Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 11
ára,“ segir Björn grafalvarlegur. „Þá stóð ég fyrir framan átta hundr- uð áhorfendur og lék litla kið í Kið- lingunum þremur. Ég man vel eftir því. Það var rosalega gaman,“ segir hann og skellir upp úr. „Fyrsta og eina leikarareynslan.“ Þarna var Björn á síðasta ári í leikskólanum Barónsborg og tróð upp með skóla- félögunum á sumardaginn fyrsta. „Ég gleymi þessu aldrei.“ Sælkeri og fagurkeri Birni er margt til lista lagt. Ljós- myndirnar hans bera vott um það og í síðasta kafla Töfra Íslands segir hann myndirnar fremur minna á málverk en ljósmyndir. Björn sýnir mér teikningu af hjólreiðafólki á skógarstíg. „Þarna gleymdi ég myndavélinni. Þetta er eina teikn- ingin mín.“ Hann mætti teikna meira. Björn var 22 ára þegar hann byrj- aði að kynna landið fyrir erlendum ferðamönnum. Um svipað leyti byrj- aði hann að taka myndir, auk þess sem flugnámið var hafið. „Mér finnst mjög gaman að upplifa að fara með fólki um fallega náttúru. Njóta góðr- ar ferðar og borða fínan mat. Ég hef mjög gaman af því,“ segir Björn brosandi og sýnir mér kaffistell sem hann keypti sér sjálfur í kjallarann. „Ég er mikill sælkeri og fagurkeri.“ Þotan að veruleika vegna tengsla við sterkt félag En aftur að fyrirtækjaþotunni. Fram hefur komið að Björn og fé- lagar í Maris telja fulla þörf á að bæta þessari þotu í íslenska flugflot- ann. Sundt Air á helminginn í Maris á móti Birni og félögum hans hér. Sundt Air er norskt félag í eigu auð- kýfingsins Petter Sundt, sem m.a. er einn stærsti hluthafinn í Bergesen skipafélaginu og á stóran hlut í fljót- andi lúxusíbúðablokkinni The World. Petter Sundt situr nú í stjórn Maris. „Upphafið að þessu má rekja til ævintýramennsku minnar í fjárfest- ingum. Vorið 2000 keypti ég mér framleiðslurétt að þessari flugvél og setti í það nokkra tugi milljóna. Þá var ég að pæla í því hvort ég ætti að selja þennan rétt aftur á góðum tíma. Slíkt er algengt í flugheimin- um og ýmsir hafa hagnast á því. Síð- an breyttist markaðurinn og það varð snúnara að selja þetta. Ég end- aði á því að hafa samband við Norð- mennina í kjölfar þess að KPMG- ráðgjöf hafði gert viðskiptaáætlun og ég hafði fengið fleiri til liðs við mig hér á landi.“ Sundt Air á helming í Maris og hinn helminginn á félag Björns, Jarðsýn, ásamt Sjólaskipum í Hafn- arfirði og fiskveiðahlutafélaginu Venus. „Það var magnað að fá íslensku fé- lagana að þessu og ekki síður þessa Norðmenn að Maris. Sundt Air rek- ur sex þotur og hefur glæsilega að- stöðu á Gardermoen flugvellinum við Ósló. Nú hafa íslenskir viðskipta- menn aðgang að vélum og þjónustu hjá þeim og þeir hafa aðgang að þot- unni sem hingað kom. Það er mjög mikilsvert að byrja rekstur með þessu móti, því þetta er þrautreynd- ur rekstur hjá þeim frá árinu 1989. Sjúkraflutningaþjónusta þeirra er á svo háu plani að þeir hafa gert samn- inga við dönsk yfirvöld og sjá um alla sjúkraflutninga frá Grænlandi til Danmerkur. Okkar vél getur flutt líffæri eða líffæraþega og hægt er að nota hina vélina frá Noregi ef þarf að sækja einhvern veikan eða slas- aðan, t.d. til suðurlanda, og fljúga með hann til Íslands. Þarna erum við komin inn í mjög sterkt net. Ég hefði aldrei farið út í svona rekstur nema af því að við náðum tengslum við svona sterkt félag.“ En hvernig eru viðtökurnar? „Það er mikill áhugi og það er ver- ið að vinna að samningum og tilfall- andi flugi. Fyrsta verkefnið, eftir að þotan var sýnd fjölmiðlafólki, var í Noregi og það er búið að bóka fleiri verkefni á næstu dögum. Það er greinilega þörf fyrir þetta, menn í viðskiptalífinu hafa lýst því yfir. Ef fólk þarf að komast á ráðstefnu verður það eins dags mál í stað þriggja daga.