Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 36
FRÉTTIR 36 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BLÓÐRÁSARTRUFLANIR og súrefnisskortur kunna að eiga hlut að máli í gangi nokkurra sjúkdóma sem leitt geta til blindu, svo sem gláku, augnsjúkdóms í sykursýki og hrörnunar augnbotna. Þetta efni var til umfjöllunar á ráðstefnu með heit- inu þýðing blóðþurrðar í augnsjúk- dómum sem haldin var í Reykjavík nýverið. Ráðstefnuna sóttu um 100 vísindamenn og augnlæknar frá löndum austan hafs og vestan og nokkrir íslenskir sérfræðingar í augnlækningum. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, var ráðstefnustjóri og aðalforgöngumaður ráðstefnunn- ar. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að menn vissu ýmislegt um að blóðrásartruflanir gætu leitt til sjúkdóma og væru augnsjúkdómar þar engin undantekning. Blóðrásartruflanir geta ráðið miklu um gang sjúkdóma „Við vitum að æðaþrengsli eða blóðrásartruflanir til hinna ýmsu vefja líkamans geta valdið sjúkdóm- um og varðandi augnsjúkdóma er einkum horft til gláku, sykursýki og hrörnunar í augnbotnum í þessu sambandi. Okkur vantar nánari vitn- eskju um hver eru áhrif blóðþurrðar eða æðaþrengsla, hvernig háttað er súrefnismettun í blóðinu og hvað veldur þessum truflunum. Við vitum að sykursýki getur skemmt háræða- kerfið í sjónhimnunni sem leitt getur til blindu og það hefur verið rökrætt um það frá árinu 1858 hvort blóðrás- artruflanir séu ráðandi um fram- gang gláku og það hefur verið sett fram kenning um að blóðrásartrufl- anir skipti máli vegna hrörnunar á augnbotnum. En þetta þarf allt að vera hægt að mæla og meta áhrifin. Spurningin er líka hvort er á undan, sjúkdómur sem veldur þessum trufl- unum eða blóðrásartruflanir sem valda síðan sjúkdómunum,“ sagði Einar og nefndi að samstarf sér- fræðinga í augnlækningum færi nú fram um rannsóknir á þessu sviði. Íslendingar eru í samstarfi við Dani og Bandaríkjamenn. Samstarfið nær einnig út fyrir raðir augnlækna þar sem kalla þarf til þekkingu frá verk- fræðingum og öðrum sérfræðingum til að finna leiðir til að mæla blóð- flæði og súrefnismettun. Einar sagði að þrír áðurnefndir augnsjúkdómar væru mjög algengir og er hrörnun í augnbotnum orðinn þeirra algengastur hérlendis sem skýrist m.a. með hækkandi aldri þjóðarinnar. Hann sagði að tekist hefði nokkuð vel að halda gláku í skefjum og sömuleiðis augn- skemmdum af völdum sykursýki. „Á ráðstefnunni erum við grafast nánar fyrir um eðli og orsakir þessara sjúk- dóma, hvaða þátt þessar blóðrásar- truflanir eiga í þeim og hvernig hægt er að mæla þessi atriði í augunum því við teljum að þar geti legið svörin við því hvernig við getum betur með- höndlað þessa sjúkdóma.“ Margt hefur áhrif á blóðflæðið Danski augnlæknirnn dr. Peter Kock Jensen starfar við Kaup- mannahafnarháskóla og á í samstarfi við íslenska augnlækna. „Við vitum að það er svo margt hefur hefur líka áhrif á blóðflæðið í líkamanum. Öll hreyfing og þjálfun skiptir þar máli, hvernig mataræðið er og síðan er nokkuð ljóst að reykingar hafa líka áhrif, það er ýmislegt sem við vitum að er óhollt sem getur skipt máli,“ segir hann, „og rétt eins og við vitum að það er ekki gott að aka of hratt vitum við líka að það er ekki hollt að borða of mikið eða hreyfa sig of lítið. „Þetta og svo margt annað getur haft áhrif á súrefnismettunina í blóð- inu og hún getur breyst mjög hratt,“ segir hann ennfremur. „Við höfum til skamms tíma ekki haft nógu góða aðferð til að mæla hvernig háttað er blóðflæði í augun- um en margt hefur þó gerst á því sviði síðasta áratuginn. Við höfum stundað tilraunir með þessar mæl- ingar á svínum frá árinu 1996 og nú eru að hefjast mælingar á fólki eftir því sem tæknin leyfir okkur.