Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐINU í dag
fylgir auglýsingablað, „Emblu-
ferð – öðruvísi ferð“ frá ferða-
skrifstofunni Emblu.
Blaðinu er dreift um allt
land.
DÝRMÆTRAR hringabrynju úr
stáli, sem hvarf frá Fjörukránni í
Hafnarfirði 12. september síðastlið-
inn, er sárt saknað af eigandanum,
Þorleifi M. Magnússyni teiknara.
Hefur hann tilkynnt hvarfið til lög-
reglunnar í Hafnarfirði og gefið lag-
anna vörðum í Leifsstöð lýsingu á
herklæðinu ef ske kynni að reynt yrði
að smygla því úr landi.
Þorleifur segir að hann hafi fengið
handunna brynjuna að gjöf fyrir
nokkrum árum frá norrænum víking-
um. Hann hafi á þeim tíma starfað í
Fjörukránni sem víkingur en skilið
hana eftir þar til varðveislu og láns er
hann fór utan. Þorleifur kom svo heim
í sumar og átti síðast leið um Fjöru-
krána í ágústmánuði þar sem hann sá
brynjuna. Frá 12. september hefur
hins vegar ekkert til hennar spurst.
Þorleifur sagði brynjuna vega um
10 kíló og verðmæti hennar væri á
bilinu 80–100 þúsund krónur. Þetta
væri sömuleiðis mjög persónulegur
gripur sem hann hefði haldið mikið
upp á. Þorleifur segir brynjunni svipa
til stuttermabols að lögun, nema hvað
hún sé ofin úr litlum og ryðfríum stál-
hringjum.
„Ég hef spurst fyrir í Fjörukránni
og þar vita menn fátt hvað gerðist.
Venjulega var brynjan geymd uppi á
lofti en þennan dag var hún í fata-
henginu þannig að einhver virðist
hafa gripið hana með sér þaðan,“
sagði Þorleifur, sem biður þá sem
geta gefið einhverjar upplýsingar að
hafa samband við lögregluna í Hafn-
arfirði eða við sig um netfangið thor-
leifur@ui.is. Sá er getur leitt til fund-
ar brynjunnar má eiga von á
glaðningi frá víkingasöfnuðinum í
Hafnarfirði, að sögn Þorleifs.
Dýrmætrar
hringa-
brynju sárt
saknað
SÝNINGIN Handritin, sem stofnun
Árna Magnússonar og Þjóðmenn-
ingarhús standa sameiginlega að,
var opnuð í gær. Davíð Oddsson
forsætisráðherra opnaði sýninguna
en auk hans fluttu ávörp Vésteinn
Ólason, forstöðumaður Stofnunar
Árna Magnússonar, Guðríður Sig-
urðardóttir, forstöðumaður Þjóð-
menningarhússins, og Salome Þor-
kelsdóttir, formaður stjórnar
hússins.
Í ávarpi Vésteins kom fram að
sýningunni væri ætlað að fræða um
uppruna handritanna, sögu þeirra
og söguna um áhrif fornbók-
menntanna allt þangað til handritin
komu heim.
„Nú eru rösk þrjátíu ár liðin síð-
an fyrstu handritin fóru að berast
heim frá Danmörku og fimm ár síð-
an þau síðustu komu heim,“ sagði
Vésteinn. „Alkunna er hve vel þjóð-
in fagnaði þeim, og þurfti þá enginn
að efast um að þau áttu sér örugg-
an stað í hjörtum hennar. Auðvitað
stafaði sú mikla athygli sem málið
vakti og hinn mikli fögnuður þjóð-
arinnar yfir endurheimt handrit-
anna ekki eingöngu af ást þjóð-
arinnar á fornri menningu sinni,
heldur var handritamálið í vitund
fólks táknrænn lokasigur í sjálf-
stæðisbaráttunni.“
Gengið inn í fornan heim
Steinþór Sigurðsson listmálari
var valinn til að hanna sýninguna.
Það fyrsta sem við gestum blasir
eru ævafornar myndir, sumar eldri
en Íslandsbyggð, sem veita sýn inn í
þann hugmyndaheim sem forn
menning Íslendinga og bókmenntir
spruttu úr, sagði Vésteinn. Þá er á
sýningunni bent á sagnaskemmt-
unina, þýðingu ritmenningar fyrir
myndun þjóðfélags, skráningu laga
og landnáms, trúar og siða. „Við
fylgjumst síðan með viðtökum síð-
ari alda, utan lands og innan, allt
frá fornmenntamönnum á seytj-
ándu öld, lærdómsmönnum eins og
Árna Magnússyni og til þeirra sem
notuðu – og misnotuðu – efnivið
handritanna alla tuttugustu öld,
unnu úr þeim nýja list, sóttu til
þeirra hugmyndir og ímyndir til
nota í áróðri eða sölumennsku eða
einfaldlega til að skilgreina sjálfa
sig, eins og við Íslendingar gerð-
um.“
Vésteinn sagði að lítilli og fá-
tækri þjóð væri ómetanlegt að vita
að hún ætti sér menningararf sem
öðrum þjóðum þætti mikið til koma,
„og fornbókmenntirnar urðu
snemma helsta stolt Íslendinga
gagnvart umheiminum. Nú er þjóð-
in rík og hefur ástæðu til að vera
stolt af mörgu fleiru en handritum
fornra bókmennta, ekki síst bók-
menntum og öðrum listum samtím-
ans. Samt sem áður er enn töfra-
ljómi yfir handritunum. Þennan
ljóma viljum við varðveita án þess
að láta hann blinda okkur fyrir
öðru sem vert er að sjá. Ég treysti
því að sýningin Handritin veki birtu
fyrir innri sjónum okkar þótt lýs-
ingu sé þar mjög í hóf stillt“.
Sýningin Handritin var opnuð í Þjóðmenningarhúsi í gær
Handritin
eitt helsta
stolt Ís-
lendinga
Morgunblaðið/Jim Smart
Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, og Guðríður Sigurðardóttir, forstöðukona
Þjóðmenningarhúss, virða fyrir sér texta sem Árni Magnússon skrifaði um söfnun handrita. Í glerkassanum þar
fyrir neðan eru fyrstu útgáfur nokkurra fornhandrita frá 17. öld, t.d. Heimskringla frá árinu 1633.
BROTIST var inn í fyrirtæki í aust-
urhluta Reykjavíkur í fyrrinótt og
stolið skjávarpa. Innbrotið var til-
kynnt lögreglunni í Reykjavík um
hálfníu í gærmorgun. Sá eða þeir
sem að verki voru brutu rúðu til að
komast inn.
Skjávarpa
stolið
FJÖLMARGIR sjálfboðaliðar
„gengu til góðs“ um allt land í gær,
laugardag, og tóku þannig þátt í
landssöfnun Rauða kross Íslands
handa hungruðum í sunnanverðri
Afríku. Ganga átti í öll hús á Íslandi
og vonast var eftir að safna 20
milljónum króna í baukana góðu.
Upp úr hádegi var söfnun þegar
lokið á nokkrum stöðum úti á landi,
t.d. í Vík í Mýrdal og á Ísafirði.
„Söfnunin hefur farið vel af stað
og mikið er t.d. um að foreldrar og
börn gangi saman og safni,“ sagði
Þórir Guðmundsson, upplýsinga-
fulltrúi Rauða kross Íslands. Sagði
hann að um 1.700 sjálfboðaliðar
hefðu skráð sig en töluvert fleiri
tækju þátt í söfnuninni.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, safnaði ásamt Sigrúnu
Árnadóttur, framkvæmdastjóra
Rauða kross Íslands. Þeir sem ekki
voru heima við í gær geta lagt söfn-
uninni lið með því að hringja í síma
907-2020 og heimila 1.000 króna
greiðslu á næsta símareikning. Þá
er einnig hægt að greiða með kred-
itkorti í gegnum heimasíðuna
www.redcross.is.
Morgunblaðið/Jim Smart
Starfsfólk Símans og fjölskyldur þeirra tóku þátt í söfnuninni Göngum til góðs og voru bækistöðvar þeirra í Sel-
ásskóla. Kokkur fyrirtækisins mætti á svæðið og sá um að hita kakó ofan í söfnunarfólkið.
Hundruð manna
gengu til góðs
ÞRÍR vinsælir veitingastaðir í mið-
borg Washington DC í Bandaríkjun-
um bjóða nú upp á rétti á matseðlum
sínum sem byggjast eingöngu á ís-
lensku hráefni. Í þrjá daga hafa mat-
gæðingar sem rata þangað inn getað
gætt sér á íslenskum humri eða
bleikju í forrétt, lambakjöti í aðalrétt
og skyri og íslenskum ostum í eft-
irrétt. Þetta verður í boði í þrjá daga
og um leið stendur verslunarkeðjan
Whole Foods fyrir kynningu á ís-
lensku lambakjöti í verslunum sínum
í borginni. Matreiðslumennirnir
beita ýmsum aðferðum við elda-
mennskuna. Á veitingastaðnum
Equinox er skyrið notað í bláberja-
ostaköku, yfirkokkurinn á Galileo
fyllir tortellini með bleikju áður en
hann sýður það upp úr saltvatni og
notar kjúklingakraft til að skerpa á
bragðinu og á DC Coast er boðið upp
á brennivínssósu með lambalærinu.
Kokkarnir hrósa allir íslenska hrá-
efninu í hástert og segja að viðskipta-
vinirnir séu ekki síður ánægðir.
Verslunarkeðjan og veitingastaðirnir
standa fyrir þessari kynningu á ís-
lenskum matvælum í samvinnu við
Áform sem er átaksverkefni sem sett
var á laggirnar til að stuðla að sölu ís-
lenskra afurða á grundvelli hollustu,
hreinleika og gæða.
Íslenska kjötið á
mikla möguleika
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra, sem hefur lagt verkefninu í
Washington lið, sagði í samtali við
Morgunblaðið að íslenska lambakjöt-
ið ætti mikla möguleika á Banda-
ríkjamarkaði sem hágæðavara. Það
væri athyglisvert að um leið og
Whole Foods ætti völ á kjöti af ný-
slátruðum íslenskum lömbum væri
öðru lambakjöti rutt út úr verslunum
og ekki boðið upp á annað en íslenskt
kjöt. Whole Foods hefur hingað til
eingöngu keypt ófrosið lambakjöt og
það hefur því aðeins verið á boðstól-
um á haustin. Hann segist binda von-
ir við að verslunarkeðjan fáist til að
kaupa frosið lambakjöt en gæði þess
séu slík að jafnvel reyndir mat-
reiðslumenn finni engan mun á kjöti
sem hefur frosið og af nýslátruðu.
Verði af því muni sölutími lamba-
kjötsins lengjast úr tveimur mánuð-
um í átta.
Sala á íslensku lambakjöti til
Bandaríkjanna fer vaxandi og er von-
ast til að á þessu ári nemi hún 80–90
tonnum en var í fyrra 47 tonn. Þetta
er mun minna en fer á aðra útflutn-
ingsmarkaði. Verðið er mun betra,
um helmingi hærra verð er greitt fyr-
ir kjöt sem selt er þangað en kjöt sem
selt er til Færeyja eða Noregs.
Bleikja, skyr
og lambakjöt í
Washington
Washington. Morgunblaðið.
♦ ♦ ♦