“ Björn segir að það sé líka mik- ilvægt að hafa byrjað með nýja flug- vél. „Þá eru allir mótorar og tæki með tveggja til fimm ára ábyrgð og því minni áhætta í rekstrinum. Og ef ekki tekst að skapa rekstrargrund- völl hér heima eru verkefni erlendis. Vélar eru stöðugt að ganga úr sér og nýmyndun er minni núna en hún var vegna aðstæðna úti í heimi. Þetta er góð og heilbrigð byrjun að okkar mati.“ Björn segist ekki líta á fyrirtækja- þotuna sem samkeppni við Flugleið- ir. „Ég lít á þetta sem viðbót við samgöngur til og frá Íslandi. Þetta skarast að einhverju leyti en er ann- ar vettvangur. Þrátt fyrir að svona vél sé í fullu starfi allt árið, eru til- tölulega fáir farþegar sem ferðast með henni. Það eru ekki nema átta sæti um borð. Miðað við umfang Flugleiða er þetta ekki nema örlítið brot.“ Á flugi yfir Íslandi En hvaðan kom flugáhuginn upp- haflega? „Eftir að hafa kynnst Þor- steini Jónssyni flugkappa. Við vor- um kunningjar þegar við vorum strákar, ég og strákurinn hans, Andy. Þá var ég niðri á rampi eins og maður kallaði það, niðri á flug- velli, strax níu ára gamall. Þar voru DC sexur og fjarkar og ýmislegt fleira. Mín tengsl við flugið eru orðin yfir fjörutíu ár og ég hef sjálfur flog- ið í þrjátíu ár.“ Björn tók einkaflug- mannspróf árið 1975 og atvinnuflug- manninn 1978. Björn var sjálfur með flugrekstur á árunum 1987-1993 og sérhæfði sig þá í því að fara með fjölmiðlafólk, að- allega erlent, um Ísland. „Þá nýtti ég mér þekkingu mína á landinu. En ég flaug alveg frá upphafi til að mynda í bækurnar mínar.“ Fyrsta bók Björns, Yfir Íslandi, var ein- göngu með myndum teknum úr lofti og texta Björns um hvern lands- hluta. Þar kemur þekking hans á landinu í ljós, sem og í þeim bókum sem á eftir fylgdu. Björn hefur haldið fyrirlestra í mörgum löndum Evrópu, Banda- ríkjunum og víðar í tengslum við jarðfræði Íslands og náttúru, en ým- is erlend fyrirtæki og gallerí hafa keypt ljósmyndir af honum, t.d. Hewlett Packard, Chase Manhattan bankinn, og Harvard-háskólinn. Á þessum tíma vann Björn verkefni fyrir marga aðila erlendis, t.d. BBC, Smithsonian, Time-Life og NASA. Hann vann líka á tímabili sem stúd- ent að rannsóknarverkefnum í mannaflahagfræði hjá Cessna verk- smiðjunum. Byrjaði að fjárfesta fyrir rælni Það má eiginlega segja að Björn hafi verið svolítið á undan sinni sam- tíð. Hann byrjaði að fjárfesta áður en eiginlegur fjármálamarkaður varð til á Íslandi. Og hann hefur ekki gefið hátæknifyrirtækin upp á bát- inn eins og honum finnst margir hafa gert ótímabært. Hagfræði- menntunin hefur nýst Birni við að byggja upp í atvinnulífinu. Upphaf fjárfestinga hans má rekja til ársins 1985. „Þetta byrjaði nú fyrir rælni. Maður sá tækifæri fólgin í þessu á undan öðrum kannski.“ Fyrst fjár- festi Björn í Verzlunarbankanum, þar sem hann var í viðskiptum, síðan í Flugleiðum og var á tímabili tíundi stærsti hluthafi félagsins með 1,2% eignarhlut. Sama var uppi á teningn- um með Útgerðarfélag Akureyringa þar sem Björn var sjöundi stærsti hluthafinn á tímabili og sá fimmti stærsti í Skagstrendingi. „Þetta gekk vel. Ég átti bréfin í þrjú og upp í sex ár og seldi á hagstæðum tíma. Ásamt með öðru kom þetta undir mig fótunum.