Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ er ávallt mikil nauðsyn á því að
leiðandi menn í ríkisstjórn og á Al-
þingi ásamt forsvarsmönnum hinna
ýmsu stofnana ríkisins marki sér
stefnu eftir þjóðlegri sýn. Það hefur
að mati margra skort mjög á að slík
sýn sé fyrir hendi og því er stefnu-
mörkun í þjóðþurftarmálum oft í
lausu lofti og háðust sviftibyljum
augnabliksins. Hugtök sem ættu að
búa yfir varanlegu gildi eru þynnt út
og það jafnvel af þeim sem helst ættu
að vera til þess kjörnir að skerpa sýn
annarra á inntak þeirra. Hugtök af
þessu tagi eru til dæmis sjálfstæði og
fullveldi. Í seinni tíð hefur borið
nokkuð á því að menn sem starfa við
Háskóla Íslands hafi gert í því að
draga úr gildi þessara hugtaka og
augljóst virðist að slíkir menn hafi
ekki mikla þjóðlega sýn. Og maður
getur spurt sjálfan sig að því af hvaða
ástæðum óþjóðleg afstaða til mála
ráði hjá mönnum sem ættu jafnvel að
vera til þess kjörnir að leggja öðrum
línurnar með tilliti til þjóðlega hags-
muna ?
Átti Háskóli Íslands ekki að vera
háborg íslenskrar menningar, turn
og vígi tungunnar, sterkur málsvari
frelsis og sjálfstæðis þjóðarinnar?
Var hann ekki stofnaður 17. júní 1911
á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar og
var ekki þjóðleg sýn á hin íslensku
þjóðmenningargildi ein meginfor-
senda stofnunar hans? Eigum við
ekki að halda áfram að vera Íslend-
ingar og ávaxta okkar þjóðlega pund
? Ekki ætti það að vera öðrum þjóð-
um til tjóns þó að við einbeittum okk-
ur fyrst og fremst að því að rækta
okkar heimagarð ?
En því miður, það er sýnilega inn-
ræting í fullum gangi sem virðist
beinlínis stefnumörkuð gegn þjóð-
legri sýn. Sumir álíta greinilega að
vitsmunaleg og menntunarleg staða
þeirra sé orðin svo einstök að ekki sé
takandi mark á neinu frá liðinni tíð.
Það er horft á allt úr fílabeinsturnum,
í gegnum lituð gleraugu nýaldarsjón-
armiða og heimsþorps-hugsunar og
útkoman verður óþjóðlegur hræri-
grautur með fjölmenningar-ídýfu.
Menn eru komnir með hnattvæð-
ingu á heilann og vilja senda þjóðleg
sjónarmið út í hafsauga, á sextugt
djúp. Þangað vildi þjóðskáldið Matt-
hías Jochumsson forðum senda sund-
urlyndisfjandann. En sá fjandi veður
hinsvegar uppi í þjóðfélaginu og fitn-
ar eins og púkar gera jafnan þegar
heimska mannanna gerir þeim það
kleift.
Nú les maður greinar og jafnvel
bækur eftir prófessora við Háskóla
Íslands þar sem nánast er talað um
þjóðlega sýn sem rómantíska firru
sem sé fráleit á núverandi breytinga-
tímum í alþjóðastjórnmálum, sam-
fara vaxandi hnattvæðingu.
En þetta kalla ég hiklaust hugar-
farslega afturför. Háskóli Íslands,
háborg íslenskrar menningar, turn
og vígi tungunnar, hinn sterki mál-
svari frelsis og sjálfstæðis, hvar er
þín þjóðlega sýn? Ichabod, Ichabod!
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21, Skagaströnd.
Þjóðleg sýn
Frá Rúnari Kristjánssyni:
Í OKKAR heimshluta hefur fólk tek-
ið höndum saman til að tryggja að
allir vinnandi menn hafi lágmarks-
tekjur og þannig tryggt að vinna sé
verðlögð svo einhver sæmd sé að. Því
miður hafa einstaka menn, í flestum
löndum, fundið leiðir framhjá þessu.
Í stað þess að borga þau laun sem
nánast fullkomin sátt er um finnast
menn sem leita sér vinnuafls í lönd-
um þar sem fólk býr við fátækt, al-
mennan skort og menntunarleysi.
Sum þessara fórnarlamba eru
barnung – önnur þiggja vinnu í þeim
tilgangi einum að geta brauðfætt
börnin sín og jafnvel kostað þau til
mennta. Þar sem þetta fólk er að
vinna sömu vinnu og við hin þykir
réttsýnum og heiðarlegum eðlilegast
að borguð séu sömu laun fyrir vinn-
una, burtséð frá hvaðan sá vinnandi
kemur. Við ætlumst til dæmis til
þess að karlar og konur fái sömu
laun fyrir sömu vinnu. Sama hlýur að
eiga að gilda um Íslendinga, Pól-
verja, Rússa og Bandaríkjamenn.
Sem fyrr segir þá eru þeir til sem
sjá sér leik, ljótan leik, á borði og
finna sér leiðir til að hagnast á ör-
brigð annarra. Atvinnulaus maður,
sem ekki sér fram á að eiga til næstu
máltíðar þiggur atvinnu fyrir nánast
hvaða laun sem er. Ekkert er verra
en geta ekki brauðfætt börnin sín.
Á Íslandi er rekið fyrirtækið sem
byggir afkomu sína á neyð þessa
fólks.
Atlantsskip hikar ekki við að stæl-
ast af eigin ágæti, sem er reyndar
einungis mat þess fyrirtækis. Ekki
veit ég hvernig rekstur þess fyrir-
tækis gengur. Hef reyndar grun um
að ekki drjúpi smjör af hverju strái
þar. Þrátt fyrir að þeir sem leggja
mest á sig til að afla því félagi tekna
séu fátækir menn sem búa við að í
þeirra heimalandi er ríkjandi fátækt.
Börnin þeirra eru svöng og ekki eru
til peningar til að borga menntun og
heilbrigðisþjónustu. Atlantsskip veit
að þessir menn þiggja alla vinnu sem
þeim er boðin. Atlantsskip veit líka
að það ber að borga þessum mönnum
laun sem alþjóðasamfélagið er ásátt
um. En vegna neyðarinnar og óttans
við að missa illa launaða vinnu bera
„þrælarnir“ harm sinn í hljóði. Inn á
þetta er spilað.
Atlantsskip siglir bæði til Banda-
ríkjanna og Evrópu. Ameríkusigl-
ingarnar eru í skjóli utanríkisráðu-
neytisins. Vegna þess að íslensk
stjórnvöld og bandarísk hafa gert
með sér samning um flutninga á
varningi fyrir varnarliðið. Þar er
meðal annars kveðið á um að af Ís-
lands hálfu skuli íslensk útgerð ann-
ast þann hluta flutninga sem eigi að
falla í okkar hlut.
Það er á allra vitorði að Atlants-
skip er ekki skipafélag. Félagið á
ekkert skip og gerir ekki út skip. Það
leigir skip sem meðal annars eru
mönnuð fátækum mönnum sem
þiggja hvað sem er til að geta keypt
næstu máltíð. Þeir geta seint notið
þæginda eða öryggis þrátt fyrir að
starfa í okkar heimshluta. Atlants-
skip kemur í veg fyrir það.
BIRGIR H. BJÖRGVINSSON,
Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Spilað á hörmungar
Frá Birgi H. Björgvinssyni: