Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Puente Pereiras Cuatro kemur og fer í dag. Ör- firisey, Hime Maru og Brúarfoss koma í dag. Ryoei Maru og Faxi fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9. Boccia kl. 10. Bíóferð að sjá Hafið kl. 12.45, skráning í afgreiðslu. Félagsvist kl. 14. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofa, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 mynd- list, kl. 10–16 púttvöll- urinn. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30– 14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Uppl. í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Laug- ard: kl. 10–12 bókband, Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmudagar kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum og hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og fös- tud. kl. 9.30. Síðasta miðvikudag í mánuði eru fræðslu- og skemmti- fundir í fundarsal Mið- garðs. Uppl. í s. 5454 500 Þráinn. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarfið Dalbraut 27. Á morgun kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 10– 10.45 leikfimi, kl. 13 spil- að. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Mánud. kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 12 leirvinnsla, kl. 15 snyrtinámskeið. Nám- skeið í skyndihjálp hefst 14. okt. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist kl. 13.30. Leikhúsferð í Borg- arleikhúsið laugardag- inn 12. okt. að sjá „Kryddlegin hjörtu“. Sækja þarf miðana í Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er lokuð vegna breytinga í Glæsibæ. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20 Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur. Brids kl. 13. Þriðjudagur: Skák kl. 13.00 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Söngvaka kl. 20.45. Bridsnámskeið hefst fimmtudaginn 10. október kl. 19.30. Þátt- taka tilkynnist skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sími 588-2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böðun kl. 9–12, opin handavinnustofan kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14. Hárgreiðslustofan opin 9–16.30. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag myndlistarsýning Brynju Þórðard. opin 13–16. Á morgun 9–16. 30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn. Sýning á Hafinu í Sambíóinu í Mjódd kl. 13.30. Dans hjá Sigvalda fellur niður. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Leið- beinandi á staðnum kl. 9–17, kl. 10.45 hæg leik- fimi (stólaleikfimi), kl. 9.30 gler- og postulíns- málun, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað. Fóta- aðgerðir. Allir velkomn- ir. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15–13.15 dans- kennsla, kl. 13–16 kór- æfing. Norðurbrún 1. Kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaað- gerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handa- vinnustofa. Vitatorg. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, sund og boccia, kl. 13 hand- mennt, glerbræðsla og spilað. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánudag- kvöld kl. 20. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristni- boðssalnum mánudags- kvöldið 7. okt. kl. 20. Sr. Kjartan Jónsson hefur biblíulestur. Allir karl- menn velkomnir. Félag Breiðfirskra kvenna. Vetrarstarfið hefst mánudaginn 7. okt kl. 20 í Breiðfirðingabúð. Þórhallur Guðmundsson miðill verður með skyggnilýsingar. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju fundur verður mánudaginn 6. okt. kl. 20 í safnaðarsal Grafarvogskirkju. Kvenfélag Breiðholts heldur fyrsta fundinn að haustinu þriðjudaginn 8. október kl. 20. í safn- aðarheimili Breiðholts- kirkju vetrarstarfið rætt. Kvenfélag Laug- arnessóknar fyrsti fund- ur vetrarins er á morg- un, 7. okt., í safnaðarheimilinu kl. 20. Hallgrímskirkja. Eldri borgarar. Opið hús mið- vikudaginn 9. okt kl. 14. Erindi flytur sr. Ágúst Sigurðsson. Harmonikkuleikararnir Sigurður Norðkvist og Karl Kristiansen, hug- vekju flytur sr. María Ágústsdóttir. Allir vel- komnir. Upplýsingar veiti Dagbjört s. 510 1034 eða 510 1000. Heimeyjarkonur. Fund- ur í Skála, Hótel Sögu mánudaginn 7. okt. kl. 20.30. Kvenfélag Lágafells- sóknar. Kynning- arfundur í Hlégarði mánudaginn 7. okt kl. 20. Allar konur í Mos- fellsbæ velkomnar, vörukynning. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 brids. Húnvetningafélagið í Reykjavík, kl. 13.30. „Húnaþing – þú hérað mitt“ fjölbreytt dagskrá um ævi og störf Ar- inbjarnar Árnasonar frá Neðri-Fitjum í Miðfirði. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Í dag er sunnudagur 6. október, 279. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sálm. 66, 9.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 ræna, 4 dýpis, 7 grep- patrýni, 8 sundfugl, 9 við- kvæm, 11 forar, 13 beitu, 14 dáin, 15 aðstoð, 17 smágerð, 20 bókstafur, 22 áleiðis, 23 sköpulag, 24 bik, 25 skjóða. LÓÐRÉTT: 1 rorra, 2 skrifar, 3 lengdareining, 4 myrk, 5 útgerð, 6 harma, 10 hróp- aðir, 12 axlaskjól, 13 elska, 15 ófullkomið, 16 grafa, 18 ávöxturinn, 19 skjálfa, 20 veina, 21 kaldakol. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 bandingja, 8 endur, 9 illur, 10 iðn, 11 ræðan, 13 nenna, 15 svans, 18 safna, 21 vot, 22 rotta, 23 óbeit, 24 greiðlega. Lóðrétt: 2 andúð, 3 dýrin, 4 náinn, 5 jólin, 6 geir, 7 þráa, 12 ann, 14 eta, 15 sorg, 16 aftur, 17 svali, 18 stóll, 19 fleyg, 20 atti. MIG langar til að koma á framfæri kæru þakklæti til Trausta, verslunarstjóra í Hagkaupum Smáralind, fyrir ótrúlega vandaða og góða þjónustu sem ég fékk í versluninni 22. sept sl. Vor- um við hjónin að halda upp á fertugsafmæli bóndans, þegar allt ætlaði úr böndun- um hjá okkur í sambandi við veisluundirbúninginn. Með lipurð og liðleika má segja að verslunarstjórinn hafi „reddað“ afmælinu og bóndinn getur nú horft með gleði fram á fimmta áratug- inn. Og það er ábyggilegt að við verslum áfram í Hag- kaupum Smáralind. Guðlaug. Hafið – og sundlaug í Seljahverfi ÉG er fötluð, 75% öryrki, og hef ekki farið í bíó síðan 1997 en þá fór ég að sjá Tit- anic. En nú langaði mig að sjá íslensku myndina Hafið og þegar ég spurðist fyrir um hvað bíómiðinn kostaði fyrir öryrkja var mér sagt að það væri enginn afsláttur fyrir öryrkja og að það væri ákveðið af framleiðanda. Ég sleppti því að fara á þessa mynd því ég hef ekki efni á að borga uppsett verð á mínum bótum. Undrar það mig að öryrkjum skuli ekki vera boðinn afsláttur af ís- lenskum myndum. Ég bý neðst í Seljahverfi og sæki sund og heitu pott- ana í sundlaugina í Fjöl- braut í Breiðholti. Til að komast í sund þarf ég að taka tvo strætisvagna því ég á ekki bíl. Finnst mér það skrýtið að í svona stóru hverfi, Seljahverfi, skuli ekki vera sundlaug. Sigga Ragga. Búið að stela sjónum Í MORGUNBLAÐINU birtist nýlega grein eftir Sigurð Filippusson bónda sem bar heitið: „Það er búið að stela sjónum“. Er hann að gagnrýna lögin um stjórn fiskveiða. Ég vil benda landsbyggðarmönnum á að það eru þeir sem senda stóran hluta þingmanna suður sem styðja kvótamál- ið. Þeir gætu með auðveld- um hætti breytt þessu og sent suður menn sem vildu taka á þessum málum fyrir þá. Þegar þessir menn eru komnir suður virðast þeir hlýða foringjunum. Og virð- ist það sama hvar í flokki menn eru – þeir fylgja ein- ungis stefnu flokksins. Ó.M. Ólafsson. Tapað/fundið GSM-sími týndist GSM-sími týndist þriðju- daginn 1. okt. í vesturbæ Rvk. Síminn er grár Nokia 6210 með brotinn skjá. Sím- inn inniheldur mikilvæg gögn fyrir eigandann sem gagnast engum öðrum. Góð fundarlaun í boði. Uppl. í síma 697 5359 og 552 9812. Gunnar. Dýrahald Páfagaukur í óskilum Fimmtudagskvöldið 3. okt. leitaði svangur og hrakinn blár páfagaukur eftir skjóli í Neðra-Breiðholti, á flótta undan ketti nágrannans. Sá sem saknar hans getur hringt í síma 863 0274 til að fá frekari upplýsingar. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Einstök þjónusta Víkverji skrifar... VÍKVERJI þurfti að skreppa nið-ur á Laugaveg eftir hádegi sl. sunnudag. Það er kannski ekki í frá- sögur færandi, nema vegna þess að þegar Víkverji ók inn á Laugaveg, kom á eftir honum lögreglubifreið með blikkandi ljós. Hvað er eiginlega um að vera? sagði Víkverji við konu sína og stöðvaði bílinn. Dró rúðu nið- ur til að fá að vita hvað lögreglan vildi. „Þú sinntir ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum Stórholts og Rauðarár- stígs,“ sagði lögreglumaður og Vík- verji var beðinn að koma með lög- reglumanninum inn í lögreglubifreið til viðræðna um meint brot. x x x ÞEGAR Víkverji ók um gatnamót-in, var engin umferð – ekki sást bifreið á ferð er litið var suður Rauð- arárstíginn og heldur ekki vestur. Sem sagt, Víkverji var á einu bifreið- inni, sem var á ferð á svæðinu. Vík- verji fór fyrir hornið á þriggja til fimm km hraða, eftir að hafa nær stöðvað bifreið sína, ef ekki stöðvað hana alveg, til að kanna hvort einhver bifreið væri á ferðinni á Rauðarár- stígnum. Það er og verður alltaf mats- atriði, hvenær bifreið er stöðvuð. Vík- verji sá heldur ekki hvar lögreglumennirnir hefðu komið bíl sínum fyrir til að liggja í leyni, fyrr en hann fór aftur fram hjá gatnamótun- um stuttu síðar. Þá sá hann að lög- reglumennirnir lögðu bifreið sinni ólöglega – uppi á gangstétt – á horni Grettisgötu og biðu þar, eflaust spenntir, eftir nýju „fórnarlambi“. x x x VÍKVERJI hefur alltaf veriðhlynntur því að lögreglan sé sýnileg og reyni t.d. að koma í veg fyr- ir hraðakstur á götum borgarinnar. Það er besta forvörnin við hraðakstri, ef lögreglan er sýnileg. Víkverji telur það aftur á móti vægast sagt óeðlileg vinnubrögð, ef lögreglumenn hafa ekkert annað að gera við tíma sinn en að liggja í leyni við gatnamót, sem lít- ið er ekið um á sunnudögum, til að fylgjast með, hvort ökumenn stöðvi bifreið sína alveg, áður en þeir taka hægri beygju inn í götu. x x x OFT HEFUR lögreglan í Reykja-vík kvartað yfir manneklu, það sé ekki hægt að gera hitt eða þetta, vegna þess að lögreglan sé fáliðuð. Víkverji hefur verið sammála þessum rökum lögreglunnar, en aftur á móti getur hann ekki verið það lengur – eftir að hafa orðið vitni að því, að tveir lögreglumenn á bifreið, lagðri ólög- lega, hafi ekkert annað við tíma sinn að gera en liggja í leyni á sunnudög- um við fáfarin gatnamót, til að „góma“ menn, sem hugsanlega stöðva ekki bifreið sína alveg. Það er óeðlilegt að láta tvo menn vera í leyn- um í bifreið, elta síðan borgara, sem eiga sér einskis ills von, með blikk- andi ljósum? Víkverji telur að lögreglan í Reykjavík eigi að forgangsraða verk- efnum sínum og það eigi ekki að vera í verkahring lögreglumanna sjálfra að velja sér þægilega staði til að leggjast í leyni. Þeir eiga að vera sýnilegri á stöðum þar sem þörf er á, en ekki að vera í „leynilögguleik“ á fáförnum stöðum. Þegar Víkverji var yngri var hann oft í miklu meira spennandi og skemmtilegri „leynilögguleik“ á Grettisgötunni. Sá leikur byggðist ekki á því að hrella borgara Reykja- víkur með smámunasemi. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 ÁSTÆÐA er til að þakka Haraldi Johannessen fyrir góða og málefnalega Við- horfspistla í Morgunblað- inu að undanförnu. Haraldur skrifar skemmtilegan stíl og er af- ar fundvís á áhugaverð mál sem aðrir blaðamenn fjalla sjaldan um þrátt fyr- ir að fullt tilefni sé til. Haraldi tókst sérlega vel upp 20. september sl. þeg- ar hann fjallaði um stjórn- unarstíl formanns Sam- fylkingarinnar og hvet ég alla áhugamenn um stjórn- mál til að lesa þann pistil. Í greininni er m.a. rakið hvernig forystumenn Sam- fylkingarinnar keppast við að ófrægja forsætisráð- herra með ýmsum sögu- sögnum um hótanir og annað miður skemmtilegt. Því miður hlaupa fjöl- miðlar gjarnan á eftir slík- um stóryrðum vinstri sinn- aðra stjórnmálamanna í blindni en „gleyma“ gjarn- an að rifja það upp fyrir al- menningi hvernig þessir sömu stjórnmálamenn hafa sjálfir hagað sér í gegnum tíðina. Í grein Haralds er hins vegar rifjað upp hvernig núverandi formaður Sam- fylkingarinnar hefur hvað eftir annað á sínum stjórn- málaferli verið staðinn að hótunum í garð ein- staklinga, fyrirtækja og jafnvel hóps opinberra starfsmanna. Hótanir sem eru svo alvarlegar að í öll- um öðrum vestrænum lýð- ræðisríkjum hefði sá stjórnmálamaður verið knúinn til afsagnar sem hefði haft þær í frammi. Og ekki er um neinar sögusagnir að ræða heldur skjalfest dæmi. Það er ánægjulegt að enn séu til blaðamenn sem líta einnig á það sem hlut- verk sitt að veita stjórn- arandstöðunni aðhald. Mættum við fá að lesa fleiri slíka pistla. Ólafur Jónsson, tæknimaður. Góðir Viðhorfspistlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.