“ Tæknin sem notuð er við mæling- arnar segja læknarnir vera eins kon- ar myndgreiningartæki. „Við höfum síðustu áratugina getað skoðað aug- að og séð hvort þar er eitthvað að gerast. Með nákvæmari myndgrein- ingu, svonefndri litrófsgreiningu af augnbotni má meta margt og þar á meðal súrefnismettun sem gæti sagt okkur betur til um hvað er að gerast í auganu,“ sagði Einar og kvaðst vona að innan tveggja ára gætu haf- ist mælingar með þessum hætti í mönnum. Læknarnir voru sammála um að þetta svið augnlækninganna væri áhugavert og mikill áhugi væri einn- ig á rannsóknum á þessu sviði hjá lyfjafyrirtækjum sem fylgdust með möguleikum fyrir lyfjameðferð á nýjum sviðum. Ræddu um áhrif blóðrásartruflana á augnsjúkdóma Leiða leitað til að mæla og meta súrefnisskort Morgunblaðið/jt Einar Stefánsson (t.v.) og Peter Kock Jensen tóku þátt í ráðstefnunni. Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi, Austurvegi 3, 800 Selfossi, sími 480 2900 - fax 482 2801- fasteignir@log.is Í sölu fallegt og vel staðsett 130,4 m² einbýlishús byggt 1995 ásamt sambyggðum 50,8 m² bílskúr. Eignin telur m.a. stóra stofu, sjónvarpshol og þrjú svefnherbergi. Opið hús verður í dag, sunnu- dag, á milli kl. 14.00 og 17.00. Verð 15,9 m. Nánari uppl. á skrifstofu. OPIÐ HÚS - Hrauntjörn 3, Selfossi OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 3 herbergja Miðtún 74 - Opið hús í dag Virkilega smekkleg 3ja herb. 65,4 fm ris- hæð á góðum stað. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Baðherb. með bæði baðkari og sturtuklefa. Þvottahús innan íbúðar. 2 góð svefnherbergi og góðar suðursvalir. Eignin er öll nýlega standsett. Opið hús í dag á milli kl. 13:00 og 15:00. Fjóla tekur vel á móti ykkur. Áhv. 5,0 millj. Verð 10,5 millj. (3031) SUÐURHÓLAR 24 Opið hús í dag. Vorum að fá glæsilega 2-3ja herb.íbúð á 3ju hæð. Nýlega standsett eldhús. Stór stofa, parket á gólfi. Yfirbyggðar svalir. Rúmgott svefnherbergi. Möguleiki á aukaherbergi. Flísalagt baðherbergi. V 10.5 m. Opið hús í dag á milli kl. 14.00 og 16.00. Karl tekur vel á móti ykkur. ÁTTU RÉTT Á VIÐBÓTARLÁNI,SELJANDI LÁNAR MISMUN.100% LÁN. WWW.EIGNAVAL.IS Erum með til sýnis í dag þrjár glæsilegar íbúðir í nýju lyftuhúsi á þessum eftirsótta stað. Íbúðirnar eru fullbúnar án gólfefna. Sérstæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð. Íbúðirnar eru til afhendingar strax. Sölumenn Höfða verða á staðnum með teikningar og allar upplýsingar. Íbúð 101 Fimm herbergja íbúð á 1. hæð, 164 fm auk stæðis í bílageymslu. Verð 18,8 millj. Íbúð 601 og 604 Glæsilegar 145 fm „penthouse“-íbúðir á 6. og 7. hæð. Hvorri íbúð fylgir sérstæði í bílageymslu. Verð 17,6 millj. Möguleiki er á 85% fjármögnun. Opið í dag á milli kl. 14 og 16 - sími 533 6050 Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 Kórsalir 3Hraunbær 119 - leiga Úrvalshúsnæði til útleigu á góðum stað ! Eignamiðlunin hefur til útleigu nýtt og glæsilegt húsnæði að Hraunbæ 119. Húsið er einkar vel staðsett við hliðina á Árbæjar- pósthúsinu í einu fjölmennasta íbúðar- og atvinnuhverfi borgar- innar. Húsnæðið er tilbúið undir tréverk, en lóð fullfrágengin með góðum bílastæðum. Lyfta er í húsinu. Húsið hentar sér- staklega vel fyrir verslun og ýmis konar þjónustustarfsemi. Á neðri hæð eru til útleigu um 300 fm og á efri hæð um 530 fm. Á neðri hæð hefur Sparisjóður Vélstjóra þegar opnað 400 fer- metra útibú. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Kjartan Hallgeirsson. 2495 Til hamingju Þórður Valtýr 4 ára Hóll óskar mömmu, pabba og Þórði Vatý til hamingju með nýju íbúðina í Vesturbergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: