Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGSKVÖLDmeð Gísla Marteini“ heitirþátturinn. Mér sjálfumþótti Laugardagskvöldvera nógu gott en hitt er eitthvað sem þeir ákváðu uppi í Sjón- varpi,“ sagði hann og fékk sér bita af nýbökuðu brauðinu sem borið var fram á undan hádegisverðinum á Borginni. Við komum okkur strax að efninu, tilefni þessa samtals, við Gísli Marteinn Baldursson. Þessi þrítugi sveinn sem hóf sjónvarpsferil sinn fyrir áratug sem einn ungra stjórn- enda nokkurra alræmdra umræðu- þátta, runninna undan rifjum Hrafns Gunnlaugssonar, þáverandi dag- skrárstjóra, þátta sem Gísli Marteinn hlær að í dag og viðurkennir að hafi verið fullstrembnir fyrir ungan og óreyndan sjónvarpsmann en þó kær- komin reynsla. Þessi Gísli Marteinn sem seinna fór að venja komur sínar heim í stofu landsmanna, fyrst í frétt- um og síðan á hverju kvöldi í Kast- ljósþættinum, brosmildur, stríðinn, svolítið umdeildur en ávallt áhuga- samur, kannski einum of þótti sum- um. Þessi Gísli Marteinn sem brá sér svo skyndilega af bæ og sóttist eftir að komast að í borg, nánar tiltekið sem borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, er nú varaborgarfulltrúi og situr í þremur nefndum borgarinnar. Þetta félagsmálafrík frá fæðingu, fyrrum formaður nemendafélagsins í Hólabrekkuskóla, forseti Nemenda- félags Verzlunarskóla Íslands, for- maður Vöku og stofnfélagi í spila- félaginu Mána og utandeildar- knattspyrnufélaginu Ungmenna- félaginu Rögnunni Reykjavík. Þessi Gísli Marteinn sem er að greina frá nýjum spjallþætti sínum sem hefur göngu sína næsta laugardag og verð- ur á dagskrá eftir fréttir og næst á undan Spaugstofunni. „Ég held samt að þátturinn muni ganga undir nafninu Laugardags- kvöld enda fínt nafn og lýsir honum vel. Laugardagskvöld stendur fyrir eitthvað skemmtilegt, gleðilegt, eitt- hvað sem fólk hlakkar til. Þetta verð- ur eins og fólk vill hafa laugardags- kvöld, það koma einhverjir inn í stofuna sem menn þekkja og þeir tala um sjálfan sig og líf sitt við mig og fólk getur upplifað sig sem þátttakendur í því. Svo kemur létt tónlist inn á milli.“ Ekkert yfirborðskennt hjal Gísli Marteinn segir þáttinn verða tekinn upp fyrirfram, vanalega á fimmtudögum. „Það er aðallega gert til að halda niðri kostnaðinum því það er mjög dýrt að senda út þátt beint. En hann verður samt tekinn upp í ein- um rykk og sýndur óklipptur, verður svona í beinni af bandi, eins og stund- um er sagt.“ Hann neitar ekki að hann sé farið að klæja svolítið í fingurna, hlakka til að demba sér í fyrsta þáttinn eftir nokkurra mánaða undirbúning. „Undirbúningsvinnan hófst í sumar. Þá fengum við Egill Eðvarðsson, framleiðandi þáttarins, nokkuð frjáls- ar hendur með að móta þáttinn. Egill kann þetta orðið mjög vel, hefur gert ótal marga spjallþætti áður þó svo að þessi verði með talsvert öðru sniði, er t.d. ekki stór skemmtiþáttur.“ Á þess- um fyrstu fundum var ákveðið að líta út fyrir þáttinn og skoða dagskrá kvöldsins í víðara samhengi. „Þannig að í stað skemmtihluta þáttarins sem hefur ætíð verið í viðlíka þáttum sjón- varpsins á laugardagskvöldum litum við svo á að Spaugstofan, sem verður einnig á laugardagskvöldum, strax á eftir mínum þætti, sjái um grínið og gamanið. Þættir Steinunnar Ólínu og Hemma Gunn reyndu að bjóða upp á bæði viðtöl og grín en í vetur verður þessu einfaldlega skipt upp, ég sé um spjallið og Spaugstofan spaugið.“ – Kom aldrei til tals að skella þessu bara saman, að þú og Spaugstofu- menn færuð í eina sæng? „Nei, ég held að það hefði ekki komið vel út. Enda hefur mér alltaf fundist vanta alvöru spjallþátt í Sjón- varpið. Viðtölin voru alltaf skemmti- legasta efnið í þáttum Steinunnar Ólínu og Hemma Gunn og ég hef á til- finningunni að ég sé ekki einn um þá skoðun. Fólk hefur enn gaman af því að horfa á annað fólk spjalla um lífið og tilveruna. Auk þess gerðist það of oft í þeim þáttum að skemmtiþáttur- inn bar viðtalsþáttinn ofurliði.“ – Í hvaða stellingum á fólk eftir að sjá þig, ef við t.d. berum þáttinn sam- an við Kastljósið? „Það má segja að þetta verði sam- bland af föstudags- og laugardags- Kastljósi. Þetta á að vera léttur og skemmtilegur þáttur þar sem ætlunin er að komast aðeins innfyrir skelina á fólki úr öllum stigum samfélagsins; listamönnum, stjórnmálamönnum, íþróttamönnum og fólki úr atvinnulíf- inu. Gefa því færi á að sýna á sér nýja og sannari hlið en það hefur tækifæri til alla jafna í fjölmiðlum. Þetta verð- ur ekkert yfirborðskennt hjal heldur spjall við áhugavert fólk sem fær tækifæri til að segja frá sinni lífssýn, hvað það er að gera og hvernig það sér þjóðfélagið. Því mætti segja að ég verði stundum í Kastljósgírnum en ég verð ekki í fréttamannsgírnum.“ Gísli Marteinn fyrirkomulag þátt- arins að hluta hugarsmíð þeirra Egils en einnig eigi hann sér fyrirmynd t.d. í þætti breska sjónvarpsmannsins Michael Parkinson sem hefur verið á dagskrá BBC til margra ára. „Ég hef nefnt þann þátt, þótt hann sé lengri og stærri í sniðum á flestan hátt. En við drögum þann lærdóm af honum að hann hefur ætíð lagt áherslu á talað mál og hann treystir gestum sínum fullkomlega, að þeir geti óstuddir ver- ið skemmtilegir og hafi frá einhverju áhugaverðu að segja.“ Hemmi Gunn var frábær – Þegar þú talar um að komast inn- fyrir skel viðmælenda, ætlarðu þá að verða beittur, beita harðfylginu? „Nei, ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það komi langmest út úr viðtölum ef viðmælandi treystir spyrlinum. Sá sem tekur viðtalið þarf því ávallt að hafa vissa samúð með viðmælandan- um, að gera sitt til að setja sig í spor hans og reyna að skilja hann. Ef hann gerir það þá er viðmælandinn meira til í að opna sig. En auðvitað þarf líka að spyrja spurninganna sem fólk heima í stofu mundi spyrja, spyrja spurninganna sem allir eru að spyrja sig. Ef t.d. öll spjót standa á viðmæl- anda þá gerir hann ekkert verra í slíkri stöðu en að skauta framhjá að svara spurningunum sem allir vilja fá svör við.“ – Þú ætlar sem sagt að vera einlæg- ur eins og Hemmi Gunn? „Já, já,“ segir Gísli Marteinn og hlær við. „Ég held að Hemmi hafi ein- mitt verið svolítill frumkvöðull í því, ásamt náttúrlega Jónasi Jónassyni í útvarpinu. En Hemmi reið á vaðið með þennan stíl í sjónvarpinu, bað Guð um að blessa menn í lok þáttarins og var eins og þú segir, alltaf mjög einlægur. Ég held hins vegar að þetta hafi breyst mikið síðan. Jón Ársæll er á þessari línu, Eva María, fyrrum Kastljósfélagi, og Þorsteinn J. líka.“ – Sem segir manni að þetta gefur góða raun? „Já, ég held það. Þannig talar fólk saman í alvöru og sjónvarpsmenn eiga ekkert að vera að setja sig í nein- ar aðrar stellingar.“ – Talandi um Hemma Gunn, þá þykist blaðamaður nú vita að þú hafir á yngri árum haft mikið dálæti á hon- um. Má líta svo á að nú sé viss draum- ur að rætast? „Þáttur minn verður náttúrlega alls ekki eins og þáttur Hemma. En mig hefur hins vegar alltaf langað til að stjórna svona þætti þar sem ég get fengið þá sem ég vil í viðtal, hvort sem þeir eru í fréttum eða ekki. Í Kastljós- inu erum við eðli málsins samkvæmt svolítið bundin af fréttunum. Þegar við spjallið bætist þægileg tónlist og létt andrúmsloft má kannski segja að það hafi alltaf verið draumur minn að stjórna slíkum þætti.“ En Gísli fer ekki, frekar en fyrri daginn, í grafgötur um aðdáun sína á Hemma Gunn og þau áhrif sem hann hefur haft á sig. „Sko, Hemmi var frá- bær þáttastjórnandi,“ segir hann með áherslu. „Þó svo einhverjir geri grín að þættinum hans í dag þá er stað- reyndin sú að Hemmi gerði þetta bet- ur en aðrir hafa gert á Íslandi. Styrk- ur Hemma fólst í því hvað hann var lélegur þáttastjórnandi. Hann var eitthvað svo lítið eftir bókinni, var lé- legur í því að fara eftir handriti og var stundum að reyna eitthvað sem hann réð ekki alveg við en hann gerði það einhvern veginn á svo sjarmerandi hátt að fólkið horfði. Ég veit ekki al- veg hvað það var en hann braut allar reglur sem hægt er að brjóta í þessu en alveg óviljandi. Hemmi var bara hann sjálfur og fólki líkaði það.“ Hef taugar til Kastljóssins – Það verður kannski svolítið und- arlegt að stjórna þætti þar sem þú átt að vera léttur, eftir að hafa verið í fréttum og Kastljósi þar sem alvaran ræður frekar ríkjum. „Já, í fréttum og Kastljósinu þurfti maður eiginlega að stelast til að vera léttur en nú snýst blaðið kannski bara við og ég stelst stundum til þess að vera alvarlegur.“ – Var ekkert erfitt að hætta í Kast- ljósinu? „Vissulega, því þá skildi ég við góða vinnufélaga. Ég hef enn sterkar taugar til Kastljóssins en segir orða- tiltækið ekki að hætta beri leik þá hæst standi. Við byrjuðum með Kast- ljósið í byrjun árs 2000, ég og Ragna Sara Jónsdóttir. Aðdragandinn var svo gott sem enginn og því var þetta ansi bratt og strembið svona í fyrstu. En þátturinn komst ótrúlega fljótt á legg og fékk góðar viðtökur hjá al- menningi þó svo að einhverjir nöldr- arar hafi séð sig knúna til að kvarta undan því hversu ung við værum og að þeir hefðu viljað sjá einhverja aðra umsjónarmenn. Þegar ég kvaddi var ég sæmilega sáttur við mitt framlag og ég treysti þeim þremur vinum mínum sem nú sjá um hann Kristjáni Kristjánssyni, Evu Maríu Jónsdóttur og Sigmari Guðmundsyni til að halda merki hans hátt á lofti. Hins vegar hvarf áhuginn á því að vinna í sjónvarpi aldrei og í sumar fékk ég tilboð frá Skjá Einum og Stöð 2 um að vera með eitthvað þar en þeg- ar Sjónvarpið bauð mér að snúa aftur var enginn efi í mínum huga hvað ég vildi gera enda hefur mér alltaf líkað frábærlega við þann vinnustað og fólkið sem þar vinnur. Þannig blæs ég á allt tal um að það sé eitthvað vondur mórall í Efstaleitinu. Málið leit svo út fyrir mér að Sjónvarpið hefði reynst mér svo vel að ég ákvað að binda mitt trúss við það enn um sinn. Og kannski hafði Hemma Gunn-draumurinn sitt að segja líka,“ segir hann brosandi. Stjórnmálamenn ekki holdsveikir Gísli Marteinn viðurkennir að hann hafði ekki áformað að snúa alveg svona fljótt aftur á skjáinn. „Helst hefði ég viljað að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði unnið í kosningunum og ég getað hellt mér í borgarmálin, þó svo að það hefði þýtt að ég hefði ekki get- að sinnt hinu hugðarefninu, fjölmiðl- unum. En skoðanakannanir gáfu nokkuð óyggjandi til kynna að ég kæmist ekki inn þannig að auðvitað var ég farinn að huga að því hvað ég tæki mér fyrir hendur ef svo færi.“ Gísli Marteinn útilokar þó ekki að hann hefði samt komið eitthvað að fjölmiðlum, jafnvel þótt hann hefði komist inn í borgarstjórn. „Einka- reknu stöðvarnar hafa mun frjálsari hendur með það t.d. að vera með stjórnmálamenn í vinnu hjá sér. Þannig að þó svo að ég hefði orðið að- alborgarfulltrúi þá hefði það e.t.v. ekki skipt neinu máli fyrir þær en það hefði skipt meira máli fyrir RÚV.