Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMFYLKINGINgengst fyrir póst-kosningum meðalflokksfélaga sinna íframhaldi af viða- mikilli Evrópukynningu um miðjan október. Alls er gert ráð fyrir því að kjörgögnun- um verði dreift til hátt í 10.000 manns um og eftir næstu helgi. Stefnt er að því að hægt verði að opinbera niðurstöðu póstkosninganna laugardaginn 26. október nk. Svanfríður Jónasdóttir, al- þingismaður Samfylkingar- innar, rekur aðdraganda póstkosninganna til stofn- fundar Samfylkingarinnar vorið 2000. „Fundurinn komst að því að taka þyrfti Evrópumálin til sérstakrar umfjöllunar og samþykkti að fá hóp sérfræðinga til að skilgreina samn- ingsmarkmið Íslendinga í hugsanleg- um samningaviðræðum. Þrettán sér- fræðingar voru því fengnir til að fara yfir sérsvið sín í tengslum við hin ýmsu svið Evrópusamvinnunnar og voru niðurstöðurnar gefnar út á bók undir yfirskriftinni Ísland í Evrópu,“ segir hún og tekur fram að efni bók- arinnar hafi verið sérstaklega kynnt á nokkrum fundum í Norræna húsinu haustið 2001. „Landsfundurinn sam- þykkti í framhaldi af útgáfu bókarinn- ar að efna til víðtækrar Evrópukynn- ingar um land allt og póstkosninga í því skyni að kalla fram vilja félaganna árið 2002.“ Þjóðin taki lokaákvörðun Svanfríður segir að stefnt sé að því að flokksfélagar fái kjörgögn í hendur um og eftir næstu helgi. Þeir eru beðnir um að taka afstöðu til einnar spurningar. Spurningin er í þremur liðum og hljómar svona: Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslend- ingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður að Evrópu- sambandinu og hugsanlegur samn- ingur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykkis eða synjunar? Svanfríður segir að mikilvægt sé að ef meirihlutinn komist að þeirri nið- urstöðu að ferlinu skuli haldið áfram sé þjóðaratkvæðagreiðsla hluti af þeirri stefnumótun flokksins. „Við leggjum áherslu á þennan þátt því að hvorki lagaumhverfi, hefðir eða venj- ur þjóðarinnar mæla fyrir um slíka af- greiðslu. Við viljum að þjóðin taki sjálf lokaákvörðun um hvort að hún stígur þetta skref til fulls eða ekki.“ Miðað er við að svörin úr póstkosn- ingunni berist til aðalskrifstofu Sam- fylkingarinnar í Reykjavík eigi síðar en föstudaginn 25. október og niður- staðan liggi fyrir á laugardeginum. Svanfríður segir að eitt af mark- miðunum með heildarferlinu sé að hvetja flokksfélaga til að kynna sér málefnið og taka í framhaldi af því meðvitaða afstöðu. „Með því móti verður ekki aðeins meirihlutavilji flokksins skýr heldur verður umræð- an markvissari og veldur því að lík- urnar á því að tekin verði rétt ákvörð- un aukast.“ Svanfríður hefur séð um heildar- skipulagningu Evrópukynningar Samfylkingarinnar og raunar séð um framkvæmd flestra kynninganna um landið allt. „Við tókum í upphafi ákvörðun um að gangast fyrir tvenns konar kynningum. Annars vegar höf- um við boðið flokksfélögunum á land- inu öllu upp á kynningar á Evrópu- sambandinu og EES-samningnum og velt því upp hver sé munurinn á þessu tvennu eins og nauðsynlegt verður að gera í tengslum við hugsanlegar að- ildarviðræður. Eftir að því hefur verið lokið höfum við síðan haft tækifæri til að kynna niðurstöður bókarinnar Ís- land í Evrópu. Ekki má heldur gleyma því að flokksfélögum hefur verið gefið gott tækifæri til fyrir- spurna svo oft hafa skapast heitar umræður á fundinum,“ segir Svan- fríður og tekur fram að ýmist hafi verið haldnir fundir fyrir stök félög eða fleiri en eitt í einu – allt eftir að- stæðum hverju sinni. „Evrópukynn- ingarnar í flokksfélögunum verða hátt í 30 og fer þeim brátt að ljúka.“ Svanfríður segir að á endasprett- inum verði aðallega efnt til opinna borgarafunda. „Meginmarkmiðið með opnu borgarafundunum er í senn að stuðla að meiri og málefnanlegri umræðu. Skipulagið er með dálítið öðrum hætti en á hinum kynningun- um. Heimamenn opna umræðuna,“ segir hún og tekur fram að reynt sé að velja heimamennina með tilliti til þess að hjá þeim komi fram sem breiðasta viðhorfið. „Eftir að þeir hafa lokið máli sínu taka við einhverj- ir af sérfræðingunum sem skrifuðu bókina Ísland í Evrópu. Hlutverk þeirra er að bregðast við gagnrýni fundarmanna og fara yfir ákveðna þætti á borð við muninn á milli EES og Evrópusambandinu.