Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 39
Falleg 57,6 fm 3ja herb. íbúð á
jarðhæð í 6 íbúða húsi með sér-
inngangi, sem hefur verið mikið
endurnýjuð. Eldhús með plast-
parketi á gólfi, ný innrétting, ný
eldavél. Stofa með plastparketi á
gólfi, halogen-lýsing. Baðherb.
með dúk á gólfi, sturta, vaskur í
borði, skápur. Verið er að gera stóra verönd fyrir framan inngang íbúðar-
innar. Verð 9,2 m. Ingibjörg tekur á móti ykkur.
Einarsnes 78 - Rvík
Mjög falleg og vel umgengin íbúð
á 2. hæð. Baðherb. flísalagt í hólf
og gólf. Eldhús með eikarinnrétt-
ingu. Stofa með glæsilegu útsýni.
2 herb. með góðum skápum.
Snyrtileg sameign og séð um þrif
á henni. Örstutt í Smáralindina,
heilsugæslu og ýmsa aðra þjón-
ustu. Getur losnað fljótlega. Verð
12,5 m. Garðar Óli í íbúð 0204 tekur á móti ykkur.
Gullsmári 2 - Kóp.
Falleg og björt íbúð ásamt bílskúr
í góðu þríbýlishúsi. Hol og tvær
stofur með parketi. Bjart og rúm-
gott eldhús með snyrtilegri eldri
innréttingu. 2 góð herb. með
parketi. Bílskúr með hita, raf-
magni og vatni. Húsið er nýmál-
að að utan. Rólegur og góður
staður, stutt í skóla og ýmsa
þjónustu. Verð 13,9 m.
Jón og Kristbjörg taka á móti ykkur.
Snekkjuvogur 12 - Rvík
Glæsileg 2ja herb. nýleg íbúð á 2.
og efstu hæð í litlu fjölbýli á góð-
um stað í Smáranum. Eldhús með
fallegri kirsuberjainnréttingu. Stofa
með stórum suðursvölum. Flísa-
lagt baðherb. með kirsuberjainn-
réttingu. Herbergi með góðum
fataskáp. Merbau-parket og flísar
á gólfum. Stutt í alla þjónustu.
Verð 10,8 m.
Áslaug í íbúð 0202 tekur á móti ykkur.
Lækjasmári 19 - Kóp.
OPIÐ HÚS Í DAG
FRÁ KL. 14-17
533 4300 564 6655
Opið hús
Vegghamrar 11
3ja herb. 93 fm endaíbúð m. sérinng.
Til sýnis og sölu glæsileg, björt og sérlega vel um-
gengin 93 fm, 3ja herbergja endaíbúð á þriðju og efstu
hæð í mjög góðu fjölbýli með miklu útsýni og sérinngangi
af svölum.
Verð 12,5 millj. Brunabótamat 9,7 millj.
Gylfi er með heitt á könnunni og tekur vel á móti
gestum í dag, sunnudag, milli kl. 13.00 og 17.00.
Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar,
sími 511 1555.
Bæjarlind 12 - Til leigu
Eigum til leigu nokkrar einingar á 2. hæð í þessu glæsilega
lyftuhúsi í stærðum frá 60 fm - 570 fm. Hentar vel fyrir t.d.
læknastofur eða skrifstofur. Næg bílastæði eru á lóðinni
ásamt yfirbyggðu bílahúsi. Nokkur fyrirtæki hafa þegar hafið
starfsemi í húsinu, s.s. einkarekin heilsugæslustöð, hús-
gagnaverslun, fataverslun og rúmfataverslun.
Uppl. á skrifstofu. 3785
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson í
s. 588 4477 eða 822 8242
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
BORGARTÚN 33 - TIL LEIGU
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík.
Sími 568 2444, fax 568 2446.
1. Um 600 fm gott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Húsnæðið er tvær
einingar, hvor um 300 fm, sem leigjast saman eða sitt í hvoru lagi.
Laust 1. okt. nk.
