Morgunblaðið - 06.10.2002, Side 56

Morgunblaðið - 06.10.2002, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ JOHN WOO LEIKSTJÓRA FACE OFF OG MI:2 NICHOLAS CAGE WINDTALKERS Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! Missið ekki af þessari! NÚ Í BÍÓ SAFNPLATA með Stones hefur ekki sést lengi. Sumir kannast kannski við Hot Rocks-plöturnar en þetta er í allra fyrsta sinn sem allir slagararnir og þá meina ég all- ir eru samankomnir á einum eigu- legum grip. Diskarnir rúlla (náðuð þið þessum!) óaðfinnanlega og það kemur manni á óvart hversu mörg lög með Rollingunum maður þekkir og getur sungið. Ákveðið var að fá rokkara úr ýmsum áttum til að ræða Stones og feril þeirra í sem víðustu samhengi. Mætt til fundar voru þau Rúnar Júlíusson, Kristín Eysteins, með- limur Rokkslæðunnar, Kristján Frosti Logason, gítarleikari í Mín- us, og Gunnar Ólason, fyrrverandi meðlimur Skítamórals en núver- andi meðlimur í SSSól. Og eins og diskarnir rúlluðu umræðurnar vel. Rokk-þjóðsöngvar Jæja. Rolling Stones. Eiga þeir stað í hjarta ykkar? Gunni: „Ja … eins og ég sagði áðan hef ég voðalega lítið fylgst með þeim. Ég hefði frekar verið til í að vera með í Bítlaumræðu …“ Kristín: „Já, ég er ekki heldur neinn aðdáandi. Fyrir mér eru þeir svona tákn um hina algeru rokk- ara. Lífsstíllinn o.s.frv. En ég hef aldrei gengið í gegnum nein hlust- unartímabil.“ Frosti: „Það er í raun það sama hér. Ég er meiri Bítill en Stones- aðdáandi. Einu sinni voru þeir popp fyrir gamlingjana í mínum huga og ég hefði ekki komið nálægt þeim með töngum. En það breytt- ist og ég fór að meta þessi fyrstu lög þeirra. Þetta nýrra efni höfðar ekki eins til mín.“ Rúnar: „Ég hef fylgst með þeim alveg frá fyrsta degi og hef spilað alveg gífurlega mikið af efni eftir þá í gegnum tíðina. Þeir eiga auð- vitað heilmikið af rokk-þjóðsöngv- um og eru á topp fimm-lista hjá mér ásamt Bítlunum, Elvis Pres- ley, Bob Dylan og Queen. Þetta eru risarnir að mínu mati. Og ég tek það fram að ég geri alls ekki upp á milli Bítlanna og Stones.“ Gunni: „Maður hefur spilað bróðurpartinn af þessum lögum á böllum þótt það sé svolítill aldurs- munur á mér og Rúnari. Þannig að það er greinilegt að þetta lifir enn í dag, maður spilar þetta fyrir sextán ára unglinga og það garga allir með.“ Frosti: „Við í Mínus erum t.a.m. ekkert töku- lagaband og höfum kannski tekið þrjú eða fjögur lög eftir aðra í gegnum tíðina. En eitt af þeim er „Jumping Jack Flash“.“ Hvernig líst ykkur á safnplötuna? Frosti: „Mér líst gríðar- lega vel á þetta. Hér er allt á einum stað og þetta er hinn eigu- legasti gripur.“ Rúnar: „Hljómurinn er líka sér- staklega góður.“ Nú segja margir að Rolling Stones séu í dag vart svipur hjá sjón … Rúnar: „Ja … hvaða sjón (hlær)? Þetta er auðvitað mikil sýning núna en mér finnst þeir mjög góðir enn þann dag í dag. Að mörgu leyti betri en þeir voru fyrst. Þá voru þeir að berjast við að taka blúslög eftir aðra en það voru Bítlarnir sem settu þá á sporið með að fara að semja sjálfir. Ef maður ber sam- an hljómleikaupptökur frá þeim tíma er þeir voru að byrja heyrist glöggt að Stones voru mikla betra band en Bítlarnir. Þetta er hægt að greina þar sem í þessa daga voru allir að taka lög eftir sömu aðilana; Chuck Berry og fé- laga. Það byrjuðu allir sem páfagauk- ar.“ Frosti: „Ef maður ber saman Bítlana og Stones þá finnst mér greinilegt að Bítl- arnir þróuðust og urðu betri og betri en mér finnst það ekki eiga við um Stones.“ Rúnar: „Það er af því að Stones urðu góðir strax og þá héldu þeir því bara áfram (allir hlæja).“ En þú blæst á það, Rúnar, að það sé kominn tími á Stones? Og þú átt líka hagsmuna að gæta hvað þetta álitamál varðar sjálfur … Rúnar: „Ég vil endilega að þeir haldi áfram. Það er margt í tónlist- inni sem er óháð því að verða gam- alt; hvort sem það er Ray Charles, Frank Sinatra eða Raggi Bjarna. Það er ákveðin ástríða að vera í tónlist og ég held að þeir séu að þessu fyrst og fremst út af því.“ Gunni: „Ekki vantar heldur eft- irspurnina. Það væri nóg fyrir þá að spila tvö lög og vera uppi á svið- inu í tuttugu mínútur. Fólk myndi borga sig inn, bara til að sjá þessa menn.“ Frosti: „Jú, þeir gætu svosem haldið áfram inni á elliheimilinu þess vegna. Ég held samt að það vanti þessa greddu sem var þarna fyrst.“ Rúnar: „Það er nú viðbúið að hún dofni með aldrinum (og enn hlæja allir).“ Kristín: „Mér finnst þeir lang- bestir fram að ’70 en svo fara þeir að fjara út.“ Frosti: „Ég er sammála því.“ Rúnar: „Að þeir fjari svona út eftir það?“ Frosti: „Kannski ekki alveg út en fjari allavegana.“ Rúnar: „Ekki sami andinn leng- ur, ég skil.“ Töff Er nokkuð hægt að tala um mun á Bítlunum og Stones? Var það ekki bara fjölmiðlatilbúningur? Kristín: „Bítlarnir voru tilrauna- glaðari en Stones styðjast alltaf við ryþma- og blúsgrunninn. Síðan er það viðmótið, framkoman, „töffara- bragurinn“ sem hefur alltaf fylgt þeim. Lífsstílinn er heillandi, allt þetta sukk og svínarí.“ Rúnar: „Stones hafa aldrei verið í vandræðum með neysluna. Þeir hafa bara verið í vandræðum með lögregluna (allir hlæja).“ Gunni: „Pælingarnar voru meiri hjá Bítlunum en Stones passa sig á því að halda sig við það sem þeir kunna best og gera best. Á þeim forsendum er rangt að vera að bera þessi bönd saman.“ En hver er aðaltöffarinn í Ston- es. Er það Mick … eða Keith? Frosti: „Keith. Það er ekki spurning. Það má líka segja að þeir tveir haldi þessu saman.“ Eitthvað að lokum? Rúnar: „Ég vona bara að þeir spili sem lengst – á meðan þeir hafa nennu og getu til.“ Frosti: „Þeir eru svalir. Ég er ánægður með þá.“ Gunni: „Ég vona að ég komist einhvern tíma á tónleika með þeim.“ Kristín: „Rokk og ról!“ Forty Licks – tvöföld safnplata með Rolling Stones „Þetta er bara rokk og ról“ Hinir eilífu rokkarar, Rolling Stones, fagna fertugsafmæli sínu með glænýrri fjörutíu laga safnplötu. Arnar Eggert Thoroddsen rúllaði því saman nokkrum íslenskum rokkurum, til skrafs og ráðagerða um Lundúnasveitina lífseigu. Morgunblaðið/Sverrir Frosti, Gunni, Rúnni, Kristín … og Stones-lögin góðu. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.