“ Svanfríður bætir við að ekki virðist allir gera sér grein fyrir því að með EES-samningnum hafi Íslendingar undirgengist 80% af lagagerð Evr- ópusambandins. „Þó ber að hafa í huga að frá því að við gerðumst aðilar að EES-samningnum hefur Evrópu- sambandið haldið áfram að breytast og þróast. Ekki má heldur gleyma því að við höfum líka gerst aðilar að nýj- um samstarfssviðum eins og Scheng- en. Hvort tveggja þyrfti að fara ræki- lega yfir í hugsanlegum viðræðum.“ Flestir sýnt jákvæða forvitni Svanfríður segir áhugann á fund- unum hafa verið afar mismunandi á milli byggðarlaga. „Í sumum byggð- arlögum var fundarsókn góð – öðrum lakari eins og gengur. Innan Samfylk- ingarinnar, eins og í öllum stjórn- málaflokkum, sér ákveðinn hópur að- eins kosti við fulla aðild að Evrópusambandinu. Annar hópur sér aðeins ógnir og hættu í því sama. Báð- ir hóparnir hafa átt sína fulltrúa á fundunum. Flestir hafa þó verið fulltrúar hinnar breiðu í miðju í flokknum – sýnt umræðunni jákvæða forvitni. Margir fundarmanna vildu fá að vita hvaða áhrif full aðild að Evr- ópusambandinu myndi hafa á daglegt líf þeirra, t.d. vexti af lánum, mat- vælaverð, skólagjöld og möguleika barnanna þeirra í framtíðinni. Sums staðar hafa menn verið mjög upp- teknir af möguleikum land- búnaðarins og talsvert hefur verið spurt um byggða- og sveitarstjórnarmál. Sú spurn- ing hefur sem dæmi verið bor- in fram hvort svæði í hinum dreifaðri byggðum, sem átt hafa í vök að verjast, ættu meiri möguleika innan Evr- ópusambandsins heldur en við núverandi aðstæður. “ Hvernig hefur því verið svarað? „Á fundinum á Sauðárkróki svaraði starfsmaður Byggða- stofnunar því til að uppgangur í norðurhéruðum Finnlands og Svíþjóðar væri farinn að valda vaxandi þrýstingi á Norðmenn vegna neikvæðari þróunar í Norður-Noregi.“ Kaldhæðni gagnvart sjávarútvegi Svanfríður er spurð að því hvað henni hefði komið mest á óvart á fundunum. „Satt að segja hafa mér komið viðbrögð fólks gagnvart sjáv- arútveginum mest á óvart. Sjávarút- vegurinn er ekki hluti af EES-samn- ingnum því gerð var sérstök bókun um sölu sjávarafurða á innri markaði á sínum tíma. Í tengslum við umræðu um hugsanlega aðild Íslandinga að Evrópusambandinu hafa stjórnmála- menn talið afar mikilvægt að ákvörð- un um heildarafla á Íslandsmiðum væri áfram tekin á Íslandi. Ekki af ráðherraráðinu í Brüssel eins og gert er ráð fyrir að óbreyttu í reglum Evr- ópusambandsins. Þessu álitaefni er ótrúlega oft svarað með spurningu einhvers fundarmanna þess efnis hvort þeim komi fiskurinn eitthvað við – hvort ekki sé löngu búið að af- henda Íslandsmið. Aðrir segja: „Má okkur ekki vera sama hvort það er Samherji, Eimskipafélagið eða ein- hverjir útlendingar sem ráðskast með miðin. Gildir það ekki einu fyrir okk- ur?“ Þessa kaldhæðni má auðvitað rekja til fiskveiðistjórnunarkerfisins og samrunaferlisins í sjávarútvegi þar sem æ stærri fyrirtæki skapa sí- fellt meiri fjarlægð milli fólksins og fyrirtækjanna.“ Svanfríður svarar því hverju hún hafi sjálf mestar áhyggjur af í tengslum við hugsanlegar aðildarvið- ræður. „Ef til þess kemur þurfum við auðvitað að vera búin að flokka og ydda öll okkar helstu samningsmark- mið og þar koma auðvitað inn ýmsir afar mikilvægir málaflokkar. Þó held ég að ráðið geti úrslitum hvort sam- þykkt verði að áfram verði tekin ákvörðun um heildarafla á Íslands- miðum á Íslandi enda er það sam- angróið fullveldisvitund svo margra. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stjórnmálamaður treysti sér til að leggja samning fyrir þjóðina þar sem gert er ráð fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin í Brüssel. Við eigum líka eftir að skoða mun betur hvernig við ætlum að lifa með eða án evrunnar. Þá þurfa hagsmunaraðilar að leggjast yfir stöðu landbúnaðarins og ekki að- eins gagnvart Evrópusambandinu heldur ekki síður gagnvart Alþjóða- viðskiptastofnuninni því að það er ljóst að hvort sem við verðum innan eða utan Evrópusambandsins mun ís- lenskur landbúnaður þurfa að takast á við miklar breytingar. Aftur á móti finnst mér ekki þegar ég horfi til þeirra þjóða sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu ástæða til að hafa áhyggjur af sjálfstæði eða fullveldi þjóðarinnar.“ Borgarafundir á lokaspretti Samfylkingin hefur uppfrætt flokksfélaga sína og aðra íbúa landsins um Evr- ópusambandið, EES-samninginn og muninn þar á milli á skipulögðum kynn- ingum um landið allt undanfarna mánuði. Anna G. Ólafsdóttir ræddi við Svan- fríði Jónasdóttir um ferlið, lokahnykkinn og póstkosningar um miðjan október. ago@mbl.is Svanfríður Jónasdóttir. Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.