2. Um 300 fm lagerhúsnæði í kjallara með góðri lofthæð. Stórar inn-
keyrsludyr. Lyfta upp á hæðir. Leigist í einu lagi. Laust 1. nóv nk.
Ingileifur Einarsson löggiltur fasteignasali
Skrifstofuhúsnæði við Síðumúla til leigu
Skúlagata 17
Sími 595 9000 Fax 595 9001
holl@holl.is - www.holl.is
Til leigu tvö glæsileg skrifstofurými á 2.
hæð, hvort um sig u.þ.b. 220 fm. Ný og
vönduð gólfefni og tölvulagnir fyrir alls 37
vinnustöðvar. Snyrtileg sameign. Fjöldi
rúmgóðra skrifstofa og góð fundaaðstaða.
Skipulag húsnæðisins hentar hvers kyns
skrifstofurekstri. Góð aðkoma, næg bíla-
stæði. Rýmin eru laus og til afhendingar nú
þegar.
Já, hér þarf ekkert að gera annað en að
flytja beint inn. Fjöldi mynda á www.holl.is.
Sláðu á þráðinn eða sendu okkur póst á
agust@holl.is. Hagstætt leiguverð. (986).
GEIRSGATA - TIL LEIGU
Höfum fengið til leigu, samtals 324 fm mjög vandað skrifstofuhús-
næði á besta stað í miðbænum á efstu hæð í lyftuhúsi. Frábært
útsýni yfir höfnina, næg bílastæði í nágrenninu, tölvulagnir, símkerfi
og öryggiskerfi allt á staðnum. Góð fundaraðstaða með fjarfundar-
búnaði, gott tölvuherbergi og aðgangsstýrð skjalageymsla.
Allar nánari upplýsingar hjá Guðmundi s. 821 1113,
Andrés s. 821 1111 og á skrifstofu eign.is, s. 533 4030.
segir Kristbjörg. Hún bendir á að
legutími hafi styst til muna frá því
hún greindist með krabbamein fyrir
22 árum. Þá hafi legutími vegna að-
gerðar verið 12–14 dagar, í dag liggi
konur einungis inni í 2–3 sólarhringa.
Reynt hafi verið að koma til móts við
sjúklinga með sjúkrahústengdri
heimaþjónustu, sem sé góð svo langt
sem hún nær, en hún sé veitt í of
stuttan tíma.
Valgerður segir að styttri legutími
hafi ákveðna neikvæða þætti í för með
sér við öll meiriháttar áföll, eins og að
greinast með krabbamein. Sjúklingar
verði að aðlagast breyttum aðstæðum
og þar skipti stuðningur heilbrigðis-
starfsfólks miklu máli. Það hafi verið
auðveldara að veita sjúklingum
stuðning þegar legutíminn var lengri.
Kristbjörg segir að í dag komi
krabbameinssjúklingar úr meðferð
eða aðgerð í sárum. „Ég hef spurt
mig hvort þetta sé hagkvæmt. Það
þarf mikið til að ná einstaklingnum
aftur til jafnvægis. Meðan legutíminn
var lengri var haldið mjög utan um
sjúklinga og þeir komu ekki brotnir
úr þessu ferli, greiningu og aðgerð,“
segir Kristbjörg. Hún segir að þó séu
ýmis endurhæfingarbrot fyrir hendi,
t.d. sé boðið upp á sérstaka leikfimi
fyrir konur sem hafa fengið krabba-
mein og Krabbameinsfélag Reykja-
víkur standi fyrir námskeiðum sem
nefnast „Að lifa með krabbameini“.
Valgerður segir að með styttri inn-
lögnum sé stefnt að því að endurhæf-
ingin eigi sér stað utan spítalanna, en
hún hafi ekki verið byggð upp jafn-
hratt og starf sjúkrahúsanna. „Grein-
ingin er góð og tekur stuttan tíma hér
á landi og ekki langir biðlistar eftir
aðgerðum eða meðferð eins og t.d. í
Danmörku eða Svíþjóð. Meðferðin er
góð og í samræmi við það besta sem
gerist. Við erum einnig komin langt
hvað líknarmeðferð varðar, en hér
vantar algjörlega endurhæfingu og
sálfélagslegan stuðning,“ segir Val-
gerður. Unnið sé að því að þróa end-
urhæfingarúrræði víða, en það gangi
hægt.