“ Björn seldi bréfin sín í Flugleiðum á árunum 1993-1994. Á tímabilinu 1992-1995 var Björn einn Þarf að skoða heildarmyndina Björn leggur áherslu á orð sín þegar hann fjallar um áhættufjár- festingar og hlutverk áhættufjár- festinga. „Bandarískir fjárfestar sem fjárfesta kannski í tíu fyrirtækj- um, vita að kannski flest þeirra falla og þykir það eðlilegt. Þar rjúka menn ekki upp til handa og fóta og snúa baki við fyrirtækjunum eða við- leitninni. Þeir sem eru í áhættufjár- festingum fjárfesta í mörgum hug- myndum og dreifa þannig áhættunni og ganga út frá því að einhver þeirra gangi upp. Sama þyrfti að vera með viðhorf sjóða og fjárfesta gagnvart svona viðleitni. Það hefur verið tölu- vert um að ef heilbrigð mál lifa ekki af, hafa menn orðið óskaplega svekktir og svartsýnir í stað þess að horfa á hlutina í heild og leyfa þessu að gerast án þess að vera ósáttir við það.“ Hvað geta ríki og stjórnvöld gert? „Það þarf einstaklega sterka og hugaða fjárfesta til að koma þessum fyrirtækjum að liði. Stjórnvöld í Ástralíu, Kanada og á Írlandi hafa fundið ýmsar leiðir til að styðja þessa viðleitni. Til dæmis verulega skattaafslætti sem hvetja fjárfesta og sjóði til að setja fé í svona mál. Aðilar þurfa í sameiningu að leita heiðarlega að leiðum og skoða hvað aðrar þjóðir eru að gera. Það er ábyggilega ómaksins vert að skoða þennan vettvang og sjá hvort það séu ekki leiðir til að standa með sprotafyrirtækjum. Þessi viðleitni er mjög heilbrigð. Ef hún hefði ekki verið til staðar, hefðu fyrirtæki eins og Flaga, Össur eða Marel ekki orð- ið til. En þetta eru fyrirtæki sem eru á fljúgandi ferð inn í framtíðina og ég hef þá trú að það sama eigi eftir að gerast með Softis, þótt það sé ekki orðið.“ Björn var fyrsti stóri fjárfestirinn sem kom að Flögu hf. með Helga Kristbjarnarsyni heitn- um og fjölskyldu hans og á Björn enn 4% í fyrirtækinu og sat í stjórn þess um margra ára bil. „Þetta var virkilegur baráttutími sem nú er að skila sér fyrir þetta fyrirtæki.“ Skilur sjónarmið beggja varðandi virkjanir Björn hefur lýst því yfir að fyr- irtækjaþotan margumrædda sé til margra hluta nytsamleg, til dæmis í sambandi við „stór framfaramál og útrás frá Íslandi. Ég tel að þotan geti nýst þegar þarf að flytja fólk á milli staða til að funda vegna ýmissa tengsla og framkvæmda.“ En er náttúruljósmyndarinn hlynntur virkjunaráformum? „Ég skil sjónarmið beggja aðila held ég. Mér þykir gríðarlega vænt um náttúru Íslands og hef barist fyr- ir henni. Ég hef ekki skoðað þessi virkjunaráform þannig að ég geti tjáð mig um þau en vissulega er nauðsynlegt fyrir Íslendinga að hafa allar klær úti í því að renna fleiri stoðum undir efnahagslífið. Það er ekki til í neinu lífi eitthvað svart eða hvítt, hvorki í efnahagslífi né einka- lífi. Menn hljóta að leita leiða til að samræma sem flest skynsamleg sjónarmið. Mér finnst aftur á móti skipta gríðarlega miklu máli að þetta sé gert með mikilli virðingu fyrir landinu og fyrir framtíðinni og að menn brenni ekki brýr að baki sér meira en nauðsynlegt er. Það á við um þetta og allt sem menn gera í stórframkvæmdum. En fólk þarf ekki annað en að skoða bækurnar mínar til að vita hvaða hug ég ber til náttúrunnar. En svo er hinn þátt- urinn í mér; uppbygging og fram- kvæmdir. Þetta þarf að geta farið saman. Því meira sem einblínt er á eitt svið, því viðkvæmara verður efnahagslífið. Ég get ekki hugsað mér að Ísland verði stóriðjuland, það má aldrei gerast. Skynsemi og meðalhóf eru lykilorð,“ segir fjár- festirinn og listamaðurinn Björn Rúriksson að lokum. stærsti áhættufjárfestir landsins og fékk til sín að meðaltali eina hug- mynd á mánuði sem honum var boð- ið að fjárfesta í. Árið 1992 fjárfesti Björn í Softis og árið 1995 í Flögu. Einnig í Marel, Tölvusamskiptum, Degasoft og Biostratum. Hann hef- ur setið í stjórnum sumra þessara fyrirtækja og var m.a. stjórnarfor- maður Softis á tímabili. Árið 1997 fjárfesti Björn í KEA og þótti ýmsum það furðulegt eins og hann segir. Nú hefur eign allra sem áttu í KEA verið flutt í fyrirtækið Kaldbak og þar er Björn enn hlut- hafi með um 1,2% og situr í vara- stjórn félagsins. „Þetta er lifandi fyrirtæki og margir sterkir aðilar komnir að því. Kaldbakur hefur mikla möguleika og vildi til dæmis bjóða í Landsbankann. Mér fannst það ágætt.