Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 41 Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð, kærleik og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, tengdadóttur, stjúpmóður, systur, mágkonu, barnabarns og frænku, HELGU HALLDÓRSDÓTTUR, Hulduborgum 15, Reykjavík. Einlægar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, Grensásdeildar og Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahússprests ásamt öllum öðrum, sem gerðu Helgu og okkur lífið léttara við þessar erfiðu aðstæður. Megi minningin um Helgu lifa. Svan Gunnar Guðlaugsson, Guðný Helga Þorsteinsdóttir, Halldór Friðrik Olesen, Guðlaugur Jónsson, Bryndís Kristjánsdóttir, Alda Svansdóttir, Tinna Svansdóttir, Helgi Friðrik Halldórsson, Karen Viðarsdóttir, Alfreð Halldórsson, Guðrún Gústafsdóttir, Lovísa Halldórsdóttir, Garðar Guðmundsson, Lovísa Þorgilsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson og systkinabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVERRIS BJARNASONAR læknis, Blikahólum 6, Reykjavík. Þuríður Eggertsdóttir, Eggert Sverrisson, Magnea Sverrisdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Jónas B. Hauksson, Sigríður Sólveig. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, MÖRTU SIGRÍÐAR BÖÐVARSDÓTTUR kjólameistara, Espigerði 4, áður Álfheimum 30. Systkini hinnar látnu. Elskuleg eiginkona mín, systir, móðir, tengda- móðir og amma, EYRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR, Kambsvegi 25, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 7. október kl. 15.00. Gísli Guðmundsson, Þórólfur Valgeir Þorleifsson, Þorleifur Gíslason, Ásdís Jónsdóttir, Stefanía Vigdís Gísladóttir, Magnús Ingimundarson, Guðmundur Gíslason, Hafrún Hrönn Káradóttir, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Magnús Atli Guðmundsson, Guðbjörg Þórey Gísladóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN SVAVAR JENSSON, Austurbrún 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 7. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Hjartavernd njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Björnsdóttir. vera á spítala í um einn mánuð, ef ekki lengur. Ég kveð, við hittumst uppi í himn- um, vonandi eftir sem flest ár, en ég vona að þú sért sátt og þér líði vel. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Hildur Birna. Hún Hanna frænka er dáin, ald- urhnigin, orðin lasburða og þreytt, en eflaust hefur hún átt til bros til sinna nánustu svo lengi sem þróttur leyfði. Móðursystir mín, ein af Kirkjuskógsstelpunum, hefur verið hluti af mínu lífi frá upphafi. Hún mátti þola mig grenja allt mitt fyrsta ár, þegar hún og Hilmar skutu skjólshúsi yfir foreldra mína í húsnæðiseklu stríðsáranna. Mín fyrsta bernskuminning, man ég, var að ég skreið yfir hjónarúmið hennar Hönnu frænku. Hanna var dugnaðarforkur, ör og hláturmild. Hún mátti ekki vamm sitt vita, eins og margir af hennar sveitakynslóð, og sá vel um sína nánustu og raunar allan frændgarð- inn. Hún var lengst af elst systranna og fyrirliði yfir fjörugu liði. Hanna átti Hilmar Hafstein Grímsson, fyrsta tengdason Kirkjuskógs. Þeim farnaðist vel. Bú byggðu þau í Mel- gerði í Reykjavík og undu vel við sitt. Ekki fóru þau varhluta af heilsubresti síðari árin, en ég mun ætíð muna frænku mína brosandi, eða jafnvel hlæjandi sínum bjarta hlátri. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigurjón Svavar. Þá er Hanna frænka búin að kveðja þennan heim. Engan gat grunað er sá hana að þar færi kona komin á tíræðisaldur, svo ungleg var hún fram á síðustu stund. Hanna var einstaklega gjafmild, og naut ég alla tíð góðs af því sem og börnin mín. Þeim fannst gaman að koma á loftið í hlýlega húsinu í Mel- gerði, því þar fannst alltaf eitthvað sem gladdi lítil hjörtu. Og það veit ég að hennar örláta hjarta rúmaði fleiri en hennar nánustu. Er ég hitti hana í síðasta sinn hinn 16. september síðastliðinn, fár- sjúka, hafði hún miklar áhyggjur af því að ég væri ekki búin að ná í hluti sem hún hafði ákveðið að ég fengi handa yngstu barnabörnunum mín- um. Síðustu orð hennar við mig voru: „Hafðu það gott, Kolla mín.“ Ég skynjaði þá að þetta væri kveðjustund. Það hlýtur að vera gott að geta litið yfir langa ævi hafandi miðlað öðrum eins kærleika og hún gerði. Nú er hún laus við þjáningarnar og búin að hitta Hilmar sinn. Hanna naut til hinstu stundar frábærrar umönnunar dætra sinna og fjöl- skyldna þeirra og uppskar þar þann kærleika sem hún svo ríkulega hafði til sáð. Að lokum flyt ég Hönnu minni hjartans þakkir frá mér og börnum mínum. Við sendum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hönnu. Löng var orðin leiðin lífs þíns, frænka mín. Það er sælt að sofna er sól ei lengur skín, en í fegri heimi nú fagnað verður þér, ég góða minning geymi og gleðst í hjarta mér. Kolbrún Eiríksdóttir. Þetta byrjaði allt með ömmu- stelpunni hennar, henni Siggu Lindu, og Sibbu dóttur minni. Þær áttu margt sameiginlegt en umfram allt að eiga báðar yndislegar ömm- ur. „Hún amma er svo mikil rós,“ sagði Sigga við mig fyrir stuttu. Það er rétt, amma hennar var rós. Hún var einstaklega næm bæði fyrir sársauka og gleði en það var einmitt í gegnum sársaukann sem ég skildi hver hún var. Ég bjó ná- lægt henni á þessum árum. Hún spurði einskis, hún þurfti þess ekki, hún fann. Á hverjum degi kom hún til mín eins og engill. Hún kom með heitt slátur, kleinur, kökur og jafn- vel mat. Hún hafði endalausa þörf fyrir að hugga, mýkja, styrkja. Þannig kona var hún. Allt líf hennar snerist um það að umvefja aðrar manneskjur. Hún hafði feikilega fallega liti þessi rós og þrátt fyrir það að oft mætti sjá daggardropa í augum hennar glömpuðu þau oftar en ekki af gleði og gáska. Þar sem Jóhanna var þar var kraftur og líf. Hún hellti á könnuna í hvert sinn sem einhver leit inn. Fyrir um það bil tveimur ár- um var henni sagt að hún gæti að- eins lifað í örfáar vikur í viðbót. Hún bjó sig undir það af krafti og gaf Hafdísi dótturdóttur sinni kaffistell- ið sitt. Þegar þessar vikur voru liðn- ar nennti hún ekki að bíða lengur og hringdi í mig. „Verður þú nokkuð á ferðinni í vikunni?“ spurði hún. „Alltaf á ferðinni,“ svaraði ég. „Ég þarf aðeins að skreppa niður í Hjört Nielsen,“ sagði hún. Erindið var greinilega leyndarmál. Á leiðinni niðureftir trúði hún mér fyrir því. Hún varð allt í einu eins og feimin lítil stúlka en um leið tindruðu augu hennar af þessari dásamlegu kímni sem einkenndi hana mjög. „Ég ætla bara að kaupa mér nokkra bolla.