Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYND menntamálaráðherraer sú að hlutverk íslensk-danskr-ar menningarstofnunar á Íslandiverði að stuðla að rannsóknum,varðveislu og kynningu á nor- rænum menningararfi almennt en íslenskum menningararfi og menningarminjum sérstak- lega. Einnig að stuðla að því að efla menning- arsamstarf og styrkja menningartengsl Dana og Íslendinga, auka þekkingu Íslendinga á sameiginlegri sögu þjóðanna og hvetja til auk- inna menningartengsla með því meðal annars að efla frekar dönskukennslu á Íslandi. Ráðherra leggur til að framlag Íslendinga til slíkrar stofnunar yrði að sjá um stofnkostnað og rekstur en framlag Dana yrði að þeir legðu henni til þá forngripi íslenska sem eru í vörslu Dana. Menntamálaráðherra hefur þegar kynnt þetta mál fyrir ríkisstjórninni og hún er er- indrekstrinum samþykk. Nei! Forsaga þessa er sú að á fundi með menn- ingarmálaráðherra Dana, Brian Mikkelsen, í Kaupmannahöfn í ágúst síðastliðnum óskaði menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, eftir því að teknar yrðu upp viðræður milli Dan- merkur og Íslands um frekari afhendingu ís- lenskra forngripa, sem eru í vörslu Dana. Svar danska ráðherrans var stutt og laggott: „Nei,“ eins og Tómas Ingi segir blaðamanni. Er það í anda sáttmála milli Danmerkur og Ís- lands frá 1965, um flutning á hluta af hand- ritum Stofnunar Árna Magnússonar í Kaup- mannahöfn í vörslu og umsjón Háskóla Íslands. Þar segir í 6. grein: „Samningsaðiljar eru sammála um það, að með þeirri skipan, sem hér er gerð, sé viðurkennt, að fullkomlega og endanlega sé útkljáð um allar óskir af ís- lenzkri hálfu varðandi afhendingu hvers konar íslenzkra þjóðlegra minja sem í Danmörku eru. Samkvæmt því skal að hálfu íslenzka ríkisins eigi unnt í framtíðinni að hefja né styðja kröfur eða óskir um afhendingu slíkra minja úr dönskum skjalasöfnum eða söfnum, opinber- um jafnt sem í einkaeign.“ Mestu þjóðargersemarnar „Ég held við verðum að skoða sáttmálann frá 1965 í ljósi þeirra aðstæðna sem íslensk stjórnvöld stóðu frammi fyrir. Þarna var verið að semja um mestu þjóðargersemi Íslendinga, handritin, og mikilvægi þess að fá handritin heim yfirskyggði allt. Ef ég hefði staðið frammi fyrir þeim möguleika að fá handritin heim á forsendu þess samkomulags sem gert var á þeim tíma hefði ég undirritað það sjálf- ur,“ segir Tómas Ingi við Morgunblaðið. „Í því að ég tek þetta mál upp nú er ekki fólginn hinn minnsti vottur af gagnrýni á þá sem stóðu að þessu máli af íslenskri hálfu á þeim tíma. Þvert á móti hefði ég gert hið sama og verið stoltur, því það að endurheimta þessi menningarverðmæti er langstærsti áfangi í baráttu þjóðarinnar í þessum efnum. Meginþorri okkar verðmætustu handrita kom í kjölfar þessa þannig að segja má að það hafi verið langstærsti menningarviðburður í sögu þjóðarinnar nú á síðari tímum þegar þetta mál leystist. Ég er því mjög sáttur við það. Hins vegar eru aðstæður nú aðrar og viðhorf til þess, hvernig farið er með menningarverð- mæti í vörslu þjóða sem hafa haft aðstöðu til að safna þeim og varðveita, hafa breyst.“ Samstarf og vinátta Tómas Ingi kveðst hafa fjallað um hugmynd sína í ræðu ytra áður en hann lagði fram áð- urnefnda beiðni. „Ég undirstrikaði að við hefð- um litið á handritamálið sem staðfestingu á mjög góðu samstarfi þjóðanna og mikilli vin- áttu. Þegar gengið hefði verið frá handrita- samningnum hefði það markað tímamót, á þeim tíma sem það var gert, en síðan hefði mik- ið breyst. Og ég benti þeim alveg sérstaklega á að það væri sérkenni á íslenskum menningar- arfi að hann væri að miklu leyti fólginn í hand- ritum. Við ættum engin hús frá miðöldum og mjög lítið af gripum frá þeim tíma miðað við aðrar þjóðir. Þess vegna væru þessir gripir okkur verðmætari en öðrum þjóðum. Ég benti líka á að Danir ættu mikinn fjölda af gripum frá miðöldum og þess vegna væru þessir ís- lensku gripir í Þjóðminjasafninu danska ekki eins áberandi og þeir yrðu í íslensku safni vegna þess að þeir hyrfu í fjöldann. Ég benti þeim líka á að þessir gripir hefðu enga sam- svörun í danskri sögu í raun og veru. Ég minnti þá hins vegar á það að Íslendingar hefðu aldrei beðið um þessi gögn og borið fyrir sig einhver lögfræðileg rök. Við hefðum alltaf borið fyrir okkur vináttu þjóðanna og frændsemi,“ segir ráðherra nú við Morgunblaðið. Margir merkilegir gripir, alls um 120, voru fluttir til Íslands frá Danmörku árið 1930 og eru nú í Þjóðminjasafninu en Tómas Ingi segir álíka fjölda mjög merkilegra íslenskra gripa enn ytra. Hann skoðaði einmitt Þjóðminjasafn- ið danska í sumar og nefnir einn þriggja Grundarstóla, merka gripi frá 16. öld. Þrír voru til upphaflega, einn er varðveittur á Þjóð- minjasafni Íslands, einn er í geymslu í Dan- mörku – er ekki á sýningu – en einn týndist fyrir margt löngu. Hann nefnir og helgiskrín frá Keldum, sem er til sýnis í danska Þjóðminjasafninu, mjög verðmæta og glæsilega biskupsskrúða sem þar eru einnig, svo og mjög glæsileg drykkjarhorn. „Þau eru innan um önnur drykkjarhorn sem þar eru til sýnis og skera sig svo sem ekki úr þeim mikla fjölda, en eru að vísu stærri og veg- legri,“ sagði ráðherrann. Sérstök Íslandsdeild er engin í danska Þjóð- minjasafninu heldur gripunum dreift um safn- ið. Ný stofnun? Eftir að ljós var skýr afstaða Dana við fyrri hugmynd Tómasar Inga, þess efnis að teknar yrðu upp viðræður milli þjóðanna um frekari afhendingu íslenskra forngripa, lagði ráð- herrann fram tillögu sína um stofnun íslensk- danskrar menningarstofnunar. „Ég sagði að í ljósi þeirra góðu samskipta sem ríkt hefðu á milli þjóðanna vildi ég koma hugmyndinni á framfæri við dönsk stjórnvöld. Danir báðu um frest til að skoða málið og það er enn í skoðun hjá þeim.“ En hver er ástæða þess að Tómas Ingi tók málið upp nú í sumar? „Ástæða þess að ég tek þetta upp núna er í rauninni margþætt. Í fyrsta lagi er ég búinn að vinna mikið í skýrslugerð um menningartengda ferðaþjón- ustu og skilaði skýrslu þar um til samgöngu- ráðherra áður en ég kom hingað inn í ráðu- neytið. Þar er rætt alveg sérstaklega um að koma á framfæri við Íslendinga og aðrar þjóðir lýsingum og kynningu á íslensku miðaldasam- félagi, sem ég tel að hafi ekki verið nægilega vel kynnt og sérstaklega hafi menn ekki nægi- lega góða innsýn í það hversu flókið og athygl- isvert það samfélag var frá menningarlegu sjónarmiði. Þessir gripir gegna náttúrlega grundvallar- hlutverki í því að menn öðlist skilning á því hvers konar samfélag þetta var sem hér þreifst. Annað sem ég legg mikla áherslu á í skýrsl- unni er kynning á handritum, sem nú er ein- mitt að hefjast í Þjóðmenningarhúsinu Hitt er svo það að eitt fyrsta verk mitt eftir að ég kom hingað í ráðuneytið var að safna saman gögnum um stöðu þessara mála af al- mennum áhuga mínum á fornminjum og velta því fyrir mér með hvaða hætti væri hægt að taka á því. Síðan var sérstök ástæða til þess að heyra í Dönum og vita hvernig þeir tækju þessu, því ekkert slíkt hefur viðrað við þá allan þennan tíma eftir því sem mér er kunnugt. Þetta helst líka í hendur við mikinn og vax- andi áhuga úti um allt land á kynningu á fortíð Íslendinga; á safnastarfsemi, það er vaxandi áhugi á því að sinna fornleifafræði, fornleifa- uppgröftur hefur tekið mikinn kipp og ýmsar athyglisverðar upplýsingar eru að berast í gegnum fornleifafræðina. Ný viðhorf eru að verða í skýringum og athugunum á hinum fornu textum okkar þar sem munnleg geymd er að fá einhvers konar viðurkenningu. Það er farið að bera á slíkum sjónarmiðum hjá fræði- mönnum.“ Viðunandi lausn finnist Ráðherra segir að þar sem mikil athygli beinist nú að fortíðinni hafi sér líka fundist vera ástæða til að hreyfa þessu máli sérstak- lega. „Það er ákveðinn áhugi á málinu í þjóð- félaginu, gerjun sem mér finnst kalla á það að við tökum þetta mál upp við Dani á vingjarn- legum og jákvæðum nótum.“ Tómas Ingi Olrich kveðst binda miklar vonir við að samstarf þjóðanna geti orðið gott í fram- tíðinni og viðunandi lausn finnist á þessu máli „í anda þeirra samskipta sem áður hafa verið um þetta mál.“ Ráðherra segist ekki hafa hugað að nánari útfærslu hugmyndar sinnar, verði hún að veru- leika. „Mér finnst ótímabært að huga að henni nánar fyrr en ég fæ tilfinningu fyrir því hvern- ig hugmyndin mælist fyrir hjá danska menn- ingarmálaráðuneytinu og dönsku ríkisstjórn- inni.“ Hann segir aðspurður að danski menningar- málaráðherann hafi ekki gefið í skyn hvenær vænta megi viðbragða við hugmyndinni, en hann hafi hins vegar lýst yfir sérstökum áhuga á að koma í heimsókn til Íslands.“ Menntamálaráðherra hefur kynnt Dönum hugmynd sína þess efnis að stofnuð verði íslensk-dönsk menningarstofnun með aðsetur á Íslandi Allir íslenskir forngripir í vörslu Dana komi til Íslands Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra vill að stofnuð verði íslensk-dönsk menning- arstofnun, sem verði á Íslandi, þar sem varðveittir yrðu allir þeir forngripir íslenskir sem enn eru í vörslu Dana. Skapti Hallgrímsson forvitnaðist um málið í samtali við ráð- herrann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tómas Ingi Olrich, lengst til vinstri, kynnir sér fornleifauppgröft að Gásum í Eyjafirði í júlí í sumar. Ráðherra segir að þar sem mikil athygli beinist nú að fortíðinni hafi sér fundist vera ástæða til að hreyfa því sérstaklega við Dani að íslenskir forngripir í vörslu Dana verði fluttir til landsins. skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.