SÍBS auðnast að koma í framkvæmd mörgum ætlunarverk- um sínum. Í umræðu síðustu missera og ára um hin ýmsu vandamál á sviði heil- brigðis- og félagsmála – en sú um- ræða hefur því miður haft tilhneig- ingu til að fara út um víðan völl – hefur verið bent á að góður kostur gæti verið sá að auka einkavæð- ingu á þessum þjónustusviðum, t.d. með aukinni samvinnu hins opin- bera og einkaaðila, svo sem frjálsra félagasamtaka. Þetta eru síður en svo nýjar hugmyndir eða sannindi fyrir SÍBS því að í gegnum tíðina hefur sambandið kappkostað slíkt samstarf. Má sérstaklega nefna Endurhæfingarmiðstöð SÍBS á Reykjalundi og Vinnustofu SÍBS í Múlalundi en í gildi eru samningar við hið opinbera um þjónustufram- legð þessara stofnana. Á 64 ára ferli SÍBS hafa skipst á skin og skúrir, hið fyrrnefnda þó miklu algengara, allavega þau 40 ár sem undirritaður hefur fylgst með og tekið þátt í málefnum sam- bandsins. SÍBS átti hlut að því hve vel tókst til á tiltölulega skömmum tíma á 4. og 5. áratug síðustu aldar að útrýma berklaveikinni hér á landi og stóð síðar að frumaðdrög- um og þróun alhliða endurhæfingar í landinu. SÍBS hefur lagt fram hundruð milljóna króna í uppbygg- ingu Reykjalundar og Múlalundar og fleiri verkefni. Það má líta svo á að sambærilegar upphæðir hafi sparast ríki og sveitarfélögum. Spyrja má: hvaðan berst SÍBS fjármagn í þessa uppbyggingu? Því er fljótsvarað: frá fólkinu í landinu, fyrst og fremst gegnum þátttöku í Happdrætti SÍBS. Þennan mikla stuðning fyrr og síðar þakkar SÍBS þjóðinni allri. Stundum er spurt af skiljanleg- um ástæðum: fer þessari uppbygg- ingu, t.d. á Reykjalundi, ekki senn að ljúka, fer þetta nú ekki að klár- ast? Svarið er kannski bæði já og nei. Fyrir tæpu ári var tekið í notk- un mikið mannvirki á Reykjalundi sem hýsir margvíslega aðstöðu fyr- ir þjálfun, sundlaugar og líkams- þjálfunarrými. Þar var byggt til framtíðar og mun nýtast vel um langa ókomna tíð. Á hinn bóginn hefur þörfin fyrir endurhæfingu hér á landi aukist mjög, þar á með- al aðsókn í endurhæfingu á Reykjalundi, ný tæki og ný tækni sjá dagsins ljós, nýjar aðferðir koma í stað eldri. Allt kallar þetta á hagræðingu húsnæðis og endur- gerð, tilflutning á aðstöðu o.s.fv. Að þessu leyti er þörfin fyrir ný- sköpun stöðugt fyrir hendi. Því mun seint rísa sá dagur að SÍBS sé ekki fjár vant til framkvæmda og þarf því áfram og stöðugt að leita fanga um stuðning frá fólkinu í landinu. SÍBS hefur nýlega flutt bæki- stöðvar sínar í Síðumúla 6 í Reykjavík og eru þar nú til húsa skrifstofa SÍBS og Happdrættis SÍBS, aðalumboð happdrættisins, skrifstofur Landssamtaka hjarta- sjúklinga, Astma- og ofnæmis- félagsins, SÍBS-deildarinnar í Reykjavík og Samtaka lungnasjúk- linga en öll þessi félög eru aðilar að SÍBS. Auk þess er þarna aðstaða fyrir fundi og kynningar- og fræðslustarf. Í tilefni af SÍBS-deg- inum sunnudaginn 6. október verð- ur opið hús í Síðumúla 6, frá kl. 13.00 til kl. 17.00. Allir eru vel- komnir. SÍBS-dagurinn í þágu þjóðar Eftir Hauk Þórðarson „Þennan mikla stuðn- ing fyrr og síðar þakkar SÍBS þjóð- inni allri.“ Höfundur er formaður SÍBS. BSRB hefur ritað Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra bréf þar sem óskað er eftir að ráðherrann beiti sér fyrir þríhliða viðræðum stjórnvalda, Íslandspósts hf. og fulltrúa frjálsra félagasamtaka og héraðsfréttablaða, en ljóst er að breytingar á gjaldskrá Íslandspósts hf. geta gengið af fé- lagslegri útgáfu og útgáfu héraðs- fréttablaða dauðri. Dreifing á 20 þús- und eintökum fréttabréfs hækkar t.d. úr 400 þúsund kr. í 1,3 milljónir kr. þegar gjaldskrá er að fullu komin til framkvæmda eða um ríflega 220%! Í júlí sl. breyttist gjaldskrá Íslands- pósts hf. þannig að felldur var niður sérstakur flokkur fyrir dreifingu á blöðum og tímaritum og slík dreifing felld undir almennan bréfapóst. Þetta þýddi að þegar þessi breyting verður komin að fullu til framkvæmda hækk- ar dreifingarkostnaður útgefenda um allt að tvö til þrjú hundruð prósent, mismikið eftir hversu stór hluti dreif- ingarinnar var innan svæðis og hversu stór hluti utan svæðis, en með breytingunni er um eitt gjald að ræða bæði utan og innan svæðis. Íslands- póstur hf. hefur reyndar boðið útgef- endum aðlögunartíma en þessi „að- lögun“ er mjög misjöfn eftir hver á í hlut og hefur fyrirtækið óskað eftir að farið sé með þessa aðlögunarsamn- inga sem trúnaðarmál. Ljóst er að þessi breyting hefur al- varlegar afleiðingar fyrir ýmsa fé- lagslega útgáfu í landinu og útgáfu héraðsfréttablaða sem þjóna mjög mikilvægu hlutverki í héraði. Ítarlega er fjallað um þetta í BSRB-tíðindum og er hægt að nálgast umfjöllunina á heimasíðu BSRB auk þess sem hægt er að fá BSRB-tíðindi á skrifstofu BSRB, Grettisgötu 89 í Reykjavík. Í BSRB-tíðindum kemur fram að aðilar eins og Öryrkjabandalag Ís- lands og félagasamtök eldri borgara óttast að þessi breyting geti gengið af útgáfu fréttabréfa þessara samtaka dauðri og sömu sögu er að segja um útgefendur héraðsfréttablaða. Sem dæmi má nefna að kostnaður félaga- samtaka eins og Öryrkjabandalags Íslands og BSRB hækkar úr 400 þús- und krónum í 1,3 milljónir króna á hvert tbl. þegar breytingin verður komin fram að fullu en þessi blöð eru gefin út í um 20 þúsund eintökum. Ekki er beint við Íslandspóst hf. að sakast því við formbreytinguna á Pósti og síma urðu félagsleg sjónar- mið að víkja fyrir viðskiptalegum. Engu að síður er hér um mjög alvar- legt ástand að ræða og brýnt að bregðast við því. Samgönguráðherra hefur nú svarað bréfi BSRB og þar kemur fram að starfshópur á vegum ráðuneytisins er að skoða þetta mál og mun hópurinn ræða við fulltrúa BSRB og fleiri aðila sem þetta mál snertir áður en hópurinn lýkur störf- um. Er mikilvægt að niðurstaða fáist í þetta mál sem fyrst. Hrindum atlögu að blaða- og tíma- ritaútgáfu Eftir Sigurð Á. Friðþjófsson Höfundur er upplýsinga- og fræðslu- fulltrúi BSRB. „Dreifing á 20 þúsund eintökum fréttabréfs hækkar úr 400 þúsund kr. í 1,3 milljónir kr.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.