“ Hún var sem sé byrjuð að safna aft- ur. Jóhanna gafst aldrei upp. Hún elskaði lífið og fólkið í kringum sig en líkamleg heilsa var að bresta enda 91 árs gömul. Það gerðist þó aðallega á allra síðustu árum. Þegar hún var 85 ára þurfti ég að beita hana fortölum til að stoppa hana af, því hún vildi endilega koma og hjálpa mér í slátri. Jóhanna skildi aldrei að líkami hennar var eldri en sálin, hún var óstöðvandi. Þrátt fyrir háan aldur og tals- verðan aldursmun í árum talið greindi ég aldrei þennan mun. Fyrir skömmu trúði hún mér fyrir dálitlu sem hún hafði upplifað þegar hún var ung stúlka. Svo einkennilega vildi til að ég hafði sjálf gengið í gegnum svipaða lífsreynslu. Þessi samanburður á lífi okkar kom okkur báðum á óvart. Við höfðum brugðist alveg eins við, í svipuðum aðstæð- um. Reyndar á mjög óvenjulegan hátt. Við skildum hvor aðra og þurftum ekki mörg orð til. Hún var yndisleg- ur vinur og varð aldrei svo gömul að hún hætti að bera umhyggju fyrir mér og mínum. Vinátta okkar var traust og einlæg. Hún var byggð á gagnkvæmri virðingu og umhyggju. Okkur þótti afarvænt hvorri um aðra. Eðli samskiptanna var slíkt að við kölluðum ávallt fram það besta hvor í annarri. Þannig varð vinátta okkar eins og alparós að vori. Við eigum báðar alparósir í görðum okkar. Það er ef til vill ekki tilviljun að Jóhönnu fannst alltaf að ég yrði að koma á hverju ári og leggja mitt að mörkum til að hennar rós bæri sem flest blóm. Vorið var ekki komið nema ég væri búin að fara mínum höndum um þær báðar, gefa þeim næringu og blessa þær. Sá sem hef- ur séð alparós í blóma skilur hvers konar rós Jóhanna var og vinátta mín við hana. Elsku Ósk, Svana, Ása, börn ykk- ar og makar: Innilegar samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Stella Gróa Óskarsdóttir. Í örfáum orðum vildi ég kveðja ömmu úr sveitinni Dala. Vinátta, frændsemi, velgjörð og iðja, verkin þín um það allt tala. Eng- um í lífinu amma mín brást eða fyrir sig þurfti að sanna. Ef ein- hver á skilið eilífa ást er það amma mín Hanna. Úr hversdags- ins amstri og klið, komin til for- feðranna. Hefur nú fengið him- neskan frið hún amma mín, Hanna. Helgi Björn. HINSTA KVEÐJA Það var á haustdög- um 1995 að nokkrir listamenn er unnu með vatnsliti (akvarell) hittust til skrafs og ráðagerða. En það hafði tíðkast þá um stundir að lista- menn stofnuðu félög eða sýningar- hópa um listtúlkun eða tækni þar sem lögð var áhersla á sérstöðu þeirra vinnubragða sem verið var að glíma við hverju sinni þó að þeir ynnu ekki aðeins á þeim vettvangi. Pétur Friðrík hafði á sínum starfsferli unnið mikið með vatnsliti og var hann einn af stofnendum hópsins. Það var því þungt að frétta PÉTUR FRIÐRIK SIGURÐSSON ✝ Pétur FriðrikSigurðsson fæddist á Sunnuhvoli í Reykjavík 16. júlí 1928. Hann lést hinn 19. september síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Há- teigskirkju 1. októ- ber. að hann væri fallinn frá. Þeir níu listamenn er hófu þetta samstarf nálguðust verkefni sín á mismunandi hátt og sýna verk þeirra glöggt hvað vinna og efnistök þar sem vatnslitatækni er beitt gefa marga möguleika til túlkunar og list- hugsunar. Straumur listarinnar er marg- þættur og víða leitað fanga. Íslenskir mynd- listarmenn hafa marg- ir nýtt sér vatnslitatæknina til að tjá listhugsun sína jafnframt annarri tækni. Pétur Friðrik valdi vatns- og olíuliti til að koma sinni túlkun á framfæri. Við í sýningarhópnum Akvarell Ísland þökkum samstarfið og vott- um eiginkonu og aðstandendum dýpstu samúð. Fyrir hönd hópsins, Katrín H. Ágústsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.