Félagslegur stuðningur
mikilvægur
Valgerður bendir á að félagslegur
stuðningur sé mjög mikilvægur. „Í
þessu samfélagi okkar, þar sem allir
lifa mjög hátt og vinna mikið, hefur
það alvarlegar afleiðingar að veikjast
af svona lífshættulegum sjúkdómi á
miðjum aldri og detta út.“ Því sé það
ekki einungis sálin sem þurfi aðhlynn-
ingar við. „Núna í haust þurfti ég að
beita mjög miklum þrýstingi til að
koma krabbameinssjúklingi í endur-
hæfingarprógramm á Reykjalundi.
Það hefur ekki viðgengist að krabba-
meinssjúklingar fái endurhæfingu,
það eru ekki mjög mörg ár síðan mað-
ur þurfti í raun og veru að fela
krabbameinssjúklingsgreininguna til
að koma sjúklingnum inn í endurhæf-
ingu, jafnvel þótt hann væri læknaður
af krabbameininu. Það var bara lokað
á; ef þú varst krabbameinssjúklingur
varstu ekki endurhæfingarhæfur,“
segir Valgerður.
Haukur bendir á að samkvæmt
fyrstu grein laganna megi ekki mis-
muna sjúklingum, því sé það brot á
lögunum ef krabbameinssjúklingur
fær ekki meðferð beinlínis vegna
þess. Hann segir að réttindi sjúklinga
í lögunum skiptist í samfélagsleg rétt-
indi og einstaklingsbundin réttindi.
„Samfélagsleg réttindi geta takmark-
ast af fjármunum. Ég reikna með að
það gæti verið skýring á því af hverju
þetta er ekki betra, að það vanti fjár-
muni,“ segir hann.
Kristbjörg segir að tæplega 1.700
konur á Íslandi hafi fengið brjósta-
krabbamein og flestar þeirra séu
mjög virkar í samfélaginu. Auðvitað
kosti endurhæfing peninga, en það
kosti líka að hafa hundruð einstak-
linga óvirka sem hægt væri að koma
út í samfélagið aftur. Stuðningshópar
eins og Samhjálp hafi barist fyrir því
að fá fólk til að líta á krabbamein sem
læknanlegan sjúkdóm. „Við teljum
okkur sem erum á lífi og fullar orku
talandi dæmi þess að það taki því að
endurhæfa fólk sem hefur fengið
krabbamein. Okkur hefur stundum
fundist að fólk líti á krabbamein sem
svo hræðilegan sjúkdóm að það taki
því varla að endurhæfa sjúklinga, en
við erum á lífi,“ segir Kristbjörg.
Full ástæða til að
málið verði tekið upp
Aðspurður segist Haukur ekki vita
til þess að landlæknisembættið hafi
bent heilbrigðisráðuneytinu á skort á
endurhæfingarrúrræðum fyrir
krabbameinssjúka nýlega. „Það er
full ástæða til þess. Það er líklegt að
þetta mál verði tekið upp, það gæti átt
víðar við,“ segir hann. „Það hefur
rosalega mikið breyst til hins betra á
síðustu árum. Einstaklingar eru með-
höndlaðir öðruvísi, þegar maður
hugsar til baka finnst manni stundum
eins og maður sé að hugsa aftur í gráa
forneskju. Fólki var jafnvel ekki sagt
hvað var að því, það er ótrúlegt þegar
maður hugsar til þess. Mikið hefur
gerst í því að upplýsa fólk og hafa það
með í ráðum. Þrátt fyrir allt hefur
mikið gerst,“ segir Haukur.
TENGLAR
..............................................
Lög um réttindi sjúklinga má finna á
http://www.althingi.is/
lagas/127b/1997074.html