“ – Einhverjum þótti það nú samt at- hyglisvert að RÚV hefði ráðið vara- borgarfulltrúa til starfa. „Jú, Mörður Árnason lýsti yfir að honum þætti jákvætt að Sjónvarpið væri búið að opna dyrnar fyrir at- vinnustjórnmálamönnum og að hann vonaði að sama myndi ganga yfir alla flokka. Ég leyfi mér að efast um að mér hafi verið boðið að sjá um þennan spjallþátt sem fulltrúi einhvers flokks og enginn uppi í Efstaleiti sér mig og ráðninguna í einhverjum pólitískum litum nema Mörður Árnason kannski. Stjórmálamenn mega ekki vera álitnir holdsveikir. Staðreyndin er samt sú að margir sem verið hafa á þingi hafa átt erfitt með að fá vinnu eftir að þingmennsku lýkur, vegna þess að það eru alltaf einhverjir sem sjá sig knúna til að rjúka upp á stól og garga að það gangi ekki að ráða mann úr hinum eða þessum flokki. Þetta er náttúrlega tómt rugl því reynsla í stjórnmálum er reynsla af því hvernig þjóðfélagið gengur fyrir sig. Maður kynnist mjög vel hvernig fólkinu líður í borginni eða landinu og því betur sem þú kynnist þjóðfélaginu því hæf- ari verðurðu til að gegna margs konar störfum, m.a. fjölmiðlastörfum. Hins vegar hefði ég sjálfur ekki viljað vera áfram í Kastljósi eða einhverju frétta- tengdu eftir að ég tók skrefið út í stjórnmálin og hefði skilið vel ef menn kvörtuðu undan því. En það er sér- kennilegt að ætla að kvarta undan því að varaborgarfulltrúi sem hefur margra ára reynslu í sjónvarpi sjái um spjallþátt á laugardagskvöldi.“ En Gísli Marteinn fullyrðir að hann hafi ekkert breyst við það að vera á framboðslista til borgarstjórnarkosn- inga. „Ég breytist ekkert við að vinna að góðum málum í borginni og sitja í nefndum sem gera það, breytist hreinlega ekki neitt við það. Ég mun stjórna þættinum nákvæmlega eins og ég hef stjórnað öðrum þáttum og mun áfram hafa það að markmiði að gera áhugavert og skemmtilegt sjón- varpsefni. Og þetta eiga allir eftir að sjá þegar þátturinn er farinn af stað, líka Mörður Árnason.“ Veriði hress, ekkert stress, bless Og Gísli Marteinn þvertekur fyrir það er hann er spurður hvort hann sé á leið í annað kosningaframboð, nú til alþingiskosninga. „Mín afskipti af stjórnmálum næstu fjögur árin tengj- ast setu minni í þremur nefndum borgarinnar en ég hef ekki frekari áform og hvað ég geri í framtíðinni í stjórnmálum er enn óljóst. En svona að lokum þegar kalkún- asalatið er búið er Gísli Marteinn spurður að því hvort hann sé búinn að ákveða hvernig hann ætli að kveðja áhorfendur í lok nýju þáttanna. „Nei, en ég verð ekki með „Veriði hress, ekkert stress, bless“,“ segir hann og hlær sínum alkunna hlátri. Á tali við Gísla Martein Það sáu margir eftir honum þegar hann hvarf úr Kast- ljósinu í pólitíkina og ein- hverjir höfðu á orði að þar hefði góður biti farið í hundskjaft. En bitinn góði stóð eitthvað í hundi því Gísli Marteinn Baldursson mætir aftur á skjáinn um næstu helgi í nýjum spjall- þætti sem verður á dagskrá Sjónvarpsins í vetur á laug- ardagskvöldum. Skarphéð- inn Guðmundsson lenti á tali við Gísla Martein um sjón- varpið, stjórnmálin og Hemma Gunn. Morgunblaðið/Jim Smart skarpi@mbl.is ’ Ég leyfi mér að efast um að mér hafi veriðboðið að sjá um þennan spjallþátt sem fulltrúi einhvers flokks og enginn uppi í Efstaleiti sér mig og ráðninguna í einhverj- um pólitískum litum nema Mörður Árna- son kannski ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: