Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 21 AGORA ráðstefna um rafræn viðskipti (E-Commerce) og UT- fjárfestingar (IT-Spending) á Grand Hótel, fimmtudaginn 10. október, kl. 13.00. Aðalfyrirlesarar eru Per Andersen, framkvæmdastjóri IDC og Charlotte Bronér, yfirmaður IBM E-Commerce Nordic, sjá nánar á www.agora.is AGORA fyrir atvinnulífið – fagsýning 10. og 11. október Fagsýningin veitir fulltrúum atvinnulífsins einstakt tækifæri til að kynna sér nýjungar og þjónustu á sviði hugbúnaðar, fjarskipta, hátækni og þekkingarþróunar. Allir gestir fagsýningar fá afhent strikamerkt nafnspjald og nýjasta eintak af Tölvuheimi. AGORA – fagsýning þekkingariðnaðarins Laugardalshöll 10.–12. október 2002 AGORA ráðstefna AGORA verðlaun in veitt á hátíðark völdverð i AGORA Taktu þá tt í netk osningu á mbl.is Úrslit ve rða kynn t á hátíðark völdverð i AGORA , sjá nána r á www.ag ora.is Dagskrá AGORA 15.00 –19.00 Opin öllum 1.– 9. okt. 1500 kr. Keypt á staðnum 10.–11. okt. 2100 kr. Opin öllum laugardaginn 12. okt 800 kr. Miðaverð ef gengið er frá pöntun á agora.is www.agora. is Allir velkomnir,laugardaginn12. október hlynning] gerir það að verkum að miklu fleiri komast hjá innlögnum og í annan stað finnst mér að sjúk- lingarnir, skjólstæðingar okkar, séu vissari um að þeir komist inn á sjúkrahúsið ef þeir þurfa á því að halda. Líta þá á heimahlynninguna sem millilið í þeim efnum; hún brúar oft bilið og okkur finnst stundum að aðgengi að læknunum verði betra í gegnum heimahlynninguna. Og maður getur treyst mati hjúkrunarfræðinganna almennt tal- að; ef þær telja þörf á því að sjúk- lingur leggist inn er það yfirleitt rétt mat. Ekki að hann sé endilega kominn til að deyja eða hraka, held- ur til að vera í ákveðinn tíma og fara svo aftur heim. Og þá veit sjúk- lingurinn að einhver annar tekur á móti honum en fjölskyldan og hefur hönd í bagga með það sem máli skiptir.“ Líknardeild? Til umræðu hefur verið að koma á fót líknardeild við FSA og segir Bryndís að það yrði afskaplega góð viðbót. „Þótt við höfum alltaf að- gang að legudeildum hér fyrir okk- ar sjúklinga væri það mjög gott að fá sérstaka deild fyrir þennan sjúk- lingahóp. Ekki bara fyrir þá sem Heimahlynning er að sinna heldur aðra sem eru í líknandi meðferð inni á deildunum hverju sinni. Þannig að sú deild yrði ekki bara viðbót heldur yrði um að ræða tilfærslu á starf- semi sem er nú þegar fyrir hendi.“ Sigrún segir mikinn skilning inn- an FSA að þörf sé fyrir líknardeild. „Fólk finnur það mjög vel, og kannski allra best þeir sem vinna á deildunum, að aðstæður þessa fólks inni á bráðadeildunum eru ekki eins og maður vill hafa þær. Oft er mikill erill og sífellt verið að skipta um stofufélaga. Þessu fólki myndi líða miklu betur í heimilislegra um- hverfi, þar sem væri meiri stöðug- leiki.“ Valur Þór segir að send hafi verið áskorun til stjórnar spítalans um að koma á fót nefndri starfsemi og enginn ágreiningur sé um mikilvægi hennar. „Það er með þetta eins og aðra sérhæfða þjónustu; þótt hlut- irnir hafi gengið einu sinni án henn- ar þá ganga þeir ekki í dag. Hér var einu sinni bara ein skurðdeild fyrir allt sjúkrahúsið. Það er líka þannig að mikið er að gera á bráðadeildum og aðstandendur hafa stundum áhyggjur af því þegar ættingjar þeirra eru mikið veikir inni á þess- um bráðadeildum að þeir séu hrein- lega að taka tíma og aðstoð frá öðr- um sjúklingum. Þetta er svolítið merkilegt en engu að síður stað- reynd.“ Bryndís bendir á að töluverð sér- hæfing sé í líknandi meðferð og því yrði heppilegt að henni sé sinnt á einum stað. Sigrún segir þær stundum reka sig á að fólk vilji alls ekki koma inn á sjúkrahús. „Ef sjúkdómur tekur sig upp hjá fólki sem áður hefur verið í langri og strangri meðferð, það fær heimahlynningu og er kannski komið í svokallaða líknandi meðferð og farið er að ræða við við- komandi að hann hefði nú kannski gott af því að fara inn á spítala til að hvíla ættingja eða eitthvað slíkt þá getur fólk oft ekki hugsað sér að fara aftur inn á deild þar sem það var búið að koma margoft í alls kon- ar ásigkomulagi. Ég held því að ef önnur deild, eins og líknardeild, stæði til boða myndi það breyta heilmiklu.“ ahlynningar“ skapti@mbl.is DRÖFN Friðfinnsdóttir myndlist- arkona lést úr krabbameini 11. maí árið 2000, 55 ára að aldri. Guð- mundur Óskar Guðmundsson, eig- inmaður hennar, segir svo frá: „Við vorum eins og hverjar aðrar venjulegar manneskjur í ham- ingjuríki lífi. Síðan fer hún í skoðun eins og konur almennt gera og hafði reyndar passað mjög vel upp á það alla tíð. En ferlið fer svo hratt í gang að hún kemur raun- verulega aldrei heim úr skoðuninni heldur fer beint í aðgerð.“ Síðan hefst mjög sterk lyfja- meðferð „og kannski vegna þess að konan var svo virk sem myndlist- armaður, og vegna þess hversu sterk hún var, þá sá ég það ein- hvern veginn aldrei fyrir mér að hún færi burt af heimilinu.“ Guðmundur Óskar segir þess vegna, að fyrst þjónusta heima- hlynningar var fyrir hendi á svæð- inu, hafi það komið af sjálfu sér að nýta hana, þannig að Dröfn gæti verið heima allan tímann. „Ég fann að hún vildi það og mínar aðstæður voru þannig að það hentaði vel; ég vinn hér nánast við hliðina,“ segir hann en Guðmundur Óskar kennir í tréiðnaðardeild Verkmenntaskól- ans, sem er í vestustu álmu bygg- ingarinnar, og býr í næstu götu. „Það er styttra fyrir mig heim en á kennarastofuna,“ segir hann en stofan sú er í austasta hlutanum. „Við komum okkur upp merkja- kerfi vegna þess að stofnunin sem ég vinn í var nýflutt í plássið þar sem við erum núna og símakerfið var ekki komið í lag; ég leit út um gluggann og hljóp heim ef hún hafði gefið merki. Það tók mig bara tvær mínútur. Síðustu þrjá til fjóra mánuðina urðu veikindin mjög ill- víg og þessar elskur – „ég kalla þær alltaf elskur, konurnar í Heimahlynningunni“ – komu þá hér tvisvar á dag og að auki ef ég hóaði í þær. Það var mér alveg ómetanlegt að vita af þeim; veitti mér svo mikið öryggi. Þær stjórn- uðu lyfjagjöfinni, tóku til lyfin og settu mig inn í það og ég sá svo um að því var framfylgt. Þær stýrðu mér að hluta eða öllu leyti en við reyndum aftur á móti að lifa eins eðlilegu lífi og hægt var miðað við aðstæður.“ Síðustu mánuðina sem Dröfn lifði þurfti að fylgjast vel með henni all- an sólarhringinn og „þá reyndi enn meira á konurnar í Heimahlynning- unni. Þær komu hérna og leystu mig stundum af, í klukkutíma eða tvo, þegar ég fór út að ná mér í súrefni. Þær veittu henni eins mikla og góða aðhlynningu og hægt var; eftir á sé ég ekki að við hefð- um getað gert betur. Það endaði eins og það endaði en þetta er kannski það sem við eigum ekki að ganga gruflandi að; einhvern tíma förum við og með einhverju formi, en hlýtur að vera krafa hvers manns að fá að fara með eins mik- illi reisn og mögulegt er. Og auðvit- að hlýtur það að vera okkar mann- anna að hjálpast að við það.“ Krafa hvers manns að deyja með reisn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Guðmundur Óskar: Ómetanlegt að vita af konunum í Heimahlynningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: