Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 33 þessari þróun. Um þessar mundir er ekkert einkarekið sýningarrými í borginni sem stend- ur undir þeim ströngu kröfum sem þar eru gerðar nema gallerí i8, sem vakið hefur eft- irtekt víða um heim fyrir starfsemi sína á und- anförnum árum. Gallerí á borð við Gallerí Hlemm og Gallerí Skugga hafa þó burði til að þó þróast í sömu átt og i8 ef viðunandi rekstr- arskilyrði skapast fyrir einkarekna starfsemi á þessu sviði. Það er þó ástæða til að vekja athygli á því að sýningarrými í borginni er ekki af svo skornum skammti þegar allt kemur til alls. Hægt er að fá marga ágæta sali leigða til sýn- ingarhalds, svo sem sal Listasafns ASÍ við Freyjugötu sem margir kjósa enn að kalla Ás- mundarsal, sali í Gerðarsafni í Kópavogi, sal Gallerís Sævars Karls og sali galleríanna Skugga og Hlemms sem áður voru nefnd. Fleiri möguleikar í sýningarhaldi hafa auk þess opnast með nýjum sal á Seltjarnarnesi, Húsi málaranna, þar sem áherslan er á mál- verkasýningar. Í umræðu um fleiri leiðir í sýningarhaldi má þó vissulega velta ýmsum möguleikum fyrir sér, svo sem því hvort safn á borð við Lista- safn Reykjavíkur, sem ræður yfir nokkuð mörgum sýningarsölum, sæi sér hag í því að gera einn þeirra að eins konar „tilraunasal“ þar sem fleiri listamenn en jafnan hljóta boð um að sýna gætu fengið tækifæri til að sýna verk sín. Slík tilraun gæti orðið áhugaverður farvegur fyrir unga jafnt sem eldri listamenn, opnað hinn opinbera myndlistarheim og jafn- framt gefið honum yfirbragð alþýðleika, eða tengt safnið grasrótarstarfi sem vert er að rækta gagnvart samfélaginu. Í i8 má finna eft- irtektarverðan vísi að slíku starfi í smáu sýn- ingarrými „undir stiganum“ en það hefur að mestu verið nýtt sem farvegur fyrir ungt fólk sem er að hefja sinn feril. Stefna erlendra safna Erlendis þykir æði hæpið að viðurkennd söfn leigi út aðstöðu til sýningarhalds til einstakra listamanna. Hvað Bandaríkin varðar er óhætt að fullyrða að t.d. safn á borð við MOMA-samtímalistasafnið í New York, sem hefur framúrskarandi orðspor að verja, myndi ekki taka slíkt í mál. Samt sem áður þurfa söfn vestra þó að reiða sig mun meira en evrópsk söfn á stuðning úr einkageiranum og því hafa sum þeirra í undantekningartilfellum fallist á að leyfa mjög fjársterkum aðilum að „kaupa“ hjá sér sýningar – og sætt mikilli gagnrýni fyrir. Margir hafa gengið svo langt að segja að með þessum hætti hafi heiðri og listrænu sjálf- stæði þessara stofnana verið stefnt í voða, en sem dæmi um slíkt má nefna afar umdeilda sýningu sem tískufyrirtækið Armani „keypti“ inn á Guggenheim-safnið í New York fyrir tæpum tveimur árum. Stuttu áður hafði Met- ropolitan-safnið hætt við að halda sýningu tengda tískuiðnaði þar sem forsvarsmenn safnsins óttuðust að fá það orð á sig að þeir létu listræn og siðferðisleg gildi víkja fyrir gróðahyggju. Þeir sem harðast gengu fram í gagnrýni sinni á sýningu Guggenheim-safnsins töldu framkvæmdina bera vott um alvarlegan brest í stefnumótun safnsins þar sem mörkin á milli myndlistar og viðskipta væru afmáð með öllu. Þeirra á meðal var Hilton Kramer, list- gagnrýnandi New York Observer, sem sagðist ekki þekkja neinn „alvöru listgagnrýnanda, listfræðing – eða alvarlegan listsafnara, jafnvel þótt þeir gengju í þessum fötum – sem áliti klæðnað Armani listaverk“. Í grein í The New York Times, þar sem Michael Kimmelman fjallaði um helstu listviðburði ársins 2000, vís- aði hann til sýningarinnar í Guggenheim sem „smánarlega ómerkilegrar Armani-auglýsing- ar, sem tæpast hefði tekist að dulbúa sem sýn- ingu“. Af þessum heiftarlegu viðbrögðum að dæma er deginum ljósara að miklar kröfur eru gerð- ar til erlendra listasafna hvað stefnumótun og listræna sýn varðar og því óhugsandi annað en við hér á Íslandi reynum að láta opinber söfn standa undir þeim kröfum sem aðrar þjóðir gera til sinna safna. Í Evrópu, þar sem virðu- legustu söfnin eru nánast undantekningarlaust rekin fyrir opinbert fé rétt eins og hér, ráða sýningarstjórar ríkjum og móta heildarsýn og stefnu safnanna með tilliti til þess sem þeir álíta vera hlutverk þeirra í samfélaginu. Til þeirra er gerð sú krafa að þeir lyfti stefnumót- un safnanna á faglegan grunn, sem að sjálf- sögðu veitir öllum þeim öðrum sem að listum starfa í samfélaginu mikilsvert aðhald. Listfræðingar og sýning- arstjórar Á undanförnum ár- um hefur sú skoðun átt vaxandi fylgi að fagna hér á landi að ein áhrifaríkasta leið- in til að auka fjöl- breytni í sýningarhaldi væri að bjóða oftar hingað til lands hlutlausum fagaðilum – sýn- ingarstjórum sem tekist hefur að draga fram áhugaverða listsýn í alþjóðlegu umhverfi. Glöggt er gests augað og ekki ólíklegt að ut- anaðkomandi sýningarstjórar gætu komið auga á nýja og eftirtektarverða þætti í ís- lenskri myndlist, fyrri tíma jafnt sem sam- tíðar, sem áhugavert væri að koma á framfæri. Að auki má ætla að minni líkur væru á því að þeir sættu ásökunum um vanhæfni af því tagi sem íslenskir listgagnrýnendur og sýningar- stjórar hafa mátt sitja undir um langt skeið, þótt ekki væri nema vegna þess að utanað- komandi aðilar hafa sjaldnast sömu félagslegu tengsl inn í íslenskt samfélag og þeir sem hér eru bornir og barnfæddir. Þannig gætu slíkir gestasýningarstjórar stuðlað að því að koma myndlistarumræðu hér í faglegra horf auk þess að efla tengsl íslensks myndlistarheims við alþjóðlegan sýningarheim og listmarkað. Þeir gætu m.ö.o. sett svip sinn á listheiminn með áþekkum hætti og t.d. gestastjórnendur hafa gert í tónlistarlífinu, en í gegnum þá hafa oft á tíðum skapast tengsl sem skipt hafa sköpum í íslenskum tónlistarheimi. Dæmin þaðan eru fjölmörg því erlendir tónlistarmenn báru með sér fagmennsku og vinnuaðferðir sem reyndust mikil lyftistöng fyrir tónlistar- lífið og nægir að nefna nöfn stjórnenda á borð við Vladimir Ashkenazy, Paul Zukovsky, Petri Sakari og Anne Manson í því sambandi. Ekki má heldur gleyma hinum heimsfræga sellóleik- ara Mstislav Rostropovitsj sem kom ungur hingað til lands, en kynni hans af Íslandi urðu t.d. löngu seinna til þess að verk Jóns Nordals var flutt af sinfóníuhljómsveitinni í Wash- ington undir stjórn Rostropovitsj. Með aukinni samvinnu við erlenda sérfræðinga er ekkert því til fyrirstöðu að áþekk áhrif síist inn í myndlistarlífið. Myndlistar- tvíæringur Listahátíð í Reykja- vík, sem lengi hverfðist fyrst og fremst um tónlistar- viðburði, hefur án efa átt drjúgan þátt í því að efla íslenskt tónlistarlíf fyrir tilstilli þeirra fjöldamörgu erlendu tónlistarmanna sem sótt hafa landið heim á hennar vegum. Sú umræða sem Listahátíð efndi til fyrir skömmu um möguleikana á því að koma hér á laggirnar myndlistartvíæringi er því allra góðra gjalda verð, enda engin ástæða til annars en að nýta til fullnustu þann auð sem reynsla Listahátíðar er íslensku menningarlífi. Í máli þeirra Ólafs Kvaran og Eiríks Þorlákssonar, sem báðir fluttu erindi á málþinginu, kom fram að ís- lensk listasöfn hafa þegar hafið umræður sín á milli um það að halda stóra alþjóðlega sýningu hér á landi með ákveðnu millibili. Áhugi og metnaður til að vinna að slíku verkefni er því þegar fyrir hendi. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um hvort skipulagningu og stjórn stórrar alþjóðlegrar listsýningar, hvort sem hún yrði tvíæringur eða ekki, væri best borgið hjá listasöfnunum sjálfum þótt sýning af slíkri stærðargráðu sé að sjálfsögðu óhugsandi án náins samstarfs við þau. Tumi Magnússon, myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla Íslands, sem einnig flutti erindi á málþinginu, sagði t.d. að hann teldi að sýningin yrði að „vera rekin sem sjálf- stætt starfandi stofnun“, en það er einmitt áþekkt fyrirkomulag og hefur reynst svo vel hjá Listahátíð. Hann benti á að nauðsyn þess að setja markið hátt, „við verðum að búa til sýningu sem hefur ekki aðeins það markmið að mennta Íslendinga í myndlist og sýna íslenska listamenn með erlendum hér heima, heldur það markmið að sýningin sé afgerandi og áhugaverð og skipti máli í hinni alþjóðlegu um- ræðu“. Tumi taldi einnig nauðsynlegt að ráða erlendan sýningarstjóra, í það minnsta til að byrja með, sem byggi yfir „reynslu af sam- setningu alþjóðlegra sýninga á nútímalist.“ Það er óhætt að taka undir þau orð Tuma að enginn vafi leiki á því að slík sýning geti „skipt miklu máli fyrir íslenskt menningarlíf. Hún myndi styrkja ímynd þess út á við, hún myndi styðja við listamennina, skólana, söfnin [og] fjölga „prófessjónal“ galleríum [...] það virðist ekki vanta svo mikið upp á gæði myndlist- arinnar, það er baklandið, skilningurinn og traustið sem vantar“. Ef hugmyndir um myndlistartvíæring njóta nauðsynlegs meðbyrs í menningarumræðu landsmanna má gera ráð fyrir að í kringum slíkan viðburð verði hægt að koma á mun virk- ari tengslum á milli menntunar, vísinda og menningar í íslensku samfélagi en nú eru fyrir hendi. Þverfagleg umræða hefur einmitt verið fyrirferðarmikil í tengslum við frægustu tvíær- inga heimsins á undanförnum árum. Með þeim hætti hefur listin og listsköpunin verið tengd samfélagslegri umræðu og daglegu lífi fólks. Það er því til mikils að vinna, því eins og vísað var til hér í upphafi er mikill samfélagslegur ávinningur fólginn í listrænni frumsköpun og hugmyndavinnu, sem íslenskt samfélag hefur síst efni á að vera án. Morgunblaðið/Golli Haustregnbogi á Þingvöllum. Þannig má segja að öll sú tjáning sem búið er að setja í list- rænt form, hvort sem hún tilheyrir myndlistarlífi, bók- menntum, leikhúsi, tónlist eða dansi, þurfi að lúta list- rænni stjórn er byggist á sérþekk- ingu þeirra sem valdir hafa verið til að sjá um stefnu- mótun á hverjum starfsvettvangi fyrir sig. Laugardagur 5. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.