“ Björn vill verða að gagni með því sem hann gerir. „Þess vegna fjár- festi ég í KEA. Mér þótti spennandi að hafa áhrif á að gera þessa einskis manns eign sem þá var, að sterku fé- lagi. Ég var í stjórn KEA á árunum 1998 til 2000 og síðan í Kaldbaki hf. Alveg eins þátttaka mín í sprotafyr- irtækjum eða bækurnar mínar, allt miðar þetta að því að gera skemmti- lega hluti sem geta gert gagn við uppbyggingu, mér finnst það mjög mikið atriði.“ Softis að rísa úr öskustónni Björn fjárfesti í hugbúnaðarfyrir- tækinu Softis árið 1992. Bréf fyrir- tækisins voru á opna tilboðsmark- aðnum sem þá hét. Væntingar fjárfesta til fyrirtækisins rættust ekki á þessum árum og „fyrir bragð- ið var þessu fyrirtæki úthýst og öllu sem því fylgdi. Softis fór í skamm- arkrókinn og það þótti skömm að tengjast því,“ segir Björn. „Hluta- bréfaverð í Softis rauk gríðarlega upp á skömmum tíma án þess að Softis væri þar einu um að kenna, en auðvitað voru menn gríðarlega bjartsýnir. Fyrirtækið hefur aldrei verið sjálfbært en er þó orðið tólf ára gamalt. Það sýnir bara hversu þétt eigendurnir hafa staðið að baki því. Árið 1997 tók ég ákvörðun nánast einn um það hvort ætti að leiða fyr- irtækið út úr þeim ógöngum sem það var þá komið í. Þá varð ég stjórn- arformaður og náði talsverðu fjár- magni inn í fyrirtækið í lokuðu út- boði, ásamt því að við sem vorum í ábyrgðum breyttum þeim í hlutafé. Þannig tókst að tryggja reksturinn enn um sinn. Svona hefur þetta gengið með gríðarlegri harðdrægni í erfiðum heimi. Ég tala nú ekki um núna síðustu tvö ár.“ En nú segir Björn að útlit sé fyrir að áhættu- fjárfestingin muni skila sér. Fyrir- tækið hafi jú lifað í tólf ár en við kröpp kjör. „Við höfum trú á að Soft- is sé að rísa úr öskustónni. Aðstand- endur fyrirtækisins hafa barist með því og kreist hvern blóðdropa til að halda Softis á lífi.“ Softis hefur þróað hugbúnaðinn Louis, samskiptalausn sem nú ætlar að reynast nýtileg í fjarskiptakerf- um. Upplýsingar fyrirtækis sem notar Louis hugbúnaðinn eru geymdar á miðlara en lófatölva get- ur náð í og skráð inn upplýsingar á örskömmum tíma, að sögn Björns. Slíkur hraði geri það að verkum að Softis hafi forskot á önnur fyrirtæki sem hafa þróað líkan hugbúnað. Softis er nú í samstarfi við Voda- fone og hefur gert samning við Kingfisher verslunarkeðjuna í Bret- landi. Stuðningsmenn fótboltaliða gætu einnig farið að nota Louis hugbún- aðinn og er þar mikill markaður, að sögn Björns. „Menn geta þá verið með lófatölvur á leik og fengið allar upplýsingar ef þeir vilja bera eitt- hvað saman. Þarna er ég nú að tala um æsta áhangendur til dæmis Manchester United. Áhangendur liðsins skipta milljónum, jafnvel tug- um, og er stór hluti þeirra í Aust- urlöndum fjær.“ ur úr kafi Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Rúriksson fyrir framan Cessna Citation Excel-þotuna sem kom til lands- ins fyrir viku. Viðtökurnar hafa verið góðar, að hans sögn. „Ég fór í skýlu, óð út í, lagðist til sunds og tók andköf. Synti 25 metra í 10,5 gráðu heitum sjó!“ „Ég er búinn að heita því að næsta æv- intýri sem ég ætla í, er að verða rithöf- undur.“ „Allt miðar þetta að því að gera skemmti- lega hluti sem geta gert gagn við uppbygg- ingu, mér finnst það mjög mikið atriði.“ steingerdur@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: