Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um vatn Vatn er undir- staða lífsins Í UPPSIGLINGU erráðstefna sem ber yf-irskriftina Dagur vatnsins og ætti eðli máls- ins samkvæmt að geta verið mjög fjölbreytt og fróðleg. Í forsvari fyrir þessari ráðstefnu er Bergur Sigurðsson hjá Heilbrigðiseftirliti Suður- nesja og svaraði hann góðfúslega nokkrum spurningum Morgun- blaðsins um ráðstefnuna. Fara svör hans hér á eft- ir. Hver stendur fyrir ráð- stefnunni, hvar og hvenær verður hún haldin og hvert er markmið henn- ar? „Það er félag heilbrigð- is- og umhverfisfulltrúa sem stendur fyrir ráðstefnunni og hún verður haldin í Eldborg í Svartsengi mánudaginn 7. októ- ber. Ráðstefnunni er ætlað að fjalla um vatn í víðum skilningi þannig að úr verði heildstæð um- fjöllun þar sem flestar hliðar málsins verða skoðaðar. Fyrir hádegi verður fjallað um gæði hafs og stranda en eftir hádegi verður sjónum hins vegar beint að ferskvatni bæði sem náttúru- auðlind, sem þarf að vernda gegn mengun, og sem neysluvöru. Margir af okkar helstu sérfræð- ingum eru á meðal framsögu- manna sem koma úr atvinnulíf- inu, opinberum stofnunum og frjálsum félagasamtökum. Alls verða 15 framsögumenn á fund- inum. Dagskrá ráðstefnunar er að finna á heimasíðu Heilbrigð- iseftirlits Suðurnesja, www.hes- .is.“ Hvers vegna „vatn“? „Vatn er undirstaða og for- senda lífs eins og við þekkjum það. Hvort heldur vatnið sé ferskt grunnvatn eða saltur sjór þá er það mikilvæg auðlind og uppspretta lífs. Ísland er vatns- auðugasta land veraldar og það eru mikil forréttindi að eiga slíka gnægð af vatni. Fram hefur kom- ið að búast megi við því að árið 2050 muni 4,2 milljarðar manna ekki njóta þeirra 50 lítra af vatni sem Sameinuðu þjóðirnar telja nauðsynlegt til heilnæms lífernis. Þá má heldur ekki gleyma vernd- un hafsins. Mikið er að gerast í þeim málum þessa dagana, m.a. eru væntanleg ný lög um vernd- un hafs og stranda. Því er gott tilefni til fundarhalda um mál- efnin einmitt núna.“ Hverjar verðu helstu áherslur þessarar ráðstefnu? „Greint verður frá vatnatil- skipun ESB og gildistöku hennar hérlendis. Fjallað verður um grunnvatn og varnir gegn meng- un þess og innra eftirliti Orku- veitu Reykjavíkur með neyslu- vatni. Umhverfismerkinu Bláfánanum verða gerð skil en Bláfáninn er umhverfismerki sem smábátahafnir og bað- strendur geta fengið að uppfyllt- um ströngum kröfum. Blái herinn mun kynna störf sín við hreinsun hafnarsvæða á Suðurnesjum. Greint verður frá stöðu frá- veitumála, svo eitthvað sé nefnt.“ Hverjir eiga helst erindi á þessa ráðstefnu ... og er hún öll- um opin? „Ráðstefnan er öllum opin og ráðstefnugjöldum er stillt í hóf. Allir sem láta sig umhverfismál varða eiga erindi á þessa ráð- stefnu. Þar geta neytendur fræðst um reglubundið eftirlit heilbrigðiseftirlits og Hollustu- verndar ríkisins með neysluvatni. Þeir sem hyggja á útflutning á vatni ættu ekki að láta sig vanta því Davíð Scheving mun fjalla um útflutning á vatni í fortíð og framtíð, hver veit nema hann geti sagt viðskiptajöfrum framtíðar- innar hvernig eigi að standa að þessu. Erindi um fráveitumál gæti verið sveitarstjórnamönnum gagnlegt enda þau mál í brenni- depli hjá þeim þessa dagana og verða það á næstu árum. Áhuga- menn um sjókvíaeldi ættu ekki að láta sig vanta.“ Hvað gæti komið mönnum mest á óvart á ráðstefnunni? „Ég hef skoðað flest gögn sem fylgja munu erindunum og það sem kom mér mest á óvart var að heitsinkhúðaðar vatnslagnir, sem eru mikið notaðar fyrir neyslu- vatn, henta ekki í þá notkun. Við ákveðnar aðstæður getur okkar steinefnasnauða vatn tært lagn- irnar það mikið að vatnið í þeim verður óneysluhæft. Ekki er nóg með að mikið sé af þessum lögn- um í gömlum húsum heldur er enn verið að nota heitsinkhúð- aðar lagnir í nýbyggingum. Þetta þarf að breytast. Mikið hefur verið deilt um lax- eldi í sjókvíum og sýnist þar sitt hverjum. Ég tel víst að margir á ráðstefnunni verði hissa þegar birtar verða neðansjávarmyndir sem sýna dæmi um slælega um- gengni ónefndra aðila í sjókvía- eldi. Ég vona að umræddar myndir séu einsdæmi en óttast að svo sé ekki.“ Eru fleiri ráðstefnur á döfinni hjá félaginu? „Þetta er sú þriðja á þessu ári. Fyrr á árinu héldum við fræðslu- fund um hávaða og nokkru síðar héldum við matvælaráðstefnu undir yfirskriftinni „Heilnæmi matvæla – heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga“. Stefnt er að holl- ustuháttardegi 6. nóvember þar sem verður m.a. fjallað um ör- yggi leikvallatækja og inniloft. Eins og sést á þessari upptaln- ingu þá eru fundir og ráðstefnur sem félagið heldur fjölbreyttar og endurspeglar það hversu vítt starfssvið heilbrigðisfulltrúa er.“ Bergur Sigurðsson  Bergur Sigurðsson fæddist í Keflavík 1971. Hann varð cand. scient. í umhverfisefnafræði við Háskólann í Ósló árið 2000. Bergur er formaður Félags heil- brigðis- og umhverfisfulltrúa og starfar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Hann er kvæntur Guðjónínu Sæmundsdóttur sem er ferðamálafræðingur að mennt og starfar hjá Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum. Eiga þau saman þrjú börn. Bláfánanum verða gerð skil Þið hafið dottið í lukkupottinn, ég veit hvað þarf að hafa til að lifa. NÚ HAFA liðlega þrjátíu beina- grindur fundist í fornum kirkju- garði í Skagafirði en komið var niður á grafirnar þegar verið var að moka fyrir húsgrunni í Keldudal í Hegranesi. Elstu grafir í kirkjugarðinum eru tald- ar vera frá 11. öld eða jafnvel allt frá upphafi kristni í landinu. Fornleifanefnd ríkisins stendur að uppgreftrinum og þar á bæ þykir mönnum beinin hafa varð- veist ótrúlega vel. Athygli vekur að ekki virðist menn hafa skort timbur því langflest líkanna hafa verið lögð í kistur og þar á meðal korna- börn undir eins árs aldri. Eins eru vísbendingar um að sumt af fólkinu sem þarna er grafið hafi verið mjög hávaxið og a.m.k. tvær kistur eru um tveir metrar á lengd. Ekki er getið um kirkjugarðinn í rituðum heimild- um svo vitað sé. Hafa aðeins grafið upp hluta af kirkjugarðinum „Þetta er býsna merkilegur fund- ur. Við höfðum snið af einni gröfinni og teljum að hún hafi verið tekin fyr- ir gosið í Heklu 1104 þannig að þarna hefur væntanlega verið kominn kirkjugarður þegar á 11. öld; sumar grafirnar gætu þess vegna verið frá upphafi kristni en rétt er að taka fram að það á eftir að aldursgreina beinin,“ segir Þór Hjaltalín, minja- vörður Norðurlands vestra. „Við teljum okkur hafa fundið kirkjutóftir en ég tek fram að við erum hins veg- ar nær eingöngu búin að rannsaka svæðið sem húsið á að rísa á svo ljúka megi byggingu þess. Á því svæði komu upp yfir þrjátíu beina- grindur og þær hafa varðveist alveg ótrúlega vel. “ Ungbörn lögð í kistur Þór segir óvarlegt að fullyrða að svo stöddu að fólkið sem þarna hafi verið grafið hafi verið sérstaklega hávaxið, enn eigi alveg eftir að mæla beinin. „En ég get þó sagt að við er- um þarna með kistur upp á eina tvo metra og þeir sem í þeim liggja virð- ast við fyrstu sýn hafa verið mjög há- vaxnir.“ Þá bendir Þór á að af þessum lið- lega 30 gröfum séu átta ungbarna- grafir sem í hafi verið lögð börn um eða innan við eins árs aldur og sum hver í kistur. Þór segir að kirkjugarðurinn sé örugglega stærri og að fleiri grafir eigi eftir að koma í ljós: „ég hugsa að við séum búin að taka upp úr helmingnum af garðinum eða tæplega það. Grafirnar sem við höfum rann- sakað eru allar austan megin við hina meintu kirkjutóft þannig að við reiknum með að garður- inn hafi verið allmiklu stærri.“ Spurður hvort það teljist ekki óvanalegt að fólk hafi verið grafið í kistum á þessum tíma segir Þór að mjög lítið sé til af gögnum til þess að segja af eða á um það. „En þetta kemur skemmtilega á óvart því maður hefði svona frekar átt von á því að líkin hefðu einfaldlega verið sett beint í grafirnar. Menn virðist því ekki hafa skort timb- ur þegar þetta var. Við erum auðvitað farin að velta fyrir okkur framhalds- rannsóknum og stefnum að því að vera í samstarfi við Hólahópinn um þær og Byggðasafn Skagfirðinga og vonandi geta þær rannsóknir hafist strax næsta vor.“ Kirkjugarður frá elleftu öld í Hegranesi Ljóst er það er ekkert smámenni sem þarna hefur verið lagt til hinstu hvílu. BENADIKT Þór Helgason, eina barnið sem fæðst hefur á Íslandi með Pfeiffer-heil- kenni, er látinn af völdum veikinda sinna. Benadikt lést á barnadeild Land- spítlans síðdegis í fyrradag, eftir erf- iða baráttu við veikindi sín, að sögn föður hans, Þórarins Helga Bergs- sonar. Móðir Benadikts er Deborah Bergsson, en þau búa á Patreksfirði og var hann yngsta barn þeirra hjóna. Aðeins er vitað um 30 börn í heim- inum sem fæðst hafa með svonefnt Pfeiffer-heilkenni, en Benadikt fæddist 12. maí árið 2000. Heimasíðu, sem tileinkuð er Bena- dikt, er að finna á Netinu og er slóðin http://www.barnaland.is/barn/6839. Benadikt Þór Helgason látinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: